Leita í fréttum mbl.is

Fyrirhuguð lánalækkun - Hvað gera sveitarfélög?

Nú er komið í ljós að ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar tilkynnt var um skattfrelsi séreignarlífeyris sem greiddur er inn á höfuðstólslána skv. tillögum ríkisstjórnar. En um þetta segir á visir.is sem vitnar í frétt á Morgunblaðinu frá fimmtudegi:

Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.

Svona miðað við stöðu margra sveitafélaga verður fróðlegt að vita hvernig þau bæta sér upp þennan tekjumissi þar sem þau þegar hafa skorið niður allt sem þau geta til að greiða niður skuldir.  Þetta getur verið umtalsvert t.d. fyrir sveitafélög hér á höfuðborgasvæðinu og þeim sveitafélögum þar sem hæstar eru tekjunar. 


Raunhæf leið til að setja heimsmet í málefnum heimilana til framtíðar

 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar í Fréttablaðið

Í aðdraganda og kjölfar hruns bankanna, hrundi íslenska krónan. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda á blessuð krónan sér mjög sveiflukennda sögu. Sveiflur á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli viðskiptalanda okkar hafa valdið óhóflegri verðbólgu hér á landi. Á 8. áratugnum var árleg verðbólga um 35 prósent sem leiddi til þess að árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu af ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Óðaverðbólga át upp sparifé og olli miklum skorti á lánsfé.

Með verðtryggingunni breyttust aðstæður, auðveldara varð að fá lán og hægt var að hefja uppbyggingu lífeyrissjóða. Á 9. áratugnum náði verðbólga nýjum hæðum og árlegt meðaltal þann áratuginn var um 48%. Eftir árið 1990 hefur verðbólga að jafnaði verið mun minni hér á landi þó hún hafi verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Ef við lítum t.d. til Danmerkur, Finnlands og Írlands þá er vart hægt að bera saman verðlagsþróun þessara þriggja landa við Ísland. Á sl. 30 árum hefur verðlag tvöfaldast í þessum ríkjum en tólffaldast á Íslandi. Já – þið lásuð rétt!

Þrálát verðbólgusaga hefur áhrif á lánskjör. Þó verðtryggingin hafi valdið mörgum lántakendum búsifjum á síðustu árum þá er hún ekki rót vandans. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa sýnt viðleitni til að bæta lántakendum verðtryggðra lána upp kostnað síðustu ára en sú viðleitni dugir skammt. Verðbólga næstu ára mun verða fljót að hækka höfuðstól lánanna aftur. Fleiri velja nú þá leið að taka óverðtryggð lán til að verja sig gegn höfuðstólshækkunum sem verðtryggingin veldur í mikilli verðbólgu. Í staðinn verður greiðslubyrðin þyngri og sveiflur í afborgunum meiri við vaxtabreytingar.

Forsætisráðherra langar til að slá heimsmet. Honum hefur enn ekki tekist það. En það er ein leið fær í þeim efnum. Hún er sú að taka upp annan gjaldmiðil, evruna sem er gjaldmiðill okkar helstu viðskiptalanda. Með því móti gæti hann lækkað greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um rúm 30 prósent!


Hver vill slá heimsmet?

 


Nú fyrri stjórn hefur þá kannski verið að gera eitthvað rétt

Svona miðað við að núverandi ríkisstjórn var að mestu í fríi eða heyrðist ekkert frá henni á 3 ársfjórðungi (juní til sept) þessa árs og samt jókst hagvöxtur hér (4,9%)segir mér að fyrri ríkisstjórn var búin að leggja grunn að þessu, eða að þjóðin er...

Enn og aftur um lánlækkunarloforð ríkisstjórnarinnar.

Hér er áhugavert blogg Svölu Jónsdóttiur af DV Þá eru hinar margboðuðu skuldalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar orðnar opinberar. Ýmsir eru búnir að benda á það að Framsóknarflokkurinn sé ekki að standa að öllu leyti við kosningaloforð sín. Þá er óvíst...

Enn um lánalækkun ríkisstjórnarinnar!

Bjórn Valur skirfar um þessa lánalækkun og segir í fyrirsögn: Svikamyllan Svo kemur þetta: Það er smám saman að flettast ofan af svikamyllu stjórnarflokkanna eftir því sem frá líður sýningunni í Hörpu. Hér eru nokkur raunveruleg dæmi um mismunandi áhrif...

Það á ekki að lækka öll verðtryggð lán!

Það vildi ég að menn töluð skýrt hér á landi. Nú í dag var ég að hlusta á Bylgjun og þar var í Reykjavík síðdegis fulltrúi úr sérfræðingahópi Sigmundar Davíðs að svara spurningum. Þar kom fram: Að svo framarlega sem verðtryggðu lánin ykkar hafi verið...

Bankaskatturinn óinnheimtanlegur?

Rakst á þetta á vb.is: Laganefnd Lögmannafélags Íslands segir að fjármálaráðherra muni ekki geta innheimt bankaskatt með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í tekjuöflunarfrumvarpi sem fylgir fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn sem Laganefndin...

Varla eru þetta bort á rammasamningi!

Nú er svo að Rammasamningurinn var milli ESB og lands í aðildarviðræðum. En nú höfum við hætt þeim. Það er ekki sama og segja upp rammasamningi hefði ég haldið. Sé fyrir mér að rammasamning hefði verið hægt að segja upp og gera nýjan á meðan við vorum...

Við hverju bjuggust menn.

IPA styrkir eru til að hjálpa löndum í aðildarviðræðum að uppfæra hjá sér hin ýmsu kerfi til að standast kröfur ESB. Gunnar Bragi hefur farið hamförum í því að tilkynna að Ísland mun ekki í hans tíð sem ráðherra halda áfram viðræðum. Held að það hefði...

Heimsmet í lánalækkunum og aðgerðum fyrir heimili?

Undirrituðum barst póstur sem er ljúft að birta í ljósi viðbragða hér við fyrri færslum mínum: Skuldir voru færðar niður um 211 milljarða á síðasta kjörtímabili. ● 74 milljarðar króna voru greiddar í vaxtabætur. Á kjörtímabilinu 2009 til 2013...

Aðgerðir þá og nú!

Svona kannski rétt að benda fólki á að á síðasta kjörtímabili var um 56 milljörðum varið í 110% leiðréttingar . Og eins að það var varðið einhverjum tugum milljörðum í sérstakar vaxtabætur. Mér telst til að þær aðgerðir hafi hugsanlega kostað um 70 til...

Ok svona lítur dæmið þá út eins og ég skil það

Stefnt er að því að allir fái lækkun á höfuðstól upp á 13% en þó aldrei hærra en 4 milljónir. Þeir sem hafa fengið 110% leiðréttingu og annað eiga bara rétt á mismuni þess sem þeir fengju skv. 13% leiðréttingu og svo því sem þeir ættu að fá skv. þessum...

Dagur Feita Tékkans!

Á síðstarkjörtímabili minnir mig að kostað hafi verið um 50 til 60 milljörðum í það sem var nefnt 110% leiðin. Auk þess um 60 milljörðum held ég í sérstakar vaxtabætur. Verður það toppað í dag?

Lánalækkanir með ríkisábyrgð?!!!!!

Af vb.is Fullyrt er í eyru Týs að framsóknarmenn hafi viljað ríkisábyrgð á sjóði sem fjármagnar skuldaniðurfellingar bankanna. Forsætisráðherra mun kynna uppreisnaráætlun millistéttarinnar í góðærishöllinni Hörpu á morgun. Áætlun sem er sögð eiga að...

Kominn í smá frí

Á skilið að taka mér bloggfrí í næstu vikur enda orðinn þreyttur í höndunum eftir að hafa hamast á músinni til að ná þessari tölu. Þannig að öllum sem leiðist að lesa það sem ég skrifa geta nú slakað á þar til að ég er búinn að fá upplýsingar um hversu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband