Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Held að Hannes Hólmsteinn, Heimssýn og fleiri nagi sig í handarbökin!

Nú fyrir nokkrum dögum las ég á bloggi Hannesar á pressan.is:

Laugardaginn 5. apríl flytur einn helsti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum fyrirlestur í Háskóla Íslands, stofu 202, kl. 11–12 um evruna, sem hann telur vera að ganga af Evrópusambandinu dauðu. Ræðumaðurinn er François Heisbourg, sem var öryggisráðgjafi í franska utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður International Institute for Strategic Studies í Lundúnum og ráðgjafi franskra, enskra og svissneskra stofnana og ráða. Hann skrifaði nýlega bók, sem heitir La Fin du Rêve Européen, Endalok Evrópudraumsins. Hann heldur því fram, að Evrópusambandið verði að leggja evruna niður, eigi það að halda velli. Hefur þessi róttæka skoðun hans vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Heisbourg er fyrrverandi háembættismaður franskur og stuðningsmaður Evrópusambandsins.

Nú dag hélt þessi ágæti maður svon þeannan fyrirlestur og hann var í boði Alþjóðamálastofnunar HÍ og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt. Samtakana  Þjóðráð og Heimssýn. 

Í ljós koma að hann hefur vissulega áhyggjur að evrunni eftir að ríki eins og Grikkland og fleiri komu þar inn og telur að undirbúningur hefði mátt vera betir en hann segir líka:

Heisberg segir ennfremur að hagsmunum Íslands væri betur borgið með að ganga í Evrópusambandið, án þess þó að taka upp evruna. Ísland gæti þannig verið í sömu stöðu og Svíþjóð. (ruv.is)

Við gætu þá t.d. bundið krónuna evru eins og Danmörk og hann ráðleggur okkur að ganga í ESB. Þetta held ég að sé ekki það sem RNH hans Hannesar Hólmsteins eða Heimssýn hefði viljað heyra.  En þetta verður held ég helsta fréttin af þessum fyrirlestri. 


Svona bara nokkrar spurningar?

  • Nú er ríkið rekið svona um það bil á núlli skv. fjálögum en við vitum að þau standast ekki alveg. Ef að lækka á skatta er það þá ekki á almenning? Því ég er að velta fyrir mér hvort að þá verði skattar hækkaðir á okkur og/eða þjónustugjöld hækkuð t.d. á heilbrigðisþjónustu!
  • Varðandir virðisaukaskattinn er það ekki þannig að það stendur til að hækka hann á upp á matvörur og nauðsynjar en lækka á lúxusvörur? Þ.e. að breyta yfir í eitt virðisaukaþrep upp á 20%?
  • Er kannski bara að verið að tala um skatta á auðmenn og fyrirtæki?
  • Hefur fólk fundið fyrir gríðarlegum breytingum varðandi meinta skattalækkun þeirra hingað til?
  • Hefur ríki sem er með gríðarlegar skuldir sem þarf að borga á næstu árum efni á að aflétta sköttum almennt og auka innflutingi þegar  það þyrfti frekar að vera að safna gjaldeyrir til að borga skuldir sínar erlendis.

mbl.is Bjarni Ben: „Skattar munu lækka frekar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra þjóð sem telur sig ekkert þurfa að vera í nánu samstarfi við Evrópu!


Var að hlusta á Guðna Th í útvarpinu. Vissuð þið að frá því í stríðinu og fram til 1960 voru nær allar stærri framkvæmdir hér fjármagnaðar eða studdar af Bandaríkjunum því landsframleiðsla okkar stóð ekki undir lífskjörum.
  • - Semenntverksmiðjan var styrkt af Bandaríkjunum
  • - Áburðaverksmiðjan var byggð fyrir Marhall aðstoðina.
  • - Fiskiskipaflotinn var að mestu endurnýjaður með Marshall aðstoðinni
  • - Fullt af öðrum framkvæmdum voru kostaðar af Bandaríkjum að hluta eða öllu leiti. T.d. flugvöllurinn eða kannski flugvellirnir ef við tökum Reykjavíkurflugvöll sem Bretar byggðu fyrir okkur. 
  • - Auk þess þá fengum við aðstoð Bandaríkjana við að fá hagstæð lán á öllum þessum tíma.

Menn tala alltaf eins og þetta hafi allt verið gert af okkur fyrir okkar eigið fé.  En við vorum eina þjóðinn sem græddi verulega á stríðinu og komumst svona inn í nútíman. Með því að hóta Bandaríkjunum sífellt að við þyrftum að leita til Sovétríkjana ef þeir vildu ekki hjálpa okkur.


Þegar við gengum í EFTA þá fengum við fjáhagsstuðning til að geta uppfyllt skilyrði okkar til að gerast aðilar að þeim samningi og hann kom frá öðrum EFTA ríkjunum.
Þegar við gerðumst aðilar að EES þurfum við að fá ýmsar undanþágur m.a. að kostnaðarþátttöku.
Held stundum að fólk sé ekki að fatta það að staða okkar í dag eftur að Bandaríkin þurfu ekki völlinn er þannig að hér verður ekki stórkoslegar framfarir nema að við göngum í nánara samstarf við Evrópu. Og getum gert það óhrædd því við höfum alltaf getað teflt fram trompinu að við séum örþjóð og því þurfi allir aðilar að vera góðir við okkur.


Halló Heimssýn! Voru þið ekki búin að taka Kýpur sem dæmi um hörmungar Evrunar!

Hef lesið á bloggi Heimssýnar um allar hörmungarnar sem Evran leiddi yfir Kýpur. M.a. lækkun launa um 10% og þar væru líka fjármagnshöft. En úps laun hér voru lækkuð með gengisfellingu og hér hafa verið fjármagnshöft í 5 ár en Kýpur er nú ári eftir að þeir settu höft að aflétta þeim að mestu.

Væri gott ef að einhver sem skrifaði eða talaði fyrir hönd Heimssýnar hefði eitthvað vit á því sem þeir ræða um fyrst áróður þeirra virkar svona vel á marga sem nenna ekki að kynna sér málin. 

Stjórnvöld á Kýpur vonast til að geta afnumið öll fjármagnshöftin í lok þessa árs takist að semja við alþjóðlega lánveitendur og endurheimta að fullu traust fjárfesta.

 

Búið að vera erfitt á Kýpur vissulega en þeir eru ekki með neina Snjóhengju eins og við. Þó bankar þar hafi lánað svo rosalega að þeir áttu ekki fyrir innistæðum. En semsagt engin innlendur gjaldmiðill sem þarf að loka inni. 


mbl.is Dregið úr fjármagnshöftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði Sigmundur Davíð fyrir kosningar

Fann viðtal við Sigmund Davíð frá því fyrir kosningar, af því menn eru að rífast um hvað hann sagði. Hann nefnir reyndar ekki 300 milljarða sjálfur heldur tekjur undir með spyrjendum þegar þeir nefna þessa upphæð og bætir jafnvel við hana sjálfur í lokin á þessum bút sem ég birti hér

 


 


Lánalækkun Bjara og Sigmundar enn á ný. (get bara ekki hætt)

Eftirfarandi útreikninga sá ég á facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar:

Ef það eru 125 þúsund heimili á Íslandi þá skiptast aðgerðir ríkisstjórnarinnar svona:

56.573 heimili fá ekkert
14.255 heimili fá að meðaltali 250.000 króna niðurfærslu
20.014 heimili fá að meðaltali 750.000 króna niðurfærslu
16.342 heimili fá að meðaltali 1.250.000 króna niðurfærslu
9.365 heimili fá að meðaltali 1.750.000 króna niðurfærslu
3.891 heimili fá að meðaltali 2.250.000 króna niðurfærslu
1.933 heimili fá að meðaltali 2.750.000 króna niðurfærslu
1.615 heimili fá að meðaltali 3.250.000 króna niðurfærslu
1.014 heimili fá að meðaltali 3.750.000 króna niðurfærslu

Ef við gerum ráð fyrir að kostnaðurinn vegna þess leggist jafnt á öll heimili þá verður nettóstaðan þessi:

56.573 heimili borga -628.094 krónur nettó
14.253 heimili borga -378.094 krónur nettó
20.014 heimili fá 121.906 krónur nettó
16.342 heimili fá 621.906 krónur nettó
9.365 heimili fá 1.121.906 krónur nettó
3.891 heimili fá 1.621.906 krónur nettó
1.933 heimili fá 2.121.906 krónur nettó
1.615 heimili fá 2.621.906 krónur nettó
1.014 heimili fá 3.121.906 krónur nettó

Samkvæmt þessu tapa tæp 71 þúsund heimili á aðgerðinni en rúm 54 þúsund fá eitthvað út úr þessu – en æði mismikið; tæp 18 þúsund heimili fá meira en milljón króna niðurfærslu höfuðstóls umfram það sem þau leggja til aðgerðanna en rúm 36 þúsund heimili minna en eina milljón í nettó niðurfærslu.

Niðurfærslan mun lækka mánaðargreiðslur af húsnæðislánum heimilanna sem hér segir:

Mánaðargreiðslur 56.573 heimila lækka um 0 krónur
Mánaðargreiðslur 14.253 heimila lækka um 1.520 krónur
Mánaðargreiðslur 20.014 heimila lækka um 4.560 krónur
Mánaðargreiðslur 16.342 heimila lækka um 7.600 krónur
Mánaðargreiðslur 9.365 heimila lækka um 10.640 krónur
Mánaðargreiðslur 3.891 heimila lækka um 13.680 krónur
Mánaðargreiðslur 1.933 heimila lækka um 16.720 krónur
Mánaðargreiðslur 1.615 heimila lækka um 19.760 krónur
Mánaðargreiðslur 1.014 heimila lækka um 22.800 krónur

Samkvæmt þessu mun þessi aðgerð bæta hag um 8.500 heimila um meira en 12 þúsund krónur á mánuði.

Það er kannski ekki að furða að þessi aðgerð skuli vera einstök og engum öðrum þjóðum hafi dottið í hug að fara þessa leið.


Það verða margir fyrir miklum vonbrigðum næstu mánuði held ég!

Var að kíkja á þessi frumvörp sem má skoða á althingi.is. Held að þetta verð enn minna en ég hélt. Þar má m.a. sjá:

 "Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 millj. kr. og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu 0,5–1,5 millj. kr. eins og sjá má á myndinni hér á eftir. Rúmlega fimm þúsund heimili sem skráð voru fyrir verðtryggðum fasteignalánum í árslok 2009 eiga ekki rétt á niðurfærslu samkvæmt fyrirliggjandi gögnum."

Hér með er svo stöplarit sem sýnir hverni lækkun skiptist á hópinn. Sýnist að 40 þúsund af 70 þúsund heimlum fái frá 0 upp í milljón. Og um 56 þúsund heimili fái frá 0 upp í 1,5 milljónir. Tæplega 10 þúsund fá 1,5 upp í 2 milljónir og svo framvegis. Þannig að um 70% heimla fá undir 1,5 milljón í lækkun.

Finnst þessi húrrahróp í dag vera byggð á litlu

lanalaekkun_eftir_heimlum.jpg

 


mbl.is „Svo fara hjólin að snúast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað er þetta málum blandið!

Það er eins og Guðlaugur Þór sé að lýsa öðrum fundi en sagt er frá á dv.is.  Sbr:

ESB sveigjanlegt í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum
„Engin spennutreyja“ fyrir aðildarríkin, segir fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar 

Thomas Hagleitner, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum sé ekki spennitreyja fyrir aðildarríkin 28. Ríkin sem tilheyra ESB séu mörg og mismunandi og aðildarsamningar jafnframt ólíkir.

Þetta kom fram á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB í Hörpu í dag eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að Ísland gengi í ESB án þess að undirgangast sameiginlega stefnu sambandsins á sviði landbúnaðar- og fiskveiða.

Hagleitner sagði að vissulega þyrfti Ísland að undirgangast stefnuna en lagði áherslu á að stefnan væri sveigjanleg og ýmsir möguleikar í stöðunni, enda væru aðstæður aðildarríkja ólíkar.

Þegar málið barst aftur í tal síðar á fundinum fullyrti Hagleitner að hann væri viss um að koma mætti til móts við kröfur Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum með einum eða öðrum hætti. En til þess þyrfti að leiða aðildarviðræðurnar til lykta og gefa þeim þann tíma sem nauðsynlegur er.

 


mbl.is Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér með lýsi ég því yfir að ég mun kanna rétt minn varðandi skuldalækkanir sem boðaðar eru!

Nú var ég að hlusta á frétti RUV áðan og þar var Tryggvin Herbertsson að lýsa því yfir að fyrstu aðilar gætu farið að fá lækkanir á lánum sínum í haust. Til þess verða notaðar skatttekjur sem ríkið fær af fjármálafyrirtækjum.  Í framhaldi af þessari frétt fór ég að hugsa:

Nú er ég með verðtryggð lán. Reyndar ekki mjög há en samt. Þau voru upprunalega tekin til að kaupa íbúð sem ég svo missti á verðbólgubáli þarna upp úr 1990 þ.e. þurfti að selja. En sat uppi með lífeyrislán og fleira sem ég tók svo annað lífeyrislán til að greiða upp allar minni skuldir.  

Þessi lán eru verðtryggð og hækkuðu alveg eins og lán þeirra sem voru að kaupa eða borga af íbúðum.  Ég bara get ekki séð að sem þar  ég fæ ekkert tækifæri á að fá þessi lán lækkuð um 13% eða megi borga þau niður með séreignarsparnaði, að farið sé að jafnræðisreglu. Þ.e. að skattfé sé ráðstafað til útvaldra hópa skuldara verðtryggðra lána. Held að það sé þó nokkur hópur sem er með verðtryggð lán sem ekki voru tekin til íbúakaupa. Þannig t.d. veit ég af eldra fólki sem tók verðtryggð lán til þess bara að komast af! Þetta er örugglega ekki stór hópur en er með nær algjörlega sömu tegundir af lífeyrislánum þó þau hafi ekki verið tekin til íbúðakaupa. Og lentu í alveg sama forsendubresti. 

Því er ég kominn að þeirri niðurstöðu að skoða með einhverjum sem þekkir til í lögfræði hvort ekki sé verið að mismuna mér og fleirum í minni stöðu. Ef að verið er að lækka verðtryggð lán einstaklinga er ekki hægt að sætta sig við að allir með sambærileg lán fái ekki sömu afgreiðslu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband