Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ég vildi að við sæktum um ESB og gengu þar inn!

Jæja þá virðist vera út séð um að við fáum nokkurntíma að sjá samning við ESB og kjósa um hann. Í því tilefni er rétt að benda á m.a. af hverju ég var á því að við ættum að ganga þarna inn. Það verður víst ekki af því næstu áratugi því ESB kemur ekkert tll með að sætta sig við að hefja þetta aftur eftir að viðræðum verður slitið. Og svo mikið af forpokuðu liði sem hér býr að aldrei yrði samstaða um það aftur sem réttlætti að hefja þessar viðræður aftur.

Nú fyrir það fyrsta þá horfði ég til frændþjóða okkar Svía og Finna. Þegar hrunið varð hjá þeim þá var það eitt það fyrsta sem þeir ákváðu að ganga inn í ESB m.a. til að örva viðskipalífið og fjárfestingar.  Fann þessa töflu í frétt af rannsókn sem Þorvaldur Gylfason gerði varðandi kaupmátt launa sem hluta af landsframleiðslu.

throun_kaupmattar.jpg

Þarna sést þróun kaupmáttar landsframleiðslu hjá frændþjóðum okkar. Finnar og Svíar gengu í ESB 1995. Norðmenn feldu samninginn hvað 51% á móti 49 en fundu síðan endalausa olíu og hafa því orðið ríkasta þjóð í heimi. Danir voru í ESB. Og eins og sjá má hefur kaupmáttur landsframleiðslu aukist frá 1996 jafnt og þétt á meðan að okkar staða hefur nærri setið í stað. Við vorum jú á nærri sama stað og þessar þjóðir 1990. Svo maður spyr hvað hefur breyst. Við höfum jú verið að hrósa okkur af fjölgun Stóriðju, sjálfbærum fiskveiðum og allta það en samt eykst hér kaupmáttur landsframleiðslu á hverja vinnustund varla nokkuð ef við miðum okkur við aðra þjóðir. 

Þetta held ég að sé m.a. draumur fyrir menn sem hafa hér tekjur í erlendum gjaldmiðli eins og útgerðir. Þær m.a. borga hér um 3x lægri laun fyrir fiskvinnslu en nágranaþjóðir okkar og með lágum launum þá kemur líka að fólk vinnu hér miklu meira til að komast af sbr þessa mynd úr sömu frétt.

vinnustundir.jpg

Á þessari mynd sést að við vinnu miklu meira en aðrar nágranaþjóðir en samt hefur stöðugt nú sigið á ógæfu hliðina. 

Auk þessa þá höfum við síðstu 50 ár tekið stærstu framfaraskref í lifkjörum og hagsæld þegar við höfum gengið til samstarfs við aðra en nákvæmlega sömu úrtölu raddir hafa dunið á þjóðinni þá. Bæði þegar við gerðumst aðilar að EFTA og eins varðandi EES. En ekkert af því sem menn sögðu að myndi gerast neikvætt gerðist. Heldur tóku við framfara tímar hér og engir vildu að við hefðum ekki gengið til samstarfs við aðrar þjóðir þá. Nú er staðan sú að all flestar Evrópu þjóðir kjósa að vera í þessu samstarfi og allar í kring um okkur nema Noregur. Og já ekkert bull um Grænland og Færeyjar. Þær eru báðar að töluverðuleiti á framfæri Danmörku sem er jú í ESB. 

En sem sagt nú opnaði sá flokkur [sem ég hélt að yrði skynsamur og frysti þessa viðræður við ESB út kjörtímabilið] á að slíta viðræðum. Þar með verða gjaldeyrishöft, veikur gjaldmiðill og stöðugleiki á þeirra ábyrgð næstu áratugnina því að viðræður við ESB verða ekki mögulegar næstu áratugi eftir að við slítum þeim. 


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geri orð Vilhjáms Bjarnasonar að mínum!

Í ræðu á Alþingi í dag sagði hann í lok ræðunar:

:

„Mig hins vegar óar við þeirri framtíð, sem við mér blasti í 10 fréttunum í gærkvöldi, þegar ég hugsaði til Þjóðbrókar mikillar – það var þáttur hér í útvarpi sem var kölluð Þjðoðbrók – þ.e.a.s. þegar herferð Heimssýnar þ.e.a.s. samtaka gegn hugsanlegri ESB-aðild, herferðin hófst á Sauðarkróki. Mig óaði við þeirri framtíð og ég óska að svo verði ekki. Og það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég horfði á fréttirnar voru orð Þorgeirs [Hávarssonar] í Fóstbræðrasögu eða Gerplu: ‘Ek em íslenskur maður og mig fýsir lítt að fara að siðum annarra manna.’

Kannski erum við Íslendingar ekki hæfir í samfélagi þjóðanna og að getur vel verið að það verði niðurstaða manna.

Ég veit að ég tala hér þvert á afstöðu flestra sjálfstæðismanna – eða þingmanna sjálfstæðisflokksins, – og ég leyfi mér það. En hins vegar þá vil ég vekja athygli á því að það eru margir sjálfstæðismenn, sérstaklega í stétt atvinnurekenda og þeirra sem bera ábyrgð á lífskjörum fólks í þessu landi, sem eru annarrar skoðunar en meginhluti þingflokks sjálfstæðisflokksins.

Og ég stend með íslensku atvinnulífi og vinnandi fólki og vil hag þess sem bestan, ég vil að þeir Íslendingar, sem munu búa hér í landinu eftir minn dag, muni búa í góðu landi og þess vegna óska ég eftir því að þessum aðildarviðræðum verði lokið með því að það verði samið ellegar að samningar takist ekki, þá nær það ekki lengra, og þá verðum við bara að lappa upp á þennan samning sem er kallaður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem er náttúrlega bráðabirgðagjörð. En guð forði mér frá því sem var að gerast á Sauðárkróki í gær.

Enda fékk ég grænar bólur þegar ég sá fréttirnar í gærkvöldi. Annar eins molbúarskapur og þjóðernisrembu bull hef ég ekki séð. 


Vantar að nefna dæmi um þjóðir með svona mikla sérstöðu sem ekki hafi fengið undanþágur varanlegar

Finnst að það sé mikið í lagt að geta fullyrt svona nema að nefna dæmi! Nú ef það eru möguleikar á að varanlegar undanþágur fáist þá eigum við náttúrulega að klára að opna alla kafla og kanna málið. Nú ef ekki fæst viðunandi lausn þá verður ekki skrifað...

Undanþágur og sérúrræði eru varanleg í ESB samningum! Þingmenn og fleiri skulda okkur afsökunarbeiðni!

Úr frétt á ruv.is Staðreyndin sé sú að fengju Íslendingar inn undanþáguákvæði í aðildarsamning sinn á sviði landbúnaðar eða sjávarútvegs, geti Evrópusambandið ekki afnumið þær undanþágur einhliða, Íslendingar yrðu að vera samþykkir því afnámi , annars...

Þau gerast varla dýpri og skýrari svör en frá þessum framsóknarmönnum.

Vigdís í Kastljósi í gær: "Fyrst þarf ég aðeins að bregðast við því að ég vil nú helst tala um fortíðina og horfa til framtíðar og standa hér í nútíðinni en heldur að vera að líta til baka..."." Gunnar Bragi á Alþingi í dag: ESB er í raun ekki í stakk...

Nokkur dæmi um undanþágur og sérlausnir

Eftirfarandi er úr pistli eftir Jón Sigurðsson fyrrverandi formanns Framsóknar á pressunni: 349. grein Lissabonsáttmálans kveður á um algera sérstöðu í landbúnaði og fiskveiðum á Azoreyjum, Kanaríeyjum, Madeira og fleiri eyjum innan ESB. Megintakmörkunin...

Sigmundur Davíð að verða Marteinn Mosdal?

Eftir viðtal við Gísla Martein áðan þar sem Sigmundur Davíð hafði auðsjáanlega þá skoðun að allir sem hefðu aðra skoðun en hann væru óæskilegir. Það var sama hvort það voru Seðlabankastjóri, háskólamenn nú eða fréttamenn og fjölmiðlar, þá datt mér í hug...

Helmingaskipta stjórnin?

Skv! Fréttum á eyjan.is stendur til að fjölga seðlabankastjórum aftur í 3. Og hugsanlega verður Már ráðinn aftur sem einn af 3 seðlabankastjórum. Einhvern vegin rýmar þetta illa við þá stefnu sem stjórnarflokkarnir hafa boðað um ráðdeild í öllum...

Vísa bara í fyrri færslu mína um þessa ræðu hans!

En bæti við öðru sem ég sá um þessa ræðu! Hér lætur hann aftur eins og sá sem allt veit og kann. Enda hefur hann sennilega bakvið tjöldin aflað sér reynslu og þekkingar sem við vitum ekkert um. Hann skammaðist í samtökum atvinnuveganna fyrir hvað þau...

Smá ónot beint til Sigmundar Davíðs!

Góðan daginn Sigmundur Davíð! Ég sem þjóðfélagþegn, skattgreiðandi til margra ára og Íslendingur verð að segja að mér er nóg boðið hvernig þú talar til fólks. Nú í dag birtist á eyjunni tilvitnanir í orð þín á á Viðskiptaþingi þar segir m.a. Sigmundur...

Aðeins um lífeyrissjóði.

Nú þessa stundina er talað illa um lífeyrissjóði. Það er rætt um þá "fáránlegu kröfu" að þeir séu að meðaltali um 3,5% jákvæða raun ávöxtun. Það er rætt um að það sé fáránlegt að þeir séu jafnvel að skerðingar lífeyris af því að þessi ávöxtun næst ekki....

Ber Sigurði Inga ekki að segja af sér?!

Ráðherra sem tekur fram fyrir hendur heilbrigðiseftirlits sem hefur bannað vöru þar sem notað er hráefni sem ekki er ætlað til manneldis og hefur ekki leyfi til þess! Hann kemur og leyfir sölu á viðkomandi vöru gegn fyrra banni heilbrigðiseftirliti. Þar...

Í ljósi frétta af ummælum Sigmundar er rétt að vísa í þessa frétt.

Af dv.is Fjórtán milljarða frískuldamark hefði dugað Frískuldamarkið óþarflega hátt fyrir minnstu fjármálafyrirtækin Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 08:00 › 26. janúar 2014 Á mörkunum MP banki er minnstur viðskiptabankanna fjögurra en hann...

-"Krónuheilkennið"

Bara benda á þessa röksemdarfærslu Hjálmars Gíslasonar tekið af www.hjalli.com Krónuheilkennið Það var krónan* sem olli fáránlegu innstreymi fjármagns á bóluárunum (nú “snjóhengjan”) Það var krónan sem gerði íslensku bönkunum kleift að vaxa...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband