Færsluflokkur: Kópavogur
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Um lóðaúthlutanir í Kópavogi
Var að horfa á Kastljós í kvöld þar sem rætt var um lóðaúthlutanir Kópavogi. Þar voru mætt bæði oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Guðríður Arnardóttir sem og Gunnsteinn Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Gunnsteinn er auk þess skólastjóri Lindaskóla sem Þorsteinn Vilhelmsson styrkti myndarlega á sama tíma og hann stakk upp á að Kópavogur úthlutaði honum lóð sem ekki væri á skipulagi. Fannst reyndar merkilegt að BYKO er að styrkja þetta verkefni í Lindaskóla líka um leið og þeir eru að sækjast eftir stóru athafnasvæði við höfnina í Kópavogi.
Nú í kastljósi voru þau sammála um að þessi viðkomandi lóð yrði að fara í eðlilegt ferli þar sem henni yrði bætt inn á skipulag og síðan kallað eftir athugasemdum þeirra sem málið snertir. Og síðan öllum frjálst að sækja um þessa lóð.
Ekki viss um að þetta hafi verið áætlun Sjálfstæðismanna í upphafi. En þarna sjáum við mátt fjölmiðla og er það vel.
Ég geri ráð fyrir að þeir sem hafa fengið úthlutað lóð þarna hafi horft til þessa auða svæðis og margir sætti sig ekki við að missa það. Sérstakleg þau sem fengu úthlutað lóðinni við hliðin á þessari fyrirhuguðu lóð. Dálítið gaman að sú sem fékk þá lóð var í 4 sæti á lista framsóknar í bæjarstjórnarkosningum síðasta vor.En fyrir þá sem hafa áhuga á kynna sér þetta betur má benda á síðu Guðríðar
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Þetta er glæsilegt hjá Kópavogsbæ
Mig minnir að Reykjavík sé að draga úr stuðningi við Alþjóðahúsið en þarna er Kópavogur að standa sig.
Frétt af mbl.is
Samið um þjónustu Alþjóðahúss
Innlent | Morgunblaðið | 3.1.2007 | 5:30
Kópavogur | Kópavogsbær hefur endurnýjað samning um þjónustu við Alþjóðahúsið ehf. til eins árs. Bærinn var einn af stofnaðilum hússins árið 2001 og hefur verið með þjónustusamning frá upphafi. Alþjóðahúsið er nú í eigu Kosmos ses.
![]() |
Samið um þjónustu Alþjóðahúss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Allir slompaðir í vinnunni í Kópavogi
Gáfu tæplega 3.500 vínflöskur
Yfirvöld í Kópavogi sendu starfsmönnum bæjarins tvær léttvínsflöskur í jólagjöf. Bæjaryfirvöld gáfu starfsmönnum konfekt árið 2005 en nú var ákveðið að breyta til enda er léttvín almenn viðurkennd tækifærisgjöf sem mörg fyrirtæki gefa við ýmis tímamót, að sögn Páls Magnússonar bæjarritara í Kópavogi.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Kópavogsbær gefur starfsmönnum sínum vínflöskur á jólunum og segir hann að starfsmenn bæjarins hafi almennt verið mjög ánægðir með gjöfina.
1.800 starfsmenn vinna hjá Kópavogsbæ og eru um 70 þeirra of ungir til að mega neyta áfengis og fengu þeir því geisladisk með íslensku söngkonunni Lay Low frá bænum að sögn Páls. Bærinn gaf því 3.460 vínflöskur í jólagjafir. Hver flaska kostar 990 krónur í ríkinu.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, segir að hugsunin hafi verið góð hjá bæjaryfirvöldum og hún vilji ekki gagnrýna þau of mikið. En auðvitað er það alltaf umdeilt þegar menn gefa vín í jólagjöf og ég veit að það var kurr í mörgum vegna þessa," segir Guðríður og bætir því við að það sem hafi stungið hana mest við gjöfina var að á kortinu sem fylgdi kom fram að hún væri frá Gunnari Birgissyni bæjarstjóra og Ómari Stefánssyni, formanni bæjarráðs.
Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Lóðamál í Kópavogi. Aldrei hægt að fara að reglum
Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón. Athyglivert í fréttinni hér fyrir neðan að umrædd Linda Bentsdóttir var að ég held í 3 eða 4 sæti á lista Framsóknar í bæjarstjórnarkosninum:
Fréttablaðið, 03. jan. 2007 06:45Ætla auðmanni lóð samkvæmt pöntun
Bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að skipulögð verði sérstök lóð í Kórahverfinu fyrir einbýlishús auðmannsins Þorsteins Vilhelmssonar.
Lóðum í Austurkór var úthlutað í nóvember síðastliðnum. Um 300 umsækjendur voru um lóðirnar, sem langflestar, eða um 60 talsins, eru fyrir einbýlishús. Flestir munu hafa sótt um endalóðina Austurkór 159. Meðal þeirra voru hjónin Þorsteinn Vilhelmsson og Þóra Jónsdóttir. Þorsteinn er einna þekktastur fyrir að vera einna svokallaðra Samherjafrænda frá Akureyri. Hann er í dag aðaleigandi fjárfestingafélagsins Atorku.
Við útdrátt kom umrædd lóð í hlut Gunnars Jóhannssonar og Lindu Bentsdóttur. Mánuði síðar, sex dögum fyrir jól, átti Þorsteinn fund með Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra og fór fram á að fyrir hann yrði skipulögð sérstök byggingarlóð á opnu svæði norðvestan við Austurkór 159. Daginn eftir sendi Þorsteinn Gunnari formlegt bréf og vísaði í samtal þeirra:
Undirritaður leyfir sér jafnframt að ítreka það sem þá kom fram að hann hefur mikinn áhuga á því að búa áfram í Kópavogi," skrifar Þorsteinn bæjarstjóranum.
Leyfi ég mér nú að óska eftir því að málið verði tekið til velviljaðrar skoðunar af hálfu Kópavogsbæjar og mér úhlutuð umrædd lóð komi til þess að hún verði samþykkt," segir loks í bréfi Þorsteins sem bæjarstjórinn lagði fyrir bæjarráðsfund 21. desember.
Bæjarráð kvaðst telja jákvætt að skoða hvort hægt væri að koma lóðinni fyrir og óskaði eftir að fá umsögn Smára Smárasonar skipulagsstjóra bæjarins. Smári sagðist ekki gera athugasemd við stofnun lóðarinnar.
Ekki náðist í Gunnar bæjarstjóra sem er í leyfi. Staðgengill hans, Páll Magnússon bæjarritari, segist ekki geta sagt til um hvort Þorsteinn fái lóðina eða hvort hún verði auglýst til úthlutunar samkvæmt gildandi reglum. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það en hins vegar fer málið af stað að hans beiðni. Bæjarráð mundi væntanlega taka ákvörðun um það hvernig lóðinni yrði ráðstafað ef hún verður til," segir Páll.
Linda Bentsdóttir og Gunnar Jóhannsson, sem verða ekki lengur á endalóð, segjast afar ósátt við vinnubrögð bæjaryfirvalda. Þetta er í þriðja skipti sem við sækjum um lóð. Nú lentum við í útdrætti og fengum endalóð. Þá er einhver sem er ekki sáttur og þá á bara að búa til lóð við hliðina. Ég vissi ekki að menn gætu bara pantað sér lóðir. Ég mun gera mitt til að reyna að hnekkja þessu," segir Linda Bentsdóttir.
Það hefur farið svo að allar úthlutanir í Kópavogi hafa verið kærðar síðustu ár.
Þriðjudagur, 12. desember 2006
Skipulagsslys í uppsiglingu í Kópavogi
Framkvæmdagleðinn er náttúrulega alveg að drepa Bæjarstjórann í Kópavogi sem telur að heill bæjarbúa þar sé fólgin í því að fjölga sem mest hann má bæjarbúum. En það sem hann gleymir oft er það að þetta fólk þarf að komast á milli sem og að bæjarbúar með börn hræðast þessa stífu umferð sem sker oft hverfin. Sagt er að verktakar hafi mikil áhrif í öðrum bæjarfélögum en í Kópavogi er bænum stjórnað af verktökum.
Nú stendur til að fjölga íbúum í Vesturbæ Kópavogs um meir en helming. Einnig stendur til að byggja stórskipahöfn yst í þeirri byggð. Það sem gleymist er að gera ráð fyrir umferð sem því fylgir bæði vegna fjölgunar sem og vegna stórskipahafnar. Allar akstursleiðir liggja í gengum íbúðarhverfi og fólk er þvi uggandi.
Vísir, 12. des. 2006 20:04Íbúum kynnt nýtt og umdeilt skipulag Kársness
Íbúum Kársness í Kópavogi verður kynnt nýtt rammaskipulag á íbúafundi á morgun, þar sem gert er ráð fyrir endurnýjaðri höfn á tæplega 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á nesinu. Íbúar á Kársnesinu eru margir uggandi yfir því að hverfið muni þróast frá þeirri lágreistu og kyrrlátu íbúðabyggð sem það hefur verið.
Miklar breytingar hafa þegar verið samþykktar og eru hafnar með mikilli uppbyggingu á landfyllingu Fossvogsmegin á nesinu, og á Kópavogstúni við Sunnuhlíð og Landsspítalann í Kópavogi. Því er boðað til íbúafundar í Salnum annað kvöld klukkan 20:00 þar sem rammaskipulagið og fyrirhugaðar breytingar verða kynntar.
Nánari upplýsingar eru í fréttatilkynningum frá Íbúasamtökum Kársness annars vegar og annarri frá Kópavogsbæ hér að neðan.
Stórskipahöfn á nýrri landfyllingu og helmings fjölgun íbúa fyrirhuguð á Kársnesi í Kópavogi.
Fréttatilkynning
frá Íbúasamtökum vesturbæjar í Kópavogi
þriðjudaginn 12.12.2006
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa unnið nýtt rammaskipulag fyrir Kársnes þar sem gert er ráð fyrir stórskipahöfn á nýrri, nærri 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á Kársnesi í Kópavogi.
Mikill titringur er meðal margra íbúa á Kársnesinu þar sem þessar skipulagstillögur munu þýða grundvallarbreytingu á því umhverfi og samfélagi sem þróast hefur á Kársnesinu. Hverfið hefur byggst upp á hálfri öld sem gróin, lágreist íbúðabyggð með þröngum götum og rólegu yfirbragði. Miklar breytingar hafa þegar verið samþykktar og eru hafnar með mikilli uppbyggingu á landfyllingu Fossvogsmegin á nesinu, og á Kópavogstúni við Sunnuhlíð og Landsspítalann í Kópavogi.
Miðvikudagskvöldið 13. desember nk. kl. 20:00
boða bæjaryfirvöld til kynningarfundar fyrir íbúa og aðra áhugasama
í Salnum í Kópavogi
Þar verða kynntar hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu vestast á Kársnesi.
Ø Stórskipahöfn á nýrri landfyllingu - 54 þúsund fermetra athafnasvæði
Ø Fjölbýlishúsahverfi kring um smábátahöfnina, m.a. á landfyllingu.
Ø Fjölbýlishúsahverfi á Hafnarbraut, Bakkabraut og Vesturvör
Ø Stóraukin byggð norðan Vesturvarar
Ø 8 hæða hótel beint fyrir ofan gömlu höfnina
Þetta mun hafa veruleg áhrif á umhverfi og líf íbúa á Kársnesi
Ø Umferð einkabíla og atvinnufarartækja mun aukast gríðarlega um þröngar götur þar sem skólabörn eru mikið á ferð.
Ø Íbúum í vesturbæ fjölgar um 2500 - 3000 (Nú búa um 4300 manns á Kársnesi)
Ø Þessi fjölgun er til viðbótar þeirri fjölgun íbúa sem verður með uppbyggingu Bryggjuhverfis og Kópavogstúns
Ø Alls er gert ráð fyrir um tvöföldun á íbúafjölda í vesturbæ Kópavogs auk atvinnuhúsnæðis.
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. nóvember 2006
Hef verið að kynna mér fyrirhugaða byggingarstaði í Kópavogi
Ég verð að segja að ég er ekki sáttur við að Kópavogstún komi til með að líta svona út. Ég held að Kópavogi hefði verið í lófa lagið að nýta þetta svæði fyrir lystigarð eins og Akureyri á sem og Reykjavík. Þessi byggð eins og hún gæti litið út verður eins og ég veit ekki hvað. Mér skilst jafnvel að húsinn verði ennþá stærri.

Þessi mynd sem ég fann á vefnum er reyndar eins og útsýnið á bílaplaninu hjá mér.
En ef ég þekki stjórnvöld í Kópavogi verður helst byggt þarna svona 20 hæða hús og síðan á að byggja stærðar byggð út við höfnina í Kópavogi. Því er nokkuð ljóst að umferðavandræði eiga eftir að hrjá Vesturbæ Kópavogs komandi ár. Því í Kópavogi er byggt fyrst og svo reynt að lappa upp á umferðarmálin þegar nálgast kosningar og fólk er orðið brjálað.
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Kópavogur sífellt að fá á sig dóma eða aðfinnslur fyrir lóðaúthlutanir
Það er varla sú lóðaúthlutun í Kópavogi sem að annað hvort er úrskurðuð ólögmæt af félagsmálaráuðneyti eða hjá dómstólum. Það að úthluta lóðum á ekki að fara eftir flokksskirteinum eða vinskap og greiðasemi.
Frétt af mbl.is
Úthlutun á lóðum í Kópavogi dæmd ólögmæt
Innlent | mbl.is | 22.11.2006 | 11:27
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu, að úthlutun bæjarstjórnar Kópavogs á byggingarrétti á tveimur lóðum við Kópavogsbakka í desember á síðasta ári hafi verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti
![]() |
Úthlutun á lóðum í Kópavogi dæmd ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. október 2006
Kosningaloforð í Kópavogi
Nú síðasta vor fór Gunnar Birgisson bæjarstjóri mikinn í fjölmiðlum og lofaði nýtt fyrirkomulag um byggingu nýrra hjúkrunarrýma (íbúða) og skv. honum átti bara að redda í hvelli þeirri miklu neyð sem er í þessum málum í Kópavogi. Hannaðar voru miklar byggingar og sýndar glansmyndir af þeim.
Síðan var blaðamannafundur þar sem fulltrúar og flokksbræður Gunnars mættu með honum og skrifuðu undir samning um byggingu og rekstur þessara bygginga og þjónustu.
Nú les ég í fundargerð bæjarstjórnar eftirfarandi:
Með bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 25.09.06, og ákvörðun ráðuneytisins að synja um þátttöku í því tilraunaverkefni sem bygging stoðbýla/hjúkrunarrýma við Boðaþing er, má segja að málið sé komið á byrjunarreit hvað Kópavogsbæ varðar
Á ég að trúa því að hann hafi ekki verið búinn að semja við ríkið um þátttöku í þessu áður en hann lofar þessum framkvæmdum?
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Fjórir kettir horfið: Ekki í vafa um hvað gerðist
- Myndir: Komu að fjárhúsinu fullu af sjó
- Boða til blaðamannafundar
- Kynna aðgerðir sem varða um 65.000 manns
- Landsmenn hvattir til að búa sig undir neyðarástand
- Leitin ekki borið árangur
- Lagastoð vann 2.008 tíma fyrir SKE
- Mikill ávinningur af mótefninu ef þátttaka er góð
Erlent
- Fjórir látnir eftir námuslys á Spáni
- Apple sektað um 21 milljarð
- Þriggja líka fundur
- Hamas vill grípa til vopna gegn áformum Trumps
- Munu ákveða sína eigin framtíð
- Vonir hafa dvínað um að finna fleiri á lífi
- Selenskí kallar eftir auknum þrýstingi á Rússland
- Fundust á lífi í rústunum eftir 60 klukkustundir
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969732
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson