Leita í fréttum mbl.is

Ég hef sagt það áður - Krónan er handónýt.

Það er ekki ofmælt að fleiri og fleiri rök benda til þess að það fari að koma að því að við neyðumst til að skipta um gjaldmiðil. Þetta er ferli sem tekur tíma en vinnan við það verður að fara að hefjast.

Erlendur Hjaltason formaður viðskiptaráðs segir m.a. í ræðu sinni:

..... að það yrði ekki unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Hann sagði að svo virtist, sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og geri upp og skrái sig í evrum eða annarri mynt.

„Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni. Núverandi ástand er ótækt en lausnirnar eru ekki augljósar,“ sagði Erlendur.

Hann sagði að svo virtist, sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og geri upp og skrái sig í evrum eða annarri mynt.

Það getur komið upp sú staða að fyrirtæki verði það mikið komin yfrir í aðrar myntir að við getum ekki átt viðskipti við þau nema að greiða sérstaklega fyrir að nota krónur í formi auka verðtrygginga og gjalda.

Erlendur sagði m.a. líka:

Það væri of mikið að segja að krónan sé örgjaldmiðill og er hún raunar minnsta mynt í heimi sem hefur fljótandi gengi. Tíðar og miklar sveiflur hafa mjög slæm áhrif á rekstur inn- og útflutningsfyrirtækja. Þá eykur þetta áhættuálag á lán íslenskra fyrirtækja í erlendri mynt. Aukin kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna hviklyndis krónunnar minnkar samkeppnishæfni þeirra á leikvelli alþjóðaviðskipta.

Þetta leiðir til hærri kostnaðar fyrir íslensk fyrirtæki og er þar með ein af ástæðum þess að verðlag hér er hærra en þyrfti að vera.

 

Það er mikil vinna við að ná þeim efnahagslega stöðugleika sem við þurfum til að eiga möguleika á að taka hér upp evru. Því er ekki seinna vænna en að fara að skipta um stjórn. Þessi stjórn hér held ég að viti ekki hvað efnahagslegur stöðugleiki er og því til stuðnings má nefna aðgerðaleysi þeirra varðandi allar stóriðjuframkvæmdir sem eru í pípunum og stjórnin lætur sér vel líka. Vitandi að þetta skapar spennu og lengir óróleikatímabil í Íslensku efnahagslífi.


mbl.is Segir ástand gengismála óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband