Laugardagur, 17. mars 2007
Krónikan að syngja sitt síðasta?
Verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið Krónikuna en hef heyrt vel af henni látið. Þykir hafa verið með góðar fréttaskýringar. En eins og við var að búast þá er markaðurinn ekki nógu stór hér virðist vera þannig að nú les maður um það að blaðið sé að lognast útaf. Markaðurinn ekki nægjanlega stór.
Í framhaldi af þessu hefur maður verið að velta fyrir sér hvort að það væri markaður fyrir svona fréttaskýringarvef. Þar sem að væru ítarlegri fréttaskýringar og pislar. Þetta væri áskriftarvefur þar sem menn þyrftu að kaupa sér aðgang að. Svona smá hugmynd fyrir framkvæmdaglaða.
EN aftur að Krónikunni. Las þetta á www.mannlif.is
Krónikan á endastöð
Eigendur vikublaðsins Krónikunnar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimar Birgisson, voru í gærkvöld búin að semja við útgáfufélag DV um að félagið yfirtæki rekstur vikuritsins og því yrði í framhaldinu lokað. Þessi staða kom upp í framhaldi þess að þau áttu í byrjun seinustu viku frumkvæði að því að bjóða DV félag sitt. Áformað var að Valdimar yrði markaðsstjóri DV en Sigríður Dögg umsjónarmaður helgarútgáfu blaðsins. Þá átti Arna Schram, aðstoðarritstjóri Krónikunnar, að verða aðstoðarritstjóri Sigurjóns Magnúsar Egilssonar á DV. Skrifa átti undir samninga klukkan 17 í dag. Korteri fyrir áformaðan fund hættu eigendur Krónikunnnar við þar sem samningar við Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar, um 20 milljóna króna lán er háð því að Krónikan komi út að minnsta kosti út mars. Björgólfur mun hafa verið ófáanlegur til að víkja frá því ákvæði. Sala á Krónikunni hefur gengið illa og er hermt að tap á hverju eintaki þess nemi rúmum tveimur milljónum króna eða tæpum 10 milljónum á mánuði. Óvíst er hvernig framtíð vikuritsins verður háttað og hvort Morgunblaðið tekur það yfir ...
Laugardagur, 17. mars 2007
Skynsamleg og djörf yfirlýsing frá Norðmönnum
Norðmenn sýna en á ný nokkra djörfung í alþjóðastjórnmálum með því að viðurkenna nýja þjóðstjórn í Palestínu. Það er náttúrulega eina leiðin til að koma á friði á þessu svæði að reyna að hvetja með öllum ráðum til friðsamlegra samskipta. Og þó að Hamas hafi verið tengt við ofbeldi þá ber að gefa þeim tækifæri þar sem að palestínubúar kusu þá til valda. Nú þegar náðst hefur friður milli stríðandi fylkinga í Palestínu er það rökrétt að þjóðir heims reyni að viðhalda því. Síðan verða að koma til frekari samningar við Ísrael þar sem Ísrael yfirgefur að mestu herteknu svæðin frá 1967 og SÞ tryggja frið á landamærunum.
Norðmenn viðurkenna samsteypustjórn Palestínumanna
Norðmenn viðurkenna nýja samsteypustjórn Palestínumanna og ætla að taka upp stjórnmálasamband við hana. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýsti þessu yfir síðdegis og sagði að myndun samsteypustjórnar Palestínumanna væri sögulegur atburður. Hefðu samningar ekki tekist milli fylkinga Palestínumanna væru enn átök á milli þeirra.
Norski utanríkisráðherrann sagði að það væri mikilvægt að nýja stjórnin næði tökum á öryggismálum á heimastjórnarsvæðunum og stöðvaði flugskeytaárásir á Ísrael. Hann hvatti alþjóðasamfélagið og Ísraelsstjórn til að hefja samstarf við nýju stjórnina og Ísraelsmenn að afhenda Palestínumönnum tolla og skatta sem þeir eiga inni hjá þeim. Ennfremur að veita Palestínumönnum aukið ferðafrelsi.
Norðmenn gerðu ráð fyrir að palestínska stjórnin virti gerða samninga við Ísrael, sneri baki við ofbeldi og viðurkenndi tilverurétt Ísraelsríkis.
![]() |
Norðmenn viðurkenna nýja heimastjórn Palestínumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. mars 2007
Glæsilegt hjá vinum okkar vestri.
Það er algengara en ekki að ég sé að svekkja mig út það sem Bandaríkjamenn eru að gera . En þessi aðgerð finnist mér hreint afbragð. Og er viss um að hún á eftir að hjálpa til við að snúa hag þessara fátæku ríkja við.
Frétt af mbl.is
Ameríski þróunarbankinn fellir niður skuldir fátækra ríkja
Erlent | AP | 17.3.2007 | 11:28Skuldir fimm fátækustu ríkjanna í Rómönsku-Ameríku við Ameríska þróunarbankann (IDB), verða felldar niður vegna áætlunar bankans um að minnka fátækt á svæðinu um helming fyrir árið 2015. Það eru lönfin Bólivía, Guyana, Haítí, Hondúras og Níkaragua sem fá felldar niður skuldir sem alls nema rúmlega 4 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 300 milljörðum íslenskra króna.
![]() |
Ameríski þróunarbankinn fellir niður skuldir fátækra ríkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. mars 2007
Það verður að laga samkeppnislög og það strax
Var að lesa Fréttablaðið í dag og rakst þar á frétt af því að málinu gegn olíuforstjórnunum hefur verið vísað frá. Í fréttinni segir m.a.
Dómsmál Máli ákæruvaldsins gegn Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni, forstjórum stóru olíufélaganna á árunum 1993 til 2001, hefur verið vísað frá dómi en Hæstiréttur staðfesti frávísunarúrskurð héraðsdóms frá 12. febrúar.
Dómur héraðsdóms byggði öðru fremur á því að ekki væri hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir brot á samkeppnislögum. Meirihluti Hæstaréttar byggir niðurstöðuna á því að rannsókn samkeppniseftirlits, samkeppnisstofnunar og síðar lögreglu standist ekki lög. Sérstaklega er vitnað til þess að óskýrt hafi verið í samkeppnislögum hvernig meðferð opinberra mála skyldi háttað, ef grunur vaknaði um að brotið hefði verið gegn lögunum.
Skil ekki afhverju að löggjafarvaldið er ekki löngu búið að breyta samkeppnislögum. Þetta mál hefur jú legið í loftinu þ.e. að ekki sé hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir samkeppnisbrot heldur eingöngu þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá. Þetta gegnur náttúrulega ekki. Það eru jú þeir sem ákveða þessi brot eins og samráð sem eiga að vera ábyrgir.
Gjörið svo vel að laga þetta strax!
Frétt af mbl.is
Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá
Innlent | mbl.is | 16.3.2007 | 15:55 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélaga. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti kváðu fimm dómarar upp dóminn og tveir þeirra skiluðu sératkvæði. Annar vildi staðfesta úrskurð héraðsdóms en á öðrum forsendum en hinn vildi fella úrskurðinn úr gildi og leggja fyrir héraðsdóm að taka ákæruna fyrir
![]() |
Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. mars 2007
Alveg ótrúlegt hvað þeir leggja mikla áherslu á þennan markð þá.
Ef að þetta er rétt að hagnaður þeirra sé innan við 3 milljarðar af viðskiptabankastarfsemi við einstaklinga og lítil fyrirtæki, þá finnst mér ótrúlegt hvað þeir leggja mikla vinnu í þetta. Hefði nú haldið að það væri þá betra að leggja peninga í fjárfestingar erlendis þar sem þeir ávaxta peninganna mun meira. Leyfi mér að efast um að þessar yfirlýsingar standist skoðun.
Frétt af mbl.is
Um 3% af hagnaði Kaupþings vegna viðskiptabankastarfsemi hér á landi
Viðskipti | mbl.is | 16.3.2007 | 17:55Af um 100 milljarða króna hagnaði Kaupþings á síðasta ári voru innan við 3 milljarðar, eða 3%, vegna viðskipta bankans við 75 þúsund einstaklinga og 15 þúsund lítil fyrirtæki hér á landi. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, á aðalfundi bankans í dag. Sagðist Sigurður nefna þessar tölur til að svara ásökunum um að bankinn okraði á viðskiptavinum sínum með óeðlilega háum vöxtum og þjónustugjöldum.
![]() |
Um 3% af hagnaði Kaupþings vegna viðskiptabankastarfsemi hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. mars 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson