Leita í fréttum mbl.is

Einn blindarkennari á öllu landinu! Gott að hafa í huga þegar þú greiðir atkvæði þitt

Mér finnst þetta lýsandi fyrir hvernig ríkið hefur verið að standa sig í málefnum eins og þessu. Ég veit að sveitarfélög eiga að standa að kennslu í grunnskólum en skiljanlega er þetta þeim erfitt. Og ríkið sem setur grunnskólalög hefur gjörsamlega klikkað í þessu máli.

04. mar. 2007 06:00

Einn kennari á öllu landinu

Félagsmál Einn kennari er fyrir blinda nemendur á öllu landinu og hann sinnir einungis einum nemanda. Álftanesskóli greiðir laun hans. Önnur sveitarfélög á landinu bjóða blindum nemendum sínum ekki upp á þessa þjónustu, en samkvæmt Sjónstöð Íslands eru á landinu 142 blindir og mikið sjónskertir einstaklingar undir tvítugu.
Þetta var meðal þess sem bar á góma á opnum fundi Blindrafélagsins á þriðjudaginn. Fjallað var um skýrslu sérfræðingsins Johns Harris, sem unnin var að beiðni félagsins. Mæltist hann til að heildarstefna yrði samin um málefni blindra og að þjónusta við þá yrði samþætt og einstaklingsmiðuð; ekki væri nóg að blindir kynnu að reikna, þeir þyrftu einnig að geta tekið þátt í samfélaginu.
Ágústa Eir Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Blindrafélagsins, harmaði ástand mála og benti á að fyrir 24 árum hefði námsaðstaða blindra verið betri en hún er í dag. Nú væri svo komið að foreldrar blindra barna tækju á það ráð að flýja landið til að tryggja þeim góða menntun.
Ágústa sagði skýrsluna áfellisdóm yfir ráðamönnum menntamála. „Tími starfshópa og vangaveltna er liðinn. Nú er tími framkvæmda,“ sagði hún.
Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson borgarstjóri ávarpaði fundinn og sagði ljóst að ýmsir jaðarhópar hefðu borið skarðan hlut frá borði í uppsveiflu síðustu ára. Það sé óásættanlegt að blindir njóti ekki sömu menntunar og aðrir. Reykjavíkurborg skorist ekki undan ábyrgð í þessum efnum. -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband