Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndiflokkurinn í frjálsu falli í frumeindir

Það er alveg makalaust að flokkur sem loks var tekinn að mælast skuli springa í loft upp svona rétt á síðasta spretti fyrir mikilvægustu kosningabaráttu sína. Þetta er í raun sorglegt þó ég hafi aldrei hugsað mér að kjósa þennan flokk.

Þessir 3 þingmenn sem eftir voru í flokknum eftir að Gunnar Örlygsson gat ekki lengur unað við að starfa með varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni, hafa unnið mjög vel þetta kjörtímabil og fólk ræddi um að þeir væru virkilega að standa sig. Eins voru margir hrifnir af Margréti og fannst hún koma fram með skynsamleg sjónahorn á ýmis mál í gegnum tíðina. Auk þess sem hún vann vel ásamt Ólafi í Reykjavík í síðustu kosningabaráttu.

En svo kemur Jón Magnússon og skrifar grein um innflytjendamál og a.m.k. orðalagið mátti skilja sem Rasisma. Og viðbrögðin verða þannig að allt spryngur í loft upp. Guðjón fer að ræða um að hann hræðist heiðursmorð og "Bræður islam" og Magnús talar á svipaðan hátt. Margréti líkar ekki hvert þessi umræða stefnir og kemur með yfirlýsingar um að hún eigi ekki samleið með flokknum ef hann verði "Rasistaflokkur" Þetta slær aðeins á yfirlýsingagleði þingmanna flokksins um Íslam og hættunna af þeim og þeir fara að tala meira um erlent vinnuafl og áhrif þess á kjör okkar sem er gott og gilt.

Svo ráku þeir Margréti sem framkvæmdarstjóra þingflokksins með skrítnum rökum.

Síðan er samið vopnahlé í flokknum og maður er farinn að halda að þau séu að vinna í sínum málum og koma á sátt. En viti menn!

Margrét lýsir yfir framboði til varaformanns og Guðjón klúðrar málum með því að lýsa yfir stuðningi við sitjandi varaformann. Tala svo um að skipstjóri skipti ekki um stýrimann þegar vel gengur. En gleymir því að hann er ekki lengur að stýra skipi heldur flokki fólks sem er bara allt annað.

Guðjón og allir aðrir sem hafa tekið þátt í þessu máli hljóta að gera sér grein fyrir því að með þessu eru þeir búnir að missa tiltrú fólks. Hver vill kjósa flokk þar sem fólk berst á banaspjótum og fer hamförum að rægja hvort annað?

 Hvernig er hægt að sjá þannig flokk vinna að markmiðum sínum og stefnumálum. Maður sér fyrir sér lætin ef hann kemst í stjórn. Hver eigi að fá þetta embætti eða annað. Og svo framvegis. Nei þetta eru held ég upphafið að endalokum þessa flokks.

Ákall til fjölmiðla - Hættið að fjalla um Guðmund í Byrginu í bili.

Það er nokkuð ljóst að Guðmundur er maður sem varla gengur heill til skógar.  Það má segja að þetta hér fyrir neðan sé orðið neyðarlegt og þetta mál er auðsjáanlega harmleikur.

Vísir, 17. jan. 2007 19:27

Guðmundur í Byrginu ætlar að kæra nauðgun

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, segist ætla að kæra stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf hefur kært hann fyrir nauðgun. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Myndband hefur gengið manna á millum á netinu í dag þar sem Guðmundur sést í BDSM kynlífsleikjum með stúlkunni.

 

Áður hafði Guðmundur staðfastlega neitað því í viðtölum að hafa nokkurn tíma stundað BDSM-kynlíf eða að hafa átt kynferðislegt samneyti við stúlkuna, sem var á sínum tíma vistmaður í Byrginu.

Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, hefur kæra Guðmundar ekki borist en hann segist hafa ástæðu til að ætla að hún berist von bráðar.

Er ekki kominn tími til að láta lögreglunna vinna sitt starf. Og láta hann og fjölskylduna vera. Ég held að það sé búið að tryggja að hann kemur ekki aftur að starfi með ógæfufólki aftur.

Annars að lokum er merkilegt þegar að mönnum er stillt upp við vegg þá gangast sumir við brotum sínum en aðrir fara að reyna að bjarga sér með því að kenna örðrum um. Þetta á við þarna. Og svo í allt öðru máli var einn aðili sem flutti dúka og steina á milli lands og eyju og neitaði að hafa gert nokkuð. Reyndi að fá fólk til að ljúga fyrir sig og sagði nú ekki margt fyrir löngu að hafa gert "Tæknileg mistök".

En tökum okkur pásu og leyfum þessu máli að fara í eðlilegan farveg. Þetta er orðið ógeðslegt.


Framsókn í NV kjördæmi á eftir að blæða fyrir þetta.

Held að Framsókn eigi eftir að líða fyrir brothvarf Kristins. Vona að hann komist í þá stöðu að við heyrum áfram í honum, komadi ár

Frétt af mbl.is

  Kristinn H. ekki í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í NV-kjördæmi
Innlent | Bæjarins besta | 17.1.2007 | 15:42
Kristinn H. Gunnarsson. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins við næstu alþingiskosningar. Ákvörðunin tilkynnti Kristinn formanni kjördæmasambands Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi í dag. Kristinn lenti í þriðja sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu á síðasta ári.


mbl.is Kristinn H. ekki í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Johnsen í framboð

Jæja nú er ákveðið að Árni verður í 2 sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Tæknilegur mistökin voru ekki látin ógilda vilja kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Gaman að sjá hvort að fólk á suðurlandi sætti sig við þetta.

www.ruv.is

Suðurland: Prófkjörið ráði D-lista

Tillaga kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um skipan framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í vor verður í samræmi við niðurstöður prófkjörsins í haust hvað varðar sex efstu sæti listans.

Tillagan sem lögð verður fyrir kjördæmisráð á sunnudag er að Árni Matthiesen verði í fyrsta sæti, Árni Johnsen í öðru, Kjartan Ólafsson í þriðja, Björk Guðjónsdóttir í fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Drífa Hjartardóttir í sjötta.

Starfandi alþingismenn verða samkvæmt tillögunni í fyrsta, þriðja og sjötta sæti listans. Sex-menningarnir fengu allir bindandi kosningu í viðkomandi sæti í prófkjörinu nema Kjartan Ólafsson. Kjördæmisráð ákveður listann en ráðsmenn geta lagt til breytingar á tillögu kjörnefndar.



Raunverlulega ástæða Írakstríðsins - Eða verðlaun fyrir velunnið verk

Var að lesa jonas.is eins og ég geri á hverjum degi. Hann birtir stuttan snarpan texta sem vísar oft í erlendar greinar sem gaman er að lesa. Nú í dag er einmitt ein skammtur af "Jónasi" sem vakti athygli mína:

17.01.2007
Klófesta olíuna
Olían er aftur komin í sviðsljós stríðsins gegn Írak. Kamil Mahdi segir í Guardian, að Bandaríkin séu með aðstoð Alþjóðabankans að reyna að láta bandarísk olíufélög komast yfir olíuna til tíu eða tuttugu ára. Það á að gera með samningi við leppstjórnina, sem horfir aðgerðalítil á blóðugt borgarastríð. Hún tekur við bandarískum tilskipunum. Þeir, sem hafa komið sér í völd sem leppar, reyna svo sjálfir að ná tökum á hluta olíunnar til að reka hana fyrir eigin reikning. Um olíuna hafa Bandaríkjamenn samið frumvarp, sem nú á að reka í gegn á Íraksþingi.

Bendi á þessa ítarlegu grein sem Jónas vísar í. Þar er fjallað ítarlega um stöðu mála í Írak varðandi undirbúning Bandaríkjana að ná undir sig og fleiri olíuna í Írak.


mbl.is Bush: Aftaka Saddams leit út eins og „hefndardráp"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki að setja út á manninn en er þetta rétti maðurinn til að leiða þennann hóp?

Var skv. venju að kýkja á bloggið hans Björns Bjarnasonar. Þar segir hann:

Ríkisstjórn samþykkti í morgun tillögu, sem flutt var að frumkvæði mínu, um að stofna starfshóp undir formennsku Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um úrræði vegna þeirra, sem verst eru settir af ofneyslu vímuefna eða vegna persónuleikaraskana. Félagsmálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra munu tilnefna fulltrúa í nefndina auk mín.

Þetta er nú gott og blessað en er þetta rétti maðurinn til að leiða þessa vinnu. Hefði nú haldið að það væri nú annarra sem hefðu aðra sýn en lögreglu og hafa meira vit á þessu að fjalla um hvað væri best fyrir þennan hóp „ þeirra, sem verst eru settir af ofneyslu vímuefna eða vegna persónuleikaraskana."


Um inngöngu í ESB aftur og nýbúinn.

Var að lesa grein eftir Valgerði Bjarnadóttur sem þekkir nú töluvert til ESB og mála þar.

Hún er að tala um hugsanlegar aðildarumræður í framhaldi af fréttum um að Framsókn sé byrjuð að skilgreina samningsmarkmið fyrir hugsanlegar viðræður.

Valgerður segir m.a.

Í mínum huga hlýtur samningsmarkmiðið að vera að fá inngöngu í bandalagið við þau skilyrði sem við sættum okkur við. Efst í huga eru þá yfirráð yfir fiskimiðunum. Fastur liður verða þess vegna fréttirnar af því þegar embættismenn bandalagsins verða spurðir hvort við fáum undanþágu frá sjávarútvegsstefnu sambandsins eða hvort gerð verði undantekning frá því að fiskveiðiheimildum við Ísland verði úthlutað í Brussel. Svar embættismannanna verður nei, á því leikur enginn vafi. Þeir sækja umboð sitt til samþykkta samstarfsins og hafa ekkert umboð til sjálfstæðra skoðana á þeim vettvangi.

Þarna kemur m.a. fram að embættismenn sem andstæðingar ESB inngöngu okkar taka oft upp svör frá, hafa ekki leyfi til að segja annað þar sem þeir eru ekki samningamenn og hafa ekki leyfi til að gefa undir fótin með það að reglum ESB verði breytt.

Seinna í greininni segir hún:

Evrópusambandið breytir ekki reglum sínum þegar ný ríki ganga í bandalagið. Samningaviðræður ganga út á hvernig og á hve löngum tíma ný ríki geti aðlagast þeim reglum sem gilda. Þá held ég að óhætt sé að segja að við inngöngu nýrra ríkja hafi oftast orðið til nýjar reglur. Dæmi þar um eru reglur um hinn svokallaða heimskautalandbúnað sem urðu til þegar Finnar og Svíar gengu í sambandið.

Þetta er nú eitthvað sem bændur hér ættu að geta skoðað. En þetta hljóðar upp á styrk ESB við landbúnað í norðurhluta Finnlands og Svíþjóðar.

Loks kemur hún inn á vægi dollara og annarra gjaldmiðla. Það kemur henni á óvart að viðskipti með dollara eru ekki nema um 10% af gjaldeyrisviðskiptum okkar. Þetta segir að mikil meirihluti viðskipta okkar er í evrum

Stundum getur verið nauðsynlegt að hrista upp í mynd sinni af raunveruleikanum. Umræðan um flöktið á gengi íslensku krónunnar varð til þess að ég fletti upp á heimasíðu Seðlabankans til að skoða gengissveiflurnar. Þar er sagt frá nýjum gengisvogum sem eiga að koma í stað gengisvísitölunnar sem notuð hefur verið. Því segi ég frá því hér að það kom mér á óvart hversu lítið Bandaríkjadalur vegur orðið í viðskiptum landsins. Bæði í inn- og útflutningi vigtar dalurinn ekki nema í kringum tíu prósent. Ég stóð í þeirri meiningu að vægi hans í viðskiptum okkar við önnur lönd væri í kringum þriðjungur og hefði fyrir föstudaginn lagt talsvert undir í veðmáli um það efni, en nú veit ég sem sagt betur

Grein Valgerðar má lesa í heild hér


Bloggfærslur 17. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband