Leita í fréttum mbl.is

Vopnaleit á Keflavíkurflugvelli og sérþjónusta við þá sem borga mest

Ég verða að segja að ég er undrandi á því að stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sé leyft að komast upp með það að Icelandair geti keypt forgang fyrir SagaClass og vildarfarþega sína. Og skýringar starfsmanna eins og í Kastljósi eru til skammar. Honum fannst þetta allt í lagi af því að flugstöðin bæri ekki kostnað af þessu. Þetta eru sömu rök og spítalar gætu notað til að þeir sem væru sérstaklega styrktir til þess gætu keypt sér aðgang að kerfinu framhjá biðlistum.

Þetta er með öllu ólíðandi og stjórnina á að kalla inn á teppi ráðherra og lesa yfir þeim og hætta þessu strax. Það er ekki hægt að benda á önnur lönd þessu til framdráttar. Því t.d. í USA er það vitað að í gangi er sér kerfi á flestum sviðum fyrir þá sem geta borgað.


Ef að þessir leyniþjónustumenn vita svona mikið um Al Qaeda - Af hverju gera þeir ekkert?

Maður kaupir ekki svona kjaftæði. Ef að þeir hafa svona góðar upplýsingar að geta metið styrk Al Qaeda þá ætti þeim ekki að vera skota skuld úr því að ná þessum mönnum. Ég leyfi mér að halda því fram að þetta séu sögusagnir sem byggist á hæpnum heimildarmönnum innan Leyniþjónustu Bandaríkjana. Eða þetta er látið leka út til að afla meiri peninga í starfið.

Þessi sama leyniþjónusta fann fullt af gjöreyðingarvopnum og verksmiðjum í Írak sem síðan hafa ekki fundist aftur þrátt fyrir 4 ára leit. Þó sýndu þeir myndir af stöðunum þannig að þá ætti að vera einfallt að finna.

Það er engum til góðs að ala á hræðsluáróðri og getur einmitt hvatt fleyrir ruglukalla til að fara af stað að sprengja saklaust fólk til að koma málstað sínum í fjölmiðla.

Frétt af mbl.is

  Al-Qaeda hefur náð fyrri styrk
Erlent | AP | 11.7.2007 | 21:58
Farþegaflugvélum flogið á World Trade Center í New York 11.... Sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi eflst að styrk að nýju og séu nú álíka öflug og þau voru sumarið 2001 áður en hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin.


mbl.is Al-Qaeda hefur náð fyrri styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki viss um að viðbrögð Þroskahjálpar við þessu máli hafi verið alskostar rétt

Ég hef heyrt nú síðustu dag nokkrum sinnum í Gerði A. Árnadóttur formanni Þroskahjálpar þar sem hún hefur farið mikinn í að fordæma þessi vinnubrögð varðandi launagreiðslur til þessara ungmenna sem hafa tekið þátt í þessu tilraunaverki. Mér persónulega...

Fannst athyglisverð fréttin um Alcoa á Bloomberg í dag

Þar segir að nú sé verið að loka álbræðslum í Evrópu og N-Ameríku og þessi í stað verið að byggja bræðslur á stöðum þar sem hægt er að fá orku á mun lægra verði eins og t.d. á Íslandi. Rising demand for aluminum will require the equivalent of about 80...

Sjö undur heimsins skv. einum sem var of seinn að greiða atkvæði.

Var að lesa Bæjarslúðrið hans Björgvins Vals og eins og venjulega hefur hann skemmtilegan vinkil á þessa frétt: Hann segir í dag að hann hafi verið heldur seinn að greiða atkvæði en leyfir okkur að sjá hverju hann vildi greiða atkvæði sem 7 undur...

Þessu ber að fagna. Fordómar og hræðsluáróður gerir engum gagn.

Finnst þessi umræða sem hefur verið um þetta hús með afbrigðum. Veit ekki betur en að þetta fólk sem þarna gæti búið um einhvern tíma sé hvort sem er þegar á rölti einmitt þarna um hverfið árið um kring. Þessi andstaða við þetta minnir á þegar að sambýli...

Ég er ekki alveg að skilja þetta mál.

Er það t.d. rétt að Hafnarfjörður eigi stóran hlut í Hitaveitu Suðurnesja en kaupi heitt vatn síðan af Orkuveitu Reykjavíkur? Og Kópavogur á einhvern smá hlut en kaupir sitt vatn og rafmagn frá OR. Og er orkuveitan svo hluthafi í Geysir green energy? Og...

Hvað er að gerast í Kópavogi?

Nú í fréttum í kvöld var viðtal við íbúa við Kársnesbraut sem er eins og margir þar að mótmæla hugmyndum um stórskipahöfn þar sem BYKO hyggst koma sér upp. Og á sama tíma er fólk í Smárahverfi að mótmæla hugmyndum að breyttu skipulagi þar sem hugmyndir...

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Júlí 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband