Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Lýðræði á Íslandi?
En hverskonar lýðræði höfum við komið okkur upp? Og nær það að endurspegla vilja þjóðarinnar á hverjum tíma?
Mér er til dæmis spurn: Var það vilji þeirra sem kusu Sjálfsstæðisflokkinn á sínum tíma að hugmyndir Framsóknar kæmust til framkvæmda og öfugt? Og hvaða munur er á meirihlutastjórn hér og einræðisstjórn ef stjórnin fer gegn vilja meirihluta þjóðarinnar í ákveðnum málum? T.d. með yfirlýstri þátttöku okkar í Íraksstríðinu. Hversvegna kjósum við flokka inn á þing, en ef þingmaður ákveður að yfirgefa flokkinn þá er litið svo á að við sem kusum flokkinn höfum valið hann sem þingmann okkar?
Af hverju er ekki auðveldað að hafa áhrif á röðun manna á lista ? Þetta er svo flókið að enginn í alvöru reiknar með því að geta haft áhrif á þessa röðun sem er jafnvel ákveðin af nokkrum mönnum
Jú ég veit að við fáum að kjósa þingmenn á 4 ára fresti og getum þar með veitt þessu fólki sem er í framboði aðhald. En það er ósköp lítið.
Er ekki nú á þessum nýju tímum kominn tími til að þróa lýðræðið frekar. Gera okkur borgarana virkari í okkar málum. Hugmyndir sem mér finnst að mætti skoða væri t.d.
- Að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur t.d. 1 x á ári um stærri mál er snerta stærri mál. T.d. varðandi meiriháttar stefnumótun eins og Umhverfisstefnu, auðlindastefnu, stefnu okkar í utanríkismálum og svo framvegis. Þar væri hægt að stilla upp ákveðnum möguleikum sem fólk fengi að kjósa um. Þetta gæti miðast við að ef ekki væri 2/3 þingmanna sammála um þessi stóru mál þá bæri að bera þetta undir þjóðinna.
- Eins væri hægt að nota fyrir sveitastjórnastigið.
Ég veit að í Sviss eru öll meiriháttarmál lögð fyrir borgarana í þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið um langan tíma.
Nú á tímum auðveldari samgagna, aukinnar tækni á ekki að vera erfitt að gera okkur virkari í ákvarðanatöku um málefni sem snerta okkur.
Annað sem ég er mikið að velta fyrir mér er ábyrgð þeirra sem við kjósum sem fulltrúa okkar. Og þá sérstaklega þeir sem komast í stöðu eins og ráðherra. Í öðrum löndum axla þeir ábyrgð ef þeir eru ekki að standa sig eða gera alvarleg mistök og segja af sér. Því þá eru þeir að viðurkenna að þeir sem kjörnir fulltrúar hafa ekki valdið stöðu sinni eða valdið okkur skaða. Hér á landi er þetta nær óþekkt. Ætti ekki að setja í lög eða stjórnarskrá að ráðherrar skuli axla ábyrgð og víkja sæti.
Þetta eru vangaveltur mínar á þessu kvöldi og ekki orð um það meir.
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Nei takk nú verður ekki lengra gengið!
Minni á það sem sagði á síðunni hjá Kristni H Gunnarssyni:
Nú er eðlilega rætt mikið um mikinn hagnað fjármálafyrirtækja og meðal annars bent á háar skattgreiðslur þeirra til ríkisins af hagnaðnum. Það er allt gott og vel, það er að segja ef fjármálafyrirtækin borga skattinn. En um það vil ég setja fram efasemdir, ég er ekki alveg viss um að reiknaðar skattgreiðslur skili sér í ríkiskassann þegar allt kemur til alls.
Þrjú dæmi vil ég draga fram til þess að færa rök fyrir efasemdunum. Það fyrsta er stórgróðafyrirtækið FL Group hf. Methagnaður varð á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári eða 44.559 milljónir króna. Reiknaður 18% tekjuskattur er 7.547 milljónir króna sem er vissulega væn summa í kassann, en þegar að er gáð í ársreikningunum kemur í ljós að ríkið fær ekkert, öllum skattinum er frestað. Fyrirtæki geta nefnilega frestað skattgreiðslum með nýjum fjárfestingum.
Annað dæmið er Straumur Burðarás Fjárfestingarbanki. Fréttablaðið greinir frá því á laugardaginn að fyrirtækið hafi frestað 10 milljarða króna skattgreiðslu með því að fjárfesta í dótturfyrirtæki sínu.
Loks nefni í Eyri hf. fjárfestingarfélag. Hagnaður þess skv. ársreikningi 2006 varð 1.994 milljónir króna. Af honum ætti fyrirtækið að greiða 330 milljónir í skatt til ríkisins, en skattgreiðslunni allri er frestað, þannið að sameiginlegur sjóður landsmanna fær á þessu ári ekki eyri frá Eyri hf. fjárfestingarfélagi frekar en frá FL Group hf. eða Straumi Burðarási.
Hluthafarnir fá hins vegar eitthvað fyrir sinn snúð og þannig sýnist mér að hluthafar í FL Group hf. fái greitt um 34% af hagnaðinum eða 15 þúsund milljónir króna. Hluthafar í Eyri hf. fá 10% eða um 200 milljónir króna.
Því vill ég að það sé tryggt að þessi fyrirtæki og einstaklingar sem eru að græða á skattaumhverfi og götum á því hér borgi eitthvað áður en við förum að lækka skatta enn ferkar.
Frétt af mbl.is
Boðar frekari umbætur í skattamálum
Viðskipti | mbl.is | 7.2.2007 | 15:41Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boðaði frekari umbætur í skattamálum í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í dag og sagði að jákvæð reynsla Íslendinga af skattbreytingum á undanförnum árum styrki sig í þeirri trú, að ef við gegnið verði enn lengra í þessum efnum sé hægt að ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skili miklum skatttekjum.
![]() |
Boðar frekari umbætur í skattamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Voru biðlaun inn í fjárhagsáætlun RUV fyrir þetta ár?
Var að lesa þetta á www.visir.is
Vísir, 07. feb. 2007 15:33Frestur starfsmanna RUV framlengdur
Frestur starfsmanna RUV til að svara hvort þeir vilji hætta hætta störfum þegar hið nýja RUV ohf tekur til starfa hefur verið framlengdur fram á föstudag. Upphaflega átti fresturinn að renna út í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa einhverjir starfsmenn nú þegar nýtt sér réttinn og munu hætta við breytingarnar.
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Ég hef sagt það áður - Krónan er handónýt.
Það er ekki ofmælt að fleiri og fleiri rök benda til þess að það fari að koma að því að við neyðumst til að skipta um gjaldmiðil. Þetta er ferli sem tekur tíma en vinnan við það verður að fara að hefjast.
Erlendur Hjaltason formaður viðskiptaráðs segir m.a. í ræðu sinni:
..... að það yrði ekki unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Hann sagði að svo virtist, sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og geri upp og skrái sig í evrum eða annarri mynt.
Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni. Núverandi ástand er ótækt en lausnirnar eru ekki augljósar, sagði Erlendur.
Hann sagði að svo virtist, sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og geri upp og skrái sig í evrum eða annarri mynt.
Það getur komið upp sú staða að fyrirtæki verði það mikið komin yfrir í aðrar myntir að við getum ekki átt viðskipti við þau nema að greiða sérstaklega fyrir að nota krónur í formi auka verðtrygginga og gjalda.
Erlendur sagði m.a. líka:
Það væri of mikið að segja að krónan sé örgjaldmiðill og er hún raunar minnsta mynt í heimi sem hefur fljótandi gengi. Tíðar og miklar sveiflur hafa mjög slæm áhrif á rekstur inn- og útflutningsfyrirtækja. Þá eykur þetta áhættuálag á lán íslenskra fyrirtækja í erlendri mynt. Aukin kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna hviklyndis krónunnar minnkar samkeppnishæfni þeirra á leikvelli alþjóðaviðskipta.
Þetta leiðir til hærri kostnaðar fyrir íslensk fyrirtæki og er þar með ein af ástæðum þess að verðlag hér er hærra en þyrfti að vera.
Það er mikil vinna við að ná þeim efnahagslega stöðugleika sem við þurfum til að eiga möguleika á að taka hér upp evru. Því er ekki seinna vænna en að fara að skipta um stjórn. Þessi stjórn hér held ég að viti ekki hvað efnahagslegur stöðugleiki er og því til stuðnings má nefna aðgerðaleysi þeirra varðandi allar stóriðjuframkvæmdir sem eru í pípunum og stjórnin lætur sér vel líka. Vitandi að þetta skapar spennu og lengir óróleikatímabil í Íslensku efnahagslífi.
![]() |
Segir ástand gengismála óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Jæja þá getum við byrjað á Suðurlandsvegi.
Þá er bara að byrja. Þetta er eins og ein og hálf Héðinsfjarðargöng. Og umferðin um þennan veg svona 500 til 1000 x meiri. Skil ekki afhverju ekki er inn í þessu göng undir Hellisheiði. Því að þar mundum við losna við Kambana sem oft eru hættulegir.
Frétt af mbl.is
Vegagerðin áætlar að tvöföldun Suðurlandsvegar kosti 13,5 milljarða
Innlent | mbl.is | 7.2.2007 | 11:43Bæjarstjórar Hveragerðis, Ölfuss og Árborgar hafa fengið svar við erindi sem þeir sendu Vegagerðinni fyrir skömmu þar sem óskað var eftir skýringum á misvísandi tölum varðandi ætlaðan kostnað við tvöföldun vegarins á milli Selfoss og Reykjavíkur. Vegagerðin áætlar nú, að framkvæmdin myndi kosta 13,5 milljarða króna.
![]() |
Vegagerðin áætlar að tvöföldun Suðurlandsvegar kosti 13,5 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Göfug markmið engin útfærsla
Þetta minnir mig á markmiðið um "Eiturlyfjalaust Ísland 2002". Það er ódýrt að setja svona markmið rétt fyrir kosningar. Það er á enganhátt hægt að sjá útfærslur á þessum markmiðum hvað þá að þarna sé tiltekin sá kosnaður sem þessu fylgir:
- Hreyfing. Ráðist verður í viðamikið verkefni, Hreyfing fyrir alla, með það að markmiði að stórauka hreyfingu meðal almennings og gefa fólki kost á skipulagðri hreyfingu undir handleiðslu fagfólks. Áætlað er að þetta verkefni nái til 2/3 hluta landsmanna. Þá leggur ráðherra áherslu á að hreyfing undir handleiðslu fagfólks standi sjúklingum til boða og er hafið tilraunaverkefni í þá veru. Læknir gefur út hreyfiseðil til sjúklings og sjúkraþjálfari aðstoðar viðkomandi við útfærslu æfingaprógramms sem hentar. [Hver á að borga vinnu sjúkarþjálfa Væntanlega sjúklingurinn]
- Geðheilbrigði. Áhersla hefur verið lögð á að efla sérþekkingu innan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í þessum málafokki. Hefur m.a. verið mörkuð stefna í geðheilbrigðismálum barna og unglinga með hegðunar- og geðraskanir og unnin framkvæmdaáætlun. Stefnumótun hefur einnig verið sett fram í geðheilbrigðisþjónustu við aldraða.[Engin útfærsla og engin kosnaðargreining]
- Aðgerðir gegn átröskun og ofþyngd. Áhersla er lögð á vitundarvakningu sem stuðlar að hollari lífsháttum, bættu mataræði og aukinni hreyfingu, m.a. með samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og sveitarfélaga í landinu. Þá ætlar ráðherra að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig draga megi úr auglýsingum og áróðri um óhollustu sem beint er að börnum.[Segir okkur í raun ekki neitt]
- Tannheilsa. Fræðsla um tannvernd verður aukin á öllum skólastigum, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Ætlar ráðherra að beita sér fyrir því að komið verði á eftirlitskerfi, í samvinnu við tannlækna, þar sem ákveðnir árgangar barna og unglinga fá eftirlit og forvarnarmeðferð sér að kostnaðarlausu. Þá verður vægi tannverndar í öldrunarþjónustu aukið. [ Það er nú búið að vera í fréttum að vegna tregðu við að semja við tannlækna um greiðsluþátttöku Tryggingarstofnunar þá greiða foreldrar meira og meira sjálf. En nú á bara að bjóða upp á ókeypis forvarnir. Á eftir að sjá þetta gerast]
Og svona gæti maður haldið áfram. Mér finnst að þegar ráðherrar setja sér markmið þá eigi þeir að miða við að þau geti verið komin til framkvæmda á því tímabili sem þeir eru í starfi. Önnur stefnumótavinna á að skilast með frekar útfærslum, kosnaðargreiningu og útfærslum.
Svona almennar yfirlýsingar rétt fyrir kosningar eru ódýrt kosningatrix. Hún hefði alveg eins getað sett í áætlun að stuðla ætti að því að útrýma öllum sjúkdómum. Eða að stefnt væri að því að allir íslendingar gætu hlaupið maraþon. Ef að engin útfærsla er með þessu þá eru þetta bara orð á blaði loforð sem ekki á að standa við.
Frétt af mbl.is
Heilbrigðisráðherra boðar nýja forvarnastefnu
Innlent | mbl.is | 7.2.2007 | 10:16
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag stefnu í forvarnarmálum undir kjörorðinu: Heilbrigði og forvarnir í sókn með samtakamætti landsmanna.
![]() |
Heilbrigðisráðherra boðar nýja forvarnastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Þetta fer að verða norm hér á landi.
Það er ljóst að hér þríftst engin samkeppni. Alltaf þessi tilhneiging að kaupa í burtu keppinautinn.
- Tryggingarfélögin Vörður og Íslandtryggingar voru keyptar upp.
- Matvörumarkaðurinn hefur verið keyptur upp af 2 samsteypum
- Nú skoðunarfyrirtækin.
- Bóksölumarkaðurinn
- Ferðaskrifstofumarkaðurinn þar eru lágjaldaferðaskrifstofur keyptar út af markaði.
- Flutningabílamarkaðurinn þar voru allir smáaðilar keyptir út af markaði af 2 blokkum.
- Sögusagnir um sjónvarpsstöðva samruna.
- Netþjónusta
Og það er í raun sama hvar er borið niður. Íslendingar kunna ekki að standa í samkeppni. Það kemur alltaf einhver með góð tengsl með banka og kaupir keppinautin af markaði.
![]() |
Frumherji kaupir Aðalskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. febrúar 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Viðskipti
- Svipmynd: Netárásir varða allt samfélagið
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson