Leita í fréttum mbl.is

Afhverju hætta þeir þá ekki að tryggja?

Miðað við orð þeirra hér að ofan þá skil ég ekki afhverju þeir snúa sér ekki alfarið að fjárfestingum. Og leyfa erlendum tryggingarfélögum  eða innlendum sem geta boðið  okkur ódýrar tryggingar.

NFS, 23. nóv. 2006 18:43


Iðgjöld trygginga hækka um áramót

Íslandstrygging hækkaði iðgjöld sín í október um 6-8% og nú hafa Tryggingamiðstöðin og VÍS tilkynnt hækkun um áramótin. Hjá VÍS er hækkunin mest á bílrúðutryggingu, 20%, en annars frá 5-9%. Að meðaltali þýðir það um 10 þúsunda króna hækkun á ári á meðalbifreið. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hækkun bifreiðatrygginga rúmlega 4%.

Ásgeir Baldursson framkvæmdastjóri VÍS segir að ástæðuna fyrir hækkuninni nú vera aukningu tjóna og gjöld vegna þeirra. Hann segir vátryggingareksturinn ekki standa undir sér og þótt hagnaður hafi verið af fjármálatekjum geti þær ekki endalaust greitt tap af vátryggingum.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjór Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fjárfestingartekjurnar myndaðar á grunni svokallaðs bótasjóðs en í honum er fé fyrir hugsanlegum kostnaði af tjónum. Í bótasjóði bílatrygginga liggi yfir tuttugu og sex milljarðar. Hagnaður af fjármamálastarfsemi vátryggingarfélaga árið tvö þúsund og fimm var rúmlega tuttugu og fjórir milljarðar.

Runólfur segir fjármálastarfsemi óaðskiljanlegan þátt í starfsemi vátryggingarfélags og viðbótarhækkanirnar nú langt yfir því sem eðlilegt getur talist.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband