Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sniðugt

Úps þessi er örugglega með móral í dag.

Ekki viss um að ég vildi vera þessi maður í dag. Hann býr í sama húsi og læðist væntanlega með veggjum á næstunni.

Vísir, 05. jan. 2007 08:45

Ölvaður maður sofnaði við hlið rangrar konu

Kona sem gleymt hafði að læsa útidyrunum að íbúð sinni í fjölbýlishúsi í austurborginni vaknaði upp við það í nótt að karlmaður lagðist til hvílu við hlið hennar og steinsofnaði.

Konan hringdi í lögreglu, sem tókst að vekja manninn, þrátt fyrir þunga ölvímu, og kom þá í ljós að maðurinn var í réttri íbúð, en bara í vitlausum stigagangi. Lögregla greiddi úr þessum misskilningi og er maðurinn ekki grunaður um að hafa haft illt í huga.


Bíddu er þetta frétt

Það er auðsjáanlega sundum lítið í fréttum. Það gerðist ekkert! Ef hann sofnaði tókst að bjarga því. Ekki viss um að sama frétt um leigubílstjóra á Íslandi mundi birtast í Aftenposten

 

Frétt af mbl.is

  Lá við árekstri þegar norskur leigubílstjóri sofnaði
Erlent | mbl.is | 4.1.2007 | 20:59
Litlu mátti muna að illa færi þegar leigubílstjóri í Noregi sofnaði í akstri með þrjá farþega í bílnum. Farþegi í framsætinu gat naumlega afstýrt árekstri við bíl sem kom á móti. Leigubíllinn var þá á áttatíu km hraða.

Frá þessu greinir aftenposten.no.

Jonas Berger tjáir vefnum að hann hafi ásamt tveim félögum sínum tekið leigubíl frá Ósló til Drobak, sem er austan við borgina.

Hann segir bílstjórann hafa verið mjög úrillan. Vegna mikillar umferðar hafi túrinn dregist á langinn og bílstjórinn orðið sífellt afundnari.

Á óupplýstum vegakafla hafi bíllinn skyndilega sveigt til vinstri yfir á hinn vegarhelminginn þar sem bíll kom á móti.

Örfáum sekúndum áður en árekstur hafi orðið segist farþeginn hafa náð að grípa í stýrið og sveigja bílnum aftur yfir á hægri akreinina.

Þá opnaði leigubílstjórinn augun. Hann harðneitaði að hafa sofnað og hélt ferðinni áfram.

Fyrirtækið sem rekur leigubílinn segir bílstjórann neita því að þetta hafi gerst, og því standi orð gegn orð


mbl.is Lá við árekstri þegar norskur leigubílstjóri sofnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýtur að vera hughreystandi fyrir París að sofa hjá náskyldum

Segir ekki einhverstaðar að "líkur sæki líkan heim". Gott að vita að hún er ekki alveg ein greyið. Annars finnst mér alveg makalaust hvað við fáum að vita um þetta fólk þarna í Bandaríkjunum. Og enn meira skrítið að maður skuli lesa þetta. Alveg makalaust.

Frétt af mbl.is

  París Hilton deilir rúmi með apa
Veröld/Fólk | mbl.is | 4.1.2007 | 17:00
París Hilton í Ástralíu á nýjársdag. París Hilton er hætt að sofa hjá mönnum en deilir nú rúminu sínu með apa. Í fyrra strengdi hún skírlífisheit og hefur nú greint frá því að hún hafi gæluapann sinn í rúminu hjá sér á nóttunni til að þurfa ekki að sofa þar ein. „Ég sef ekki hjá nema ég sé í föstu sambandi. Ég er gamaldags hvað þetta varðar. Í alvöru!“


mbl.is París Hilton deilir rúmi með apa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt að sumar rannsóknir sem hljóta að leiða til augljósra niðurstaðna komast í fjölmiðla

Ég hefið nú haldið að þetta væri búið að kanna áður. Sbr. Morgunstund gefur gull í mund" Vona að þessi rannsókn hafi hekk kostað margar milljónir. Og til að koma í veg fyrir að fara "vitlausu megin framúr rúmi" þá setur maður rúmið upp við vegg.  

Frétt af mbl.is

  Morgungremja hefur slæm áhrif á starfsárangur
Tækni & vísindi | mbl.is | 4.1.2007 | 9:50
Það borgar sig að fara réttu megin fram úr rúminu Það að fara öfugu megin fram úr rúminu getur haft áhrif fram eftir degi og hefur áhrif á árangur fólks í vinnu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við Wharton háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þá getur góð morgunstund aftur á móti haft góð áhrif á frammistöðu fólks í vinnu.

mbl.is Morgungremja hefur slæm áhrif á starfsárangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattarannsókn á ummælum Jóns Baldvins?

Er það nú ekki full langsótt að fara út í "Skattarannsókn á ummælum Jóns Baldvins"

Las eftirfarandi á visir.is í kvöld

03. jan. 2007 19:07

Skattarannsókn á ummælum Jóns Baldvins

Hæstiréttur hefur heimilað opinbera rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um Sigurjón heitin Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra. Vildi Jón Baldvin að börn Sigurjóns rækju einkamál gegn sér, ættu þau eitthvað sökótt við sig en Jón Baldvin kallaði Sigurjón "alræmdan" í Kastljósviðtali.


Frakkar mótmæla árinu 2007

Fann þetta inn á www.ananova.com.

Haldin var mótmælaganga á gamlárskvöld í Nantes. Fólk mótmælti að skipta yfir í árið 2007 því að 2006 hefði bara verið ágætt. Þau reyndu að höfða til Sameinuðu Þjóðana um að fresta framtíðinni um ókominn tíma.

Í raun voru þau kannski bara að gera grín af því að þjóðin mótmælir yfirleitt öllu sem á breyta.

En þega árið 2007 var formlega skollið á þá snéru þau sér að því að segja - Nei við árinu 2008!

Svona fólk líkar mér. Þetta eru mótmælendur í þjálfun


Óbrigðult ráð við timburmönnum

Fann þetta inn á visir.is. Hefði kannski átt að býða með að setja hana inn fram á nýársdag. Þá hefði ég fengið met heimsóknir á bloggið

Vísir, 29. des. 2006 17:03

Óbrigðult ráð við timburmönnum

Það eru að koma áramót og þá getur stundum verið votviðrasamt innvortis. Það þykir mönnum voða gaman, en kannski ekki eins gaman daginn eftir. En nú er loksins  búið að finna óbrigðult ráð við  timburmönnum.

Menn hafa fundið margar leiðir til þess að draga úr timburmönnum. Í Finnlandi fara menn í sánu. Rússar éta ósköpin öll af kálsúpu. Í Ameríku er Alka Seltzer sagt óbrigðult. Aðrir nota grænt te, ávaxtadrykki, gúrkusafa eða sport-drykki.

Svo vita auðvitað allir að það er gott að borða eitthvað sem löðrar í fitu, eins og til dæmis beikon og egg. Að maður tali nú ekki um mjólkurhristing, eða jurtablöndu með kardimommum. EKKERT af þessu virkar.

En óbrigðula ráðið við timburmönnum ? Verið þið edrú, elskurnar.


Sjálfvirk þjófavörn á náttúru Íslands

Þarf að vara túrista sem hingað koma við þessu. Alveg frábær Þjófavörn:

Frétt af mbl.is

  Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Innlent | mbl.is | 27.12.2006 | 16:10
Hraunmolarnir, sem konan skilaði. Ferðamálastofu barst á Þorláksmessu lítill pakki frá konu í Kanada. Þegar pakkinn var opnaður komu í ljós tveir litlir hraunmolar og bréf frá konunni, sem sagðist hafa tekið hraunmolana á Íslandi í sumar en síðan hafi ógæfan elt hana. Henni hafi verið sagt að á Hawaii séu ferðamenn varaðir við að taka með sér hraunmola því það reiti guðina til reiði og valdi ógæfu.


mbl.is Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil ölvun á slysadeild aðfaranótt jóladags

Það er oft gaman að fyrirsögnum frétta. Það er með góðum vilja hægt að misskilja þær og snúa útúr þeim. Þessi er inn á visir.is

"Mikil ölvun á slysadeild aðfaranótt jóladags"

Ef maður horfir bara í fyrirsögnina væri vit í að forðast slysadeild á aðfangadag og aðfaranótt jóla því þar væri allt liðið blind fullt.


Æj ekki var þessi þjófnaður bragðgóður

Af www.visir.is

Óheppni bensínþjófurinn

Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna.

Þegar lögreglan kom á staðinn sat eigandi húsbílsins grátandi af hlátri á tröppunum. Fischer lá hinsvegar gubbandi og stynjandi á jörðinni. Hann var líka dálítið subbulegur í framan, eftir að hafa sogið upp í sig vænan skammt úr salernistanki húsbílsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband