Leita í fréttum mbl.is

Er málflutningur frjálslyndaflokksins í innflytjendamálum - Rasismi ?

Hef verið að velta fyrir mér málflutningi Frjálslyndra nú undanfarið í málefnum innflytjenda og þeirra sem hingað hefur komið til að vinna. Þeir sverja af sér allan rasisma en samt finnst mér ekki mikill munur á því hvernig þeir tala og svo t.d. málflutningi þjóðernissinna t.d. í Frakklandi.

Jean-Marie Le Pen  og Þjóðar- Fylkingin eru náttúrulega öfga rasistar en þeirra boðskapur hefur mildast nú síðustu ár og má kannski taka saman í:

 Að frá upphafi hefur Le Pen barist gegn gyðingum og vilja þá og aðra innflytjendur burtu úr Frakkalandi en með árunum hefur það breyst í að sumir innflytjendur megi vera áfram en hvítir frakkar ættu að hafa forréttindi.

Magnús Þór og Guðjón töluðu báðir í upphafi þannig að þeir vildu ekki að múhameðstrúar fólk flytti hingað. Nefndu að þeir hefðu engan áhuga á að hér kæmu Bræður Múhameð sem eru öfgatrúarmenn og að hér flytti inn fólk sem færi að stunda "Heiðurs morð" minnir mig að það sé kallað þegar einhver ver heiður ættar sinnar með því að myrða einhvern sem hefur gert á hluta hennar.

Mér fannst þetta nú alltaf skrýtin rök því að þetta er náttúrulega aðeins tíðkað meðal öfgatrúarmanna.  Svona svipað og engin frá Bandaríkjunum mætti flytja hingað þar sem að líkur á því að þá fyllist  allt af morðingjum sem kæmu þaðan.

Jón Magnússon talaði um Ísland fyrir íslendinga. Sem er það sama og Le Pen sagði í Frakklandi.

Síðan þetta var hefur málflutningur þeirra mildast eðlilega og nú eru þeir farnir að tala um að ekki megi vera óheftur flutningur af fólki hingað sem taki vinnu frá íslendingum og lækki hér laun. En þeir gleyma að hér er í dag nær ekkert atvinnuleysi og að vöxturinn hér á landi yrði nær enginn ef að þetta fólk kæmi ekki til. Það eru um 20. þúsund erlendir starfsmenn í vinnu hér mest í byggingarvinnu. Þetta kemur til af því að það voru ekki til iðnaðarmenn og verkamenn hér á landi til að sinna þessu. Iðnaðarmenn voru farnir að rukka laun langt uppfyrir taxta og hefði væntanlega samkvæmt reglum um framboð og eftirspurn leitt til þess að íbúðarverð væri í dag mun hærra því að vinna þeirra hefði orðið enn dýrari.

Auðvita á að tryggja að hér fái allir borgað samkvæmt kjarasamningum og öll réttindi séu varin. Ég er næsta viss um að þegar og ef þensla hér á landi minnkar og þar af leiðandi eftirspurn eftir vinnuafli þá leita þessir menn annað, þar sem að hér er dýrt að búa og leiga er mjög há og því lítið fyrir þá að græða á því að vera hér áfram.

Auðvita þarf að vera hér skýr stefna varðandi innflytjendur og útlendinga í störfum hér. Það þarf að standa vörð um réttindi þeirra og skyldur sem og að þeir sem ætla að vera hér um lengri tíma þurfa sannanlega að læra íslensku og á íslenskt samfélag. En hagur okkar af þeim sem hingað koma er alveg gífulegur. Fólk hér á höfuðborgarsvæðinu sér þetta t.d. í Fatahreinsunum, þvottahúsum, ræstingum, búðum og á fullt af stöðum. Þar er þetta fólk að sinna störfum sem við erum hætt að fást í. Út á landi hefur þetta fólk haldið heilu frystihúsunum gangandi.

Ég held að það væri rétt fyrir fólk í flokknum að athuga að Margrét Sverrisdóttir hefur mótmælt þessum málflutningi.


mbl.is Gefur kost á sér til embættis ritara Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn gerist frjálslyndur?!

Fann þetta á vef Ísafoldar

24.01.2007 

 Kristinn H Gunnarsson mun á næstunni tilkynna ákvörðun um að snúa baki við Framsóknarflokknum.

Allt bendir til þess að Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, snúist á sveif með Frjálslynda flokknum á næstu vikum og þingflokkur Guðjóns A. Kristjánssonar verði því fimm manns. Til skoðunar er að Kristinn taki efsta sæti á lista flokksins og þá jafnvel í Norðvesturkjördæmi þaðan sem tveir þingmanna flokksins, Guðjón Arnar og Sigurjón Þórðarson, koma. Gangi það eftir að Kristinn taki fyrsta sætið mun Guðjón fara fram í öðru Reykjavíkurkjördæminu en Sigurjón væntanlega taka slaginn sem efsti maður í Norðausturkjördæmi. En þetta skýrist væntanlega eftir landsfund flokksins um helgina þar sem skorið verður úr um það hvaða stöðu Margrét Sverrisdóttir skipar innan forystusveitarinnar ...

Þetta gengur ekki lengur

Okkur var lofað að verðtrygging væri timabundin aðgerð fyrir 24 árum en nú draga allir lappirnar þegar þrýs er á endurskoðun. Þetta verður náttúrulega til þess að fleiri og fleiri fara að taka erlendlán. Eins þá fannst mér hann gefa í skyn að þetta gæti tekið áratugi. Það gengur ekki. Þetta kerfi er bara til að tryggja hag bankana. Þetta er löngu hætt a snúast um okkur lántakendur.

Frétt af mbl.is

  Viðskiptaráðherra: Afnám verðtryggingar erfitt í framkvæmd
Innlent | mbl.is | 24.1.2007 | 13:54
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að ljóst sé að afnám heimildar til verðtryggingar lánssamninga gæti verið afar flókið í framkvæmd. Stærsta vandamálið væri líklega það, að tugir þúsunda verðtryggra lánssamninga eru í gildi og verða áfram í hálfan fimmta áratug. Því myndi afnám heimildar til verðtryggingar aðeins eiga við um ný lán og því yrði tvöfalt lánakerfi í gildi næstu áratugi.


mbl.is Viðskiptaráðherra: Afnám verðtryggingar erfitt í framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið - Það talar enginn um það lengur.

Hef verið að velta fyrir mér hvort að allir séu orðnir svo samgrónir þessu kerfi að enginn hafi lengur áhuga á að breyta þessu. Maður heyrir svona reglulega af því að einhverjir sérlundaðir menn minnast á þetta en almennt heyrist ekki neitt.

Þó eru nokkur atriði sem  ég hef fiskað úr umræðunni síðustu vikur sem hafa vakið mig til umhugsunar.

  • Veðsetning á kvóta: Um árið þegar opnað var á framsal með kvóta hófst í raun eignarmyndun á kvótanum. Kvótaeigendur geta selt eða leigt kvóta frá sér nærri eins og þeir vilja. Og upprunalegir kvótaeigendur eru löngu búnir að selja hann frá sér. Þetta eru orðin nokkur fyrirtæki sem eiga mest af þessu og græða á tá og fingri að leigja hann frá sér. En það sem er náttúrulega komið fram er að bankar eru náttúrulega farnir að nýta sér þann möguleika að taka veð í óveiddum fiski. Og nú á síðustu tímum jafnvel erlendir bankar. Og því er það möguleiki að innan einhverja ára vöknum við upp við að við eigum ekki kvótan lengur þjóðin. Og þá eru rök þeirra sem eru á móti ESB náttúrulega farin fyrir lítið.
  • Þjöppun á kvótaeigendum og fyrirtækjum til Reykjavíkur. Þetta er náttúrulega afleiðing af því að stærstan hluta aflans er farið að vinna í skipum út á rúmsjó og þar af leiðandi blæðir rótgrónum fiskveiðibæjarfélögum sem jafnvel urðu til út af fiskveiðum. Og þar með eru þau búin að missa kannski stærsta hluta tilgangs síns og fara því að leita að nýjum tilgang sbr. Álver.
  • Það átti á þessu kjörtímabili að setja í Stjórnarskrá hélt ég að fiskurinn væri auðlind í eigu þjóðarinnar en ekkert bólar á því.
  • Það eru allar líkur á því að í raun séu kannski svona 10 menn eða fjölskyldur sem eiga 80% af öllum fiski í okkar lögsögu.
  • Það var einhver sem sló á að verðmæti kvótans sé um 900 milljarðar.

En stóra spurningin er afhverju ræðir enginn um þetta?


Gott framtak hjá Hafnarfirði

Önnur sveitarfélög og ríkið gætu tekið Hafnarfjörð sér til fyrirmyndar. Enda er ég mjög fylgjandi íbúalýðræði og þjóðarlýðræði. Á móti því að misvitrir fulltrúar fái að taka stærstu ákvarðanir fyrir sveitrarfélög og ríksins. Það ætti að vera auðveldara nú á tímum tækninnar að gera atkæðagreiðslur um stór mál að tiltölulega auðveldu ferli.

Er ekki hrifinn af því hvernig þingræðið er komið út í að framkvæmdarvaldið ákveður málin og svon er Þingið bara afgreiðslustofnun í skóli meirihluta.

Frétt af mbl.is

  Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars
Innlent | mbl.is | 24.1.2007 | 10:24
Álver Alcan í Straumsvík Allt útlit er fyrir að íbúakosning um deiliskipulag á Alcan-svæðinu í Hafnarfirði fari fram þann 31. mars næstkomandi en bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um það í gær að atkvæðagreiðslan fari fram þann dag. Í tillögu þeirra er einnig lagt til að niðurstaða kosninganna verði bindandi og muni því ráða því hvort fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði formlega sett í auglýsingu samkvæmt skipulags- og byggingalögum.

Af www.visir.is

 Tillögunni var frestað til næsta fundar bæjarráðs en í henni er bæjarráði jafnframt gert heimilt að styrkja samtök sem leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að kynna sjónarmið er lúta að kosningunum.


mbl.is Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran - Ef við bíðum of lengi með að ræða þetta þá höfum við ekkert um það að segja

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við höfum afsalað okkur stórum hluta að ákvörðunum um efnahagslífið okkar til atvinnumarkaðarins. Nú eru stóru fjármálafyrirtækin komin hvert og eitt í þá stöðu að þau gætu farið að leika sér með gengi krónunar. Þau geta bæði fellt krónuna og eins styrkt hana á einum degi. Því er það mín skoðun að við þurfum að verða hluti af stærri mynnt og þá hugnast mér evran best. En helst vill ég að þessi málefni séu skoðuð af alvöru áður en það verður fjármálamarkðaurinn taki þessa ákvörðun fyrir okkur án þess að við höfum nokkuð um það að segja.

Þetta las ég á www.visir.is

Markaðurinn, 24. jan. 2007 06:15

Þingið áhrifalaust varðandi gengismál


Margar stefnumarkandi ákvarðanir í peningamálum þjóðarinnar hafa verið teknar án frumkvæðis eða skilnings stjórnmálamanna, að sögn Vilhjálms Bjarnasonar aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.


Vilhjálmur velti upp spurningunni um hvort svo kynni einnig að fara í tengslum við umræðu um kosti og galla evrunnar sem gjaldmiðils hér í stað krónu í erindinu Þrautir þingsins, sem hann flutti í hádeginu í gær í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Hann segist þó ekki ætla að spá neinu um hver þróunin verði, en segir merkilegt að sjá hvernig þingið hafi í gegnum tíðina yfirleitt staðið frammi fyrir orðnum hlutum þegar kæmi að ákvörðunum um gengi, verðtryggingu og vexti.

 

„Spurningin er kannski sú hvort fyrirtækin velji sér mynt hvert og eitt eins og heimild er fyrir í lögum um ársreikninga þar sem þau geti ekki búið við það að sveiflur í gengi krónunnar séu 10 til 15 prósent innan árs." Vilhjálmur bendir á að fyrirtæki færi mörg hver þegar bókhald sitt í erlendri mynt, að þrír fjórðu útlána bankanna séu það líka um leið og mikið af fjármálastjórn fyrirtækja fari í gjaldmiðlastýringu.

 

Og svo má nefna þetta úr ágætri samantekt Friðriks Þórs Guðmundssonar á viðtali Egils Helgasonar og Guðmundar Ólafssonar í Silfri Egils:

"1. (Útláns)vextir á Íslandi eru þeir mestu í heimi - mestu okurvextir "í sögu mannsandans".

2. Bankarnir eru böl - þeir eru frekir á fóðrum.

3. Krónan er mjög tæpur/hæpinn gjaldmiðill. Ástandið er óeðlilegt og krónan er viðskiptahindrun.

4. Íslensk fyrirtæki hafa vanist við að ríkið bjargi þeim (með gengisfellingum og slíku) - tími kominn til að "einkavæða einkareksturinn".

5. Verðlag á Íslandi er okur - við búum við hæsta verðlag í heimi. Landbúnaðarvörur veita "verðleiðsögn" - toga upp verðlag á annars óskyldum vörum"

 


Staðan í skoðanakönnun um hvaða flokk fólk ætlar að kjósa

Tók saman stöðu þingsæta eftir skoðanakönnun minni hér á síðunni þegar 1000 hafa kosið.

 

Hvaða flokk kýst þú?   
 %merkt viðÞingsæti skv könnun
Framsókn 11.6%1167
Sjálfstæðisflokkinn 32.0%32021
Samfylkingu 27.4%27417
Vinstri Græna 20.8%20813
Frjálslynda 8.2%825
1000 hafa svaraðSamtals100063

En ég miða reyndar við jafnt atkvæðavægi sem er ekki alveg rétt.


Bloggfærslur 24. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband