Leita í fréttum mbl.is

Það á ekkert að draga út þennslu hér á landi á næstunni!

Var að lesa á www.visir.is að á samgönguáætlun sem kynnt verður eftir helgi eru a.m.k. 8 ný jarðgöng.

Vísir, 10. feb. 2007 18:30

Átta ný jarðgöng í samgönguáætlun

Þingflokkar stjórnarliðsins hafa bætt inn í samgönguáætlun næstu tólf ára jarðgöngum á fjórum nýjum stöðum á landinu, til viðbótar við fern jarðgöng, sem samgönguráðherra var áður búinn að setja á listann. Kjósendum verða því kynnt áform um átta jarðgöng þegar áætlunin verður birt eftir helgi. Þetta gæti orðið algengari sjón í fréttunum í framtíðinni, ráðherra að opna ný jarðgöng, miðað við þær breytingar sem samgönguáætlun hefur verið að taka í þingflokkum stjórnarliðsins að undanförnu. Vegna átaka milli kjördæmahópa hefur dregist vikum saman að birta alþjóð tillögurnar, sem eru annars vegar til næstu fjögurra ára og hins vegar til næstu tólf ára. Einna mest hefur verið tekist á um röð jarðganga en tillagan sem ráðherra kynnti þingflokkum gerir ráð fyrir að Óshlíðargöng, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, verði næst á dagskrá. Svo komi göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og um líkt leyti ný Norðfjarðargöng. Loks gerði ráðherran ráð fyrir að undirbúin yrðu göng undir Lónsheiði.

Eftir meðferð þingflokkanna verður nú skýrar kveðið á um Vaðlaheiðargöng, til að unnt sé að hefja borun þeirra sem fyrst, þótt áfram sé miðað við einkaframkvæmd. Lýst verður vilja til að undirbúa fleiri jarðgangakosti á Miðausturlandi, og er þá einkum litið til þess hvernig tengja megi Seyðisfjörð við aðrar byggðir fjórðungsins. Göng á höfuðborgarsvæði komast í fyrsta sinn inn á listann og er þá einkum horft til Öskjuhlíðarganga og loks komast Vopnafjarðargöng undir Hellisheiði inn á langtímahluta samgöngáætlunar

Þetta bætist við Sundabraut, mislæg gatnamót við Miklubraut/Kringlumýrarbraut, tvöföldun Suðurlandsvegar, tvöföldun Vesturlandsvegar. Virkjanir í Þjórsá, hugsanleg álver hér og þar. Nýtt hátækni sjúkrahús, samgöngumiðstöð, tónlistarhús og fleira og fleira. Það er auðséð að þessi ríkistjórn hefur engan áhuga á að draga úr þennslu hér. Og samgönguráðherra fer þar fremstur í flokki. Sé ekki að verðbólga eigi eftir að lækka hér á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég hélt að maður sæi áætlanir ríkisstjórnarinna að draga úr framkvæmdum og mínnka þennslu.Það sem skiptir þjóðina mestu máli er að ná verðbólgunni niður í a.m.k.2-3%.Eins og kunnugt er hækkar höfuðstóll lána um hundruð þúsunda  á ári þó vextir og afborganir lána séu í skilum.Verðtrygging lána.sem lántakendur verða að bera 100%,en lánveitendur spila frítt,auk þess að vera með okurvexti á yfirdráttarlánum 21-23% og víxlum.Skoða þarf hvort svona vextir falla undir lög er varðar ólögmæta okurlána starfsemi.Svona frjálshyggju -og græðgis þjóðfélagi verður að steypa í komandi kosningum. 

Kristján Pétursson, 10.2.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband