Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Um lóðaúthlutanir í Kópavogi
Var að horfa á Kastljós í kvöld þar sem rætt var um lóðaúthlutanir Kópavogi. Þar voru mætt bæði oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Guðríður Arnardóttir sem og Gunnsteinn Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Gunnsteinn er auk þess skólastjóri Lindaskóla sem Þorsteinn Vilhelmsson styrkti myndarlega á sama tíma og hann stakk upp á að Kópavogur úthlutaði honum lóð sem ekki væri á skipulagi. Fannst reyndar merkilegt að BYKO er að styrkja þetta verkefni í Lindaskóla líka um leið og þeir eru að sækjast eftir stóru athafnasvæði við höfnina í Kópavogi.
Nú í kastljósi voru þau sammála um að þessi viðkomandi lóð yrði að fara í eðlilegt ferli þar sem henni yrði bætt inn á skipulag og síðan kallað eftir athugasemdum þeirra sem málið snertir. Og síðan öllum frjálst að sækja um þessa lóð.
Ekki viss um að þetta hafi verið áætlun Sjálfstæðismanna í upphafi. En þarna sjáum við mátt fjölmiðla og er það vel.
Ég geri ráð fyrir að þeir sem hafa fengið úthlutað lóð þarna hafi horft til þessa auða svæðis og margir sætti sig ekki við að missa það. Sérstakleg þau sem fengu úthlutað lóðinni við hliðin á þessari fyrirhuguðu lóð. Dálítið gaman að sú sem fékk þá lóð var í 4 sæti á lista framsóknar í bæjarstjórnarkosningum síðasta vor.En fyrir þá sem hafa áhuga á kynna sér þetta betur má benda á síðu Guðríðar
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Alveg makalaust - Sama dag og Olmert er að ræða við Egypta um sáttarumleitanir.
Annað hvort kunna Ísraelsmenn ekkert í mannlegum samskiptum og samningamálum eða þeir eru vísvitandi að reyna að koma á frekari deilum. Hvernig halda þeir að Hosni Mubarak líði að vera staddur á fundi með þeim og svo rignir svona fréttum inn? Af öllu dögum að velja þennan. Ég held að þetta sé markviss ákvörðun hjá þeim..
Frétt af mbl.is
Tíu Palestínumenn féllu í átökum í dag
Erlent | AP | 4.1.2007 | 20:19Tíu Palestínumenn féllu í átökum í dag, þar af fjórir - allt óbreyttir borgarar - fyrir kúlum ísraelskra hermanna sem réðust inn á grænmetismarkað á Vesturbakkanum og handtóku fjóra flóttamenn. Til harðra átaka kom milli Ísraelanna og vopnaðra Palestínumanna í fyrsta sinn síðan leiðtogar beggja aðila féllust á aðgerðir til að draga úr spennu
[Sex Palestínumenn féllu í átökum vopnaðra manna úr liði Hamas annarsvegar og Fatah hinsvegar á Gazasvæðinu.] Bætt inn þann 5.1 vegna ábendingar
Vísir, 04. jan. 2007 20:07Olmert biðst afsökunar á drápunum
Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, baðst í kvöld afsökunar á því að fjórir Palestínumenn létust í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Hermenn á skriðdrekum og jarðýtum réðust inn í bæinn til þess að handtaka grunaða hryðjuverkamenn. Fjórir létust og 20 slösuðust en hermennirnir handtóku fjóra.
Þessi hernaðaraðgerð er sú stærsta í Ramallah síðan í maí, aðgerðir Ísraelshers eru ekki algengar í bænum, í það minnsta ekki jafnalgengar og á Gaza. Hún hófst skömmu fyrir einkafund Olmerts og Hosnis Mubaraks, forseta Egyptalands, í strandbænum Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Fundurinn átti að snúast um sáttaumleitanir og lausnir í deilunni milli Ísraelsmanna og araba en hófst á því í staðinn að Egyptinn snupraði Olmert fyrir árásirnar.
![]() |
Tíu Palestínumenn féllu í átökum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.1.2007 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Ég veit ekki með ykkur - en virðist ekki allt vera að benda okkur á að athuga aðild að ESB?
Fréttir dagsins í dag og í gær hafa margar hverjar verið bein skilaboð til okkar um að aðild að ESB er hlutur sem við getum ekki frestað að ræða.
Fyrirtæki farin að snúa sér að Evrum og auknar líkur á að hér á landi komi upp sú staða að við almenningur verðum í auknu mæli látin standa undir kosnaði við að halda krónunni uppi.
Og nú þetta með samninga um inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í ESB sem þýðir væntanlega að við og Noregur verðum að borga mun meira til ESB. Og það án þess að hafa þar nokkur áhrif.
Frétt af mbl.is
Segir EES-samninginn kunna að vera í hættu
Innlent | mbl.is | 4.1.2007 | 18:02
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að náist ekki samningar um aðild Rúmeníu og Búlgaríu að Evrópska efnahagssvæðinu gæti EES-samningurinn verið í hættu. Valgerður sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins, að Íslendingar vilji ekki missa af EES-samningnum og ef ekki náist samningar um stækkun í kjölfar fjölgunar aðildarríkja ESB, sé hætta á ferðum. ESB hefur hins vegar ákveðið að reka samninginn áfram óbreyttan fyrst um sinn.
![]() |
Segir EES-samninginn kunna að vera í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Hlýtur að vera hughreystandi fyrir París að sofa hjá náskyldum
Segir ekki einhverstaðar að "líkur sæki líkan heim". Gott að vita að hún er ekki alveg ein greyið. Annars finnst mér alveg makalaust hvað við fáum að vita um þetta fólk þarna í Bandaríkjunum. Og enn meira skrítið að maður skuli lesa þetta. Alveg makalaust.
Frétt af mbl.is
París Hilton deilir rúmi með apa
Veröld/Fólk | mbl.is | 4.1.2007 | 17:00París Hilton er hætt að sofa hjá mönnum en deilir nú rúminu sínu með apa. Í fyrra strengdi hún skírlífisheit og hefur nú greint frá því að hún hafi gæluapann sinn í rúminu hjá sér á nóttunni til að þurfa ekki að sofa þar ein. Ég sef ekki hjá nema ég sé í föstu sambandi. Ég er gamaldags hvað þetta varðar. Í alvöru!
![]() |
París Hilton deilir rúmi með apa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Nú vill ég að Evrópusambandsaðild fari að verða kosningamál
Það er augljóst að sífellt fleiri eru að verða á þeirri skoðun að okkar hagi yrðir betur borgið í ESB. Því fer ég fram á að fulltrúar flokkana fari í alvöru að setja upp áætlanir um hvernig hagað verði könnunarviðræðum við ESB við fyrsta tækifæri.
Rökin fyrir aðild eru að verða æpandi:
Af visir.is
Umsókn um aðild að ESB gæti skapað aga í efnahagsmálum
Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins telur að það geti komið nauðsynlegum aga á efnahagsmál þjóðarinnar, að fara í umsóknarferli að Evrópusambandinu- Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandins, segir að það geti hjálpað til við að koma jafnvægi á efnahagsmálin, ef Íslendingar hefja umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu, að því gefnu að menn löguðu efnahagsstefnuna að skilyrðum Evrópusambandsins fyrir aðild.
Frétt af mbl.is
Halldór segir að norræna samstarfið muni eflast ef öll ríkin væru í ESB
Innlent | mbl.is | 4.1.2007 | 13:11Halldór Ásgrímsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar um áramótin, segir í viðtali við fréttavef Norðurlandaráðs í dag, að norræna samstarfið myndi örugglega eflast ef öll Norðurlöndin væru aðilar að Evrópusambandinu.
![]() |
Halldór segir að norræna samstarfið muni eflast ef öll ríkin væru í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Trúarbrögð eru orðin eitt af stærstu vandamálum mannkyns.
Sammála þessu hjá Jónasi Kristjánssyni:
04.01.2007
Trúin er skæð
Stríðið milli Eþiópíu og Sómalíu er stríð milli kristinna og múslima. Flest stríð í heiminum hafa runnið í þann farveg síðasta hálfan annan áratug. Balkanstríðin fyrir áratug voru stríð orþódoksa, kaþólikka og múslima. Borgarastríðin í Líbanon hafa verið milli kristinna og múslima. Stríðið gegn Írak og Afganistan eru krossferðir kristins Bandaríkjaforseta gegn múslimum. Um leið og deilur heimsins komast í klær hinna trúuðu, er voðinn vís. Trúarbrögð eru orðin eitt af stærstu vandamálum mannkyns. Undir skikkju þeirra eru mestu voðaverkin framin.
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Merkilegt að sumar rannsóknir sem hljóta að leiða til augljósra niðurstaðna komast í fjölmiðla
Frétt af mbl.is
Morgungremja hefur slæm áhrif á starfsárangur
Tækni & vísindi | mbl.is | 4.1.2007 | 9:50Það að fara öfugu megin fram úr rúminu getur haft áhrif fram eftir degi og hefur áhrif á árangur fólks í vinnu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við Wharton háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þá getur góð morgunstund aftur á móti haft góð áhrif á frammistöðu fólks í vinnu.
![]() |
Morgungremja hefur slæm áhrif á starfsárangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Niðurstöður úr könnunum á stöðu flokkanna
Nú fara skoðanakannanir að verða vikulegt brauð fljótlega. Nú síðustu viku hefur verið talað um 2 kannanir sem sína báðar ákveðnar tilhneigingar.
- Frjálslyndir eru að fá um 11%
- Framsókn um 11% eða minna
- Samfylking er með um 24 til 25%
- Vinstrigrænir eru með um 21%
- Og svo Sjálfstæðismenn með þetta frá 33 upp í 38%
Þetta sínir að "Kaffibandalagið mundi í dag ná að mynda stjórn saman. Og að stjórnin er fallin skv. þessu.
En ég er ekki ánægður. Ég sem fylgismaður Samfylkingarinnar finnst að flokkurinn minn sé ekki að standa sig.
Nokkur atriði sem ég tel að þurfi að bæta stórlega ef að flokkurinn ætlar að bæta stöðu sína fyrir kosningar.
- Náttúra og umhverfi: Ef að fólk kýs að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna þarf það að standa að baki þeirrar stefnu sem flokkurinn hefur sett fram. Það með öllu ófært að fulltrúar flokksins tali út og suður um þessi mál. Dæmi um þetta eru fulltrúar Samfylkingarinnar í Skagafirði sem bara sí svona settu virkjanir inn á skipulag gjörsamlega án þess að málið hafi verið unnið nokkuð að ráði. Annað dæmi er frambjóðandi í "Kraganum" sem er ákafur stuðningsmaður álversstækkunar í Straumsvík áður en íbúar í Hafnarfirði hafa kosið um það. Fulltrúar flokksins þurfa að vera vel að sér í stefnu flokksins sem sett var fram og heitir "Fagra Ísland" Minnir mig.
- Flokkurinn þarf að koma skýrt fram um stefnu flokksins á næstu árum komist þeir til valda varðandi tengsl okkar við Evrópu og Evruna.
- Flokkurinn þarf að koma fram með skýra stefnu í málefnum aldraða. Raunhæfa áætlun um hvernig leysa megi úr brýnustu vandamálum með leiðum og hvað það kostar.
- Flokkurinn þarf að koma með raunhæfar lausnir fyrir öryrkja. Leiðir sem miða að því að þeir geti lifað með reisn.
- Flokkurinn þarf að sýna það í verki nú á Alþingi í vor og í sveitarstjórnum að flokkurinn er jafnaðarmannaflokkur. Allir þeir sem eru í starfi á báðum stjórnsýslustigum þurfa að berjast fyrir hugsjónum sínum og láta fólk í landinu vita hvað þeir eru að gera.
- Flokkurinn þarf fyrir kosningar að koma með markmið sín á öllum sviðum og forgangsraða þeim.
- Allir fulltrúar flokksins verða að koma fram sem einn maður. Áherslumun verður að jafna þannig að allir sem verða í framboði tali um markmið flokksins af innrisanfæringu.
- Flokkurinn þarf að vera vandur að virðingu sinni og setja það inn í áherslur sínar að hann sé ekki "Atvinnumiðlun" eins og Framsókn. Það á að vera tryggt að í hverja stöðu hvort sem er í Ríkisstjórn eða störf á vegum ríkisins séu hæfustu aðilar valdir.
- Markmið og stefnur flokksins verða að vera skýrar og augljósar þannig að almenningur skiljai það. Eins þurfa þau að vera aðgengileg.
En fyrst og fremst þarfa flokkurinn að fara að koma fram úr vinnuherbergjum og fara að kynna sig fyrir fólki. Fólki þarf að sýna að þarna fari raunhæfur valkostur fyrir þá sem vilja að farið verði að huga að manneskjulegra Íslandi. Landi þar sem ekki allt snýst um að gera vel við auðmenn, fyrirtæki og góðvini/ættingja stjórnvalda, heldur hugað að því að þjóðin er fólkið í landinu ekki bara útvalinn hópur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 4. janúar 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Innhverf manneskja sem elskar fólk
- Potturinn þrefaldur næst
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
- Mótmæla brottvísun Oscars
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson