Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Alltaf fallegt í Heiðmörk

heidmork4 juli

Úps þarf maður að fara passa sig

Var að lesa pistil á www.jonas.is sem fjallar um blogg og myndbirtingar:

03.04.2007
Bloggarar stela myndum
Margir íslenzkir bloggarar krydda síður sínar með ljósmyndum, sem þeir hafa ekki tekið og eiga ekki. Þeir stela þeim bara, hvar sem þeir finna þær. Allar varða þessar myndbirtingar við Bernarsáttmálann um höfundarétt. Til að birta myndir þarf leyfi höfundar eða erfingja hans, svo og greiðslu. Svo virðist sem bloggurum sé ekki kunnugt um höfundarétt. Eða þeim finnist sér heimilt að gera það sem hinir gera. Samtök ljósmyndara þurfa að gæta hagsmuna sinna á þessum vettvangi. Einfaldast er að beina kröfum þeirra að hýsingaraðilum bloggsins og ná þannig til fjölda bloggara í einu höggi.


Það getur verið skaðlegt að blogga.

Nú hef ég bloggað á hverjum degi síðan í október. Og það fer að nálgast að heimsóknir á síðunna mína nái 50.000 já segi og skrifa fímmtíuþúsund. Gæti sem best trúað því að það náist á morgun.

En þessu bloggi hefur fylgt aukaverkun eða réttara væri að segja aukaverkanir.

  • Nú er staðan orðin sú að þegar ég lendi í umræðum um fréttir og málefni dagsins þá er ég farinn að svara: „Ég var einmitt að blogga um þetta" og hef svo engan áhuga á að ræða þetta.
  • Og þegar einhver segir mér eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður og hef skoðun á þá get ég ekki verið nálægt nettengdri tölvu án þess að henda einhverju inn á bloggið.
  • Og þegar ég hef komið einhverju af mér inn á bloggið er það eini staðurinn sem ég nenni að rökræða málinn.
  • Þannig að það eru líkur á því að ég loki mig inni og eigi öll skoðanaskipti héðan í frá á blogginu.

Gæti maður verið kominn með bloggfíkn? Og er til meðferð við því?

computernerd[1]


Nokkrar athugasemdir við blog.is

Nú virðast standa yfir breytingar og aukin þjónusta við okkur sem nota blog.is. Það er nú gott og blessað en ég hef smá athugasemdir við þetta.

  • Væri betra að bjóða okkur að taka upp nýja möguleika eða skýra út fyrir okkur strax hvernig á að taka þá út.
  • Eins að taka ekki út möguleika eins og athugasemdir af línunni. Og svo verður maður að virkja þetta aftur
  • Láta okkur vita þegar vinna stendur yfir við breytingar þannig að við séum ekki að æsa okkur að óþörfu.

Nú allt í einu duttu út allar athugasemdir. Ég gat sett þær í gang með því að fara inn í stillingar en sé á öðrum síðum er þetta ekki inn. Stjörnugjöf gat ég svo aftur tekið af með því að fara í stillingar. En það þarf að leita smá að þessum möguleika.

Annars þakka ég góða þjónustu og flott kerfi. Og breytingar sem verið er að gera eru flestar til bóta.


Leiðinlegt þegar að menn eru að reyna að svindla í skoðunarkönnunum

Ég hef haft hérna á síðunni kannanir til gamans. Þar sem ég hef verið að spyrja fólk um hvað það ætlar að kjósa. Nú í nótt byrjaði einn snillingurinn að dæla inn atkvæðum. Þetta var auðsjáanlega sjálfstæðismaður og á móti ESB. Ég er með teljara á síðunni þar sem ég sé ip tölunna hans. Þannig að ég veit svona aðeins um þetta. En ég fann ráð við þessu og tók kannanirnar bara út. Það er ekki eins og þetta sé vísindalegt en samt sem áður sætti ég mig ekki við að menn séu að skemma fyrir mér. Því svona svindl dregur úr öllu raunsæi.

[setti kannanirnar í gang aftur en þar sem að sjálfstæðisflokkurinn var ekki kominn langt út fyrir eðlileg mörk þá lét ég þá könnun halda sér. Get svo dregið þessi 13 atkvæði frá sem greidd voru í belg og biðu áðan. Evrópukönnuninni varð ekki bjargað svon ég byrja upp á nýtt]


Maður verður að muna að hrósa fyrir það sem vel er gert.

Ég finn mig knúinn til að hrósa mbl.is fyrir þetta bloggkerfi sitt www.blog.is. Þetta kerfi er alveg að svínvirka.

Það er alveg með ólíkindum hvað t.d. fréttir eru farnar að berast hratt eftir bloggleiðum,  um leið og maður sér álit annarra á því sem er að gerast í málunum sem eru í fréttum.

Þetta eykur umræður og fólk sem áður lá á skoðunum sínum er farið að tjá sig. Og aðrir sem voru að gera alla vitlausa með sínum skoðunum í öllum kaffitímum hafa nú vettvang til að setja þetta á netið í staðinn.

Síðan verð ég líka að hrósa því að mjög gott er að vinna í þessu blogg kerfi. Og einnig því að menn hafa lagt sig niður við það að íslenska það sem mest. Gaman t.d. að þegar maður er að  nota cut og paste þá kemur það á íslensku sem klippa og skeyta

Alveg frábært framtak.

Takk fyrir mig


Að skjóta sig í fótinn!!!!!!!!!!!

Svona getur þetta stundum farið (þó maður sé ekki rjúpnaskytta) þá skaut ég mig gjörsamlega í fótinn með síðustu bloggfærslu minni. En það gerir þetta bara skemmtilegra. Maður fær athugasemdir og lærir af þeim

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband