Leita í fréttum mbl.is

Neyðin kennir naktri konu að spinna og Sjálfstæðismönnum að huga að ESB

Það er náttúrulega hræðilegt ástandi þarna á Flateyri og spurning hvort að þarna sé ekki bara uppahafið að vaxandi vandamáli. Heyrði viðtal við framkvæmdarstjóra Kambs sem lýsti því að skuldir fyrirtækisins væru orðnar gífurlegar og vegna gengis krónunnar og vaxta þá gengi þetta ekki lengur hjá þeim.

Síðan las ég þetta í viðtali við Einar Odd Kristjánsson  á www.bb.is:

Einar segir að peningamálastefna landsins verði að breytast og að það sé mikið hagsmunamál landbyggðarinnar. „Við lifum á útflutningi og gott efnahagsumhverfi er okkur nauðsyn. Ég hef gagnrýnt stefnu Seðlabankans um verðbólgumarkmið í mörg ár. Vextirnir eru allt of háir og vaxtamunurinn drífur áfram þetta háa gengi vegna innstreymis á lánsfé.“ Einar segir að ekki sé lifað við þessa óstjórn mikið lengur. „Það eru margir sem segja að við getum ekki búið við íslensku krónuna mikið lengur og verðum að taka upp aðra mynt og eru þá að segja að verðum að ganga í ESB. Ef við finnum engin önnur ráð en þau sem við beitum núna verðum við að íhuga ESB aðild. Ég hef samt trú á því að við finnum önnur ráð en það er ljóst að það er ekki búandi við þessa stjórn peningamála.“

Þetta er nú það sem þeir sem eru fylgjandi ESB hafa verið að benda á. En jú andstæðingar bent á að hér væri allt í sóma. En er það? Er ekki ótakmarkaður aðgangur að lánsfé búinn að halda lífi í þessari atvinnugrein nú um nokkur ár? Er ekki nú komið að því að gengið og vextirnir fara að taka sinn toll? Mér er sagt að vegna "Krónubréfa" og "Jöklabréfa" þá sé Seðlabankinn bundinn af því að ef hann lækkar vexti eitthvað að ráði eða stuðlar að gengisbreytingum þá gætu erlendir spákaupmenn sem eiga þessi bréf farið að innleysa þau það hratt að hér færi að hrikta í öllum stoðum efnahagslífsins. Þetta eru víst orðnir um 300 milljarðar sem eru í þessum bréfum. Og þau tilkomin vegna vaxta hér sem eru 4x hærri en annarsstaðar á Vesturlöndum.

Því segi ég það að við erum einfaldlega of lítil til að halda uppi sjálfstæðri mynnt.

Frétt af mbl.is

  Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg
Innlent | Morgunblaðið | 19.5.2007 | 16:31
Starfsfólki Kambs var sagt upp í gær. „Þetta er auðvitað skelfilegt mál, sem við stöndum mjög ráðþrota frammi fyrir. Störf 120 manna eru í húfi og það er alvaran í málinu. Auðvitað vonumst við til þess að sem mest af þessum aflaheimildum verði til staðar áfram á þessu atvinnusvæði sem Flateyri er á, en það breytir auðvitað ekki því að staða fólksins sem hefur haft afkomu sína af starfsemi Kambs er mjög alvarleg og það þjónar engum tilgangi að reyna draga fjöður yfir það,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið um stöðuna í atvinnumálum á Flateyri, en fyrir liggur að fiskvinnslan Kambur hættir starfsemi síðar í sumar.


mbl.is Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huganleg orsök fyrir því að Sjálfstæðismenn snéru sér til Samfylkingarinnar.

Skýringar Jónasar Kristjánssonar fyrir að Sjálfstæðismenn leituðu eftir samstarfi við Samfylkingu eru kannski bara þær skýrustu. En hann segir:

18.05.2007
Eðlilegt samstarf
Eðlilegt er, að Sjálfstæðis og Samfylkingin vinni saman. Þau spanna yfir hægri og vinstri miðjuna og hafa góðan meirihluta. Framsókn og Vinstri grænir eru meiri jaðarflokkar, Framsókn orðin yzt til hægri í formennsku Jóns Sigurðssonar. Sjálfstæðis og Samfylkingin munu ná millilendingum, til dæmis í meiri hægagangi á stórvirkjunum og stóriðju. Báðir eru flokkarnir eindregið fylgjandi markaðskerfi í hagmálum. Merkast við þetta samstarf er, að Sjálfstæðis hefur loksins vaxið frá arfi Davíðs Oddssonar. Áhrif hans í flokknum eru nú engin, þegar Ingibjörg Sólrún er orðin sætust á ballinu. (www.jonas.is )


mbl.is Jón Sigurðsson: Staðfestir trúnaðarbrest milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf er þetta hjákátlegt að hlusta á Vg núna.

Var að hlusta á Kolbrúnu Halldórs í Íslandi í dag held ég í kvöld þar sem að hún hélt því fram að öll forysta Vg hefði allan tíman verið tilbúin viðræður við Framsókn. Og líka um leið að þeir hefðu verið tilbúin í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Nú...

Stór fyrirtæki og pólítík

Nú ganga Framsóknarmenn um og hrópa að verið sé að mynda Baugsstjórn. Sem ég reyndar skil ekki þó að Hreinn Loftsson hafi komið grein í kosningapésa DV þá get ég ekki skilið að Sjálfstæðismenn séu efstir á vinsældalista þeirra Baugsmanna....

Ingibjörgu hollt að gæta að sér!

Ég tal að almennir fylgismenn Samfylkingar sætti sig ekki við hvaða stjórnarsáttmála sem er. Ég persónulega sætti mig ekki við Að t.d. Landsvirkjun og skild fyrirtæki verði seld að minnsta kosti ekki grunneiningar. Ég sætti mig ekki við að landinu eða...

Það er nú ekki góðs viti þegar flokkur kann ekki lágmarks stjórnkænsku

Finnst það með afbrigðum hvernig að Steingrímur og Ögmundur hafa látið í fjölmiðlum síðan á kosninganóttina. Hann lét skömmum rigna yfir Jón Sig. og framsókn og hefur látið svona síðan. Hann hefur nú þann vafasama heiður að hafa verið helsta ástæða þess...

Samfylking bjartsýn á að fara í samstarf við Sjálfstæðismenn

Heyrði í Samfylkingarmanni sem hefur heyrt það úr herbúðum Samfylkingar að þar sé vaxandi bjartsýni um að það verði af samstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðismanna um nýja ríkisstjórn. Eins sagði hann að Vg aftæki með öllu nokkuð R lista fyrirkomulag með...

Frjálslyndir í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðismönnum?

Ja allt hefur maður nú heyrt en þetta slær öllu út. Á www.mannlif.is er verið að tala um fund sem Davíð, Geir, Hannes Hólmsteinn og Friðrik Sophusson  áttu í gærkvöldi niður í Landsbanka um stjórnarsamstarf. Skv. þessi stingur Davíð upp á að Frjálslyndir...

Sjálfstæðismenn og Vg ?

Var að að lesa eftirfarandi "Orðróm" á www.mannlif.is 15 maí 2007 Vaxandi áhyggjur eru vegna þess að Geir H. Haarde hefur ekki tekist að koma saman tryggri og starfhæfri ríkisstjórn. Í kvöld komu saman þungavgtarmennirnir Davíð Oddsson , fyrrverandi...

Hef verið að hugsa um ófarir Framsóknar nú í síðustu kosningum

Það er nokkuð ljóst að bæði nú í kosningum til Alþingis  sem og í síðustu sveitarstjórnakosningum hrapaði framsókn niður í fylgi. Og nokkuð ljóst er að kjósendur flokksins eru að flykkjast frá þeim. Fyrir því tel ég að séu nokkrar ástæður: Framsókn er...

Össur með magnaða lýsingu á viðtali við Guðna Ágústsson

Var að ð lesa þessa færstu hjá Össuri um viðtal sem hann horfði á við Guðna Ágústsson. EN þar segir Össur m.a. Í dag sá íslenska þjóðin í raunalegri mynd hvernig valdið og fríðindi þess fara með jafnvel bestu menn. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 reif...

Bendi á skrif Egils Helgasonar um þessar fréttir um stjórnarsetu Framsóknar og Sjálfstæðismanna

Góð grein eftir Egil Helgason í kvöld á Silfri Egils þar sem hann fer aðeins yfir hvernig mál eru að þróast í í hugsanlegu áframhaldandi  stjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðismanna: Hann segir m.a. Hvernig lítur þetta þá út? Plottið er einhvern...

Stjórnin geirnegld

Það er ekki hægt að segja að áframhaldandi stjórnarsamstarf hafi verið skilaboð frá kjósendum né að þessir flokkar hafi fengið umboð frá kjósendum. Þessi stjórn kemur til með að vera mynduð vegna galla í kosningakerfin okkar sem gerir það að verkum að...

"Umboðslaus formaður"

Var að lesa eftirfarandi á www.mannlif.is Umboðslaus formaður 14 maí 2007 Vaxandi kurr er innan Sjálfstæðisflokksins vegna áforma Geirs Hilmars Haarde um að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi við trausti rúinn Framsóknarflokkinn. Svo virðist sem helstu...

Getur framsókn gert einhverjar kröfur?

Held að flokkurinn fórni sinni félagshyggju fyrir völd verði af þessu. Þá er mér til efs að fólk sætti sig við að ráðherrar víkji af þingi og varamenn komi í staðinn. Þessi hugmynd er kannski skoðunarverð en ekki bara til að bjarga Framsókn núna þegar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2007
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband