Leita í fréttum mbl.is

Þessar kannanir eru hálf skrýtnar

Hvað hefur framsókn t.d. gert í síðustu viku sem eykur fylgi hans. En svona ef maður pælir í þessum könnunum þá er nær hún bara til 23. apríl sem var síðasti mánudagu  Og eftir það hefur eftirfarandi gerst:

  • Landspítalinn sendir út neyðarkall. Reksturinn þar kominn í bullandi erfiðleika
  • Páll Magnússon ráðinn í Landsvirkjun og ekki samkomulag um það í Framsókn
  • Jónina og tengdadóttirin
  • Barna og unglinga geðdeild í bullandi vandræðum og langir biðlistar.

Þannig að það kæmi mér mjög á óvart að framsókn ætti eftir að hækka meira í næstu könnun. Ég trúi ekki að fólk sé að kaupa þessar auglýsingar með honum Jóni Sig. 426973A

Eins þá skil ég ekki þessar sveiflur á fylgi milli Vg og Samfylkingar því að það er ekkert í þessari viku sem könnunin stóð yfir sem skýrir það.  Fer að halda að það náist illa í ákveðna kjósendahópa sumar vikurnar þannig að þessvegna séu þessarsveiflur

Síðan er skrítið að birta niðurstöður ekki fyrr en á föstudagi þegar könnuninni líkur á mánudeg. Við erum ekki að fá stöðuna eins og hún er í dag.

  

  

Frétt af mbl.is

  Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Innlent | mbl.is | 27.4.2007 | 19:11
Mynd 426973 Fylgi Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er jafnmikið, eða 21,2%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 39,1%, Framsóknarflokksins 10%, Frjálslynda flokksins 5,7%, Íslandshreyfingarinnar 2,3% og Baráttusamtakanna 0,6%.

 


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun verður að muna að fyrirtækið er eign þjóðarinnar ekki starfsmanna LV

 Landvirkjun væri holt að athuga að þeir eru að öllu leyti í eigu þjóðarinnar. Og það er með öllu ólíðandi að þeir taki þátt í að gera aðför að læknum og verkalýðsfélögum vegna þess að þessir aðilar eru að vekja athygli á sæmum aðbúnaði verkamanna. Mér finnst þetta það alvarlegt að ráðherra sem fer með eignarhald okkar í Landsvirkjun þurfi alvarlega að tala við forsvarsmann Landsvirkjunar (ef hann er ekki í Suður Afríku) og láta hann vita að starfsmenn LV eru að vinna með gögn sem var stolið af læknastofu í Kárahnjúkum sem og að Landsvirkjun ber að sjá til þess að verk sem hún stendur að séu unnin við bestu vinnuskilyrði sem hægt er. Skortur á hreinlætisaðstöðu, matareitranir eitrað loft er ekki eitthvað sem við sættum okkur við að fólki sé gert að vinna við þó það komi erlendis frá.

ASÍ: LV hætti að verja Impregilo

Verktakafyrirtækið Impregilo er þekkt fyrir að brjóta reglur og er það alvarlegt ætli Landsvirkjun með einhverjum hætti að verja gjörning þeirra, segir Halldór Grönvoldt aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Ljóst sé að aðstæður á Kárahnjúkasvæðinu séu með öllu óásættanlegar.

Landsvirkjun sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að aðeins brot þeirra 180 sem leituðu til heilsugæslunnar við Kárahnjúka 12. til 24. apríl hafi veikst vegna loftmengunar í göngunum. Þeim sé aðeins kunnugt um átta sem hafi leitað læknisaðstoðar vegna slíkra einkenna. Halldór segir að í sjálfu sér engu máli skipta hve margir hafi greinst með eitrunareinkenni, aðeins þurfi einn til svo þörf sé á aðgerðum.


Er þetta ekki fullmikil bjartsýni. Er spítalinn ekki kominn í vandræði nú þegar á þessu ári?

Vissulega metnaðarfullt markmið og yrði gott ef að það tækist. En ég held að það sé nokkuð ljóst að með nú verandi stjórnvöld sem hafa á hverju ári skorið niður framlög til LSH og látið spítalan safna skuldum, verður þessu markmið ekki náð. Þannig var...

Svo ætlum við að reisa hátæknisjúkrahús en getum nú ekki rekið það gamla.

Þetta eru nú eitt af því sem fólk ætti að hugsa til áður en það setur x við B í maí. Framsóknarflokkurinn hefur farið með þetta ráðuneyti í 12 ár og staðan hefur verið svona nær allan tíman. Fjárveitingar alltaf skornar niður í fjárlögum þó að allir viti...

Nú þetta skýrir kannski ummæli sem ég heyrði í dag

Ég heyrði einhversstaðar haft eftir Bjarna Ármannssyni að efla þyrfti fjármálaeftirlitið til muna. Og svo las ég þetta hjá Jóni Axel : Litla frjálsa fréttastofan hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að mikil uppstokkun verði hjá Glitni í framhaldi af...

Hvað laun hefur stjórnarformaður Landsvirkjunar?

Getur einhver frætt mig á því hvort að stjórnarformaður Landsvirkjunar er starfandi stjórnarformaður eða hvort að hann fær bara laun fyrir stjórnarfundi?  Og ef þetta er fullt starf hvað Landsvirkjun hefur að gera við bæði starfandi forstjóra og...

Þetta eru náttúrulega bara glæpamenn

Hér á Íslandi sættum við okkur ekki við að fyrirtæki brjóti lög og reglur og steli persónuupplýsingum um starfsmenn, haldi fram að læknar séu að ljúga og síðast en ekki síst að koma svona fram við verkafólk. Finnst jaðra við að við ættum að fara fram á...

Óskaplega var þetta óheppilegt.

Framsókn í algjöru klúðri í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og svo lendir Jónína í þessu að félgar hennar á Alþingi fara að gera henni greiða. Alveg skvakalegt. Frétt af mbl.is   Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og...

Á að reka bæjarfélög með dúndrandi hagnaði?

Hef verið að velta þessu fyrir mér síðan í gær þegar að bæjarfélagið mitt tilkynnti met hagnað. Er bæjarfélagið ekki í raun eitthvað batterí sem er komið á til að annast um hagsmuni og þarfir þeirra sem þar búa? Er þá ekki eðlilegt að þegar að vel árar...

Þetta kalla ég undirbúning að bónorði um áframhaldandi samstarf

Var að lesa viðtal vi Jón Sigurðsson á www.visir.is og þeir sem héldu að Framsókn væri alveg óbundin í þessu kosningum og vildi kannski prófa aðra möguleika ættu að kíkja á þetta: Eruð þið með þessum málflutningi að boða það sem ykkar fyrsta kost að...

Stöðugleiki er algjört aukaatriði - Spyrjið Framsókn sem vill ekkert handbremsustopp

Framsókn vill ekkert stopp og halda áfram með Stóriðjuframkvæmdir á meðan að Seðlabankinn horfir til þess að efti að álverið í Reyðarfirði og Kárhnjúkar eru komnir í gang þá verði hlé. EN svo er nú ekki það er jafnvel talað um að virkjunarfrakvæmdir...

Ég spyr hvað er það sem Páll Magnússon hefur í þetta embætti?

Hann hefur að mestu verið alinn upp á vegum Framsóknar í alskyns embættum eins og aðstoðarmaður ráðherra, bæjarritari í Kópavogi, varþingmaður.  Ekki það að ég sjái eftir Jóhannesi Geir sem fékk þetta þegar hann komst ekki á þing. Maðurinn var...

Þessi könnun hreint ágæt fyrir Samfylkingu

Frávikið frá síðustu könnun rétt rúmlega skekkjumörk og jafn margir þingmenn kjördæmakjörnir og áður. En Jón Sigurðsson formaður Framsóknar ekki inni skv. þessu. Það hlýtur að vera áfall og um leið ábending til annarra kjósenda í öðrum kjördæmum að hugsa...

Hér á Íslandi væri löngu búið að setja lög á verkfallið

Hér á Íslandi eru flugfélög og önnur stór fyrirtæki vernduð fyrir svona aðgerðum og því væri búið að setja lög á þessar aðgerðir. Frétt af mbl.is   SAS aflýsir flugferðum fram að miðnætti Erlent | mbl.is | 25.4.2007 | 11:19 Flugliðar SAS flugfélagsins...

Ekki er þetta nú skýrir kostir í virkjunar-/verndunarmálum hjá Framsókn

Ég sé að þeir merkja nokkur svæði sem „Röskun óheimil" sem er jú ágætt. En ef maður skoðar þessi svæði sem þeir merkaja sem slík þá eru það þó nokkur sem engum manni mundi detta í huga að fá heimild fyrir eins og: Geysir, Markarfljót og Emstrur,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband