Leita í fréttum mbl.is

Þá er það formlega orðið auglýsing um asnaskap okkar á heimsvísu.

Ég hefði nú kosið að þessi stóru mistök okkar hefðu verið betur falin. Nú er hægt að benda á vitleysisgangin í okkur. Við búum til risa    lón til að framleiða orku sem við gefum erlendu fyrirtæki til að koma með súrál hingað og stela orkunni og flytja það beint út aftur.

Frétt af mbl.is

  Hálslón sést utan úr geimnum
Innlent | mbl.is | 8.2.2007 | 22:17
Einar hefur teiknað ör á myndina þar sem greina má Hálslón. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, segir á bloggvef sínum, að af nýrri veðurtunglamynd megi merkja, að Hálslón sjáist nú utan úr geimnum. Vatnið sé vissulega ísilagt og yfir því snjóföl en samt megi merkja það á myndum í mikilli upplausn.


mbl.is Hálslón sést utan úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lækka símagjöldin hjá manni þá í bráð.

Er það ekki Exista sem á Símann. Hélt að menn væru nú klókar en svo að vera með svo mikið af skuldum á fyrirtækinu í erlendum lánum að þetta smá gengissig valdi gengistapi upp á 5,8 milljarða. Vekur líka furðu hversu skuldsettur síminn er þá. Önnur fyrirtæki hafa ekki getið um þvílíkt gengistap.

Er kannski verði að ná út úr honum þau verðmæti sem hægt er og verður svo látinn rúlla eða klofinn niður. Voru eigendurnir ekki að kaupa stærsta tryggingarfélag á norðulöndum.

Frétt af mbl.is

  3,6 milljarða króna tap á rekstri Símans
Viðskipti | mbl.is | 8.2.2007 | 17:17
Höfuðstöðvar Smans við Ármúla í Reykjavík. 3,6 milljarða króna tap varð á rekstri Símans á síðasta ári, samanborið við 4 milljarða króna hagnað árið 2005. Hagnaður á síðari helmingi ársins var 2,8 milljarðar króna. Fyrirtækið segir, að afkoman á árinu öllu skýrist að miklu leyti af gengisþróun krónunnar og nam gengistapið um 5,8 milljörðum króna en hluti skulda Símans er í erlendri mynt.

Markaðurinn, 08. feb. 2007 10:24

Exista kaupir í Sampo í Finnlandi

Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin.

Gengi Exista hefur hækkað um 7,45 prósent í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um viðskiptin í dag.

Fyrir kaupin, sem tilkynnt voru til finnsku kauphallarinnar í morgun, réð Exista yfir 25.267.053 A-hlutum í Sampo í gegnum innlend dótturfélög sín, Exista fjárfestingar ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf.

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands hefur Exista tryggt fjármögnun kaupanna með lánssamningum, útgáfu nýrra hluta, eigin bréfum og reiðufé. Í tengslum við kaupin og með hliðsjón af fyrirvörum samningsins, hefur stjórn Exista skuldbundið sig til að nýta að hluta heimild í samþykktum félagsins til að gefa út 526.652.209 nýja hluti í Exista, sem notaðir verða til greiðslu í viðskiptunum.

Eftir að greiðsla hefur farið fram með nýja hluti og eigin bréfa Exista mun Tchenguiz Family Trust verða endanlegur eigandi 559.404.098 hluta í Exista, með lágmarks eignartíma í 12 mánuði. Frekari greiðslur ráðast af væntanlegum arði sem tekin verður ákvörðun um á aðalfundi í mars.

Þá hefur Exista gengið frá langtíma lánssamningi við leiðandi banka á heimsvísu vegna kaupanna. Exista býr yfir fjárhagslegum styrk til þess að ráðast í þessi kaup og er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall samstæðunnar fari ekki undir 40% eftir kaupin.

Viðskiptin eru m.a. háð samþykkis fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum.

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu frá félaginu að fjárfestingin sé kjölfestueign til langs tíma og endurspegli hún trú Existu á Sampo sem forystuafls á norrænum markaði.


mbl.is 3,6 milljarða króna tap á rekstri Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er kominn tími til að læra af reynslunni. -Breiðavík og Byrgið

Ef fólk hugsar um þetta þá eiga báðir þessir staðir það sammerkt að yfirvöld á hverjum tíma notuðu þessa staði til að senda "óæskilegt fólk" . Erfið vandamál sem var svo miklu auðveldara að leysa með því að senda fólk og börn eitthvað langt í burtu svo ekki þyrfti stöðugt að vera vesen hér í borginni.

Síðan var bara litið á ástandið væri gott á meðan ekkert heyrðist eða sást til þeirra. Og fleiri dæmi eru víst til. Fólk með fötlun var sent sem börn á altækar stofnanir þar sem þau voru að mestu útilokuð frá samfélaginu. Og síðan er nú farið að tala um stofnun á Seltjarnarnesi fyrir stúlkur.

Það sem gerði þetta allt svo enn verra var að ríki og sveitarfélög sem fjármögnuðu þessar stofnanir skáru svo niður eins og hægt var allar fjárveitingar til þessara stofnana. Réðu þar inn á flesta staði fólk sem yfirmenn sem höfðu enga menntun eða reynslu til að vinna með þessa einstaklinga. Og faglegt eftirlit var í molum. Og dæmið um Byrgið er gott dæmi um að þessi hugsunarháttur er enn við lýði hjá ráðamönnum. Heyrði það í dag að Birkir J Jónsson ræddi um það í bréfi milli ráðuneyta þegar hann var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra að það væri svo miklu ódýrara að líta á Byrgið sem gistiúrræði frekar en hjúkrunar/sjúkrastofnun.

Það sem þarf að gera er að viðurkenna að þessi vandamál eru til staðar. Það kostar peninga að takast á við þau. Og gott að gera sér grein fyrir að með markvissu starfi með fólk sem á við fatlanir, fíknir og geðsjúkdóma að stríða, þá spörum við til langframa því að fleiri ná því að verða virkir þátttakendur í samfélaginu og geta séð sér sjálfum farborða.

Dæmi um slóðaskap hjá stjórnvöldum hingað til er t.d.

  • Ómarkvissar forvarnir
    • Greining á börnum í skólum í áhættuhópum
    • Þjónusta við foreldra barna í áhættuhópum
    • Almennileg fræðsla fyrir börn og unglinga
    • Uppbyggileg þjálfun fyrir börn og unglinga í tjá sig og umgangast aðra. T.d. með markvissri þjálfun í að tjá sig. T.d. leikræn tjáning og ræðumennska.
  • Ósamræmdar aðgerðir í meðferðarmálum
    • t.d. Barna og unglingageðdeildinn
    • Lokun á Gunnarsholti
    • Takmörkuð framlög til t.d. SÁA.
  • Húsnæði fyrir þá verst settu eftir meðferð. Og aðstoð við að finna varanlegt húsnæði
  • Skortur á hæfingu og endurhæfingu fyrir:
    • Fólk sem þarf þess eftir langvarandi neyslu
    • Ungt fólk sem er að læra að standa á eigin fótum. Vísir að því er í Kópavogi Fjölsmiðjan sem vinnur að þvi að kenna ungufólki sem flosnað hefur úr vinnu og skóla, að vinna.
    • Atvinnumiðlun þar sem fyrirtæki fá umbun fyrir að ráða fólk úr þessum hópum í vinnu og fólkið stuðning frá vinnumiðlun fyrstu skrefin á atvinnumarkaði.
  • Eftirfylgd með þessum einstaklingum og stuðningur.

Þetta eru bara nokkur atriði. Ég vinn í málaflokk þar sem fólk með fötlun fær þjónustu. Þetta eru allt atriði sem hafa verið að taka stórstígum framförum síðustu ár og áratugi. Stofnunum er lokað og fólkið flutt út í íbúðahverfin og mörg farin að búa sjálfstætt með stuðningi eða án. Þetta var talið útilokað fyrir nokkrum áratugum en hefur gefist vel. Nú eru geðfatlaðir líka á leiðinni út af stofnunum í sambærileg úrræði. Ég sé fyrir mér að þó það sér áferðamunur á þjónustu sem langt leiddi fíklar og unglingar með erfiða hegðun þurfa þá sé það að mestu sambærileg  þjónusta.

Það verður að setja í þetta fjármagn og fjölga fagmenntuðu starfsfólki. Og umfram allt að koma á umræðum um þetta án tafar. Móta markvissa stefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja því eftir.  Þjónustan á að vera veitt af tilþess bærum fagaðilum ekki hlaupa eftir ódýrustu lausnunum alltaf hreint. Og síðan er nokkuð ljóst að ríkð þarf að hafa stöðugt og mikið eftirlit með þeirri vinnu sem þar fer fram.

 


Allir að reyna að koma vitinu fyrir Bush

Það eru allir að reyna að koma vitinu fyrir Bush. Jafnvel vinir hans í Íran sem og Bandaríkjaþing:

Frétt af mbl.is

  Khamenei hvetur Bandaríkjamenn til að koma vitinu fyrir Bush
Erlent | mbl.is | 8.2.2007 | 14:30
Íranskar konur með myndir af Ali Khameini, æðstaklerki... Ajatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, varaði Bandaríkjamenn við því í dag að Íranar muni ráðast gegn hagsmunum Bandaríkjanna hvar sem er í heiminum verði ráðist á þá vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. „Óvinurinn ætti að vita að hvers konar árás mun kalla Is Bush notsá viðbrögð frá öllum hliðum íransks samfélags, gegn árásaraðilunum og hagsmunum þeirra um allan heim” sagði Khamenei í ávarpi sem sjónvarpað var í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

.ruv.is

BNA: Þingið gagnrýnir Íranstefnuna

Bandaríkjaþing gagnrýnir Bandaríkjastjórn fyrir ásakanir í garð Írana. Þingmenn segja að fullyrðingar um að Íranar smíði kjarnorkuvopn beri svip af röngum staðhæfingum sem notaðar voru til að réttlæta stríð gegn Írak.

Repúblikanar í hópi þingmanna hafa gengið hart fram gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Einn þeirra, þingmaðurinn Ron Paul, segir að fullyrðingar um að Íranar séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum minni óhuggulega mikið á lygar sem beitt var gegn Írak áður en Bandaríkjamenn réðust á landið.

Þingmaðurinn efast ennfremur um að fótur sé fyrir því sem Bandaríkjastjórn haldi fram að Íranstjórn styðji uppreisnina í Írak. Þegar beðið er um sannanir fyrir þessum alvarlegum fullyrðingum um sök Írans í Íraksstríðnu þá sé svar Bandaríkjastjórnar að unnið sé að því að safna þeim saman. Þetta minni á Íraksstríðið, þar komu ásakanirnar fyrst og sannanirnar áttu að koma síðar. Gallinn var sá að sannanirnar komu aldrei fram því ekki var fótur fyrir ásökununum.

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, neitaði því í dag að ríkistjórnin færi með ýkjur um hlutverk Írans í Íraksstríðinu og að það væri gert til þess að réttlæta hugsanlega árás Bandaríkjahers á Íran. Hún segir að Bandaríkin hafi engar áætlanir gert um árás á Íran.

Íransher hóf heræfingar í dag. Tilraunir voru m.a. gerðar með flugskeyti sem skotið var á Omanhafi í Persaflóa og á norðanverðu Indlandshafi. Yfirmaður í hernum segir að flugskeytin séu svo öflug að þau geti grandað stórum herskipum. Bandaríkjastjórn sagðist í dag ekki álíta þetta ógnun við bandarísk herskip en stjórnin hefur nýverið sent flugvélamóðurskip inn á Persaflóa og hefur nú tvö slík skip í flota sínum á flóanum. Litið er á þetta sem lið í þrýsting á Írana en Bandaríkjamenn hafa ekki útilokað að hervaldi verði beitt til þess að stöðva kjarnorkuáætlun Írans.



mbl.is Khamenei hvetur Bandaríkjamenn til að koma vitinu fyrir Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér fyrir 6 dögum sögðu fasteigansalar að það væri rífandi gangur í fasteignasölu

Þetta sýnir mér hversu áreiðanlegar fréttir eru stundum frá þessum og hinum greiningardeildum. Fyrir 6 dögum kom frétt sem ég bloggaði um frá nýrri greiningardeild sem kölluð er Greiningardeild félags fasteignasala og í fréttinni stóð:

Fréttablaðið, 02. feb. 2007 01:00

Spá hækkandi fasteignaverði

Greiningardeild Félags fasteignasala telur að líflegt ár sé fram undan á fasteignamarkaðnum.
Fasteignasalar segja góðar horfur í atvinnumálum og góðan kaupmátt vísbendingu um að fasteignaverð hækki.

Að því er segir í athugunum greiningardeildar Félags fasteignasala leiðir aukin velmegun yfirleitt til þess að fleiri fermetrar húsnæðis verði á hvern einstakling. Einnig sé lánaframboð nú meira en árið 2006. „Viðskiptabankarnir eru almennt farnir að lána aftur til fasteignakaupa eftir að hafa nánast dregið sig út af markaðnum í fyrra," segir greiningardeildin.

Þá er sagt að hjöðnun verðbólgu ásamt fyrirhugaðri lækkun á virðis­aukaskatti á matvæli muni leiða til hagstæðari umhverfis fyrir kaupendur fasteigna. Mikil eftirspurn hafi verið í janúar og sala aukist.

Fasteignasalar segja mikla fólksfjölgun leiða til aukinnar eftirspurnar. Enn hafi ekki skilað sér að fullu hækkun á verðmæti lóða og tiltekinna staðsetninga. „Sú hækkun virðist í sumum tilfellum ekki vera komin að fullu inn varðandi notaðar eignir," segir greiningardeildin.

Eina forsenduna fyrir aukinni eftirspurn segja fasteignasalar vera ört vaxandi áhuga útlendinga á að kaupa húsnæði á Íslandi. „Ekkert lát virðist á þeirri þróun," segir greiningardeildin sem kemst að þeirri niðurstöðu að verð fasteigna muni á þessu ári hækka „nokkuð umfram verðbólgu."

En nú kemur í ljós mikill samdráttur. Svo að ég held að maður eigi að trúa rétt mátulega greiningardeildum hagsmunaaðila eins og bankanna, fjármálaráðuneytis og svon þessi nýja hjá Félagi Fasteignasala.


mbl.is Mikill samdráttur í íbúðalánum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fornfáleg viðhorf í hernum!

Er menn virkileg ennþá á því að þetta sé smitandi. Alveg fáránlegt.

Frétt af mbl.is

  Bandarískur þingmaður: Herinn óttast lesbíur meira en hryðjuverkamenn
Erlent | mbl.is | 8.2.2007 | 8:05
 Gary Ackerman ræðir við Karnit Goldwasser, eiginkonu... Bandarískur þingmaður henti á fundi utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaman að tregðu Bandaríkjahers við að leyfa samkynhneigðu fólki að þjóna í hernum. Sagði þingmaðurinn, Gary Ackerman, að herinn virðist vera hræddari við samkynhneigt fólk en hryðjuverkamenn og ef þeir síðarnefndu kæmust að þessu myndu þeir koma á fót herdeild af lesbíum til að reka Bandaríkjaher út úr Bagdad.

„Af einhverjum ástæðum virðist herinn vera hræddari við samkynhneigt fólk en við hryðjuverkamenn. Hann skekur vopnin gegn hryðjuverkamönnum en ef hryðjuverkamenn kæmust á snoðir um þetta myndu þeir fá herflokk lesbía til að reka okkur út úr Bagdad," sagði Ackerman.

Þingmaðurinn studdi innrásina í Írak árið 2002 en er nú alfarið andvígur hernaðaraðgerðunum í Írak. Hann hélt áfram og með tilvísun til andstöðu Bush, Bandaríkjaforseta, við hjónabönd samkynhneigðra stakk hann upp á að utanríkisráðuneytið myndi ráða tugi burtrekinna fyrrum hertúlka.

„Getum við gift þessi tvö - kannski er það ekki rétta orðið - gætum við komið á einhverju sambandi á milli þessara tveggja mála?" spurði Ackerman og uppskar hlátur á áhorfendabekkjunum.

Bandaríski herinn verður af fullt af hæfileika fólki með þessari afstöðu sinni.


mbl.is Bandarískur þingmaður: Herinn óttast lesbíur meira en hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var kominn tími til að Samfylkingin færi að standa með formanni sínum

Hér í færstlunni fyrir neðan vísaði ég í pistil Egils Helgasonar um fund Framtíðarlandsins. En hann talar líka um Ingibjörgu Sólrúnu og það að nú loks eru félagar hennar í Samfylkingunni að vakna og standa með sínum formanni. Enda hef ég óbilandi trú á henni og fannst hún standa sig vel sem borgarstjóri og er viss um að hún er að standa sig vel sem formaður Samfylkingarinnar. Ég hef heyrt í henni m.a. á flokksfundi hér í Kópavogi og finnst málflutningur og framtíðarsýn hennar ríma við mína. En sem sagt Egill segir:

Ætlar Ingibjörg Sólrún loks að fara að taka á málum í flokki sínum? Yfirlýsing hennar um að fresta eigi stækkun álversins í Straumsvík og byggingu álvers við Húsavík er nauðsynleg til að stöðva strauminn úr flokknum og yfir til Vinstri grænna. Í þessu máli verður hún að gefa Kristjáni Möller og Lúðvíki Geirssyni langt nef. Þeir verða einfaldlega að fá að róa ef flokkurinn og stefnuskráin um Fagra Ísland á að hafa einhvern trúverðugleika

Konurnar í Samfylkingunni virðast líka vera að vakna. Þær hafa horft upp á kvennafylgið streyma yfir til Vinstri grænna. Nú hefur hópur femínista úr Samfylkingunni opnað bloggsíðu undir nafninu Trúnó (vont nafn!) Þar er tekið til varna fyrir formann flokksins og birtar lofgreinar um hana. Var kannski kominn tími til að flokksmenn færu að fylkja sig um Sólrúnu.

Þetta get ég tekið undir.

Síðar segir Egill:

Vissulega hefur hún mátt þola mótlæti - stundum er eins og hún megi ekki opna munninn án þess að það sé allt tætt í sundur af heiftúðugum andstæðingum. Hjá sumu fólki virðist hún vekja upp hreint hatur.

Þetta er náttúrulega rétt. Sjálfstæðismenn gleyma seint og henni er ekki fyrirgefið að hafa leitt framboð sem sigraði þá í 3 kosningum um borgina.

Egill auglýsir líka eftir að þingkonur og frambjóendur Samfylkingarinnar fari að láta í sér heyra eins og Steinunn Valdís og fleir og ég tek undir það. En bendi á að hún var einmitt að skrifa þessa fínu grein á Trúnó um Ingibjörgu Sólrúnu


Ómar fær ekki að tala

Var að lesta þetta hjá Agli Helgasyni og kom mér mjög á óvart. Hafði einhvernvegin tengt Ómar og Framtíðarlandið saman en svo virðist ekki vera:

Vísir, 07. feb. 2007 22:37

Ómar fær ekki að tala

Ómar Ragnarsson mun ekki hafa fengið að ávarpa fund Framtíðarlandsins í kvöld. Hann taldist víst ekki fullgildur meðlimur. Samt hafði honum verið boðið fyrsta sætið á lista þess - ef af framboði yrði. Þrátt fyrir þetta lét Ómar rödd sína heyrast í fréttum þar sem hann sagðist vera á móti framboði Framtíðarlandsins.

Lógíkin hjá karlinum er sú að Framtíðarlandið myndi með framboði sínu fremur höfða til vinstri en hægri - semsagt taka fylgi frá stjórnarandstöðuflokkunum. Nú virðist vera að bæði Samfylkingin og Vinstri grænir fari inn í kosningarnar með andstöðu við frekari stóriðjuframkvæmdir á stefnuskránni. Fulltrúar Samfylkingar og VG innan Framtíðarlandsins hafa barist með kjafti og klóm gegn því að af framboði verði.

Ómar telur hins vegar að vanti framboð sem er hægra megin í pólitíkinni - til að gefa stóriðjuandstæðingum úr röðum kjósenda Sjálfstæðisflokksins einhvern valkost. Enn bendir ekkert til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist slá nokkuð af í uppbyggingu stóriðju


Nú er bara um að gera fyrir Framtíðarlandið að þyrpast til Samfylkingar

Sýnist að skoðanir þeirra og Samfylkingar fari saman á flestum þáttum.

Og nú er það þeirra að mynda þrýstihóp og styðja við framgang Samfylkingarinnar.

Frétt af mbl.is

Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis
Innlent | mbl.is | 7.2.2007 | 23:44

Frá atkvæðagreiðslu á fundi Framtíðarlandsins í kvöld. Fellt var í atkvæðagreiðslu á félagsfundi í Framtíðarlandinu í kvöld að bjóða fram til Alþingis í nafni félagsins í vor. Alls greiddu 189 atkvæði á fundinum. 92 studdu tillögu um framboð, 96 greiddu atkvæði gegn henni og einn seðill var auður. Á kjörskrá voru 2708. Stjórn félagsins hafði lýst því yfir, að 2/3 hluta atkvæða þyrfti til að tillaga um framboð teldist samþykkt.


mbl.is Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband