Leita í fréttum mbl.is

Ekki fögur lýsing á dótturfyrirtæki Bakkavarar.

Var að lesa þetta inn á síðunni hans Egils Helgasonar.

Það hefur aldrei þótt fínt á Íslandi að vera vondur við fólk, hvað þá að græða peninga á því að vera vondur við fólk. Íslendingar hafa sem betur fer lengstum verið nokkrir jafnræðissinnar í sér. Þess vegna finnst manni skrítið að lesa fréttir af verksmiðju Bakkavarar, Katsouris Fresh Foods, á Englandi. Lýsingarnar eru eins og eitthvað frá tíma iðnbyltingarinnar. Starfsfólk missir útlimi í vélum. Óhreinlætið er slíkt að aðskotahlutir finnast í matvælunum - fyrir utan salmonellu. Starfsfólkið er flestallt útlendingar á sultarlaunum.

Þetta er varla útrásin sem Íslendingar eru stoltir af.

Blaðið hefur hérumbil eitt fjölmiðla á Íslandi verið að fjalla um þetta. Er ekki kominn tími til að aðrir fjölmiðlar taki við sér?

Í fréttatíma Stöðvar 2 var svo frétt um annað fyrirtæki af svipuðum toga Það heitir Lauffell og gerir út á að níðast á erlendum verkamönnum. Svonalagað er þjóðarskömm og á ekki að líðast.

Ég hafði ekki lesið þetta svo ég fór inn á síðu Blaðisins og las greinina þar. Þetta var ekki fögur lesning. Þar stendur m.a.

 

Þagga niður vandann

Paul Kenny, framkvæmdastjóri GMB, undrast mjög viðbrögð Bakkavarar vegna málsins, sem hann kallar móðgandi. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. „Saga Katsouris varðandi hreinlæti og öryggi er slæm, svo ekki sé meira sagt. Ég hefði haldið að Bakkavör hefði frekar verið ánægt með ábending ar okkar um alvarlega bresti þegar kemur að hreinlæti og öryggisreglum, áður en slíkt barst til fjölmiðla," seg ir Kenny í bréfi sem Blaðið hef ur undir höndum. „Framvegis neyðumst við til að sniðganga fyrir tækið þegar farið verður yfir aðrar athugasemdir.Við lýsum yfir áhyggjum okkar yfir augljósum tilraunum fyrirtækisins til að þagga niður vandann."

Svört skýrsla

Conroy leggur áherslu á að yfirstjórn Bakkavarar Group bregðist hratt við. Hún gagnrýnir jafnframt launastefnu fyrirtækisins. „Laun in sem fyrirtækið greiðir eru ekki góð. Þeir greiða eingöngu lágmarkslaun og hér er dýrt að lifa. Meiri hluti starfsmanna talar litla ensku og á við tungumála örðugleika að stríða," segir Conroy. „Við höf um verið að kljást við þennan vanda í nokkur ár. Gerð var ítarleg skoðun á starfseminni og virkilega svört skýrsla um aðbúnainn birt í kjölfarið. Engin viðbrögð hafa feng ist frá stjórnendunum Katsouris og því ákváðum  við að leita til eigendanna."


Á Siv að segja af sér?

Sigurður Kári sagð að honum þætti það eðlilegt miðað við alvarleika ummæla hennar. Nú keppast allir framsóknar menn með við að draga úr þessum ummælum og vilja meina að þetta hafi ekki verið það sem  hún sagði. Gaman að sjá hvernig þetta fer:

Vísir, 04. mar. 2007 12:41

Sigurður Kári vill að Siv segi af sér

Sigurður Kári Kristjánsson segir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér, hvort sem hún hafi meint eða ekki ummæli um að það varðaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá. „Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt", sagði Sigurður.

Þá sagði Sigurður að hann teldi engar líkur á að slíku ákvæði yrði komið á á kjörtímabilinu. Þessi orð lét Sigurður falla í Silfri Egils. „Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það", sagði Sigurður enn fremur.


Ég hef sagt það áður að þessi markaður er furðulegur.

Það bilar tölvukerfi og vísitalana fellur. Þetta eru nú ekki ábyggileg vísindi.

Frétt af mbl.is

  Bilun í tölvubúnaði flýtti falli Dow Jones-vísitölunnar
Tækni & vísindi | AP | 4.3.2007 | 16:25
Á Wall Street. Bilun í tölvubúnaði kom af stað skyndilegu falli á Dow Jones-vísitölunni á Wall Street um miðjan dag á þriðjudaginn, og gerði þar með illt verra á degi sem þegar var orðinn harla dökkur í hlutabréfaviðskiptum. Vísitalan féll um 200 stig svo að segja um leið og skipt var yfir á varatölvukerfi eftir að í ljós kom að megintölvur Dow Jones & Co. réðu ekki fyllilega við öll þau miklu viðskipti sem fram fóru.


mbl.is Bilun í tölvubúnaði flýtti falli Dow Jones-vísitölunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er skrítið hvað framsókn vaknar alltaf rétt fyrir kosningar.

Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem flokkurinn vaknar svona rétt fyrir kosningar. Nú síðast man maður eftir borgarstjórnarkosningum þar sem með auglýsingaskrumi og loforðum tókst að pota Birni Inga inn.

Nú allt í einu eftir að hafa setið við stjórn allt þetta kjörtímabil ætlar framsókn að sýna fram á að þeir séu að berjast fyrir sameign þjóðarinnar á auðlyndum en hafa ekkert beitt sér fyrir því hingað til. Þetta er náttúrulega til að reyna að skrapa saman atkvæðum í sjávarplássum út um landið þar sem þeir eru að missa atkvæði.

Frétt af mbl.is

  Í lófa lagið að ná fram ákvæði um sameign
Innlent | Morgunblaðið | 4.3.2007 | 5:30
Össur Skarphéðinsson, sem er í stjórnarskrárnefnd fyrir hönd Samfylkingarinnar, segir að fulltrúa Framsóknarflokksins hefði verið í lófa lagið að ná fram ákvæði um sameign á sjávarauðlindinni í stjórnarskrárnefnd, en staðreyndin sé sú að hann hafi aldrei lyft fingri til þess í nefndinni.


mbl.is Í lófa lagið að ná fram ákvæði um sameign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eykst mengun eða ekki?

Samkvæmt þessu eru Alcan og Umhverfisstofnun að plata okkur illilega. Því heyrði fulltrúa frá umhvefiststofnun segja eftirfarandi:

www.morgunhaninn.is

"Heilsuspillandi loftmengun hverfandi frá álverum"21.febrúar 2007 - kl. 10:54Athuganir í Evrópu leiða í ljós að svifryksmengun hvers konar spillir heilsu meira en önnur loftmengun. Þetta segir Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Slík loftmengun komi helst frá umferð og nagladekkjum sem fræsa upp malbik. Þór segir að svifrykið geti valdið kvillum í öndunarvegi óháð innihaldi en menn beini einnig sjónum að samsetningu þess. Þór segir að heilsuspillandi loftmengun frá álverum sé hverfandi og verulegar framfarir hafi orðið við þróun þurrhreinsibúnaðar síðustu tíu til fimmtán árin. Þannig sé flúormengun 400 þúsund tonna álvers minni nú en frá 30 þúsund tonna álveri fyrir 30 til 40 árum"

Síðan finnst mér út í hött eins og fulltrúar Framsóknar hafa ítrekað verið að tala um að leyfi fyrir stóriðju sé alfarið á hendi viðkomandi sveitarfélags. Þetta snertir allt landið. Sem og hnattrænt.

www.solistraumi.org

Mengun frá Alcan eykst við stækkun

4. mars 2007

Í Fréttablaðinu 25. janúar síðastliðinn var því haldið fram að mengun frá stækkuðu álveri Alcan í Straumsvík yrði svipuð og fyrir stækkun.  Fréttin virðist byggð á yfirlýsingum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Alcan eftir að samkomulag hafði náðst um tillögu að deiliskipulagi vegna stækkunar.   Þetta finnst mér merkileg niðurstaða í ljósi þess að losun flestra mengandi efna meira en tvöfaldast eftir fyrirhugaða stækkun Alcan úr 180.000 tonnum í 460.000 tonn.

Þegar innt var eftir upplýsingum hjá Hafnarfjarðarbæ um mengun fyrir og eftir stækkun, benti upplýsingafulltrúi bæjarins á þrjá mismunandi staði þar sem finna mætti þessar upplýsingar.  Í grænu bókhaldi Alcan fyrir 2005 má lesa um losunina það árið.  Starfsleyfi fyrir 460.000 tonna álveri segir til um hámarkslosun frá stækkuðu álveri.  Í bókun starfshóps Alcan og bæjarins eru sett sérstök markmið varðandi losun brennisteinstvíoxíðs.  Með því að taka lægstu gildin úr þessum þremur heimildum fæst varfærnislegt mat á losun mengandi efna eftir stækkun.

mengunaraukning-vid-staekkun

Segir mengun frá Alcan aukast við stækkun
Innlent | mbl.is | 4.3.2007 | 14:08
Álver Alcan í Straumsvík Eftir stækkun álversins í Straumsvík verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því meiri en frá öllum samgöngum á Íslandi, segir Stefán Georgsson, verkfræðingur og íbúi í Hafnarfirði, m.a. í grein sem birt er á vef samtakanna Sól í straumi í dag. 
 


mbl.is Segir mengun frá Alcan aukast við stækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur heimurinn gert?

Þó maður sé á því að Saddam hafi verið illmenni og allt það, þá fer maður að velta fyrir sér hvaða öflum hann var að reyna að halda niðri og þá um leið hverng Írak er að verða til. Þarna virðist vera óheyrilegur fjöldi af Írökum og annarra þjóða kvikindum sem eru tilbúin að beita ógeðslegum aðferðum til að halda á lofti einhverjum málstað sem snýst aðalega um valdabaráttu. Öll þessi morð og ógeðslegheit held ég að geri það að verkum að Írak undir stjórn Saddams var þó skömminni skárra. Og þetta ætti að kenna Bandaríkjamönnum að svona aðgerði eins og að ráðsta inn í annað ríki hefur yfirleitt í för með sér en meiri hörmungar fyrir almenning þar.

Merkilegur pistill hjá www.jonas.is í dag um afstöðu Bandaríkjanna til innrása í önnur lönd:

04.03.2007
Terroristaþjóðin
Bandarísk könnun hefur leitt í ljós, að þjóðir múslima eru ekki hlynntar hryðjuverkum. Hins vegar sker ein þjóð sig úr. Fjórði hver Bandaríkjamaður telur oft eða stundum rétt að beina loftárásum að óbreyttum borgurum. Svo há prósenta þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Því er rangt að saka þjóðir múslima um dálæti á hryðjuverkum. Nær er að saka Bandaríkjamenn um slíkt. Það er ekki bara ríkisstjórn Bush, sem ber ábyrgð á stríðsglæpum ríkisins, heldur stendur þar þétt að baki stór hópur trúarofstækismanna og annarra kjósenda. Sjá grein í Christian Science Monitor.


mbl.is Hópur öfgamanna í Írak birtir myndband er sýnir aftöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

West Ham ekki í góðum málum

Var að lesa eftirfarandi inn á veg Jónasar Kristjánssonar. Ekki vefur þar sem maður les mikið um Íþróttir en þetta hefur vakið athygli hans. Spurning hvernig fjárfesting Eggert og Björgúlfs fer.

www.jonas.is

 

04.03.2007
Fjárhættuspil í West Ham
West Ham er í steik, segir brezka blaðið Observer í morgun. Leikmenn spila daglega póker um peninga, þar sem milljónir króna skipta um hendur á einni nóttu. Matthew Etherington og Roy Carroll þiggja aðstoð vegna spilafíknar. Alan Churbishley þjálfari talar ekki við leikmann, sem vann fimm milljónir króna af félaga sínum á einu síðdegi. Í hópnum eru klíkur, sem talast ekki við. Fundur stjórnenda félagsins með leikmanni var haldinn á súlustað með kjöltudansi. Anton Ferdinand sætir ákæru fyrir óspektir við næturklúbb. Verðlaust félag Eggerts Magnússonar fellur niður um deild í vor.


Einn blindarkennari á öllu landinu! Gott að hafa í huga þegar þú greiðir atkvæði þitt

Mér finnst þetta lýsandi fyrir hvernig ríkið hefur verið að standa sig í málefnum eins og þessu. Ég veit að sveitarfélög eiga að standa að kennslu í grunnskólum en skiljanlega er þetta þeim erfitt. Og ríkið sem setur grunnskólalög hefur gjörsamlega klikkað í þessu máli.

04. mar. 2007 06:00

Einn kennari á öllu landinu

Félagsmál Einn kennari er fyrir blinda nemendur á öllu landinu og hann sinnir einungis einum nemanda. Álftanesskóli greiðir laun hans. Önnur sveitarfélög á landinu bjóða blindum nemendum sínum ekki upp á þessa þjónustu, en samkvæmt Sjónstöð Íslands eru á landinu 142 blindir og mikið sjónskertir einstaklingar undir tvítugu.
Þetta var meðal þess sem bar á góma á opnum fundi Blindrafélagsins á þriðjudaginn. Fjallað var um skýrslu sérfræðingsins Johns Harris, sem unnin var að beiðni félagsins. Mæltist hann til að heildarstefna yrði samin um málefni blindra og að þjónusta við þá yrði samþætt og einstaklingsmiðuð; ekki væri nóg að blindir kynnu að reikna, þeir þyrftu einnig að geta tekið þátt í samfélaginu.
Ágústa Eir Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Blindrafélagsins, harmaði ástand mála og benti á að fyrir 24 árum hefði námsaðstaða blindra verið betri en hún er í dag. Nú væri svo komið að foreldrar blindra barna tækju á það ráð að flýja landið til að tryggja þeim góða menntun.
Ágústa sagði skýrsluna áfellisdóm yfir ráðamönnum menntamála. „Tími starfshópa og vangaveltna er liðinn. Nú er tími framkvæmda,“ sagði hún.
Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson borgarstjóri ávarpaði fundinn og sagði ljóst að ýmsir jaðarhópar hefðu borið skarðan hlut frá borði í uppsveiflu síðustu ára. Það sé óásættanlegt að blindir njóti ekki sömu menntunar og aðrir. Reykjavíkurborg skorist ekki undan ábyrgð í þessum efnum. -


Bloggfærslur 4. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband