Leita í fréttum mbl.is

Árni Johnsen í framboð

Jæja nú er ákveðið að Árni verður í 2 sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Tæknilegur mistökin voru ekki látin ógilda vilja kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Gaman að sjá hvort að fólk á suðurlandi sætti sig við þetta.

www.ruv.is

Suðurland: Prófkjörið ráði D-lista

Tillaga kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um skipan framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í vor verður í samræmi við niðurstöður prófkjörsins í haust hvað varðar sex efstu sæti listans.

Tillagan sem lögð verður fyrir kjördæmisráð á sunnudag er að Árni Matthiesen verði í fyrsta sæti, Árni Johnsen í öðru, Kjartan Ólafsson í þriðja, Björk Guðjónsdóttir í fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Drífa Hjartardóttir í sjötta.

Starfandi alþingismenn verða samkvæmt tillögunni í fyrsta, þriðja og sjötta sæti listans. Sex-menningarnir fengu allir bindandi kosningu í viðkomandi sæti í prófkjörinu nema Kjartan Ólafsson. Kjördæmisráð ákveður listann en ráðsmenn geta lagt til breytingar á tillögu kjörnefndar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það hefur ekki verið ákveðið. Kjördæmisþing á eftir að funda og ræða um tillögu kjörnefndar. Tillagan er ekki endanleg. Hver einasti fundarmaður hefur frelsi til að bera upp breytingatillögu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.1.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki hægt að segja að það væri ólíklegt að tillaga sem bæði er byggð af prófkjöri og tillögu kjörnefndar yrði breytt? Finnst sjálfum að úrslitum prófkjöra megi ekki breyta. Því að þá er vilji almennra flokksmanna hunsaður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.1.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er óvarlegt að útiloka nokkuð. Valið á Árna hefur verið umdeilt. Skil vel kjörnefndina að fara ekki gegn prófkjörinu. Kjördæmisþingið verður úrslitaatriðið. Það eru ekki allir sáttir við útkomuna á listanum og það verður fróðlegt hvað gerist. Ég yrði ekki hissa þó breytingatillaga kæmi fram. Síðast var kosið milli manna á kjördæmisþingi þar sem listi var ákveðinn, reyndar án prófkjörs, en það sýnir vel að ekkert er ráðið fyrr en listinn er borinn upp og flokksmenn fá tækifæri til að tjá sig.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.1.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það verður gaman að fylgjast með þessu. Takk fyrir upplýsingarnar!

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.1.2007 kl. 15:04

5 Smámynd: Bragi Einarsson

Niðurstaða prófkjörsins var val fólksins. Ef þeir breita uppröðuninni, væri það í andstöðu við fyrri yfilýsingar. Ekki að það kæmi mér á óvart! En þeim var nær!

Bragi Einarsson, 17.1.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband