Leita í fréttum mbl.is

Sko hvernig á maður að skilja þessa ræðu!

Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki góður í "framsóknsku" en ég gat ekki skilið Sigmund öðruvísi en að í nánustu framtíð sennilega á næst ári yrðum við skattlaus, skuldlaus og með gríðarlaun! Og ég veit ekki hvað. Sé fyrir mér að kröfuhafar eigi kannski að sjá um framfærslu landsins næstu ár. Lækkun skatta og fækkun laga og reglna ásamt skuldaafléttingu komi til með að redda þessu öllu.  Og svo reyndar má skilja hluta ræðunar eins og einn facebook vinur minn túlkaði hana:

Lykilorð úr fréttinni: rekstrarumhverfi fyrirtækja mun taka stakkaskiptum, skattkerfið allt til endurskoðunar, heilbrigðis- og almannatryggingakerfin aðlöguð, þjónusta við almenning endurskipulögð, menntakerfið endurskipulagt, horfið frá stefnu síðustu ríkisstjórnar.

Þegar ég les þessi orð þá heyri ég bara tvennt: einkavæðing og niðurskurður.

Sennilega rétt túlkun á ræðunni!

Svo er það Egló Harðar sem ætlar að lækka öll lán, og tryggja öllum lán á lágum vöxtum. Hún ætlar að hækka allar greiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega.  En því er ég hugsi. Af hverjur eru þau þá að boða niðurskurð. Af hverju hagræða þau bara ekki svo féið nýtist betur og auka það svo.  Þau láta eins og það sé til ótakmarkaður peningur til að gera þetta allt og lækka öll lán og létta af skattgreiðslum. Þannig að einhverstaðar ætla að þau að fá pening til að greiða niður lán ríkisins og gera þetta allt.  Kannski að kröfuhafarnir borgi þetta allt? Eða að þau séu galdramenn? Eða staðan sé bara miklu betri enn þau segja að hún sé. Og þá skil ég ekki af hverju þau hækka ekki laun lækna á Landspítalanum um helming strax!

 

 


mbl.is Mörg stór verkefni stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur verið reynt oft áður og rýmar illa við yfirlýsingar annarra ráðherra

Stjórn sem boðar frekar afnám reglna og eftirlits kemur nú til með að eiga erfitt með þetta. Það hafa áður verið gerðar aðgerðir í þessa átt sem ekki hafa skilað miklu til lengda.

Og á meðan að hún segir þetta þá boða aðrir ráðherrar að hér eigi að aflétta lögum og reglum á atvinnulífinu og ekki setja neinar reglur nema að aflétta þá öðrum um leið. Það vita allir um að fyrirtæki hafa komist upp með að færa eignir í önnur félögu og skilja eftir skuldirnar. Þetta var áberandi varðandi veitingarekstur hér um árabil. Sé ekki hvernig að hægt sé að breyta þessu nema að gera eigendur persónulega ábyrga fyrir skuldum fyrirtækja. Eða banna þeim alfarið að koma að fyrirtækjarekstri ef að fyrirtæki eða félögu í þeirra eigu stunda þetta.  Eða banna eignarhaldsfélög. 

En þetta er tilraunarinnar virði en þverrt á það sem sama ríkisstjórn hefur veirð að segja. 


mbl.is Ráðast gegn kennitöluflakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er þetta nú traust verðugur fyrirlesari sem Heimssýn náði í

Af Silfri Egils: Flokkur fyrir bullur? Marta Andreasen, Evrópuþingmaðurinn sem hélt fyrirlestur hjá Heimssýn í gær, er skrautleg kona. Andreasen var í Ukip, breska sjálfstæðisflokknum, en er nú komin í raðir Íhaldsmanna. Viðskilnaður hennar við Nigel...

54% vilja klára viðræður við ESB 35% slíta þeim

Skv. nýrri könnun: Úr frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld

Bíddu eigum við að rifja upp það sem Sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn sögðu fyrir kosningar!

Nú stendur til að loka skurðstofum í Vestmannaeyjum 1 október n.k. Þetta er spaugilegt í ljósi yfirlýsinga frá bæði Framsókn og Sjálfstæðismönnum fyrir kosningar og á síðasta kjörtímabil um að alllt of langt væri gengið í sparnaði á sjúkrastofnunum út á...

Er bara ekki að ná þessu sorry!

Sko nú er sagt að allir sem tóku lán fyrir hrun fái leiðréttingu á lánum sínum. Jú allt í lagi. En Sigmundur Davíð segir nú að þó fólk sé búið að selja þá fái það leiðréttingarnar samt. En það er ég ekki að skilja sér í lagi þegar hann segir fyrir viku...

Þá vitum við það! - Ályktanir Alþingis hafa enga merkingu

Skv. þessu ályti lögfræðinga utanríkisráðuneytis eru Ályktanir Alþingis marklausar og því tilgangslausar! Sbr. Í bréfi til utanríkismálanefndar sem fylgir álitsgerðinni segir utanríkisráðherra að ályktun sú sem vísað sé til hafi verið samþykkt af öðrum...

Einu ætti fólk að átta sig á!

Hér á landi eru sterkir hagsmunaaðilar sem beita fyrir sér auðtrúa sakleysingjum í baráttunni gegn ESB aðildarviðræðum. Þetta er aðilar í Landbúnaði, sjávarútvegi og ýmsum verslunar og fjárfestingum. AF hverju? Jú þeir óttast að missa spón úr aski sínum...

Öll lán lækkuð í hvelli eftir kosningar var lofað! En hverjar eru efndirnar!

Rakst á þessa mynd á facebook og fékk hana lánaða! En nú liggur ekki meira á en svo að hópar og nefndir um þessar lækkanir og breytingar hafa ekki enn veirð kallaðar til starfa og samt átti þetta allt að liggja fyrir í Nóv. Það eru komnir um 4 mánuðir...

Þetta var það sem þurfti fyrst að bjarga skv. nýrri ríkisstjórn.

Neyðarlegri frétt er ekki hægt að finna fyrir nýja ríkisstjórn. Þau héldu lærðar bullræður um að sjávarútvegurinn væri bara alveg að fara á hliðina og það þyrfti að koma í veg fyrir hækkað veiðigjald svo þau færu að fjárfesta. En úps! Þeir borga eigendum...

En bíddu er þetta ekki stefna Framsóknar?!

„Rökstuðningurinn er sá að við ætlum að fylgja þessu plani Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem gengur í rauninni út á að halda gjaldmiðlinum veikum og gera Ísland að einhversskonar framleiðsluríki, sem framleiðir til útflutnings fyrir lág laun en flytur...

Ríkisbákn? Hvar á að skera niður.

Hjá ríkinu starfa um 20 þúsund starfsmenn í um 16 þúsund ársverkum. Starfsmenn ríkisins Árið 2011 störfuðu rúmlega 21.000 manns hjá ríkinu og sinntu 16.808 ársverkum. Töluverðar sveiflur eru í starfsmannafjölda ríkisins yfir heilt ár. Þannig fjölgar...

Svona sparnaður bítur okkur í rassinn fljótlega.

Minnir að þetta hafi verið áætlun sem unnið var að því að útfæra í nærri ár. Mikið af atriðum sem auðsjáanlega hefðu skilað okkur arðsemi á komandi árum auk þess sem þær stuðla að aukningu í greinum öðrum en þessu gömlu og stöðnuðu. Þarna m.a. nýsköpun...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband