Fimmtudagur, 25. janúar 2007
En segir af Bush
Varð bara að setja þessa mynd hingað inn en hún er eftir lista skopmyndateiknarann Halldór
Smella á mynd til að sjá hana í fullri stærð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Kaup Kópavogs á Vatnsendalandinu.
Hef verið aðeins að kynna mér þessi kaup Kópavogs á Vatnsendalandinu. Nokkur atriði sem stinga í augun.
- Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ eru eitthvað að ræða sem heitir "eignarnámssátt" sem lögfróðir segja að ekki sé til
- Kópavogur er sagður borga eitthvað um 3,5 milljarða alls fyrir þetta land sem á að duga undir hvað 2000 lóðir en eigandi landsins færi 500 lóðir. En svo skilst mér að hann þurfi ekki að greiða gatnagerð og önnur gjöld af þessum lóðum þannig að það hlýtur að vera umtalsvert sem hann sparar þar.
- Oddviti Samfylkingar gerir ráðfyrir að hann fái samtals með sölu lóðana um 12 milljarða.
- Síðan koma í dag ættingjar sem véfengja erfðarskrá þar sem að þá verði hætt að búa á þessari jörð. Var Kópavogur ekki búinn að kanna þetta?
Þetta fer að minna mig á þegar Gunnar tilkynnti að Kópavogur væri að fara að byggja Hjúkrunarheimili síðastlið vor en kom síðan með hugmyndir um eitthvað sem hétu öryggisíbúðir og einhverja útfærslu sem ljóst var að aðeins sterkefnað fólk gat nýtt sér. Og svo var heilbrigðisráðuneytið ekki tilbúið í þessa tilraun.
Ég held að öll þessi læti varðandi Vatnsenda tengist Gustssvæðinu. Því bærinn þarf að útvega vatn hið snarasta fyrir Garðabæ sem og aðstöðu fyrir hestamennina á nýjum stað og er að brenna inn með þetta allt.
Afhverju fáum við aldrei að heyra alla söguna frá bæjarstjóra?
[ Smá viðauki Nú er hægt að sjá flest um þetta Vatnsendamál í mjög ítarlegri færslu á blogginu hennar Guðríðar Arnardóttur oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi. Þar sést að Bóndinn í Vatnsenda er nú að fá askoti gott útúr þessu. T.d. alla þjónustu við þær lóðir sem hann eignast fyrir ekki neitt. Eins og gatnagerð, lagnir og fráveitur og hvað þetta allt heitir.]
Vísir, 25. jan. 2007 19:00
Málaferli í uppsiglingu um eignarhald á Vatnsenda
Samningur Kópavogsbæjar um lóðir í Vatnsendalandi gæti fært eiganda jarðarinnar tólf milljarða króna tekjur, að mati oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. Málaferli eru hins vegar í uppsiglingu um hver eigi jörðina en þau snúast um ákvæði sjötíu ára gamallar erfðaskrár. Frændur núverandi ábúanda krefjast þess að erfðaskráin verði ógilt þar sem skilyrði hennar um að Vatnsendi verði bújörð séu brostin. Samkvæmt svokallaðri eignarnámssátt á Kópavogsbær að greiða eiganda Vatnsenda þrjá og hálfan milljarð króna. Oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir að landeigandi fái auk þess heimild til selja sjálfur fimmhundruð lóðir á markaði. Þetta geti fært honum samtals tólf milljarða króna tekjur. Samfylkingin greiddi atkvæði gegn samningnum og telur að fremur hefði átt að taka alla jörðina eignarnámi. Átök milli erfingja gætu hins vegar spilað inn í. Þau snúast um erfðaskrá sem þáverandi bóndi gerði árið 1938 þess efnis að bróðursonur hans, og síðan elsti sonur, skyldu erfa jörðina. Mörg skilyrði eru hins vegar í erfðaskránni. Tveir föðurbræður núverandi ábúanda krefjast þess að sýslumaður ógildi erfðaskrána þar sem skilyrði hennar séu brostin.
Kópavogur | Breytt 26.1.2007 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
"Frjálslyndir: Kosningastjóri hættur"
Var að lesa eftirfarandi á www.ruv.is
Frjálslyndir: Kosningastjóri hættur
Sveinn Aðalsteinsson, miðstjórnarmaður í Frjálslynda flokknum og kosningastjóri í flokksins í Reykjavík, fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, hefur sagt úr flokknum. Hann segist ekki taka þátt í þessari endaleysu lengur.
Sveinn Aðalsteinsson hefur starfað í Frjálslynda flokknum frá því 1999 og setið í miðstjórn allt þar til hann sagði sig úr flokknum. Nú er hann farinn. Hann segir átökin innan flokksins á engan hátt snúast um pólitík eða stefnumál og ekki einu sinni eiga skylt við neitt slíkt. Þarna sé á ferð grimmileg barátta fyrir eiginhagsmunum nokkurra einstaklinga sem dreymi um völd. Þar fari fremstur í flokki Jón Magnússon. Formaður og sitjandi varaformaður halli sér að honum því þeir telji líklegast að með því móti falli þeir ekki út af þingi í kosningunum í vor.
Sveini líst illa á landsfund flokksins sem hefst á morgun. Þangað geti hver sem er komið og kosið hægt sé að smala alls konar liði, sem kjarni flokksmanna hafi lítið að segja. Hann segir landsfundinn eins og skákmót sem á komi fullt af fólki sem kunni ekki mannganginn. Þar segist Sveinn Aðalsteinsson ekki vilja vera.
![]() |
Frjálslyndir: Ásgerður Flosadóttir býður sig fram í embætti ritara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Finna hann í hvelli
Stoppa þetta strax. Láta færustu tölvumenn í að rekja þetta. Ætla þessir perrar aldrei að taka sönsum? Horfðu þeir ekki á Kompás? Við líðum ekki að menn séu að misnota börn, unglinga og svo netið til að svala þessum kvötum sínum. Með því að upplýsa þetta sem fyrst og sérstaklega ef tekst að rekja þetta þá vita menn við hverju þeir eiga að búast ef þeir voga sér að gera svona.
Frétt af mbl.is
Bera sig í vefmyndavél
Innlent | mbl.is | 25.1.2007 | 14:40
Lögreglan á Vestfjörðum segist hafa fengið tilkynningar um það, aðallega frá unglingsstúlkum á Ísafirði, að ókunnur aðili eða aðilar biðji um leyfi til að eiga samtal við þær á MSN tölvusamskiptaforritinu. Viðkomandi aðilar segi rangt til nafns og einhver dæmiséu um að hann eða þeir beri sig í vefmyndavél, sem birtist þá óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna.
![]() |
Bera sig í vefmyndavél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Ættu Ísraelsmenn ekki að greiða þetta?
Þeir hófu árásir á Líbanon út af því að glæpamenn tóku 2 hermenn gíslingu. Spengdu vegakerfið á stórusvæði aftur til fornaldar.
Ber þeim ekki að greiða skaðabætur?
Frétt af mbl.is
Líbanon heitið 7,6 milljarða dala aðstoð til uppbyggingar í landinu
Erlent | mbl.is | 25.1.2007 | 14:38Erlend ríki hafa heitið yfirvöldum í Líbanon aðstoð eða lánum sem samsvara 7,6 milljörðum dala. Frá þessu greindi Jacques Chirac, forseti Frakklands, á ráðstefnu í París.
Lesa meira
![]() |
Líbanon heitið 7,6 milljarða dala aðstoð til uppbyggingar í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Óskapleg fífl eru þetta.
Afhverju keyrðu þau ekki bara niður að Litla Hrauni og bókuðu sig bara inn þar sjálf.
Frétt af mbl.is
Þjófarnir teknir í bólinu
Innlent | mbl.is | 25.1.2007 | 11:27
Fjórir innbrotsþjófar voru bókstaflega teknir í bólinu í sumarbústað við Eyrarvatn í Svínadal í gær. Komið var að þeim sofandi í bústaðnum sem þeir höfðu brotist inn í, og voru þeir með nokkuð af þýfi og fíkniefnum í fórum sínum er þeir voru handteknir.
![]() |
Þjófarnir teknir í bólinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Afhverju er heimurinn svona upptekinn af þessu fólki
Ég skil ekki afhverju við þurfum að vita allt um þessa stelpu. Við fáum nær daglega fréttir af henni sem í raun eru samt engar fréttir. Við fáum upplýsingar um að hún fer út að skemmta sér, hún fær botlangakast, hún fer í meðferð, hún með átröskun, hún að reyna við einhvern mann sem hefur verið með annarri frægri konu. Svona er þetta líka með Brittney. Hversvegna ættum við hér á Íslandi að hafa áhuga á þessu. Þær báðar hafa jú lítið gert merkilegt? Eru að því virðist ósköp venjulegar, og dálítið einfaldar. EN samt þá les maður þetta.
Frétt af mbl.is
Lohan óttaðist að botnlanginn úr sér yrði seldur
Veröld/Fólk | mbl.is | 25.1.2007 | 9:54Lindsay Lohan var svo hrædd um að botnlanginn úr sér yrði seldur á eBay að hún geymdi hann í frystikistunni sinni.
[fyrirsögn breyt úr "þessari konu" yfir í "þessu fólki" eftir ábendingu frá artboy]
![]() |
Lohan óttaðist að botnlanginn úr sér yrði seldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Athyglisverðar upplýsingar um fjármögnun fyrirtækja í útrásinni.
Eiga eða leigja?
Í greininni er hann að velta fyrir sér muninum á að eiga húsnæði og tæki eða leigja þau, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. En það sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir er eftirfarandi:
Þessi sjónarmið skipta máli, þegar mat er lagt á ástand og horfur sumra þeirra fyrirtækja, sem mikið hefur kveðið að hér heima undangengin ár. Þau hafa sum snúið gömlu reglunni við. Þau kaupa fyrirtæki, selja utan af þeim húsnæðið, taka það síðan á leigu til að geta haldið starfseminni áfram á sama stað og nota féð, sem þau losuðu með eignasölunni, til að kaupa ný fyrirtæki og bréf og þannig koll af kolli. Þetta er einföld leið til að taka lán og losa fé og getur verið vænleg með lækkandi vöxtum, en hún er vafasöm eins og nú háttar með hækkandi vöxtum.
Þessi lausafjáröflunaraðferð þætti ekki heldur vænleg í venjulegum heimilisrekstri. Fæstir myndu selja húsið sitt upp úr þurru, taka það síðan á leigu til að geta búið þar áfram og festa féð, sem þeir losuðu við söluna, í álitlegum fyrirtækjum og hlutabréfum. Framsýnt fólk hættir helzt ekki meira fé en það hefur efni á að tapa. Fæstir hafa ráð á að missa húsið sitt, en þeir geta braskað með sumarbústaðinn eins og þeim sýnist. Bankar varast jafnan að veita þeim húsakaupalán, sem ætla sér að braska með lánsféð, enda eru veðin í húsunum þá ekki lengur til staðar.
Hvers vegna lána bankar þá fyrirtækjum, sem stunda tvísýn verðbréfaviðskipti? Eru þeir þá ekki í reynd að veita lán til áhættusamra hlutabréfakaupa? Hvernig er veðum háttað í slíkum viðskiptum? Kannski eru þessi fyrirtæki bara að braska með fé, sem þau mega við að missa. Kannski ekki. Bankarnir mættu gera meira að því að upplýsa almenning um starfshætti sína. Þeir mættu byrja á að skýra fyrir viðskiptavinum sínum, hvers vegna gamla varúðarreglan um eignarhald á húsnæði fyrirtækja er ekki lengur í fullu gildi.
Það er að bankar eru að lána þessu fyrirtækjum sem síðan selja húsnæðið nota söluandvirðið og leigja það síðan aftur af nýjum eigendum. Það er eðlilegt að hann velti fyrir sér veðum bankanna ef að illa fer að ganga hjá þessum fyrirtækjum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Við tökum upp evruna fyrr en seinna.
Hef verið að lesa ummæli dr.Jóns Þórs Sturlusonar um þetta mál og er allaf að sannfærast frekar og frekar um að evran kemur hér innan einhverra ára hvort sem við erum með eða á móti því í dag.
úr fréttinni á mbl.is
Evruvæðing eðlileg
Jón Þór dró fram margvíslegan efnahagslegan ávinning af því að taka upp evruna, m.a. á verðlag, umfang viðskipta og samkeppni. Hann tók þó fram að ávinningurinn yrði enn meiri ef Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evruna. Jón Þór sagði ókostinn m.a. felast í missi sjálfstæðrar peningastefnu og hægari aðlögun raunlauna að aðstæðum hverju sinni en benti jafnframt á að árangur af peningamálastefnu hér væri ekki góður og það hefði komið fram í mikilli verðbólgu og miklum sveiflum í framleiðslu.
Endum með evru í Evrópusambandinu
24.janúar 2007 - kl. 12:03"Nú reynir mjög á slæmar afleiðingar þess að hafa krónu. Flökt á genginu er talsvert og vextir háir. Það er eðlilegt að viðskiptalífið líti til annarra kosta og þar er undiraldan mikil," segir dr. Jón Þór Sturluson hagfræðingur. Hann segir slæman kost ef samfélagið verði "evrulægt" án þess að um það hafi verið tekin skynsamleg ákvörðun. - "Fólk er í auknum mæli farið að vinna á fleiri stöðum en hér á Íslandi og almenningur á viðskipti víða á ferðalögum sínum." Jón Þór segir ekki ótítt að kjósendur eða "þjóðin" fylgi ekki viðskiptalífinu, en ný könnun Fréttablaðsins bendir til þess að meira en 6 af hverjum 10 séu hvort tveggja á móti evru og umsókn um aðild að Evrópusambandinu. "Við erum á þeim tímapunkti þar sem stjórmálamenn og viðskiptalífið eru ekki lengur samhljóma." Jón Þór gagnrýnir óhamin útgjöld ríkis og sveitarfélaga og segir þjóðinni dýrt að beita þeim tækjum sem felist í firna háum vöxtum. "Við verðum að komast út úr núverandi vanda áður en við ræðum um evruna. En við endum með evru inni í Evrópusambandinu."
![]() |
Hlutafé í evrum rökrétt framhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Hvatvísi Magnúsar Þórs veldur vandræðum
Skil vel að Ólafur og fólkið í borgarstjórnarflokki Frjálslynda hafi ekki verið hresst með fullyrðingar Magnúsar Þórs í Kastljósi um árangur flokksins í Reykjavík. Þegar hann gaf í skyn að það hefði verið þeirra klaufaskapur að þau komust ekki í stjórn:
Innlent | mbl.is | 25.1.2007 | 06:57Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt
Í fréttatilkynningu frá Ólafi F. Magnússyni í gær segir: Að gefnu tilefni skal ítrekað að borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra og óháðra stendur heill og óskiptur á bak við framboð Margrétar Sverrisdóttur til varaformanns Frjálslynda flokksins.
Ennfremur segir Ólafur í tilkynningunni:
Einnig er mótmælt fullyrðingum um að borgarstjórnarflokkurinn hafi klúðrað tækifæri til myndunar meirihluta í borgarstjórn sl. vor, eins og varaformaður flokksins hélt fram í Kastljóssþætti í gær. Til viðræðna milli Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokksins var aldrei efnt af heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það er afleitt að vegið sé að flokkssystkinum með slíkum hætti og lítið gert úr störfum þess fólks sem af alúð hefur haldið á lofti málstað Frjálslyndra í borginni með miklum árangri á undanförnum árum.
![]() |
Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. janúar 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson