Leita í fréttum mbl.is

Andskotans aumingjaskapur er þetta!

Ef að ekki er hægt að ná samkomulagi við minnihlutan á bara að virkja 64 gr. þingskapa og annaðhvort 9 þingmenn sem vilja klára frumvarp um veiðgjaldið leggi fram rökstudda beiðni um að umræðan verði kláruð t..d á morgun.  Nú eða forseti Alþingis gerir það. Það er búið að tala nóg um þetta mál og ef að meirihluti þingmanna vilja þetta í gegn þá verður bara að taka völdin af minnihlutanum. Það er hægt á móti að láta Rammaáætlun og Frumvarp um stjórn fiskveiða biða fram á næsta haust. 

Síðan á að leggja áherslu á næsta þingi að breyta þingsköpum. Þetta gengur ekki lengur. 


mbl.is Ekkert samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er furðulegt kjaftæði hjá Óla Birni!

Ef að stjórnmála maður á 200 milljóna lífeyrisréttindi þá vill ég fá að sjá að ættingjar fengju þau ef hann fellur frá. Nú borgar stjórnmálamaður í A hluta lífeyrissjóðs Ríkisstarfsmanna og hann fær engar 200 milljónaréttindi. Hann fær hlutfall af launum og til að ná fullum lífeyrisréttindum þarf hann að starfa í 30 til 40 ár og lífa til 90 ára aldurs til að ná þeim út.  Og ef hann fellur frá 67 ára þá fá eftirlifandi ættingjar hans ekki neitt.

Eins gleymir hann því að fólk á almennamarkaðnum borgar ekki auðlegðarskatt af lífeyriseignum sínum.  

Þeir sem leggja fyrir í séreignarsparnað á almennamarkaðnum borga væntanlega ekki heldur auðleggðarskatt. 

Finnst Óli Björn ósköp ómerkilegur oft á tíðum. 


mbl.is Óli Björn Kárason: „Óréttlæti sem verður að leiðrétta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn duglegir við að kenna öðrum um. Og nú er það evran

Væri gott að einhver mynd benda Illuga á að um 20 til 30 ríki utan Bandaríkjana kjósa að vera með dollara. Nú síðast man ég eftir Simbabe sem tók upp dollara og þar hefur verðbólga farið niður í einsstafstölu úr nokkur þúsund% verðbólgu. Þessar þjóðir...

Nokkrar spruningar sem þjóðin þarf að svara í forsetakosningunum

Fyrir það fyrsta er hvort að hegður og gjörðir Ólafs Ragnars hafi stuðlað að því að sameina þjóðina? Númer tvö er hvað hefur Ólafur t.d. gert til þess að endurvekja traust á t.d. Alþingi og ríkisstjórn? Hefur hann t.d. kallað forystumenn saman og leitað...

Er það kannsi þessvegna sem Ragnheiður Elín er svona heit í þessu máli?

Var svona að leika mér að skoða google og ef mér hafa ekki oðrið á mistök þá á eða vinnur maður Ragnheiðar Elíinar hjá fyrirtæki sem heitir Iceland Seaproducts og flytur út fisk og vann áður sem yfirmaður saltfisksölu SÍF. . Það er einmitt svona sem ég...

Vissir þú:

Vissir þú að: Hreinn hagnaður útgerðarinnar var 45 milljarðar árið 2010? Af þessu greiddu útgerðarmenn 3 milljarða í veiðigjald og 300 milljónir í tekjuskatt. 70 fjölskyldur högnuðust þannig um 41,7 milljarða árið 2010 sem gerir að meðaltali 596...

Sko eitt vantar í málflutning LÍÚ

Af hverju hafa þeir ekki sagt okkur hvernig þeir vilja hafa þetta varðandi veiðigjöldin/auðlindarentunna? Nú í dag borga þeir hvað um 4 milljarða. Árin áður hafa þeir borgað um 300 til 500 milljónir. Nú er með breytingum á frumvarpi verið að tala um að...

Hvar voru sjómenn þegar:

Nú blæs flotinn í lúðra í Reykjavíkurhöfn. Sjómenn ætla að flykkjast á Austurvöll til að mótmæla. Frystihúsum er lokað vegna hráefnisskorts en allir eru á launum. Blöð og miðlar fullir af auglýsingum frá LÍÚ. Já, það virðist ekkert skorta á samstöðuna....

Æ, æ við getum ekkert borgað!

Þó að almenningur hér hafi orðið að leggja fram hundruði milljarða til að bjarga því að sjávarútvegsfyrirtækin lentu ekki hjá erlendum kröfuhöfum þarna 2008 og 9. Og þó þessi fyrirtæki mali gull eftir að gengið hér féll. Ekki þó að fiskvinnslu fyrirtæki...

Var að kynna mér stefn Framóknar í sambandi við Fiskiauðlind okkar.

Rakst á ályktun þeirra frá því á Flokksþingi 2011. Þar segir m.a. í Kafla um sjávarútveg segir m.a. Framsóknarflokkurinn hafnar fyrningarleiðinni sem fiskveiðistjórnunartæki. Ályktanir 31. flokksþings framsóknarmanna 2. Stjórnun fiskveiðanna verði...

Ég vill fá að vita eftirfarandi:

Hvað hefur útgerði og fiskvinnsla borgað mikið í tekjuskatt síðusta áratug. Ég veit að veiðigjald hefur aðeins verið við líði síðan um 2004 og flest árin borguðu útgerðir um 400 til 600 milljónir sem er náttúrulega hlægilegt m.t.t. þess verðs sem þær...

Getur einhver svarað þessu fyrir mig?

Nú er verið að tala um að veiðigjald þýðir þetta og þetta miklar upphæðir sem verði laggðar á byggðarlög. Þ.e. menn segja að t.d. í fjarðarbyggð verði þúsund milljóna sogaðar út úr byggðarlaginu. Sorry nú er ég ekki að skilja þetta? Nú er veiðigjald lagt...

Ég hata verðtryggingu! En þoli ekki svona ábyrgðalaust hjal.

Ég vill benda t.d. á: Miðað við öll heimili sem nú er í greiðsluvanda þá held ég að þeim myndi nú fjölga gríðarlega sem yrðu í greiðsluvanda nú sbr. Fjármálaeftirlitið vekur athygli neytenda á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum...

Svona í ljósi orða Ólafs er vert að átta sig á eftirfarandi.

Færeyjar Grænland eru jú í ríkjasambandi við Danmörk og danska krónan er jú tengd evrunni. Noregur er ekki í ESB feldi það og er líka ríkasta land í heimi og krónan stöðug þar sem þeir beita sig hörðu til að olíugróðin raski ekki efnahagslífinu. M.a. með...

Það væri kannski ágætt að útgerðamenn hugsðu aðeins um eftirfarandi:

Og ég tek það fram að ég er ekki að tala um allar útgerðamenn. En skv. upplýsingum er það stór hópur þeirra stærstu: Við hrunið kom Íslenska ríkði með stórtækum hætti að því að bjarga því að þeir sem skulduðu Landsbankanum lentu ekki í því að þeirra lán...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband