Leita í fréttum mbl.is

Smugan ekkert að skafa af þessu.

Í pistli á Smugan.is segir:

Skömmu eftir janúarbyltinguna 2009 spratt formaður Framsóknarflokksins upp eins og túnfífill að vori.  Hann gerðist flokksbundinn framsóknarmaður mánuði fyrir formannskjör í þessum flokki sem var hálf munaðarlaus, eftir hamfarirnar í íslensku samfélagi  og tók við kórónunni úr hendi  Valgerðar Sverrisdóttur, ráðherrans sem einkavæddi bankanna og lék lykilhlutverk við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Hann var fyrsti formaðurinn í stjórnarandstöðu sem svaraði ekki í síma, heldur lét aðstoðarmann sinn, fyrrum kynningarfulltrúa KB banka, taka niður tímapantanir.
 
Sléttfeitur, drýldinn og vatnsgreiddur, með æfða sjónvarpsframkomu, greip hann hvern boltann á fætur öðrum á lofti, Icesave- skuldaniðurfellingar-útlendingaótta, allt sem vel til vinsælda var fallið. Hann varð hetja hins sjálfstæða Íslendings, flutti úr Þingholtunum í úthverfi, úðaði I sig feitu lambakjöti og féll frá framboði í Reykjavík og flutti sig í Norðausturkjördæmi.
 
Byltingin sem hófst á Austurvelli haustið 2008 og heimtaði valdið í hendur fólksins hefur nú fundið hinn sanna íslenska alþýðumann. Hann á nokkur hundruð milljónir í banka og helsti bakhjarl hans er ein spilltasta pólitíska elíta Íslands. Þetta er maðurinn sem er um það bil að brjóta blað í sögunni og leiða smáflokkinn sinn í hartnær hreina meirihlutastjórn eins og landið liggur núna. Hann ætlar að kaupa atkvæðin okkar, mestmegnis með skattfé sem við leggjum sjálf til og peningum sem annars færu í að borga erlendar skuldir, en vextir af þeim gera það meðal annars að verkum að velferðarkerfið er að molna í sundur.
 
Svo segja menn að Álfheiður Ingadóttir hafi stjórnað byltingunni gegnum farsíma. Hvað var manneskjan að hugsa? (Þóra Kristín Ásgeirsdóttir)

 


mbl.is Framsókn eykur forskotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu er Framsókn að draga í land með afnám verðtryggingar?

Jæja kominn aftur og byrjaður að pirra mig á Framsókn.

Kosningaloforð þeirra var fyrir nokkrum vikum skilyrðislaus afnám verðtryggingar en er nú komið niður í þetta. 

Finnst þetta orðið hljóma eins og aðrir flokkar. Þ.e. draga úr vægi verðtryggingar:

 

framsokn21.jpg

 


Eitthvað svo miklu mikilvægara en dægurþrasið.

Suma daga nennir maður ekki að standa í dægurþrasinu hér. Það eru mikilvægari hlutir til eins og fjölskyldan. Auðvita er mín fjölskylda að ganga í gegnum kreppuna eins og aðrir og því hef ég barist eins og ég hef getað að við förum að breyta hér...

Hér með lýsi ég því yfir að Sigurður Þorsteinsson er óvelkominn á mína síðu!

Eftir að mér var bent á að óþvera athugasemd Sigurðar Þorsteinssonar http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/ á blogginu mínu þar sem hann m.a. kallaði dóttur mína " svefnherbergisskattur. Dráttarvextir mánaðarlega í 18 ár" Þá er hann hér með útilokaður frá því...

Munar þig um heila íbúð?

Munar þig ekki um heila íbúð? from Samfylkingin XS on Vimeo .

Svona er líklegast að tillögur Sjálfstæðismanna um lækkun skatta verði framkvæmdar

Af dv.is Um stöðuna í Bretlandi. Hér er fjallað um systurflokk Sjálfstæðisflokksins sem nú er við völd ásamt flokk sem mætti kalla systur flokk Framsóknar Fjármálaráðherra Bretlands líkt við Thatcher. Reuters Verulegar breytingar á velferðarkerfi...

Enn um verðtryggingu og þátt hennar í næstu kosningum!

En röfla allir um að það þurfi að afnema verðtryggingu á lánum. Halló það þarf engin að taka verðtryggð lán í dag. Það bjóða allir bankar í dag óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa. En eðlilega þarf fólk að hafa greiðslugetu til að taka þau því þau eru...

Stjórnvöld á Kýpur óska eftir samstarfi við Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn!

Í fjölmiðlum á Kýpur í nótt mátti lesa að stjórnvöld þar hafa sett sig í samband við Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn í þeim tilgangi að fá sérstaka aðstoð í fjármálum. Sér í lagi er horft til þess hvernig hægt sé að ná að lækka í hvelli erlend lán...

Smá innlegg í umræðu um verðtryggingu og lán.

Tekið af facebooksíðu Hjálmars Gíslasonar. Einhverjum kann að þykja súrt að hafa árið 2001 tekið 3.5m.kr. lán sem stendur nú í 4.233.000. Það er ekki vinsælt að segja þetta, en vísitala neysluverðs hefur farið úr rúmlega 200 (eftir því hvenær árs var) í...

Kosningabomba Framsóknar og fleiri að hvellspringa í andlit þeirra.

Nú síðustu daga og vikur hefur Sigmundur Davíð og félagar farið hamförum um að hér sé í gangi eitthvað ferli sem eigi að stela peningum frá þeim sem þeir ætluðu að taka af erlendum kröfuhöfum til að borga niður öll lán í landinu og gott betur. En úps það...

Til væntanlegra kjósenda Framsóknar - Kafli 6

Framsóknarmenn gátu ekki stutt sérstakar vaxtabætur til heimila með lánsveð! Þarna kemur grímulaus tvískinngur þeirra fram. Þau segjast í örðu orðinu styðja allt sem kemur heimilum til hjálpar en svo: Eygló Harðardóttir sagði að þetta væri „bara...

Fagna þessu! - Loks er hafin uppbygging á Landspítalnum!

Fyrir fólk sem er á móti byggingu á nýju húsnæði Landspítalans. Ef fólk væri með bilaðan bíl mundi það fara með bílinn í viðgerð í gamalt fjós sem væri búið að breyta í verkstæði þar sem bifvélavirkjar gerðu við hann með hamar og meitil sem megin...

Sama hvað hver segir. Ríkisstjórnin hefur náð árangri við erfiðar aðstæður.

Eftirfarandi er tekið af bloggi Egils Helgasonar: Ríkisstjórninni tókst ekki: Að koma í gegn nýrri stjórnarskrá. Það er reyndar nokkuð langt síðan var útséð með það – en tilraunir til að reyna að ná einhverri lendingu í stjórnarskrármálinu hafa...

Ef þetta er rétt hjá Framsókn þá vill ég bara fá minn hlut! 4 milljónir takk!

Ef það er rétt sem maður les úr skrifum og tali Framsóknarmanna um að hægt sé að ná í allt að 400 milljörðum frá vondu körlunum frá útlöndum, þá vill ég bara fá minn hlut. Nú átti ég íbúðir á árabilinu 1989 til 1995. Þá var dúndrandi verðbólga og því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband