Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt hjá vinum okkar vestri.

Það er algengara en ekki að ég sé að svekkja mig út það sem Bandaríkjamenn eru að gera . En þessi aðgerð finnist mér hreint afbragð. Og er viss um að hún á eftir að hjálpa til við að snúa hag þessara fátæku ríkja við.

Frétt af mbl.is

  Ameríski þróunarbankinn fellir niður skuldir fátækra ríkja
Erlent | AP | 17.3.2007 | 11:28
Haítí er meðal ríkja sem fá skuldir við bankann felldar niður Skuldir fimm fátækustu ríkjanna í Rómönsku-Ameríku við Ameríska þróunarbankann (IDB), verða felldar niður vegna áætlunar bankans um að minnka fátækt á svæðinu um helming fyrir árið 2015. Það eru lönfin Bólivía, Guyana, Haítí, Hondúras og Níkaragua sem fá felldar niður skuldir sem alls nema rúmlega 4 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 300 milljörðum íslenskra króna.


mbl.is Ameríski þróunarbankinn fellir niður skuldir fátækra ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað er átt við í lok greinarinnar, að sumir vari við hvar þeir séu að fjárfesta? Voru þeir að gefa eftir skuldir eða voru þeir að fjárfesta í landinu?? Hvaða skilyrði setja þeir fyrir því að þeir gefi upp skuldirnar?

Einhverra hluta vegna verður maður afar var um sig þegar þessar elskur gera "góða" hluti......

Inga (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Smá misskilningur í gangi hér. Þetta er amerískur þróunarsjóður, ekki bandarískur banki. IDB er Inter-American Development Bank. Hann er í eigu tæplega 50 ríkja, þar af er meirihlutinn þróunarlönd í Mið- og Suður Ameríku sem fá lán frá bankanum. Bandaríkinn eiga reyndar töluvert stærri hlut en önnur einstök lönd og er því atkvæðisvægi þeirra 30%. En þau lönd sem þiggja lán frá bankanum hafa til samans 50% atkvæðisvægi.

Tryggvi Thayer, 17.3.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

Til fróðleiks má líka nefna að öll Norðurlönd fyrir utan Ísland eru aðilar að IDB.

Tryggvi Thayer, 17.3.2007 kl. 13:28

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok Takk Tryggvi Thayer fyrir upplýsingarnar. Ég fór bara eftir fyrirsögninni að mestu þ.e. ég kynnti mér ekki málið. En það vekur athygli mína þetta sem þú segir að allar þjóðir á Norðurlöndum eigi í þessum sjóð. Er þetta sjóður sem er að styðja þjóðir eða er þetta sjóður sem er hugsaður til að hagnast á? Og er þetta ekki semsagt liður í þeirri viðleitni að lækka skuldi fátækustu landana með því að fella niður skuldi.?

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband