Leita í fréttum mbl.is

Enn og aftur um lánlækkunarloforð ríkisstjórnarinnar.

Hér er áhugavert blogg Svölu Jónsdóttiur  af DV

Þá eru hinar margboðuðu skuldalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar orðnar opinberar. Ýmsir eru búnir að benda á það að Framsóknarflokkurinn sé ekki að standa að öllu leyti við kosningaloforð sín. Þá er óvíst hvort fyrirhugaður bankaskattur standist lög.


Jafnframt hefur verið sýnt fram á að aðgerðirnar gagnast mest þeim tekjuhæstu, sérstaklega sú aðgerð að leyfa fólki að nýta séreignarsparnað sinn í að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Loks eru margir sem ekki fá neina lækkun þrátt fyrir að vera með verðtryggð lán, til dæmis námsmenn sem skulda námslán.


En ég ætla ekki að ræða þessa galla á tillögunum núna, þó þeir séu vissulega nokkrir. Mig langar að ræða um þessar tillögur á mannamáli og hvaða áhrif þær geta haft á skuldir og greiðslur hjá venjulegu fólki. Það vill svo til að ég er í ágætri aðstöðu til þess, þar sem ég gerði samning um sértæka skuldaaðlögun fyrir nærri þremur árum og hef því þegar fengið höfuðstól húsnæðisláns lækkaðan.


 Lækkunin


Fyrir nákvæmlega þremur árum voru eftirstöðvar húsnæðislánsins míns rúmar 18,8 milljónir. Lánið hafði ég tekið árið 2005 og var það upphaflega tæpar 13 milljónir. Vorið 2011 gerði ég samning við bankann um sértæka skuldaaðlögun. Hluti húsnæðislánsins var þá settur á biðlán og mun sá hluti falla niður á næsta ári ef ég stend við samninginn.


Þegar samningurinn var gerður var upphæð lánsins tæpar 19 milljónir. Rúmar 2,8 milljónir voru settar á biðlán til þriggja ára og hélt ég áfram að greiða af mismuninum, rúmum 16 milljónum. Lækkunin var því nálægt 15% sem er ekki langt frá því sem gert er ráð fyrir í tillögum ríkisstjórnarinnar, en þar er talað um allt að 13% lækkun að meðaltali.


Dæmi um skuldalækkun


Afborganir lækkuðu strax um 10 þúsund krónur á mánuði. Nú eru tæpir fjórir mánuðir eftir af þriggja ára samningstímanum og staðan er eftirfarandi: Eftirstöðvar lánsins eru rúmar 18 milljónir. Afborganir lánsins hafa hækkað aftur og eru nú rúmum 15 þúsund krónum hærri á mánuði en þær voru fyrst eftir lækkun, eða um fimm þúsund krónum hærri en þær voru í desember 2010.


Lánið er því næstum jafn hátt og það var fyrir lækkunina og afborganir eru hærri í krónum talið. Auðvitað eru 18 milljónir árið 2013 lægri að raunvirði en 18 milljónir voru árið 2010. En launin mín hafa ekki haldið í við verðbólgu og allt annað hefur hækkað, eins og matur, bensín og fasteignagjöld. Líkur eru á að laun haldi ekki heldur í við verðbólgu á næstu árum, ekki síst ef hugmyndir Samtaka atvinnulífsins og fleiri um aðeins 2% launahækkun í næstu samningum ganga eftir.


Verðbólga


Ég hef ekkert á móti því að fólk fái sín húsnæðislán lækkuð á svipaðan hátt og ég fékk. Ég vil einfaldlega benda á þá staðreynd að þó lánin lækki um 13-15%, er það fljótt að koma aftur með vöxtum og verðbótum. Vissulega er ég betur stödd en ég væri ef lánið hefði ekki verið lækkað og það stæði nú í 21 milljón, sem er samanlögð staða lánsins sem ég er að borga af og biðlánsins.


Í heild er ég í aðeins betri málum fjárhagslega en ég var í desember 2010, en þar munar ekki mest um lækkun húsnæðislánsins. Það munar meira um það að ég er búin að borga upp bílalán. Svo er ég ekki lengur með neinn yfirdrátt sem þarf að greiða vexti af. Þó að forsætisráðherra tali um heimsmet er 13% lækkun á stöku láni engin bylting, sérstaklega ekki þegar verðbólgan á ársgrundvelli er nálægt fjórum prósentum.


Íslenska kerfið með óstöðugri krónu og stöðugri verðbólgu er óbreytt. Bankarnir eru þegar farnir að spá aukinni verðbólgu vegna fyrirhugaðra skuldalækkana. Því er hætt við að skuldalækkunin verði skammgóður vermir fyrir þau heimili sem hana fá. 

 


Enn um lánalækkun ríkisstjórnarinnar!

Bjórn Valur skirfar um þessa lánalækkun og segir í fyrirsögn: Svikamyllan

Svo kemur þetta:

Það er smám saman að flettast ofan af svikamyllu stjórnarflokkanna eftir því sem frá líður sýningunni í Hörpu. Hér eru nokkur raunveruleg dæmi um mismunandi áhrif aðgerðanna eftir stöðu fólks og efnahag:

Dæmi 1:
Fjölskylda, hjón með tvö börn, skuldaði 25 m.kr. verðtryggð húsnæðislán. Hún fékk 4 milljónir niðurfelldar í 110% leiðinni á síðasta kjörtímabili og sérstakar vaxtabætur líka og fær því ekkert í aðgerðunum núna þar sem sú leiðrétting er dregin frá og er yfir 4 m.kr. hámarkinu í aðgerðunum núna. Samanlagðar mánaðartekjur þessarar fjölskyldu eru 550 þúsund krónur (bæði í kennslu) sem bendir til þess að afar ólíklegt sé að hún geti nýtt sér nokkuð af 70 milljörðunum í gegnum sérstakan viðbótarsparnað.

Dæmi 2:
Fjölskylda, hjón með tvö börn, sem á einbýlishús sem nú er metið á 90 m.kr. og skuldaði 18 m.kr. í verðtryggt húsnæðislán (sem var greitt upp 2011) fær um 3 m.kr. með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þessi fjölskylda fær svo auðlegðarskattinn felldan niður og ætti því að vera í góðu jólaskapi.

Dæmi 3:
Einstætt foreldri með eitt barn í lítilli íbúð skuldaði 14 m.kr. verðtryggt húsnæðislán, fékk 1,4 milljónir niðurfelldar í 110% leiðinni og einnig sérstakar vaxtabætur upp á 400.000 (2x200.000/hámark). Þetta foreldri fær ekkert af 80 milljörðunum og afar litlar líkur á að geta nýtt sér nokkuð af 70 milljörðunum heldur vegna lágra tekna.

Dæmi 4:
Einstæð móðir með eitt barn keypti íbúð 2006 sem hún seldi 2012, fór á leigumarkaðinn og í háskólanám. Hún fékk ekki eina einustu krónu út úr íbúðinni sem var í raun bara yfirtaka kaupandans á skuldum seljanda. Lánið stóð þá í 21 m.kr. Miðað við boðaðar aðgerðir á hún að fá sérstakt skattaafsláttarkort sem fyrnist á næstu fjórum árum. Hún hefur hins vegar engar tekjur (námsmaður) og borgar því engan skatt. Hún mun þess vegna ekki geta nýtt sér afsláttinn fyrr en að námi loknu (2016) og fær því nánast ekkert út úr aðgerðinni.

Ég hef grun um að sá eini sem átti ekki von á neinu sé sá sem er í dæmi 2 á meðan allir hinir bjuggust við feitum tékka.
Eins og þeim var lofað.

 


Það á ekki að lækka öll verðtryggð lán!

Það vildi ég að menn töluð skýrt hér á landi. Nú í dag var ég að hlusta á Bylgjun og þar var í Reykjavík síðdegis fulltrúi úr sérfræðingahópi Sigmundar Davíðs að svara spurningum. Þar kom fram: Að svo framarlega sem verðtryggðu lánin ykkar hafi verið...

Bankaskatturinn óinnheimtanlegur?

Rakst á þetta á vb.is: Laganefnd Lögmannafélags Íslands segir að fjármálaráðherra muni ekki geta innheimt bankaskatt með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í tekjuöflunarfrumvarpi sem fylgir fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn sem Laganefndin...

Varla eru þetta bort á rammasamningi!

Nú er svo að Rammasamningurinn var milli ESB og lands í aðildarviðræðum. En nú höfum við hætt þeim. Það er ekki sama og segja upp rammasamningi hefði ég haldið. Sé fyrir mér að rammasamning hefði verið hægt að segja upp og gera nýjan á meðan við vorum...

Við hverju bjuggust menn.

IPA styrkir eru til að hjálpa löndum í aðildarviðræðum að uppfæra hjá sér hin ýmsu kerfi til að standast kröfur ESB. Gunnar Bragi hefur farið hamförum í því að tilkynna að Ísland mun ekki í hans tíð sem ráðherra halda áfram viðræðum. Held að það hefði...

Heimsmet í lánalækkunum og aðgerðum fyrir heimili?

Undirrituðum barst póstur sem er ljúft að birta í ljósi viðbragða hér við fyrri færslum mínum: Skuldir voru færðar niður um 211 milljarða á síðasta kjörtímabili. ● 74 milljarðar króna voru greiddar í vaxtabætur. Á kjörtímabilinu 2009 til 2013...

Aðgerðir þá og nú!

Svona kannski rétt að benda fólki á að á síðasta kjörtímabili var um 56 milljörðum varið í 110% leiðréttingar . Og eins að það var varðið einhverjum tugum milljörðum í sérstakar vaxtabætur. Mér telst til að þær aðgerðir hafi hugsanlega kostað um 70 til...

Ok svona lítur dæmið þá út eins og ég skil það

Stefnt er að því að allir fái lækkun á höfuðstól upp á 13% en þó aldrei hærra en 4 milljónir. Þeir sem hafa fengið 110% leiðréttingu og annað eiga bara rétt á mismuni þess sem þeir fengju skv. 13% leiðréttingu og svo því sem þeir ættu að fá skv. þessum...

Dagur Feita Tékkans!

Á síðstarkjörtímabili minnir mig að kostað hafi verið um 50 til 60 milljörðum í það sem var nefnt 110% leiðin. Auk þess um 60 milljörðum held ég í sérstakar vaxtabætur. Verður það toppað í dag?

Lánalækkanir með ríkisábyrgð?!!!!!

Af vb.is Fullyrt er í eyru Týs að framsóknarmenn hafi viljað ríkisábyrgð á sjóði sem fjármagnar skuldaniðurfellingar bankanna. Forsætisráðherra mun kynna uppreisnaráætlun millistéttarinnar í góðærishöllinni Hörpu á morgun. Áætlun sem er sögð eiga að...

Kominn í smá frí

Á skilið að taka mér bloggfrí í næstu vikur enda orðinn þreyttur í höndunum eftir að hafa hamast á músinni til að ná þessari tölu. Þannig að öllum sem leiðist að lesa það sem ég skrifa geta nú slakað á þar til að ég er búinn að fá upplýsingar um hversu...

Skuldalækkun væntanleg upp á 200 milljarða!

Las einhverstaðar á Facebooki í morgun færslu þar sem Framsóknarmaður hefur eftir Vilhjálmi Birgissyni helsta sérfræðing Framsóknar um verðtryggingu og lánalækkanir að skuldalækkun væntanlega komi tilm eð að kosta tæpa 200 milljarða og Sigmundur Davíð...

Var að fara yfir fjáhagstöðuna hjá mér! Og í ljósi aumrar stöðu nú fyrir Jólin datt mér í hug:

Kæri Framsóknarflokkur! Fyrst að þið eruð viss um að það sé ekkert mál að stofna lánalækkunarsjóð sem kostar okkur skattgreiðendur ekki neitt [skil það reyndar ekki en þið ráðið núna] væri ekki vit í að taka bara öll lán heimila inn í þennan pakka og...

Sigumudur Davíð og Gunnar Bragi um aðstoðarmenn 2011

Það er fyndið í ljósi frétta um aðstoðarmenn að skoða ummæli t.d. Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga um þessi lög 2011 Þetta sagði Sigmundur Davíð 2011: "„Er þá eðlilegt að setja 120 milljónir í að fjölga pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra á sama...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband