Leita í fréttum mbl.is

Afhverju hætta þeir þá ekki að tryggja?

Miðað við orð þeirra hér að ofan þá skil ég ekki afhverju þeir snúa sér ekki alfarið að fjárfestingum. Og leyfa erlendum tryggingarfélögum  eða innlendum sem geta boðið  okkur ódýrar tryggingar.

NFS, 23. nóv. 2006 18:43


Iðgjöld trygginga hækka um áramót

Íslandstrygging hækkaði iðgjöld sín í október um 6-8% og nú hafa Tryggingamiðstöðin og VÍS tilkynnt hækkun um áramótin. Hjá VÍS er hækkunin mest á bílrúðutryggingu, 20%, en annars frá 5-9%. Að meðaltali þýðir það um 10 þúsunda króna hækkun á ári á meðalbifreið. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hækkun bifreiðatrygginga rúmlega 4%.

Ásgeir Baldursson framkvæmdastjóri VÍS segir að ástæðuna fyrir hækkuninni nú vera aukningu tjóna og gjöld vegna þeirra. Hann segir vátryggingareksturinn ekki standa undir sér og þótt hagnaður hafi verið af fjármálatekjum geti þær ekki endalaust greitt tap af vátryggingum.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjór Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fjárfestingartekjurnar myndaðar á grunni svokallaðs bótasjóðs en í honum er fé fyrir hugsanlegum kostnaði af tjónum. Í bótasjóði bílatrygginga liggi yfir tuttugu og sex milljarðar. Hagnaður af fjármamálastarfsemi vátryggingarfélaga árið tvö þúsund og fimm var rúmlega tuttugu og fjórir milljarðar.

Runólfur segir fjármálastarfsemi óaðskiljanlegan þátt í starfsemi vátryggingarfélags og viðbótarhækkanirnar nú langt yfir því sem eðlilegt getur talist.  


Þetta verður að laga hið fyrsta! Viðbótarlífeyrir fer nær allur til ríkisins.

Nú um árabil hefur ríkið hvatt fólk til að spara með svokölluðum viðbótarlífeyrissparnaði. Nú í dag er ástandið þannig að ef fólk býður með að taka hann út þar til það verður 67 ára þá koma umtalsverðar skerðingar á hann + að tekinn er fullur skattu af honum. Á námskeiðum fyrir fólk sem er að nálgast ellilífeyrisaldur er þeim ráðlagt að fara strax og taka þennan pening út því annars þá verði hann að engu. Þetta dæmi hér fyrir neðan er af ruv.is

Lífeyrir: 400.000 verða 9.000

9.000 standa eftir af 400.000 króna lífeyrissparnaði konu sem hugðist nýta peningana eftir að hún varð öryrki. Afganginn tekur skatturinn og svo skerðir Tryggingastofnun lífeyrissgreiðslur, bæði konunnar og eiginmanns hennar.

Bára Pálmarsdóttir var greind öryrki fyrir ári síðan eftir að hún veiktist af krabbameini. Þegar hún og maðurinn hennar, sem er ellilífeyrisþegi, þurftu að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir á húsinu sínu hugðust þau nýta sér viðbótarlífeyrissparnaðinn í stað þess að taka lán. Bára tók út tæpar 400.000 krónur. Skatturinn tók tæplega 147.000 af þeirri upphæð og síðan kom í ljós að Tryggingastofnun skerti bætur hennar og eiginmanns hennar, þannig að eftir stóðu 9.000 krónur

 


Bloggfærslur 23. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband