Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Auðvita er sjálfssagt að verða við svona smáræði fyrir snillinginn
Skil ekki afhverju fólk er að gera mál úr þessu. Menn hljóta að gera sér grein fyrir því að þarna fer snillingur og það má ekkert ég endurtek ekkert hafa áhrif á listsköpun hennar. Þá gætum við setið uppi með verk sem væri ekki fullkomið. Og afkomendur okkar mundu fyrirlíta þá menn sem hefðu haft þessi áhrif á hana. Því var þetta bara hið besta mál. Þessum mönnum sem þetta verk unnu hefur verið skapaður sess í sögubókum fyrir framlag sitt.
Frétt af mbl.is
J.Lo. heimtaði að skipt yrði um ljósaperur
Veröld/Fólk | mbl.is | 1.2.2007 | 17:14Jennifer Lopez olli uppnámi í hljóðveri með því að krefjast þess að skipt yrði um allar ljósaperur áður en hún kæmi þangað.
![]() |
J.Lo. heimtaði að skipt yrði um ljósaperur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Vg hefur tekið fylgið frá Samfylkingunni.
Ef skoðað er fylgi flokkanna skv. þessari könnun má merkja það að Vg virðist hafa fengið allt fylgið sem Samfylking hefur tapað. Þetta er merki um að Samfylkingin verður að skýra stefnun sína í umhverfismálum betur. Það eru þau sem fólk hefur nú mikin áhuga á. "Fagra Ísland" er stefna sem Samfylkingin talar mikið um en fáir vita hvað stendur fyrir. Vg eru mun harðari á sinni stefnur en jú samt ekki ef fólk skoðar betur. Þannig hefur fólk bent á framistöðu Vg í Mosfellsbæ Sjá hér.
Nú verður Samfylkingin að kynna stefnu sína betur fyrir almenningi. Því að ég og fleiri erum á því að framtíð okkar sé betur borgið þar sem að jafnaðrmenn fara með völdin. En til þess að svo megi verað verður að vera til flokkur þar sem fólk vinnur allt sem eitt að stefnumálum flokksins. Nú brýni ég Össur að fara að sýna Ingibjörgu Sólrúnu hollustu en hætta að leika sér svona sóló og láta alla lofa hann fyrir stöðu Flokksins þegar hann var við stjórn. Ágúst Ólafur verður að hætta að daðra svona mikið við markaðshyggju. Hann er í hjarta sínu jafnaðarmaður. Þeir og fleiri verða að fylkja sér um formanninn sem að flokkurinn kaus sér. Vantar nokkuð á að þingmannahópurinn starfi sem ein heild.
Og daður Samfylkingar við aðra stjórnmálahópa í andstöðunni er þeim ekki til framdráttar. Nú er ljóst að þeir eru að taka fylgi frá Samfylkingunni.
af www.ruv.is
Fyrst birt: 01.02.2007 19:12Síðast uppfært: 01.02.2007 21:02Könnun: VG bæta einir við sig
Fylgi Samfylkingarinnar er hið minnsta á kjörtímabilinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Innan við helmingur þjóðarinnar styður ríkisstjórnina samkvæmt könnuninni.
Vinstri hreyfingin Grænt framboð er eini stjórnmálaflokkurinn sem bætir við sig fylgi í könnuninni. Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana og Frjálslynda er mun meiri meðal karla en kvenna.
Fylgi flokkanna:
Fylgi flokkanna: kosn. nú
Sjálfstæðisflokkur 34% 37%
Framsóknarflokkur 18% 9%
Samfylkingin 31% 22%
Vinstri grænir 9% 21%
Frjálslyndi flokkurinn 7% 9
Frétt af mbl.is
Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun
Innlent | mbl.is | 1.2.2007 | 19:35
Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi 21% fylgi yrði gengið til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. VG fékk 9% atkvæða við síðustu kosningar. Framsóknarflokkurinn fengi 9% nú en var með 18% atkvæða við síðustu kosningar.
![]() |
Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Alveg er þetta ótrúlegt
Í ljósi umræðu síðust vikna ætti að vera ljóst að þessi brot eru það sem við almenningur líðum ekki. Þessi mál eru sífellt að koma upp og virðist ekki draga úr þeim þrátt fyrir að nú ætti öllum að vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar þessi glæpur getur valdið. Því er það með öllu óþolandi að hæstiréttur skuli horfa í fyrri dómaframkæmdir sínar.
Það verður því að breyta lögum og setja lámarksrefsingar í lög þannig að Hæstiréttur geti ekki mildað þessa dóma. t.d. að lámarksrefsing sé ekki minna en 2,5 ár fyrir kynferðisbrot gegn börnum.
Frétt af mbl.is
Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni
Innlent | mbl.is | 1.2.2007 | 17:28
Hæstiréttur hefur stytt fangelsisdóm yfir manni sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gagnvart fimm stúlkubörnum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi en í Hæstarétti var dómurinn styttur í átján mánaða fangelsi að teknu tilliti til dómaframkvæmdar Hæstaréttar í málum sem varða hliðstæð brot. Var manninum gert að greiða stúlkunum samtals 2,6 milljónir króna í miskabætur.
![]() |
Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Kannabisplanta "úr skápnum"
Þetta er fyrirsögn sem maður verður að snúa út úr. T.d. "Kannabisplanta kemur úr skápnum sem birkitré"
Frétt af mbl.is
Kannabisplanta í fataskápnum
Innlent | mbl.is | 1.2.2007 | 17:20
Kannabisplanta fannst í fataskáp í herbergi unglingspilts í Reykjavík síðdegis í gær, að því er fram kemur á Lögregluvefnum. Pilturinn gekkst við því að hafa komið plöntunni þar fyrir en við hana hafði hann sett sérstakt hitaljós. Kannabisplantan var haldlögð
![]() |
Kannabisplanta í fataskápnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Jónína Benediktsdóttir rætin og komin á skrið.
Það var heldur betur að Jónína Ben fór að blogga. Hún hefur hafið stríð gegn Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhanni Haukssyni þáttargerðarmanni á útvarpi Sögu sem hún segir á "launum hjá Baugi" ogfullt af öðrum. Í dag birtir hún langloku um þetta mál. Þar sakar hún Ingibjörgu Sólrúnu um að vera bandalagi með Baugi og að Baugur hafi einsett sér að gera að forsetisráðherra.
Hún segir m.a.
Fréttafólk líkt og Jóhann Hauksson á Útvarpi Sögu (sem fær laun úr hendi Baugsmanna) ætti virðingar sinnar vegna að spóla til baka og skoða viðtöl við Baugsmenn á þessum tíma frekar en að lepja upp söguskýringar Gests Jónssonar, sem margt hefur á samviskunni eins og sjá má þegar vitna yfirkeyrslurnar eru lesnar
Já hún er á því að Gestur hafi eitthvað óhreint í pokahorninu.
Síðan voru það Baugsmenn sem komu af stað "Olíumálinu" sbr:
Hvað gerðist, ef ég nú vogaði mér að láta almenning vita, að tölvupóstar olíuforstjóranna voru komnir inn á heimili mitt og Jóhannesar í Bónus, löngu áður en þeir bárust Samkeppnisstofnun? Fæ ég þá fleiri og magnaðri árásir í Baugsmiðlunum? Hvers vegna segir enginn: Það þarf að rannsaka upphaf olíumálsins? Hver ýtti því úr vör? Hvaða hugur bjó þar að baki? Góðmennska, hefndarhugur?Vill enginn vita um tengsl Hreins Loftssonar og Jóns Ásgeirs við upphaf þess máls? Skiptir þar engu máli hvernig upphafið var? Það var óþægilegt að eiga ekki olíufélag!
Reyndar er mér hjartanlega sam hverjir létu Samkeppnisstofnun vita. Mennirnir voru að brjóta á okkur.
Síðan er hún á því að Ingibjörg Sólrún sé ábyrg fyrir ásamt forseta Íslands að Baugur misti ekki alla fjölmiðla sína:
Til dæmis með því að ná valdi á fjölmiðlunum líka. Á því ber Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ábyrgð já ásamt forseta Íslands. Eignarhald þessara manna á flestum sviðum viðskipta ætti að vera glæpur í eyrum Samfylkingarinnar en formaðurinn hlustar aðeins á eigin rödd og telur veikleikum sínum þannig borgið.
Ég spyr hefði ekki verið skynsamlegt hjá Jónínu að bíða augnablik og róa sig aðeins. T.d. hefði verið klárt hjá henni að setja þetta betur upp. Færslan er svo löng og án grenarskila þannig að maður verður þreyttur á að lesa þetta. Síðan finnst manni slá saman Gerald Sullenberger og mönnum héðan og þaðan um bæinn. Þannig að það er erfitt að fá úr þessu mynd. Þá held ég að hún verði svo einhverntíma að jafna sig á því að menn voru ekki tilbúnir að fjármagna frekar þetta líkamræktarstöðvaævintýri hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Voru tryggingarfélög ekki að hækka gjöld af því að alvarlegum slysum væri að fjölga?
Las í gær að ástæðan fyrir hækkun trygginga væri fjölgun alvarlegra slysa og aukina útgjalda vegna þeirra. Það passar að nokkrum dögum seinna kemur í ljós að þeim er að fækka.
Frétt af mbl.is
Alvarlegum slysum fækkar
Innlent | Morgunblaðið | 1.2.2007 | 5:30
Ekkert banaslys varð í umferðinni í janúarmánuði. Þá hefur slysum með alvarlegum meiðslum á fólki almennt fækkað. "Þetta er góð byrjun á löngu verkefni," segir talsmaður baráttusamtakanna Samstöðu
![]() |
Alvarlegum slysum fækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
"Almenningur á mikið í bankagróða"
Það hefur verið að heyra á bönkunum síðustu daga að megnið af þeirra hagnaði sé erlendis frá og manni hefur nærri fundist að bankastarfsemi á Íslandi væri nærri rekin með tapi. Og í framhaldi af því þá sé fólk frekjur að fara fram á að dregið verði úr vaxtaorkri hér á landi. En á www.ruv.is má finna frétt þar sem að Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ bendir á að bara verðbólgu gróði bankana og vextir af yfirdráttalánum sé um 51 milljarður. Þetta er ofan á hagnað sem bankarnir hafa af því að taka lán erlendis á kannski 0,7% vöxtum og endurlána almenning hér á minnst 4,9% vöxtum. Vinur minn sem er nokkuð mikið að spá í lánamarkaðinn hlær að okkur sem erum með lán í Íslenskum krónum. Lán sem hann er með í erlendri mynnt upp á 6 eða 7 milljónir er með greiðslubyrði upp á um 20 þúsund á mánuði og gefur honum tækifæri á að greiða stöðugt niður höfuðstólinn með auka greiðslu þannig að lánið verður uppgreitt á skömmum tíma.
Á meðan er ég t.d. með verðtryggt neyslulán þar sem að það er sama hvað ég greiði höfuðstóllinn lækkar sama og ekki neitt. það var um 290 þúsund nú i dag og með 15 þúsundkróna afborgun lækkaði það í 289 þúsund. Það ber rúmlega 11% vexti og veðrtryggingu.
Nú þarf ég að fara að breyta þessu.
ASÍ: Almenningur á mikið í bankagróða
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ segir að almenningur á Íslandi standi undir stórum hluta af hagnaði íslensku bankanna.
Verðbólgutekjur bankanna af verðtryggðum lánum almennings skilaði 36 miljörðum og vextir af yfirdráttarlánum almennings skilaði 15 miljörðum á síðasta ári.
Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn skiluðu 164 miljörðum í hagnað eftir skatta á síðasta ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Talsmaður banka og sparisjóða fer mikinn og býður upp á ódýrar skýringar
Var að lesa á visir.is frétt þar sem rætt er við talsmann banka og sparisjóða. Ég er nú ekki fróður maður um rekstur eða bankastarfsemi en mér finnst þetta vera dálítið skrýtnar skýringar á vaxta- og þjónustuokri bankana:
Hann segir:
Guðjón segir engu að síður eðlilegt að fólk velti fyrir sér hversu mikið það sé að greiða í ýmiss gjöld, en telur um leið að á því sviði keppi bankarnir. Hann segir óeðlilega kröfu að bankarnir felli niður þjónustugjöld, enda viðskiptabankastarfsemi kjarnastarfsemi þeirra og þeir í samkeppni bæði innanlands og utan. Gjöldin ákvarðast af kostnaði sem til fellur og hann er töluverður enda dýr töluvkerfi og tækni á bak við þjónstu við viðskiptavini. Síðan er auðvitað hvers og eins að ákvarða verðlagninguna og að hún sé sanngjörn og á samkeppnisforsendum á hverjum tíma."
Það er nú skritið að bankarnir reka nú þessi tölvukerfi saman og ég efast um að kosnaður við það sé svo mikill miðað við öll viðskipti þeirra. Og ég hélt að vaxtamunur ætti að dekka þennan kostnað. Og hér er vaxtamunur mikill því að allir almennir innlánsreikningar hjá bönkum eru óverðtryggðir og vera neikvæða ávöxtun.
Í fréttinn segir líka:
Hann telur umræðu um vaxtaáþján hér á nokkrum villigötum.
Mestu máli skiptir að góður árangur þessara fyrirtækja skilar sér beint til þjóðarbúsins," segir Guðjón og vísar til úttektar sem Háskólinn í Reykjavík vann undir lok síðasta árs fyrir SFF og sýnid að fjármálageirinn væri kominn fram úr sjávarútvegi í framlagi til þjóðarbúskaparins.
Og loks kemur fram hjá manninum
Guðjón bendir á að heildarskattgreiðslur viðskiptabankanna þriggja í fyrra, að meðtöldum launaskatti starfsfólks, hafi numið 21 milljarði króna vegna ársins 2005. Þá væru ótalin jaðaráhrif af starfseminni svo sem stórauknar ferðir útlendinga til landsins. Stærsti bankinn lýsti því yfir í fyrra að hann væri orðinn álíka stór og stærsta ferðaskrifstofa landsins í að flytja hingað fólk í viðskiptaerindum."
Ég hef nú ekki heyrt fyrr að menn taki launaskatt starfsfólks með þegar það er að afsaka orkur með framlagi til ríkisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Þessar afsakanir eru nú út í hött.
Að reyna að segja okkur að ofmargar bensínstöðvar séu orsök fyrir of háu bensínverði er náttúrulega út í hött. Það eru jú olíufyrirtækin sem eru að byggja þessar bensínstöðvar. Þeir verða bara að viðurkenna að þeir eru að okra.
Og þessa ástæðu kaupi ég ekki heldur:
Hermann Guðmundsson, forstjóri Olíufélagsins, segir legu landsins og smæð markaðarins skýra að hluta hvers vegna álagning sé hærri hér á landi. Flutnings- og dreifingarkostnaður verði ætíð mun meiri hér en á meginlandi Evrópu.
Þeir eru bara að okra á okkur enda sýnir fjárfesting þessara fyrirtækja í gegn um árin að þeir hafa haft af okkur milljarða. Flutningskosnaður er ekkert svo miklu meiri en annarra þjóða sem fá olíu með skipum.
Frétt af mbl.is
130% hærri álagning
Innlent | Morgunblaðið | 1.2.2007 | 5:30Álagning olíufélaganna í bensínsölu er um 130% hærri hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Meðalálagning íslensku olíufélaganna var um 19,1 króna af hverjum seldum bensínlítra á árinu 2006 en í svokölluðum EU-15 löndum ESB var hún hins vegar 8,4 krónur.
![]() |
130% hærri álagning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Skatttekjur hérlendis og erlendis.
Er að velta fyrir mér ef að bankarnir eru að kaupa erlenda banka og fjármálastofnanir. Sem og að stofna ný fyrirtæki erlendis. Borga þeir ekki skattana sína þar fyrir hagnað af þeim fyrirtækjum sem þar eru skráð? Þeir eru m.a. stórir í Luxemburg. Væri skrítið ef þeir þyrftu ekki að borga skatta sína þar. Eru menn kannski að ýkja eitthvað þegar þeir eru að tala um greiðslur til ríkisns hér á landi. Sérstaklega ef hagnaður þeirra er að meirihluta tilkominn erlendis.
Okkur findist það hart ef að fyrirtæki með rekstur hér borgaði ekki skatta til okkar. Þannig að þeir hljóta að borga skatta í þeim löndum sem þeir starfa.
Einnig vil ég benda á ljómandi grein eftir Egil Helgason á Silfri Egils í kvöld. Hann segir m.a.
Vísir, 31. jan. 2007 20:54Íslenska sérstaðan
Menn eru mikið að dást að afkomutölum bankanna. Eitt af því sem er mært er hversu miklar skatttekjur koma frá þeim í ríkissjóð. Gott og vel. Hinn úttútnaði ríkissjóður er mælikvarði margra hluta í þessu landi. Geir Haarde nefnir alltaf ríkissjóð þegar hann heldur því fram að hér sé allt í blóma í efnahagslífinu - það sé níðsterkt eins og hann sagði um daginn.
Nú má vel vera að mikið af ofurgróða bankanna komi frá útlöndum. En stór hluti kemur líka héðan, frá dvergþjóðinni. Að vissu leyti má segja að við búum við tvöfalda skattheimtu í þessu landi. Annars vegar er ríkið og sveitarfélögin. Hins vegar eru það bankarnir, verslunin og fyrirtækin með fáránlega hátt verð á öllu - fjármagni, vörum og þjónustu. Eðlileg álagning er eitt, okur annað. Hin síðarnefnda skattheimta er líkt og gjald sem við greiðum fyrir að vera Íslendingar, fyrir sérstöðu okkar.
Og síðar:
Bankarnir eiga fyrst og fremst að sjá sóma sinn í að lækka vexti. Bjóða betri kjör á húsnæðislánum. Hætta að hækka yfirdráttarvextina sífellt. Leggja niður mest af þjónustugjöldunum. Ef ekki hlýtur það að eiga við rök að styðjast sem menn hafa verið að segja undanfarnar vikur - einkavæðingin hefur mistekist. Tilgangur hennar var ekki að fáir gætu makað krókinn. Bankarnir þurfa heldur ekki að auglýsa svona mikið. Það þarf raunverulega samkeppni, ekki keppni um hver getur búið til dýrustu og bjánalegustu auglýsingarnar.
Það hlýtur að vera borð fyrir báru með öllum þessum hagnaði.
Frétt af mbl.is
Bankarnir skila á bilinu 30-40 milljörðum í ríkiskassann
Viðskipti | mbl.is | 31.1.2007 | 12:34
Gera má ráð fyrir að skatttekjur ríkissjóðs af hagnaði bankanna fjögurra, sem skráðir eru í Kauphöll Íslands, verði um 35 milljarðar króna, sem svara til nálægt 10% heildartekjum ríkissjóðs skv. fjárlögum. Þetta er mat Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík, sem segir ljóst að árið 2006 hafi verið mjög gott fyrir bankana.
![]() |
Bankarnir skila á bilinu 30-40 milljörðum í ríkiskassann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. febrúar 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson