Leita í fréttum mbl.is

Var að kynna mér stefn Framóknar í sambandi við Fiskiauðlind okkar.

Rakst á ályktun þeirra frá því á Flokksþingi 2011. Þar segir m.a. í Kafla um sjávarútveg segir m.a.

Framsóknarflokkurinn hafnar fyrningarleiðinni sem fiskveiðistjórnunartæki.
Ályktanir 31. flokksþings framsóknarmanna

2. Stjórnun fiskveiðanna verði blönduð leið, annars vegar á grunni
aflahlutdeildar á skip og hinsvegar úthlutun veiðileyfa sem taki mið af
sértækum byggðaaðgerðum, hvatningar til nýsköpunar og til þess að
auðvelda aðgengi nýrra aðila að útgerð.
3. Tryggja verður sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni m.a. með ákvæði í
stjórnarskrá sbr. lög nr. 116 frá 2006. – 1. gr. - Nytjastofnar á
Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.

4. Úthlutun veiðileyfa verði gerð með þeim hætti að skilgreina tvo potta.
· Pottur 1 þar sem gerður verði nýtingarsamningar til u.þ.b. 20 ára, á
grunni aflahlutdeildar á hvern bát. Samningurinn verði á milli ríkisins og
íslenskra aðila með búsetu á Íslandi hið minnsta síðustu 5 ár.
Samningurinn verði endurskoðanalegur á fimm ára fresti með
möguleika á framlengingu til fimm ára í senn.
Samningurinn skal taka
mið af heildarstefnu framsóknarmanna í fiskveiðistjórnun þar sem móta
skal takmarkað svigrúm til breytinga á samningstímanum.
Nýtingarsamningurinn innhaldi m.a ákvæði um veiðiskyldu og
takmarkað framsal
. Innleiða þarf varanlegt fyrirkomulag sem tryggir
hreyfingu á aflaheimildum í framtíðinni. Skoða skal með hvaða hætti
best sé að tryggja slíkt. Settar verði takmarkanir við óbeinni
veðsetningu aflaheimilda og leitað leiða til að draga úr veðsetningu
greinarinnar
. Breytingar verði þó ekki afturvirkar.
Greitt verði fyrir nýtingarréttinn þ.e. svokölluð auðlindarenta eða árlegt
veiðigjald. Gjaldið verði hóflegt og tengt afkomu greinarinnar.

· Pottur 2 þar sem veiðileyfum verði úthlutað til:
a. Fiskvinnslu. – Um er að ræða byggðaívilnun þar sem að
aflaheimildum verði fyrst og fremst úthlutað á fiskvinnslur þar
sem það á við. Fiskvinnslurnar semji við einstaka útgerðir um
veiðar.
b. Ferðaþjónustuveiða. – Þar sem þeim aðilum verði tryggð
aflahlutdeild með því að landa aflanum á Hafrannsóknastofnun -
VS-afli . Setja þarf sérstakar reglur um úthlutunina.
c. Nýsköpunar. – Stuðningur við nýsköpun m.a. í meðafla leyfum,
sérstökum úthlutunum auk beins fjárstuðnings.
d. Strandveiða – nýliðunarpottur. – Megin tilgangur strandveiða er
að auðvelda nýjum aðilum að hefja útgerð og má hver aðili
einungis halda á einu strandveiðileyfi. Varðandi nánari útfærslu
strandveiðanna verði horft til tillagna SUF um strandveiðar. – sjá
fylgiskjal.
Ályktanir 31. flokksþings framsóknarmanna
7
Stefnt sé að því að Pottur 2 ýti undir nýsköpun og nýliðun, hvetji til
frekari nýtingar auðlindarinnar, auk byggðatengdra aðgerða. Núverandi
tilfærslur eru 3,5% af heildarþorskígildum og mjög mismunandi eftir
tegundum allt frá 0-10%. Samhliða stofnstærðaraukningu einstakra
tegunda vaxi Pottur 2 á allra næstu árum þannig að af tegundum sem
engin tilfærsla er á í dag verði hann 3-5% og af öðrum stofnum allt að
10%. Stefnt sé að því að Pottur 2 vaxi enn frekar, en þó aldrei meira en
15% af einstökum tegundum samhliða stofnstærðaraukningu og
jákvæðari reynslu af úthlutunum til Potts 2.
5. Veiðigjald/auðlindarentan sem greinin greiðir verði nýtt að hluta til
nýsköpunar, rannsókna og markaðsstuðnings innan greinarinnar sjálfrar.
Hluti renni til þess landsvæðis þar sem auðlindarentan verður til t.d. til
atvinnuþróunarfélaga innan viðkomandi svæðis og hluti í ríkissjóð.

6. Sjávarauðlindin er í senn gjöful en takmörkuð. Því er mikilvægt að hlúa að
nýsköpun og enn frekari nýtingu hráefnis til að skapa verðmæti og auka
arðsemi. Setja þarf fram efnahagslega hvata til að auka nýtingu á hráefni
sem í dag er illa eða ekki nýtt.
7. Mikilvægt er að nýta auðlindina sem skynsamlegast og byggja á grunni
vísindalegrar þekkingar og sjálfbærni lífríkisins. Stefnt skal að því að setja
fram langtíma nýtingarstefnu (aflareglu) um alla stofna sem miðist við að
byggja þá upp til að þola hámarksnýtingu til langtíma.
8. Sjávarútvegur er grunn atvinnugrein þjóðarinnar. – Mikilvægt er að menn
átti sig á að sjávarútvegur er ekki bara veiðar heldur hátæknivæddur
matvælaiðnaður sem byggir á öflugri og þróaðri vinnslu ogmarkaðssetningu. Hluti af því er nauðsynleg gæða- og umhverfisvottun.
9. Til að tryggja áframhaldandi forystu Íslendinga á sviði sjálfbærrar nýtingar
auðlinda hafsins verði sjónum í vaxandi mæli beint að umhverfislegum
þáttum og augljósu samspili nýtingar hinna ýmsu tegunda hafsins.

Sé ekki betur en að Atvnnuveganefndin sé að setja nú fram frumvörp sem eru alveg í anda Framsóknar en eins og í öðrum málum þá hentar þeim að breyta um skoðun þá gera þeir það óháð sannfæringu þeirra. 

 


mbl.is Kvöldfundur og ekkert samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vill fá að vita eftirfarandi:

  • Hvað hefur útgerði og fiskvinnsla borgað mikið í tekjuskatt síðusta áratug.
  • Ég veit að veiðigjald hefur aðeins verið við líði síðan um 2004 og flest árin borguðu útgerðir um 400 til 600 milljónir sem er náttúrulega hlægilegt m.t.t. þess verðs sem þær fengu fyrir aflan. Veit að þær borga í dag um 4 milljarða þ.e. fyrir síðast ár.
  • Nú er verið að tala um að veiðigjald sem tekið verður af hagnaði eftir rekstrarkosnað og hluta af eðlilegri fjárfestingu verði um 15 millajarðar sem gerir um 10 til 11 milljarðar i viðbót.  Ef að það er of mikið hvað ræður þá útgerin við.
  • Þegar þeir eru að kalla eftir sátt um kerfið hvað eiga þeir við? Er það að kerfið verið óbreytt og allir sem vilja annað sætti sig bara við það? Er það sátt? Eða er það kannsi að við borgum þeim fyrr að veiða? Hvaða sátt eru þeir að tala um? Hefur einhver einhverntíman séð að þeir hafi verið tilbúnir að sætta sig við nokkuð baráttulaust? 
  • Eins væri gaman að vita fyrir utan lúsa laun sem þeir borga fiskvinnslu fólki og svo laun sjómanna hvað þeir skilja eftir sig í þeim plássum? Hvða borga þau til þessara sjávarplássa?
  • Og svo hvaðan penignarnir komu sem þessi fyrirtæki notuðu t.d. til að kaupa hluta í bönkunum, erlend fyrirtæki í sjávarútvegi og bílaumboð og náttúrulega Moggann.
  • Og svo væri gaman að vita hvað það hefur kostað bankan sem við eigum að mestu Landsbankann að afskrfa lán á sjávarútvegin? 
  • Og svo væri gaman að vita af hverju ekki hefur verið meiri endurnýjun í fiskiskipum í gengum árin áður en veiðigjaldið var sett á?
  • Og svo væri gaman að vita hvort að þeir halda að fólk sætti sig við að nýtingarréttur sé til 30 eða 40 ára og þeir borgi bara ekkert fyrir það? Eða sáralítið. Þ.e. 20 kr. á fisk sem við borgum yfir 1000 krónur fyrir út í búð. Þ.e. 20  kr eru um 2% af söluverðmæti fisks út úr búð. 

mbl.is „Steingrímur valtar yfir okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur einhver svarað þessu fyrir mig?

Nú er verið að tala um að veiðigjald þýðir þetta og þetta miklar upphæðir sem verði laggðar á byggðarlög. Þ.e. menn segja að t.d. í fjarðarbyggð verði þúsund milljóna sogaðar út úr byggðarlaginu. Sorry nú er ég ekki að skilja þetta? Nú er veiðigjald lagt...

Ég hata verðtryggingu! En þoli ekki svona ábyrgðalaust hjal.

Ég vill benda t.d. á: Miðað við öll heimili sem nú er í greiðsluvanda þá held ég að þeim myndi nú fjölga gríðarlega sem yrðu í greiðsluvanda nú sbr. Fjármálaeftirlitið vekur athygli neytenda á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum...

Svona í ljósi orða Ólafs er vert að átta sig á eftirfarandi.

Færeyjar Grænland eru jú í ríkjasambandi við Danmörk og danska krónan er jú tengd evrunni. Noregur er ekki í ESB feldi það og er líka ríkasta land í heimi og krónan stöðug þar sem þeir beita sig hörðu til að olíugróðin raski ekki efnahagslífinu. M.a. með...

Það væri kannski ágætt að útgerðamenn hugsðu aðeins um eftirfarandi:

Og ég tek það fram að ég er ekki að tala um allar útgerðamenn. En skv. upplýsingum er það stór hópur þeirra stærstu: Við hrunið kom Íslenska ríkði með stórtækum hætti að því að bjarga því að þeir sem skulduðu Landsbankanum lentu ekki í því að þeirra lán...

Þetta sagði Þóra á netinu í morgun.

Þ.e. áður en fjölmiðlar fóru að fabúlera um málið.

Vonandi að þeir séu þá tilbúnir að afsala sér bara kvótanum!

Við skulum setja upp smá dæmi: Segjum að hér við land hefði fundist olía fyrir 30 árum. Olíufélögum sem þá voru starfandi hefði verið falið að vinna hana. Síðan kæmi í ljós að þau hefðu m.a. borgað hér lítin tekjuskatt, ekkert auðlindagjald. Og notað...

Held þá að Kópavogsbær ætti að hætta að eyða peningum í þessar auglýsingar sem eru hvern dag í Sjónvarpa

Þessar auglýsingar eru svo 2007. Við erum enn að fást við skuldir vegna fasteignaspengju Ármanns og Gunnars frá því fyrir 2008. Svo vinnsamlegast hættið þessari auglýsingaherferð. Nú er tími til að taka því rólega og borga upp skuldirnar. Ég sem...

Verða bara að vera smá ósammála Andreu

Bara að benda á að þarna erum við að tala um stúlku hana Grétu í fjarlægu landi þar sem hún þekkir ekkert til. Ætla henni að fara og tjá sig um mál sem hún veit ekkert um án þess að með henni séu einhverjir fulltrúar til að hjálpa henn er bara út í hött....

Er stjórnarandstaðan undrandi á þessu?

Hvað ætli þau séu búin að eyða mörgum þingdögum á þessu þingi frá síðasta hausti í málþóf. Það var málþóf fyrir jólafrí, það var málþóf fyrir Páska og það var málþóf núna. Ætli þetta sé ekki farið að leggja sig á 15 daga sem þau í raun hafa tafið þingið....

Og hvað vilja þau í staðinn

Nú er tunnuliðið farið að safna undirskriftum um þingrof og nýjar kosningar. Þetta vekur spurningar um: Hvað vilja þau í staðin. Nú skv. skoðanakönnunum eru Sjálfstæðismenn með um 35% fylgi og Framsókn með um 15%. Eru það þessir flokkar sem þau vilja að...

Gunnar Bragi ætti nú stundum að hugsa málin aðeins.

Svona til að byrja með þá væri ágætt að einhver benti Gunnari á að það voru kröfuhafar í bankana sem eignuðust þá alla. Þ.e. að þeir áttu bankana eða þrotabú þeirra. Það voru stofnaðir nýjir bankar og eigendur þrotabúana þe.. gömlubankana þurftu að...

Aumingja stjórnarandstaðan.

Held að fólk sé búið að kalla þetta yfir sig. Það vill bara engin tala við þau! Þau vilja ekki vinna með stjórnarliðinu að neinu máli og því ætti þá að ræða við þau? Enda verið að tala um peninga sem okkur bjóðast skuldbindingalaust. En stjórnarandstaðan...

Þessari ríkisstjórn verður allt til ama!

Eins og ég hef verið ánægður með vinnubrögð og staðfestu Steingríms J og varnarvinnu t.d. Björns Vals, Árna Þórs og Lilju Rafney þá er mér fyrirmunað að sjá tilgang margra annarra þingmanna VG. Manni verður t.d. hugsað til þess að fyrir 3 árum þá voru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband