Færsluflokkur: Kópavogur
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Skipulagslög gilda ekki í Kópavogi
Var að lesa þettta á www.ruv.is . Nú skilur maður dæmið með Heiðmörk betur
Fyrst birt: 22.03.2007 19:07Síðast uppfært: 22.03.2007 20:50Ólögleg landfylling í Kópavogi
Frá vinnu við landfyllinguna Skipulagsstofnun stendur ráðþrota gagnvart Kópavogsbæ sem í nærri fimm ár hefur hundsað fyrirspurnir stofnunarinnar vegna landfyllingar við Kársnes. Framkvæmdir á svæðinu eru hafnar en þær eru ólöglegar að mati skipulagsstjóra ríkisins.
Skipulagsstofnun vantar upplýsingar um hvort landfylling sem verið er að búa til við Kársnes og liggur meðfram norðvesturströndinni, eigi að vera 4,8 eða 13,8 hektarar. Á svæðinu hyggst Kópavogsbær búa til landfyllingu og viðlegukant fyrir stórskip. Fyrir tæpum fimm árum, eða í ágúst árið 2002, óskaði Skipulagsstofnun eftir nánari upplýsingum frá Kópavogsbæ um framkvæmdina til að geta metið hvort hún félli undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt lögum má ekki hefja framkvæmdir fyrr og þetta hefur ekki verið gert.
Skipulagsstofnun stendur nú ráðþrota gangvart Kópavogsbæ því hún hefur ekki heimild til þess að stöðva framkvæmdir. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir hagsmunaaðila geta kært til úrskurðanefndar skipulags- og byggingamála en það geti Skipulagsstofnun ekki. Og hann er ekki sáttur við vinnubrögð Kópavogsbæjar. Hann segir Skipulagsstofnun óska áfram eftir upplýsingunum þar til svör.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, gaf ekki kost á viðtali en hann sagði í símtali að um misskilning sé að ræða. Það svæði sem um ræðir sé bæði landfylling og á föstu landi, alls 13,8 hektarar. Landfyllingar sem eru stærri en fimm hektarar eru matsskyldar. Fyllingarsvæðið sem nú sé auglýst sé hins vegar 4,8 hektarar og því ekki matsskylt.
Kópavogur | Breytt 23.3.2007 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. mars 2007
Kópavogsbæ uppsigað við tré og skóga.
Þetta fer nú að verða með afbrigðum hjá Kópavogsbæ.
Nú í dag birtist frétt í Fréttablaðínu þar sem sagt er frá því að ráðist hafi verið á tré sem voru á lóð Kópavogshælis og þar í nágreninu. Þar á að fara að byggja upp sérbýli og blokkir. Ég hef nú ítrekað bent á í gegnum árin að þarna hefði verði kjörið svæði til að koma upp almennilegurm lystigarði fyrir Kópavog og einmitt horft til þess að þarna eru óvanalega mikið af trjám sem hefur verið plantað þar síðustu 50 til 70 árinn. En semsagt svona var fréttin í Fréttablaðinu:
Umhverfismál Mikill fjöldi trjáa, hefur verið felldur við Kópavogshæli, þar sem Arnarfell undirbýr byggingaframkvæmdir fyrir Kópavogsbæ, en þar stendur til að byggja um 230 íbúðir.
Tré af öllum stærðum og tegundum liggja á víð og dreif um byggingarsvæðið. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, segir að um tvö hundruð tré hafi verið fjarlægð í fyrra og gróðursett á nýjan leik. Hann hefur ekki tölu á þeim sem voru felld.
"Það var alveg ljóst að það ættu að fara tré þegar samþykkt var deiliskipulag á þessu svæði," segir Friðrik. Ekki hafi verið hægt að flytja stærstu trén.
Aðspurður hvort frágangur á svæðinu sé eðlilegur að hans mati, svarar Friðrik að þetta sé byggingarsvæði, byggja eigi þar sem tré voru fyrir. Allt nýtilegt hafi verið tekið og annað ekki.
Jón Loftsson skógræktarstjóri kannast ekki við að hafa veitt leyfi fyrir gerð rjóðursins á Kópavogstúni og segir málið verða rannsakað hið fyrsta. Hann taki síðan ákvörðun um framhaldið.
Nú fólk man hvernig málin standa í Heiðmörk en þar með er sagan ekki öll. Því að það eru fleiri skógar sem Gunnar Birgisson vill ráðast á. Þannig er það t.d. í nýskipulögðum svæðum Kópavogs að það er ráðist inn í skóga sem Skógræktarfélag Kópavogs var búið að rækta í áratugi.
Kópavogur er bær þar sem byggingar og verktakar njóta forgangs á fólk og náttúruna. Allt má skemma til að skaffa land undir byggingar og byggingarfrakvæmdir. Og þar fer ákveðið fyrirtæki Klæðning ehf. með stórt hlutverk í jarðvegsframkvæmdum og gatnagerð.
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Flott ský í kvöld í Kópavogi.
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Kurteisi og góð mannleg samskipti hafa ekki verið hans sterkustu hliðar hingað til
Það hefur heldur betur vaðið á Gunnari sérstaklega þegar einhver gagnrýnir hann. Ég hef fjallað um það áður þegar hann sagði um oddvita samfylkingar í Kópavogi:
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist vísa fullyrðingum Guðríðar um að gögnum hafi verið leynt algerlega á bug. "Til hvers ættum við að vera að því?" spyr bæjarstjórinn og bætir við: "Það mætti halda að hún væri að vinna fyrir Garðabæ en ekki Kópavog þessi manneskja. Hún verður að fara aftur í frumbernskuna og læra að segja satt áður en hún fer að taka þátt í pólitík."
En þetta er það sem fólk í Kópavogi kaus yfir sig aftur. Vitandi um hvernig hann er og hvernig hann hefur unnið síðust 12 ár. Mulið undir fyrirtækið klæðningu og heilu hverfunum verið úthlutað án þess að nokkuð almennilegt skipulag sé á bænum. Það er t.d. enginn fallegur og mannvænn miðbær í Kópavogi næst stærsta bæ landsins.
Frétt af mbl.is
Kópavogsbær kann að leita réttar síns í Heiðmerkurdeilunni
Innlent | mbl.is | 26.2.2007 | 19:32
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, lýsir allri ábyrgð á Heiðmerkurdeilunni á hendur Reykjavíkurborg. Kópavogsbær íhugar að leita réttar síns gagnvart borginni, fái hann ekki að hefja framkvæmdir að nýju í Heiðmörk á næstu dögum. Frá þessu greinir Ríkisútvarpið.
![]() |
Kópavogsbær kann að leita réttar síns í Heiðmerkurdeilunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Málefni Kópavogs og Heiðmerkur skýrð á skemmtilegan hátt
Ég vitnaði í síðustu færslu í blogg Hafsteins Karlssonar og ætla að gera það hér líka. Hafsteinn Karlsson er auk þess að vera skólastjóri bæjarfulltrúi í Kópavogi. En í þessari færslu fer hann yfir málið á skemmtilegan hátt:
Þegar klaufabárðarnir tóku að sér að stjórna bæEinu sinni var stundum skotið inn á milli dagskráratriða í sjónvarpinu litlum þáttum af leirkörlum sem kallaðir voru klaufabárðarnir. Mig minnir að í einum þættinum hafi þeir setið í meirihluta í bæjarstjórn í bæ nokkrum.
Hvert málið rak annað þar sem klaufabárðarnir klúðruðu málunum. Þeir t.d. óðu án nokkurs leyfis yfir dýrmætt skógræktarland til þess að koma fyrir rörum sem áttu að flytja kalt gjafavatn til íbúa í næsta bæ við þann sem þeir stjórnuðu.
Já, það var nefnilega eitt klúðrið hjá þeim rétt fyrir kosningar að bjóða bæjarstjórn nágrannabæjarins niðurgreitt vatn næstu áratugina. Ekki vegna þess að nágrannabærinn væri svona fátækur eða íbúar hans illa haldnir.
Nei en blessaðir klaufabárðarnir höfðu í flumbrugangi sínum lofað hestamönnum aðstöðu og meira að segja hestaakademíu inn á vatnsverndarsvæði nágrannabæjarins.
Það var nefnilega út af því að klaufarnir ruku til án þess að hugsa málin og keyptu fjármálabraskara út úr klúðri sem þeir voru búnir að koma sér í með kaupum á hesthúsum sem hestamennirnir áttu og voru í bænum.
Braskararnir voru búnir með peninginn og enginn vildi lána þeim til að kaupa fleiri hesthús, en þeir ætluðu að græða svo mikið á því. Og nú voru þeir í miklum vandræðum, blessaðir fjármálabraskararnir.
En klaufabárðarnir fréttu þetta og vorkenndu bröskurunum svo mikið að þeir buðust til að láta bæinn sem þeir stjórnuðu kaupa öll hesthúsin sem þeir höfðu keypt á miklu hærra verði en þeir höfðu sjálfir borgað fyrir þau.
Braskararnir voru glaðir af því að nú höfðu þeir grætt mörg hundruð milljónir á því að skemma fyrir hestamönnunum. Nú gátu þeir farið með peninginn eitthvert annað og gert einhvern óskunda þar.
Hestamennirnir voru reiðir því að braskaranir voru að eyðileggja félagið þeirra. En klaufabárðarnir keyptu bara líka öll hestuhúsin af þeim á sama verði og þeir borgðuðu bröskurunum og lofuðu líka landi undir ný hesthús og hestaakademíu.
En svo átti nágrannabærinn að fara að fá vatnið. Þá varð ná í vatnið. En það var flókið vegna þess að bóndi einn átti land sem þeir þurftu að fara yfir. Hann vildi það ekki og því þurftu þeir að láta bæinn kaupa allt landið af honum.
Og hann fékk marga marga milljarða og mátti svo selja lóðir af landinu sem hann var búinn að selja bænum og ráða svolítið yfir fólkinu sem ætlaði að búa þar.
Og svo byrjuðu þeir að grafa og koma rörunum oní jörðina því tíminn var orðinn naumur. Þeir höfðu nefnilega lofað vatninu fyrir ákveðinn tíma og ef það tækist ekki að ná því upp úr jörðinni úr borholum bæjarins varð að kaupa vatnið af vatnssölufyrirtæki á miklu hærra verði.
Æ, en svo var allt í einu þetta skógræktarland. Og klaufabárðarnir ákváðu bara að vaða yfir það. Þetta voru hvort eð er bara ómerkileg tré.
En það fattaðist og þeir máttu þetta ekki. Löggan kom og allt.
Og þetta varð til þess að klaufabárðarnir voru látnir hætta að stjórna bænum. Enda allt í klúðri.
Og þannig endaði þessi þáttur um klaufabárðana.
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Ekki fögur upplifun á Kópavogi
Jónasi Kristjánssyni þykir ekki mikið koma til nýja miðbæjar Kópavogs sem er væntanlega á svæðinu í kring um Smáralind:
23.02.2007
Slömm í Kópavogi
Ég ók í dag um Kópavoginn. Mér fannst ég vera kominn í útlent slömm. Sá hluti bæjarins, sem er í nágrenni Smáralindar, er sálarlaus ófreskja, safn af slaufum og bílastæðum, steypu og malbiki. Þar er varla sála á gangi og varla örlar á grænum bletti. Gróin hverfi bæjarins eru sum skárri, en hvergi nærri er yfirbragðið sambærilegt við Reykjavík. Ég les fréttir um, að bæjarstjórnin í Kópavogi láti vaða í offorsi með jarðýtur um gamla skógrækt í Heiðmörk. Og mér finnst, að það sé mjög líkt Gunnari Birgissyni bæjarstjóra. Hann er greinilega maður, sem hentar slömmi
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Kópavogshælið enn á byrjunarreit
Í fyrra var kynnt í Kópavogi um sölu bæjarins á gamla Kópavogshæli. Þ.e. því húsi sem byggt var af Hringskonum um 1923 og gengdi fyrst hlutverki sem hvíldarhæli fyrir berklasjúklinga síðan fyrir Holdsveika og en síðar var þar gæslusystra/Þroskaþjálfaskólinn. Kaupandinn var Ingunn Wernesdóttir. Ég var alltaf á móti því að bærinn seldi þetta hús því það er með elstu byggingum í bænum og kjörið að breyta því í safn og fræðaaðstöðu fyrir bæinn t.d. tengt náttúrufræðum sem og að tengja það við Kópavogstúnið sem ég vill að verði lystigarður. En semsagt að bærinn seldi það með pomp og prakt og kynntu söluna með trompi en í dag var ég að lesa viðtal við Ingunni Wernersdóttur þar sem segir m.a.
Til stóð að kaupa gamla hressingarhælið á Kópavogstúni, sem Hringskonur létu byggja árið 1923 eftir teikningu Guðjóns P. Samúelssonar. Ætlunin var að gera húsið upp á myndarlegan hátt og byggja við það, þó þannig að það héldi sínu upprunalega útliti sem mest og vera síðan með listaverkasýningar og ýmsa listviðburði þar fyrir almenning. "Auk þess var ætlunin að vera með höggmyndagarð á þessum stórkostlega stað.
Kópavogsbær og Inn Fjárfesting undirrituðu kaupsamning um fasteignina 9. júlí síðastliðinn þar sem við gerðum ýmsa fyrirvara um kaupin sem miðuðust svo aftur við ákveðnar tímasetningar. Síðan leið tíminn án þess að samningsaðilar næðu saman um ákveðin atriði sem mér fannst skipta mjög miklu máli. Samningurinn féll því um sjálft sig þar sem fresturinn til að klára þessi atriði var útrunninn. Ég var ef til vill of stórhuga í þessu verkefni eða gekk of langt að mati sumra en þannig er ég, vil gera hlutina almennilega og myndarlega. Það er mikil eftirsjá í þessu húsi á Kópavogstúni."
Reyndar eftir lestur viðtalsins við Ingunni þá líkaði mér hugmynd hennar ágætlega. Og hefði sæst á þessa nýtingu húss.
- Kópavogur semur við einhverja fjárglæframenn um kaup á hesthúsahverfinu Glaðheimum
- En til þess að hægt sé að flytja starfssemi hestamanna þarf að skaffa þeim land upp í Heimsenda. En þangað er ekki hægt að flytja þessa starfsemi nema að semja við Garðabæ um að þeir hætti með sýna vatnsveitu og fái vatn frá Kópavogsbæ
- Kópavogsbær verður að fara í samninga við Vatnendabónda og gera við hann eitthvað sem kallað er eignartökusamning. En þeir samningar nást ekki nema að bóndinn fær um 200 lóðir frá bænum í staðinn og öll gjöld á þeim feld niður. Hann fær líka að skipuleggja á sínu landi fleiri lóðir sem Kópavogur borgar öll gjöld af. Þá fékk hann líka á 3 milljarð. Og með þessu er skipulag Kópavogs bundið að hluta til vilja bóndans. Sjá nánar um þetta hér
- Þetta var gert vegna vatnsveitunnar. Því að ef Vatnsveita Kópavogs skaffar ekki strax vatn fyrir Garðabæ þurfum við að kaupa vatn af Reykjavík og niðurgreiða það fyrir Garðbæinga.
- Vegna vatnsveitunnar þurfti líka að semja við Reykjavík um að fara með leiðslur í gegn um land Reykjavíkur og hefur sá samningur tekið langan tíma. Og samningurinn ekki það skýr að nú ætluðu menn bara að fara að grafa í Heiðmörk.
- Síðan er ljóst að Kópavogsbúar þurfa að greiða hærra verð fyrir kaldavatnið en Garðbæingar þó að Kópavogur eigi Vatnsveitunna.
Þetta er finnst mér merki um vinnubrögð fljótfærni. Málinn eru ekki full unnin og alltaf einhverjir lausir endar. Dæmi um það eru flestar byggingaframkvæmdir. Það eru byggð eða samþykkt að byggja stórhýsi en svo eru umferðarmálin þangað kannski í algjörum ólestri.
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Kaup Kópavogs á Vatnsendalandinu.
Hef verið aðeins að kynna mér þessi kaup Kópavogs á Vatnsendalandinu. Nokkur atriði sem stinga í augun.
- Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ eru eitthvað að ræða sem heitir "eignarnámssátt" sem lögfróðir segja að ekki sé til
- Kópavogur er sagður borga eitthvað um 3,5 milljarða alls fyrir þetta land sem á að duga undir hvað 2000 lóðir en eigandi landsins færi 500 lóðir. En svo skilst mér að hann þurfi ekki að greiða gatnagerð og önnur gjöld af þessum lóðum þannig að það hlýtur að vera umtalsvert sem hann sparar þar.
- Oddviti Samfylkingar gerir ráðfyrir að hann fái samtals með sölu lóðana um 12 milljarða.
- Síðan koma í dag ættingjar sem véfengja erfðarskrá þar sem að þá verði hætt að búa á þessari jörð. Var Kópavogur ekki búinn að kanna þetta?
Þetta fer að minna mig á þegar Gunnar tilkynnti að Kópavogur væri að fara að byggja Hjúkrunarheimili síðastlið vor en kom síðan með hugmyndir um eitthvað sem hétu öryggisíbúðir og einhverja útfærslu sem ljóst var að aðeins sterkefnað fólk gat nýtt sér. Og svo var heilbrigðisráðuneytið ekki tilbúið í þessa tilraun.
Ég held að öll þessi læti varðandi Vatnsenda tengist Gustssvæðinu. Því bærinn þarf að útvega vatn hið snarasta fyrir Garðabæ sem og aðstöðu fyrir hestamennina á nýjum stað og er að brenna inn með þetta allt.
Afhverju fáum við aldrei að heyra alla söguna frá bæjarstjóra?
[ Smá viðauki Nú er hægt að sjá flest um þetta Vatnsendamál í mjög ítarlegri færslu á blogginu hennar Guðríðar Arnardóttur oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi. Þar sést að Bóndinn í Vatnsenda er nú að fá askoti gott útúr þessu. T.d. alla þjónustu við þær lóðir sem hann eignast fyrir ekki neitt. Eins og gatnagerð, lagnir og fráveitur og hvað þetta allt heitir.]
Vísir, 25. jan. 2007 19:00
Málaferli í uppsiglingu um eignarhald á Vatnsenda
Samningur Kópavogsbæjar um lóðir í Vatnsendalandi gæti fært eiganda jarðarinnar tólf milljarða króna tekjur, að mati oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. Málaferli eru hins vegar í uppsiglingu um hver eigi jörðina en þau snúast um ákvæði sjötíu ára gamallar erfðaskrár. Frændur núverandi ábúanda krefjast þess að erfðaskráin verði ógilt þar sem skilyrði hennar um að Vatnsendi verði bújörð séu brostin. Samkvæmt svokallaðri eignarnámssátt á Kópavogsbær að greiða eiganda Vatnsenda þrjá og hálfan milljarð króna. Oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir að landeigandi fái auk þess heimild til selja sjálfur fimmhundruð lóðir á markaði. Þetta geti fært honum samtals tólf milljarða króna tekjur. Samfylkingin greiddi atkvæði gegn samningnum og telur að fremur hefði átt að taka alla jörðina eignarnámi. Átök milli erfingja gætu hins vegar spilað inn í. Þau snúast um erfðaskrá sem þáverandi bóndi gerði árið 1938 þess efnis að bróðursonur hans, og síðan elsti sonur, skyldu erfa jörðina. Mörg skilyrði eru hins vegar í erfðaskránni. Tveir föðurbræður núverandi ábúanda krefjast þess að sýslumaður ógildi erfðaskrána þar sem skilyrði hennar séu brostin.
Kópavogur | Breytt 26.1.2007 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. janúar 2007
Kópavogur - Byggja fyrst og reyna svo að redda hlutunum.
En á ný eru skipulagsmál að herja á Kópavog. Og eins að menn eru ekki að fara með rétt mál. Nú er það í sambandi við Gustsvæðið þar sem að Kópavogur sólundaði milljonum á milljónum ofan til a að bjarga fasteignabröskurum sem ætluðu að kaupa þarna upp hús en gáfust upp á miðri leið. Þá voru þeir farnir að borga meira fyrir hesthús heldur en einbýlishús í sömu stærð. Bendi á áæta yfirferð um þetta mál hér
Síðan núna er búið að endurskipuleggja þetta hverfi og selja landið með leyfi fyrir byggingarmagni sem auðsjáanlega á eftir að valda umferðarálagi langt yfir því sem er í lagi. Og svo kemur í ljós að Garðabær sem hefur gert verulegar athugasemdir við þetta skipulag. Sbr. frétt sem fylgir hér með. Bendi svo á en betri lýsingu á þessu máli hér
Það hefur verið sagt um Kópavog að á meðan í öðrum sveitafélögum hafi verktakar mikil áhrif, þá sé Kópavogi stjórnað af verktökum. Það eru sífellt verið að kæra lóðaúthlutanir og Kópavogur að fá athugasemdir fyrir það frá ráðuneyti. Og annað í stjórnunarstíl Kópavogs byggir mjög á því að Bæjarstjóri fær hugmynd og svo er það tilkynnt sem orðin hlutur þó að engir samningar eða leyfi séu fyrirliggjandi. Þetta hefur kostað okkur Kópavogsbúa m.a. að við stofnum vatnsveitu sem fyrsta verk verður að selja Garðabæ vatn á mun lægra verði en við sjálf fáum það á. Og þetta eru afleiðingar af því að í einhverju fýlukast seldi Kópavogur sinn hlut í orkuveitu Reykjavíkur fyrir margt löngu og borgar þar af leiðandi meira fyrir vatnið. Síðan hefur það verið lenska að byggja stórbyggingar eins og í kring um Smáralind og gefa leyfi fyrir en stærri byggingum og gleyma því hvernig á að leysa umferðarvandan.
Frétt af mbl.is
Bæjarstjórn Kópavogs sökuð um blekkingar við afgreiðslu Glaðheimalandsins
Innlent | mbl.is | 19.1.2007 | 10:46
Samfylkingin í Kópavogi hefur sakað meirihlutann í bæjarstjórn um að hafa beitt blekkingum við afgreiðslu Glaðheimalandsins. Bent er á að athugasemdum sem bárust Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, frá Garðabæ hafi verið haldið leyndum fyrir fulltrúum minnihlutans. Þannig hafi aðal- og svæðisskipulag Glaðheimalandsins verið afgreitt í bæjarstjórn þann 14. nóvember þrátt fyrir að umræddar athugasemdir hafi borist þann 24. október.
![]() |
Bæjarstjórn Kópavogs sökuð um blekkingar við afgreiðslu Glaðheimalandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. janúar 2007
Endalausar götur í Kópavogi
Nú hefur Gunnar Birgisson tjáð sig um lóðina frægu í Kópavogi. Það sem vekur athygli mín er það sem hann segir um að ekki sé teiknaður endir á göturnar. Mér finnst þetta nú yfirklór. Hér á eftir fer hluti frétta af www.visir.is. Takið sérstaklega eftir kaflanum þar sem ég breytti letrinu. Hann er bara á því að það væri hægt að halda áfram með götuna yfir í Garðabæ. Enda er þau eflaust í þakkarskuld við Kópavog því að við erum að færa þeim vatn á þessu ári á lægra gjaldi en við borgum sjálf í Kópavogi.
Bæjarstjórinn vísar á bug gagnrýni Lindu Bentsdóttur sem fékk úhlutað endalóðinni í Austurkór 159 sem fjölmargir aðrir sóttu um, þar á meðal Þorsteinn Vihelmsson sem vill að nýja lóðin verði við hlið lóðar Lindu. Hún telur viðbótarlóðina muni rýra verðmæti sinnar lóðar.
Á kortunum eru ekki teiknaðir neinir endar á götur þannig að það er engin endalóð neins staðar og það er möguleiki að lengja göturnar," segir bæjarstjórinn og útskýrir að þótt Austurkór liggi alveg að bæjarmörkum Garðabæjar sé möguleiki að teygja byggðina þangað yfir ef semst um að breyta lögsögumörkum.
Ef það verður ein lóð þarna til viðbótar þá hljóta allir að eiga rétt á því að sækja um hana," segir Bjarni Jónsson, sem var meðal þeirra sem sóttu um endalóðina Austurkór 159 í Rjúpnahæð en fengu ekki. Hann segir nýju lóðina í raun vera sambærilega þeirri endalóð sem hann sótti áður um.
Ég held að almenna reglan ætti að vera sú að menn fylgdu hefðbundnum útboðsreglum í Kópavogsbæ varðandi þessa aukalóð," segir Viðar Þorkelsson, sem sótti einnig um Austurkór 159.
Guðmundur Ingvarsson, sem einnig vildi fá Austurkór 159, segir að aðrir en Þorsteinn eigi að sjálfsögðu að fá tækifæri til þess að sækja um nýju lóðina.
Þeir sem sóttu um þessa lóð gerðu það út af staðsetningunni í jaðrinum. Það gildir því sama um þessa nýju lóð og hina lóðina. Mér finnst mjög réttlátt að það yrði dregið á milli umsækjanda sem eru taldir hæfir," segir Guðmundur.
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson