Mánudagur, 26. febrúar 2007
Alveg gáttaður á hverning fréttamenn í Íslandi í dag spyrja.
Ég hlustaði á Ísland í dag áðan. Þar var Ingólfur forstjóri Kaupþings að svara til um mun á kjörum á lánum bankans hér og svo erlendis.
- Hann lét manninn komast upp með að fullyrða að hér værum við jafnvel að fá betri kjör en almenningur fær í Svíþjóð. Hann sleppti honum að mestu þegar rætt var um raunvexti og það væri bara engin munur. Þegar ljóst er að með verðbótum er fólk að borga um 12% raunvexti í dag miðað við verðbólgu. Hann slapp við að skýra það út þegar hann ræddi um að álag þeirra á það fjármagn sem þeir lána sé nánast ekki neitt. En nú vitum við að bankinn fær fjármagn til að lána á sömum kjörum hér og erlendis. En hann þarf ekki að borga verðtryggingu af sínu fé þannig að bankinn er að græða mismuninn að mestu.
- Hann fékk að fullyrða að kosnaður sem greiddur er hér á landi sé innifalinn í vaxtamun í Svíþjóð. Það finnst mér ótrúlegt.
- Hann fékk að sleppa mjög vel frá spurningu um uppgreiðslugjaldið hér. Hann sagði að það þyrfti að verja fé það sem bankinn þyrfti að taka að láni til að endurlána. En þarf bankinn ekki að gera það í Svíþjóð?
Miðað við hversu vel Ísland í dag og Kompás hafa staðið sig í að upplýsa mál, þá finnst mér að þegar kemur að því að spyrja fólk í beinni útsendingu þá þurfi þau að vera betur undirbúin og fá helst einhverja sem hafa góða innsýn í að spyrja eða uppfræða fréttamennina.
Þetta finnst mér líka koma reglulega fyrir í Kastljósi. Þetta þurfa báðar stöðvarnar að bæta. Það er ljóður á annars góðum þáttum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Kurteisi og góð mannleg samskipti hafa ekki verið hans sterkustu hliðar hingað til
Það hefur heldur betur vaðið á Gunnari sérstaklega þegar einhver gagnrýnir hann. Ég hef fjallað um það áður þegar hann sagði um oddvita samfylkingar í Kópavogi:
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist vísa fullyrðingum Guðríðar um að gögnum hafi verið leynt algerlega á bug. "Til hvers ættum við að vera að því?" spyr bæjarstjórinn og bætir við: "Það mætti halda að hún væri að vinna fyrir Garðabæ en ekki Kópavog þessi manneskja. Hún verður að fara aftur í frumbernskuna og læra að segja satt áður en hún fer að taka þátt í pólitík."
En þetta er það sem fólk í Kópavogi kaus yfir sig aftur. Vitandi um hvernig hann er og hvernig hann hefur unnið síðust 12 ár. Mulið undir fyrirtækið klæðningu og heilu hverfunum verið úthlutað án þess að nokkuð almennilegt skipulag sé á bænum. Það er t.d. enginn fallegur og mannvænn miðbær í Kópavogi næst stærsta bæ landsins.
Frétt af mbl.is
Kópavogsbær kann að leita réttar síns í Heiðmerkurdeilunni
Innlent | mbl.is | 26.2.2007 | 19:32
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, lýsir allri ábyrgð á Heiðmerkurdeilunni á hendur Reykjavíkurborg. Kópavogsbær íhugar að leita réttar síns gagnvart borginni, fái hann ekki að hefja framkvæmdir að nýju í Heiðmörk á næstu dögum. Frá þessu greinir Ríkisútvarpið.
![]() |
Kópavogsbær kann að leita réttar síns í Heiðmerkurdeilunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Ég er frjálslyndur vinstrimaður.
Ég gerði eins og margir hér á blogginu að fara hér inn og taka þetta próf. Þannig að nú legg ég spilin á borðið og hér sést hvar ég raðast í stjórnmálaskoðunum mínum.
Ég er frjálslyndur vinstrimaður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Ekki að sjá að iðgjöld eigi nokkuð að lækka.
Það væri ágætt af þessi mætu fyrirtæki og fjárfestar gerðu sér grein fyrir því að viðskiptavinir ætlast til að njóta þess í betri kjörum þegar þessi fyrirtæki ganga vel. Það hefur jú verið aflétt á þessum fyrirtækjum fullt af sköttum og annað en viðskiptavinir hafa í engu notið þess. Nema þegar þarf að drepa einhvern sem vogar sér inn á þennan markað. Þá er hægt að lækka umtalsvert, því þeir ná því til baka með hækkunum eftir að samkeppnin er horfin og vinafélögin ein á markaði aftur.
Frétt af mbl.is
Sjóvá hagnaðist um 12 milljarða
Viðskipti | mbl.is | 26.2.2007 | 10:42Sjóvá hagnaðist um 11,9 milljörða króna á síðasta ári, hagnaður árið 2005 var 3,76 milljarða árið á undan. Eigið fé nam rúmum 9,3 milljörðum í árslok 2006. Eigin iðgjöld félagsins jukust um 10% á árinu.
![]() |
Sjóvá hagnaðist um 12 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. febrúar 2007
"Hernaðarbrölt sjimpansanna í Senegal."
Ég verð nú að segja að oft hef ég verið hrifinn af bakþönkum Þráins Bertelsonar en nú í dag eru þeir alveg brjálæðislega góðir. Þar sem hann færir rök að því að simpansar í Senegal verði næsta ógn sem Bandaríkjamenn finna sér til að ráðst á. Svo ég birti bara þessa þanka í heild:
Vísir, 26. feb. 2007 06:00Hergagnaframleiðsla í dýraríkinu
Í síðustu viku bárust skuggalegar fréttir úr myrkviðum Senegals. Dýra- og mannfræðingar sem voru þar að njósna um lifnaðarhætti sjimpansa komust að því að þessir frændur okkar eru ekki jafnsaklausir og þeir vilja vera láta. Með földum myndavélum tókst vísindamönnunum að festa á filmu að það sem hingað til hefur verið talið saklaust föndur eða leikur með trjágreinar er í raun og veru stórfelld framleiðsla á hergögnum sem aparnir nota í árásarskyni.
Í 22 TILVIKUM hafa sjimpansarnir í Senegal verið staðnir að því að naga endann á trjágreinum, ydda þær og breyta í hættuleg lagvopn eða spjót. Spjótin nota aparnir síðan til þess að reka inn í holur þar sem hinir smávöxnu og friðsömu náttapar (otelemur crassicaudatus) hvíla í fasta svefni og eiga sér ekki ills von. Eitt dráp hefur verið staðfest þegar sjimpansa-apynja rak spjót sitt inn í holu og gekk spjótið í gegnum náttapa sem árásaraðilinn dró síðan út úr fylgsninu og át með húð og hári.
HINGAÐ TIL hefur verið talið að maðurinn (homo sapiens) væri eina dýrategundin sem hefði náð nægilegum andlegum þroska til að smíða sér vopn til að auðvelda sér að ganga milli bols og höfuðs á öðrum lífverum. Að vísu telja Bandaríkjamenn að arabar séu að auðga úran í Íran í illum tilgangi en það athæfi hefur ekki náðst á filmu eins og hið augljósa hernaðarbrölt sjimpansanna í Senegal.
Á ÞESSARI stundu er ekki hægt að segja til um hvernig Bush forseti og Bandaríkjastjórn muni bregðast við þeirri óvæntu ógn sem mannkyninu stafar af þessu löglausa framferði sjimpansanna í Senegal. Sjálfir vilja þeir meina að spjótaframleiðslan sé aðeins liður í því að bæta almenn lífskjör tegundarinnar en óhjákvæmilega verður að skoða þetta óhugnanlega mál í víðara samhengi með tilliti til varanlegs friðar í heiminum. Þeir sem vegast á með spjótum í dag eru vísir til þess að auðga úran á morgun og skrifa nafnlaus bréf hinn daginn og allir vita að það verður ekki lengi líft í veröldinni ef fleiri dýrategundir en homo sapiens ná mannlegum þroska.
Þráinn Bertelsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Kaupum við Færeyjar?
Þessi frétt vakti athygli mína og sérstaklega þessi kafli hér:
En eru þá Færeyjar til sölu? Nei, það máttu ekki segja, sérstaklega ekki á Íslandi," sagði Nielsen. Þá lendi ég í vanda, því það er mikið rætt um það að Íslendingar séu að kaupa allt upp, ekki bara hér í Færeyjum en líka í Danmörku og menn eru örlítið smeykir um að Íslendingar kaupi allt heila klabbið og því eru settir forvarar í lögum um einkavæðinguna um að ekki verði hægt að selja allt einum aðila," sagði Nielsen að lokum.
Ég skil vel að þeir séu hræddir um þetta. Held að íslensku bankarnir og Baugur færu létt með að kaupa þetta.
Frétt af mbl.is
Eru Færeyjar til sölu?
Viðskipti | mbl.is | 26.2.2007 | 0:29Á aðalfundi Føroya banki sem haldinn verður klukkan 9.30 verða kynntar áætlanir um að einkavæða bankann. Meiningin er að selja hluti í honum í nokkrum þrepum og einhver takmörk verða sett á eignahlut kaupenda til að koma í veg fyrir að bankinn verði keyptur í heilu lagi af einum aðila t.d. öðrum banka. Hann mun verða skráður í tveim Kauphöllum, á Íslandi og Danmörku.
![]() |
Eru Færeyjar til sölu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Furðulegar staðreyndarvillur varðandi hugsanlega inngöngu okkar í ESB
Þegar maður fer um bloggið og les bloggfærslur og athugasemdir um Samfylkingunna og einnig Ingibjörgu Sólrúnu sem tengjast möguleikanum á því að við sækjum um aðild að ESB verður maður stundum forviða. Er fólk ekki stundum búið að láta mat sig á vitleysu án þess að hugasa nokkuð um sannleiks gildi þess sem það er að skrifa:
Fyrst kannski varðndi þá fullyrðingu ýmisa um að komist Ingibjörg til valda þá leiði hún okkur beint inn í ESB. Fólk talar eins og hún standi ein fyrir þessa skoðun innan Samfylkingarinnar. Ég er nú samt viss um að Össur Skarphéðinsson hefur oftar talað um þetta en Ingibjörg og talaði mjög fyrir þessu þegar hann var formaður. En það virðist vera ákveðinn hópur sem hatast út í Ingibjörgu og í blindu hatri klíni öllu beint á hana.
Eins er talað um að Ingibjörg fórni örugglega sjálfstæði Íslands með því að þröngva okkur inn í ESB.
- Svona til að byrja með þá fórnum við ekki sjálfstæði okkar við að ganga í ESB. Fólk sem heldur þessu fram hefur látið mata sig á kolröngum upplýsingum og nægir að benda á allar þjóðirnar í ESB: Er fólk þá að halda því fram að Svíþjóð, Finnland, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Spánn, Portúgal, Ítalía og svo framvegis séu ekki sjálfstæðar þjóðir.
- En það er staðreynd að við framseljum ákveðnar ákvarðanatökur til ESB. En það er mun minna en fólk heldur því nú gerir EES samningurinn það að verkum að við erum þegar búinn að framselja þetta vald að stórum hluta.
- Síðan má ekki gleyma því að við gætum ekki gengið í ESB nema það yrði samþykkt í Þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Loks má geta þess að öll lönd sem hafa gengið í ESB hafa gengið í gegnum langt samningaferli við ESB þar sem þau semja um ákveðna sérstöðu í ákveðnum málum.
- Loks finnst mér ágætt að fólk hugsi út í það að öllum þjóðum er heimilt að segja sig úr þessu sambandi ef þeir telja að hagi sínum sé betur borgið á annann hátt. Og því er það skrítið að engin þjóð hefur gert það enn.
Mér finnst að fólk ætti nú aðeins að kynna sér málin áður það kemur með svona fullyrðingar eins og að fórna sjálfstæði þjóðarinnar og svo framvegis.
Fólk ætti að rifja upp alla þá andstöðu sem var við EES samninginn. Þar voru þessar fullyrðingar um að við værum að afsala fullveldi okkar og sjálfstæði. En í dag talar enginn um það. Og hvernig væri staðan nú hjá okkur ef við hefðum ekki gert þennan samning?
Eins þá ætti fólk að hugsa um að ef við könnum ekki þennann möguleika þá getum við verið að tapa umtalsverður til lengri tíma. Við töpum engu á samningaviðræðum. Ef að samningar takast ekki þá gerum við engan samning.
Þegar fólk talar um að við missum tökin á fiskveiðum okkar. Í því sambandi þá vill ég benda á að það er nú ekki beint hægt að segja að við höfum mikil tök á þeim nú. Það eru nokkrir einstaklingar sem eiga nú allan rétt hér við land á öllum fiski í sjónum við landið. Og ekki hefur okkur tekist að byggja upp fiskistofna við landið.
Hefði ekki trúað því að óreyndu að á þessum síðustu tímum værum við svona íhaldsöm.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Skírlífi leiðir til langlífis - Úps þá þarf ég að fara að leggja fyrir til að eiga nógan lífeyri
Þá er víst um að gera að fara að safna til ellinnar því ég sé fram á langlífi skv. þessu.
Frétt af mbl.is
Langlífur vegna skírlífis?
Veröld/Fólk | mbl.is | 25.2.2007 | 17:28107 ára Hong Kong-búi, Chan Chi, telur ekki ólíklegt að skírlífi eigi þátt í því að hann hafi náð svo háum aldri. Chan á erfiðara með að standast tóbak og fær sér enn sígarettu af og til. Hann hefur ekki stundað kynlíf í um 80 ár.
![]() |
Langlífur vegna skírlífis? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 26. febrúar 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson