Leita í fréttum mbl.is

Er komið að niðursveiflu Dagsbrúnar?

Hef verið að pæla í viðskipatalífinu hér á Íslandi. Það virðist vera öll viðskiptaveldi rísi og falli á svona 10 áratímabili. Sum reyndar hraðar. Þá kemur oft í ljós að þau stóðu á brauðfótum

Ég man þegar að Pizza 67 virtist ætla að verða að stórveldi og opnaði staði hér um allt land og fór erlendis. Það eru fáir staðir eftir nú.

Stórveldi félagana í Skjá 1 virtist ætla að taka yfir allan skemmtana iðnað landsins en hrundi svo eins og spilaborg.

Þegar að sambandið fékk mikilmennskuæði og stofnaði Miklagarð og fleiri þannig fyrirtæki og dó út nokkrum árum seinna.

Þegar að Steinar virtist ætla að ná öllum plótu og afþreyingarmarkaðnum undir sig og nokkru síðar var það horfið.

Þegar að Jón Ólafs virtist ætla að eignast hálft Ísland. En síðan hurfu eignir hans hér eins og dögg fyrir sólu. Honum tókst þó að koma hluta eigna sinna til útlanda.

Hafskip sem óx og óx en þoldi svo ekki aðförina að þeim og var gert gjaldþrota.

Þannig að ef málin eru skoðuð þá eru flest stórveldi í dag tiltölulega ung að minnsta kosti eigendahópurinn ekki sá sami og fyrir 10 árum.

 

Ætli þetta sé ekki oft vegna þess að ef einhverjum gengur vel í viðskiptum þá er þessi tilhneiging að ekkert geti misheppnast og því eru teknar ógurlegar áhættur í lokin sem valda því að ekkert má utaf bregða til að allt hrynji eins og spilaborg.

Nú eru mörg af þessum fjárfestingarævintýrum að verða 10 ára. Hvað gerist?

Bara svona að pæla í þessu

 


mbl.is Dagsbrún sendir frá sér afkomuviðvörun - selur móðurfélag Wyndeham press Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei bíðið við nú er hann á móti álveri!!!!!!!!!

Var að lesa bloggið hans Ómars R. Valdimarssonar sem eftir minni bestu vitund er talsmaður Impreglio hér á landi. Mig langar bara að stelast til að birta hana í heild:

 

Norsk Hydro vill reisa álver hér

www.ruv.is » Fréttir » Frétt
Fyrst birt: 16.11.2006 14:33

Norska álfyrirtækið Hydro hefur áhuga á að reisa allt að 600.000 tonna álver á Íslandi. Stjórnendur fyrirtækisins vonast til þess að álframleiðsla geti hafist á árabilinu 2010 til 2015. Álverið yrði 250.000 tonnum stærra en álver Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Það kemur líklega fáum á óvart að ég sé harður stuðningsmaður Kárahnjúkavirkjunar, fyrir margra hluta sakir. En ég þyrfti að fá að hugsa mig tvisvar, jafnvel þrisvar, um áður en ég væri tilbúinn til þess að segja já við þessu...

(Og fyrir utan öll rök með og á móti, höfum við ekki lært sitt hvað af samskiptum okkar við þetta fyrirtæki?)

Það er nú fokið í flest skjól þega hann varar við þessu.  Hann hefur staðið í fylkingarbrjósti fyrir virkjunarframkvæmdum og um leið álverinu í Reyðarfirði.


Kristinn H Gunnarsson á sér öflugan stuðningsmann

Var að lesa pistil Egils Helgasonar á visir.is þar segir hann m.a.

Það mætti halda af skrifum á sumum bloggsíðum að Kristinn H. Gunnarsson sé vandi framsóknarmanna. Það held ég ekki. Ég held að vandi Framsóknar sé miklu frekar skoðanalitlir þingmenn sem spila alltaf með liðinu, flokksfélagar sem líta á flokkinn sem vinnumiðlun og flokksmenn sem hafa verið að auðgast á gráa svæðinu milli stjórnmála og viðskipta - óhreinskilni flokksins og óvissa um hvað hann stendur fyrir.


Ég vona að Kristinn fái góða kosningu í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi. Ég veit heldur ekki betur en að afstaða hans til stórra mála eins Íraks og fjölmiðlafrumvarpsins eigi miklu meiri hljómgrunn hjá þjóðinni en það sem forysta Framsóknarflokksins var að baksa.


Nú ef Kristinn verður felldur, þá hlýtur hann að finna sér annan flokk. Frjálslynda? Liggur ekki straumurinn þangað núna?

Og ég verð að segja að ég er sammála honum.


Jæja kannski að koma smá samkeppni í fluginu aftur

Var að lesa fréttina um að SAS er að byrja aftur að fljúga hingað. Þarna virðist kominn möguleiki á að hugsanlega verði hægt að komast út á góðum verðum aftur. Því ef ég þekki Íslensku félögin munu þau lækka sig niður úr öllu valdi þangað til SAS gefst upp. Eins og þegar tryggingarfélög hafa flæmt héðan lággjalda tryggingar, olíufélöginn þegar Kanadísku Irwin bræður ætluðu að koma og svo framvegis. Svo um leið og erlendu félögin fara er verðið hækkað svo um munar til að ná öllu því sem þeir töpuðu í verðstríðinu.

Frétt af mbl.is

  SAS boðar beint flug milli Íslands og Svíþjóðar
Innlent | mbl.is | 16.11.2006 | 16:13
SAS Sverige ætlar að hefja beint flug á milli Íslands og Svíþjóðar 27. apríl á næsta ári. Félagið ætlar einnig að hefja beint flug milli Svíþjóðar og München í Þýskalandi, Mallorca og Malaga á Spáni og Glasgow í Skotlandi.


mbl.is SAS boðar beint flug milli Íslands og Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að passa sig að fá nú einhver atkvæði frá ellilífeyrisþegum

Ekki það að þeir eigi þetta skilið þó meira væri. Þetta eru jú ekki mema svona 25.000 kr á mánuði sem þau meiga hefa í tekjur. EN lyktar það ekki af kosningavetri að flýta þessu um 3 ár. Nú er bara spurning hvað verður í jólapakkanum frá ríkinu til okkar hinna sem erum ekki komin á lífeyri. Kannski svona eingreiðsla upp á 100 til 200 þúsund sem verði borgaðar út 1. maí 2007, (rétt fyrir kosningar til að þurfa ekki að treysta á gullfiskamynni okkar.). Þetta finnst mér góð hugmynd og kem henni á hér á framfæri.

Frétt af mbl.is

  300 þúsund króna frítekjumark ellilífeyrisþega tekið upp um áramót
Innlent | mbl.is | 16.11.2006 | 16:22
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Árna Mathiesens, fjármálaráðherra, og Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að leggja til að gildistöku 300 þúsund króna frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verði flýtt um þrjú ár.


mbl.is 300 þúsund króna frítekjumark ellilífeyrisþega tekið upp um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf sami nánasarhátturinn í vegamálum á SV horninu

Afhverju fáum við ekki göng í gegn um Hellisheiði. Og það tvíbreið. Ætili dagumferð um Hellisheið sé ekki u.þ.b. sú sama og ársumferð sem verður um Héðinsfjarðargöng.

Og afhverju er ekki ráðist strax í  2 akreinar í hvorta átt. Þetta 2+1 er eiithvað fyrirkomulag sem mér líkar ekki. Nú vill ég að þingmenn Höfuðborgarinnar, Suðurlands og Kragans taki í taumana og láti gera þessi verk almennilega. Þ.e. Suðulandsveg, Vesturlandsveg, og það sem á eftir að klára á Reykjanesbraut m.a. við Garðabæ.

Frétt af mbl.is

  Vegagerðin kynnir breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein
Innlent | mbl.is | 16.11.2006 | 17:48
Vegagerðin birti á heimasíðu sinni í dag tillögu að breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein í svokallaðan 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg og Hveragerði að gatnamótum við Hafravatnsveg. Þá lýkur lagningu 2+1 vegar alla leiðina frá Hveragerði að Hafravatnsvegi.


mbl.is Vegagerðin kynnir breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki viss um að það væri sterkur leikur hjá Valdemar Leó

Var að lesa síðunna www.morgunhaninn.is sem er síða Jóhanns Haukssonar á Útvarpi Sögu. Þetta er flott þjónusta að geta hlustað á öll viðtöl hans úr þáttunum. Og lesa úrdrátt úr þeim.

En semsagt þar kemur fram að Valdemar Leó þingmaður, sem kom illa út úr prófkjöri hyggist segja sig úr þingflokki Samfylkingar og bjóða sig fram fyrir Frjálslynda. Ég verð bara að segja að það er að mínu mati ekki sterkur leikur. Kjósendur horfa til þess sem þau heyra og sjá frá þingmönnum og satt að segja hefur ekki heyrst mikið í honum. Og hann gerir þetta, kæmi til með að fylgja því að honum hafi verið hafnað í Samfylkingunni og þá fari hann bara í næsta flokk.

En hér kemur fréttin af www.morgunhaninn.is

Gengur hann úr þingflokknum?

15.nóvember 2006 - kl. 12:17
Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar, íhugar framtíð sína í stjórnmálum, en hann hafnaði í 14 sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum. Hann gagnrýnir komu Reykvískra þingmannsefna, sem raðað hafi sér í efri sæti listans í prófkjörinu með stuðningi peningamanna. Sjálfur kveðst hann hafa varið meira en 800 þúsund krónum úr eigin vasa í prófkjör og það sé allt á yfirdrætti. "Ætli ég komi ekki næst í strætó í útvarpsviðtal." - Valdimar Leó kveðst ætla að gefa út yfirlýsingu um framtíð sína á sunnudaginn kemur. Hugsanlegt er að hann segi sig úr þingflokki Samfylkingarinnar og óstaðfestar heimildir herma að hann íhugi að bjóða sig fram fyrir Frjálslynda flokkinn í SV-kjördæminu. "Ég kem aftur," segir Valdimar

Nei sko gæti verið að hlutirnir færu að breytast í Bandaríkjunum?

Fann þessa frétt á www.visir.is

 
 

Vísir, 15. nóv. 2006 23:48


Umhverfismál ofarlega á baugi í Bandaríkjunum

Þrír demókratar í bandarísku öldungadeildinni sem koma til með að verða yfir nefndum um umhverfismál í Bandaríkjunum segjast óánægðir með framlag George W. Bush, bandaríkjaforseta, í umhverfismálum. Þeir segjast ætla að setja á hann pressu um að koma með lög sem takmarka losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið.

Í bréfi sem þeir skrifuðu Bush kom fram að þeir héldu að sigur sinn í kosningunum þýddi ekki aðeins stefnubreytingu í Írak heldur hefðu kjósendur líka verið að gagnrýna stefnu Bush í umhverfismálum.

Fulltrúi Bush á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Næróbí í Kenía hefur hafnað öllum hugmyndum sem þar hafa fram komið varðandi að takmarka losun gróðurhúsateguna meira en komið er.


Bloggfærslur 16. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband