Leita í fréttum mbl.is

Það á ekkert að draga út þennslu hér á landi á næstunni!

Var að lesa á www.visir.is að á samgönguáætlun sem kynnt verður eftir helgi eru a.m.k. 8 ný jarðgöng.

Vísir, 10. feb. 2007 18:30

Átta ný jarðgöng í samgönguáætlun

Þingflokkar stjórnarliðsins hafa bætt inn í samgönguáætlun næstu tólf ára jarðgöngum á fjórum nýjum stöðum á landinu, til viðbótar við fern jarðgöng, sem samgönguráðherra var áður búinn að setja á listann. Kjósendum verða því kynnt áform um átta jarðgöng þegar áætlunin verður birt eftir helgi. Þetta gæti orðið algengari sjón í fréttunum í framtíðinni, ráðherra að opna ný jarðgöng, miðað við þær breytingar sem samgönguáætlun hefur verið að taka í þingflokkum stjórnarliðsins að undanförnu. Vegna átaka milli kjördæmahópa hefur dregist vikum saman að birta alþjóð tillögurnar, sem eru annars vegar til næstu fjögurra ára og hins vegar til næstu tólf ára. Einna mest hefur verið tekist á um röð jarðganga en tillagan sem ráðherra kynnti þingflokkum gerir ráð fyrir að Óshlíðargöng, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, verði næst á dagskrá. Svo komi göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og um líkt leyti ný Norðfjarðargöng. Loks gerði ráðherran ráð fyrir að undirbúin yrðu göng undir Lónsheiði.

Eftir meðferð þingflokkanna verður nú skýrar kveðið á um Vaðlaheiðargöng, til að unnt sé að hefja borun þeirra sem fyrst, þótt áfram sé miðað við einkaframkvæmd. Lýst verður vilja til að undirbúa fleiri jarðgangakosti á Miðausturlandi, og er þá einkum litið til þess hvernig tengja megi Seyðisfjörð við aðrar byggðir fjórðungsins. Göng á höfuðborgarsvæði komast í fyrsta sinn inn á listann og er þá einkum horft til Öskjuhlíðarganga og loks komast Vopnafjarðargöng undir Hellisheiði inn á langtímahluta samgöngáætlunar

Þetta bætist við Sundabraut, mislæg gatnamót við Miklubraut/Kringlumýrarbraut, tvöföldun Suðurlandsvegar, tvöföldun Vesturlandsvegar. Virkjanir í Þjórsá, hugsanleg álver hér og þar. Nýtt hátækni sjúkrahús, samgöngumiðstöð, tónlistarhús og fleira og fleira. Það er auðséð að þessi ríkistjórn hefur engan áhuga á að draga úr þennslu hér. Og samgönguráðherra fer þar fremstur í flokki. Sé ekki að verðbólga eigi eftir að lækka hér á næstunni.


Þetta fer nú að vera brandari.

Ég held að það verði aldrei sátt um þennan veg héðan í frá. En þessi fundarhöld og hver sé velkominn á hann og ekki og hver hafi verið boðaður og ekki er nú orðinn að brandara.

Frétt af mbl.is

  Mosfellsbær boðar opinn kynningarfund um HelgafellsvegAlafoss
Innlent | mbl.is | 10.2.2007 | 17:15
Mosfellsbær boðar til opins kynningarfundar um Helgafellsveg, sem mikill styr hefur staðið um undanfarið, á þriðjudaginn klukkan 17, og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn, að því er segir í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og VG í Mosfellsbæ nú síðdegis.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Vegna fundar Varmársamtakanna um Helgafellsveg inn í Helgafellshverfi.

Í vikunnu boðuðu Varmársamtökin til „almenns borgarafundar“ um málefni Helgafellsvegar inn í Helgafellshverfið. Fundurinn átti að eiga sér stað í dag, laugardaginn 10. febrúar kl. 14:00. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fengu hvorki tilkynningu né boð um að mæta á fundinn og sitja í pallborði, fyrr en að morgni fundardagsins. Vegna annars fundar og þessa skamma fyrirvara sáu þeir sér því ekki fært að mæta.

Í vikunni var fólki meinað á fund á vegum bæjarinns og svona heldur þetta áfram.


mbl.is Mosfellsbær boðar opinn kynningarfund um Helgafellsveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski að við ættum að forðast svona risa framkvæmdir í framtíðinni.

Norðmenn gæta sín vel á að hleypa ekki öllu í bál og brand hjá sér. Þeir t.d. leggja nær allan hagnað sinn af olíugróða í sjóði en hleypa ekki öllu út í atvinnulifið. Þannig að þeir eiga ógurlega mikið þessum sjóðum en efnahagslífið er allt á hægu nótunum.

Hér á hjaraveraldar leggjum við hinsvegar út í ofurfjárfestingar og framkvæmdir sem m.a. má sjá að Kárahnjúkavirkjun samsvarar nærri helming af ársútgjöldum ríkisins hér á landi og með Reyðaráli erum við komin allt að 2/3 af ársútgjöldum. Þetta allt gert til að tryggja um 400 störf á Austurlandi.

Eins má nefna þegar við seldum Símann þá var strax farið að ráðstafa peningum í ýmsar framkvæmdir hér og þar. Í stað þess að reyna að rúma þær innan fjárlaga og vinna að þeim hægar en stöðugt.

Síðan bólgna bankarnir á því að taka erlenda peninga að láni á lágum vöxtum og óverðtryggt og lána almenningi hér í krónum  á háum verðtryggðum vöxtum og græða á tá og fingri á verðbólgunni og gengismun. Og síðan standa heimilin hér á landi veðsett upp í topp og ekkert borð fyrir báru ef að harðnar á dalnum.

Frétt af mbl.is

  Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Viðskipti | mbl.is | 10.2.2007 | 17:08
Uppgangur í norsku efnahagslífi hefur ekki hleypt af stað verðbólgu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær hefur verðlag lækkað og segja sumir greinar að lækkunin sé umtalsverð. Neysluvísitalan lækkaði um 1,3% í janúar, en verðbólga á ársgrundvelli nam þá 1,2%, en var 1,8% á sama tíma í fyrra.

Síðan sér maður á þessari frétt að ákveði Norðmenn að ganga í ESB þá þurfa þeir ekki að breyta neinu hjá sér. Á meðan við erum langt frá því að efnahagslífið hér uppfylli þau skilyrði sem ESB setur.


mbl.is Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf þurfum við að vera öðruvísi!

Ekki beint hægt að segja að þetta eigi við um okkur hér á hjara veraldar.

Frétt af mbl.is

  Meira jafnvægi í efnahagsmálum heimsins en áður
Viðskipti | AFP | 10.2.2007 | 14:35
 Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, ræðir við... Fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö helstu iðnríkja heims lauk í dag í Essen í Þýskalandi. Í lokayfirlýsingu fundarins segir m.a., að meira jafnvægi sé nú í efnahagsmálum heimsins en áður og stærstu hagkerfin standi traustum fótum.


mbl.is Meira jafnvægi í efnahagsmálum heimsins en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogshælið enn á byrjunarreit

Í fyrra var kynnt í Kópavogi um sölu bæjarins á gamla Kópavogshæli. Þ.e. því húsi sem byggt var af Hringskonum um 1923 og gengdi fyrst hlutverki sem hvíldarhæli fyrir berklasjúklinga síðan fyrir Holdsveika og en síðar var þar gæslusystra/Þroskaþjálfaskólinn. Kaupandinn var Ingunn Wernesdóttir. Ég var alltaf á móti því að bærinn seldi þetta hús því það er með elstu byggingum í bænum og kjörið að breyta því í safn og fræðaaðstöðu fyrir bæinn t.d. tengt náttúrufræðum sem og að tengja það við Kópavogstúnið sem ég vill að verði lystigarður. En semsagt að bærinn seldi það með pomp og prakt og kynntu söluna með trompi en í dag var ég að lesa viðtal við Ingunni Wernersdóttur þar sem segir m.a.

Til stóð að kaupa gamla hressingarhælið á Kópavogstúni, sem Hringskonur létu byggja árið 1923 eftir teikningu Guðjóns P. Samúelssonar. Ætlunin var að gera húsið upp á myndarlegan hátt og byggja við það, þó þannig að það héldi sínu upprunalega útliti sem mest og vera síðan með listaverkasýningar og ýmsa listviðburði þar fyrir almenning. "Auk þess var ætlunin að vera með höggmyndagarð á þessum stórkostlega stað.

Kópavogsbær og Inn Fjárfesting undirrituðu kaupsamning um fasteignina 9. júlí síðastliðinn þar sem við gerðum ýmsa fyrirvara um kaupin sem miðuðust svo aftur við ákveðnar tímasetningar. Síðan leið tíminn án þess að samningsaðilar næðu saman um ákveðin atriði sem mér fannst skipta mjög miklu máli. Samningurinn féll því um sjálft sig þar sem fresturinn til að klára þessi atriði var útrunninn. Ég var ef til vill of stórhuga í þessu verkefni eða gekk of langt að mati sumra en þannig er ég, vil gera hlutina almennilega og myndarlega. Það er mikil eftirsjá í þessu húsi á Kópavogstúni."

Reyndar eftir lestur viðtalsins við Ingunni þá líkaði mér hugmynd hennar ágætlega. Og hefði sæst á þessa nýtingu húss.

  • Kópavogur semur við einhverja fjárglæframenn um kaup á hesthúsahverfinu Glaðheimum
  • En til þess að hægt sé að flytja starfssemi hestamanna þarf að skaffa þeim land upp í Heimsenda. En þangað er ekki hægt að flytja þessa starfsemi nema að semja við Garðabæ um að þeir hætti með sýna vatnsveitu og fái vatn frá Kópavogsbæ
  • Kópavogsbær verður að fara í samninga við Vatnendabónda og gera við hann eitthvað sem kallað er eignartökusamning. En þeir samningar nást ekki nema að bóndinn fær um 200 lóðir frá bænum í staðinn og öll gjöld á þeim feld niður. Hann fær líka að skipuleggja á sínu landi fleiri lóðir sem Kópavogur borgar öll gjöld af. Þá fékk hann líka á 3 milljarð. Og með þessu er skipulag Kópavogs bundið að hluta til vilja bóndans. Sjá nánar um þetta hér
  • Þetta var gert vegna vatnsveitunnar. Því að ef Vatnsveita Kópavogs skaffar ekki strax vatn fyrir Garðabæ þurfum við að kaupa vatn af Reykjavík og niðurgreiða það fyrir Garðbæinga.
  • Vegna vatnsveitunnar þurfti líka að semja við Reykjavík um að fara með leiðslur í gegn um land Reykjavíkur og hefur sá samningur tekið langan tíma. Og samningurinn ekki það skýr að nú ætluðu menn bara að fara að grafa í Heiðmörk.
  • Síðan er ljóst að Kópavogsbúar þurfa að greiða hærra verð fyrir kaldavatnið en Garðbæingar þó að Kópavogur eigi Vatnsveitunna.

Þetta er finnst mér merki um vinnubrögð fljótfærni. Málinn eru ekki full unnin og alltaf einhverjir lausir endar. Dæmi um það eru flestar byggingaframkvæmdir. Það eru byggð eða samþykkt að byggja stórhýsi en svo eru umferðarmálin þangað kannski í algjörum ólestri.

 


Bloggfærslur 10. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband