Leita í fréttum mbl.is

Laun forstjóra Kaupþings sett í samhengi sem við skiljum betur.

Fann þetta inn á www.mannlif.is .

Meira af ofurlaunum

8 mar. 2007

 

Í pistli hér fyrir skömmu var farið ofan í saumana á gríðarlega háum launum og bónusum sem bankastjórar Kaupþings banka þáðu á síðasta ári en þau námu ríflega 800 milljónum fyrir þá Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson. Þar sem flestir eru orðnir ónæmir fyrir sífelldu milljarðatali íslenskra fjölmiðla er réttast að snúa þessum tölum aðeins yfir á mannamál. Sé reiknað út tímakaup af þeim 844 milljónum sem Sigurður hafði í fyrra þá má segja að hann sé með um 300.000 krónur á tímann ef hann vinnur 8 stunda vinnudag 365 daga ársins. Fyrir þessa peninga gæti hann keypt og gefið góðum viðskiptavinum bankans 556 Toyota Yaris og að auki haldið einum fyrir sjálfan sig. Ef veikindi bæri að garði gæti kappinn hæglega ráðið sér eigin sjúkraliða til að annast sig eða reyndar gæti hann haft 528 stykki á launum allt árið um kring. Svona mætti lengi halda áfram að reikna út hvernig hann gæti varið aurunum sínum en líklegast verður að teljast að hann haldi bara áfram að láta þá ávaxta sig enn meir ...


mbl.is Glitnir hækkar verðmatsgengi á Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur þá ferðu bara með þetta út.

Þoli ekki þessar duldu og jafnvel óduldu hótanir nýríku aðilanna hér á Íslandi. Ef einhverjum reglum eða lögum er breytt svo það henti þeim ekki þá er allaf víðkvæðið: "Þá verðu við að athuga með að fytja okkur erlendis. Ég er næsta viss um að ef það væri svo freistandi þá væru þeir löngu farnir. Þeir hafa jú stofnað fyrirtæki í skattaparadísum til að sleppa við skatta og gjöld hér vegna hlutabréfaviðskipta og þeirra viðskipti eru mest erlendis og því drífa þeir sig ekki. Það er vegna þess að en er umhverfið fyrir fyrirtæki betra hér.

Þessa menn verður að fræða á því að þeir eru minnihlutahópur sem stjórnar ekki Íslandi.

Frétt af mbl.is

  Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands
Viðskipti | mbl.is | 8.3.2007 | 17:06
Björgólfur Thor Björgólfsson flytur ræðu sína á aðalfundi... Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld harðlega á aðalfundi fyrir að breyta og þrengja án fyrirvara reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í alþjóðlegri mynt. Sagði Björgólfur Thor, að slíkar fyrirvaralausar breytingar knýi fyrirtæki á borð við Straum-Burðarás til að kanna möguleika á að færa félagið til annars lands og til greina koma bæði Bretland og Írland.


mbl.is Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðareign?

Horfði á kastljós í kvöld og hef svona aðeins gluggað í þetta mál. Skv. því sem maður heyrir frá Sjálfstæðisflokknum er tryggt að þetta hefur engin áhrif þar sem að um atvinnuréttindi og annað gildi 72 grein stjórnarskráinnar. Og skv. örðum þá er greinagerðin með þessu sem er lögskýring þegar á þetta atriði reynir svo óljós að setningar stangast á og menn geta valið úr hvaða skilning þeir setja í þetta.

Hefði nú ekki verið betra að gefa þessu betri tíma. Menn verða að muna að stjórnarskráin er hornsteinn þjóðfélagsins. Því á ekki að lýða neinum flokk að hrista í gegn einhvern óskapnað á nokkrum dögum inn í stjórnaskrá til að nota í kosningaáróður sinn.

Frétt af mbl.is

  Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar
Innlent | mbl.is | 8.3.2007 | 17:52
Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna kynna frumvarp til... Frumvarp þeirra Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, um breytingu á stjórnskipunarlögum, var lagt fram á Alþingi síðdegis. Í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. fram, að hugtakið „sameign þjóðarinnar“ sem notað sé fiskveiðistjórnarlögum, hafi verið gagnrýnt fyrir að vera villandi þar sem það gefi um of til kynna að um hefðbundinn einkaeignarrétt sé að ræða. Af þeim sökum sé farin sú leið í frumvarpinu að nota orðið „þjóðareign“.


mbl.is Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti eru þessi bátar orðnir fullkomnir.

Báturinn kallaði bara eftir aðstoð. Skv. fréttinni viðist mér þetta hafa verið sjálfvirkur mannlaus bátur. Hann kallaði eftir aðstoð þegar vélin í honum gekk skrikkjótt.Lake_flying_%20boat

Frétt af mbl.is

  Bátur óskaði aðstoðar og var færður að Ísafjarðarhöfn
Innlent | mbl.is | 8.3.2007 | 12:35
Vaktstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um að björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafiði yrði kallaður út og færi til móts við bát sem var á siglingu austur af Arnarnesi í Ísafjarðardjúpi, um kl. 11.50 í morgun, þar sem vél bátsins gékk skrikkjótt, veðurfarslegar aðstæður voru slæmar og vindur stóð á land. Báturinn var færður til hafnar á Ísafirði.


mbl.is Bátur óskaði aðstoðar og var færður að Ísafjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þá er á hreinu hvaðan velmegun okkar kemur. Hún er tekin að láni.

Það liggur nokkuð ljóst að hækkuðu fasteignaverði og dýrari bílum hefur almenningur mætt með auknum lántökum. Lántakan hefur aukist um 241 milljarð sem segir okkur að heildarlán heimilina hjá bönkum og skildum stofnunum er þá um 1100 milljarðar.jkn0291l

Úr fréttinni á mbl.is

Skuldir heimilanna jukust um 22%

Skuldir heimilanna við lánakerfið jukust um rúmlega 22% á síðasta ári. Þar af má rekja rúmlega tvo þriðju til skuldaaukningar við bankakerfið og tæplega þriðjung til skuldaaukningar við Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina.

„Við gerum ráð fyrir að svipað verði upp á teningnum með heimili og fyrirtæki, þ.e. að næstu misseri muni draga úr skuldaaukningu heimilanna jafnframt því sem að við gerum ráð fyrir að hægja muni á neyslugleði landsmanna. Mikil aukning ráðstöfunartekna að undanförnu, bæði í gegnum hækkun raunlauna og skattalækkun gæti þó haldið uppi áframhaldandi neyslugleði frameftir ári en einnig er hugsanlegt að almenningur muni leitast við að minnka skammtímaskuldir sínar svo sem yfirdráttarlán og kreditkortalán sem eru afar kostnaðarsöm lán," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.


mbl.is Lán til heimila jukust um 241 milljarð á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps þetta er bara fyndið!

Fyrir þá sem eru hættir að lesa bloggið hans Steingríms Sævarrs eftir að hann flutti sig er hér einn góður frá honum

Gestir í líkamsræktarstöðinni Laugum í Laugardal urðu vitni að óvæntri uppákomu nú fyrir skemmstu, uppákomu sem ekki áttu að vera vitni að.

Fyrir þá sem ekki þekkja til í Laugum þá er líkamsræktarstöðin byggð við sundlaugina í Laugardal og geta gestir brugðið sér milli ræktar og laugar eftir hentugleika.

Hlaupabrettin í Laugum skipta svo tugum og eru á annatíma þétt skipuð. Þau eru staðsett þannig að við blasir sundlaugin en litað gler gerir það að verkum að gestirnir í líkamsræktarstöðinni sjá sundlaugargestina en sundlaugargestirnir sjá ekki gestina á hlaupabrettunum.

Í fyrradag gerðist það svo að par á besta aldri sást rölta í rólegheitunum upp úr sundlauginni og hverfa í skjól, þ.e.a.s. í hvarf við sundlaugina. Parið sat um stund og gáði hvort það sæist frá sundlauginni og hófst svo handa við innileg atlot. Þau atlot enduðu svo með holdlegri sameiningu.

Það sem parið áttaði sig ekki, var að þó þau væru í skjóli frá sundlaugargestum, þá blöstu við þau völlum í líkamsræktarstöðinni.

Segja vitni að atburðinum að talsverð “stemmning” hafi myndast á hlaupabrettunum við þessa óvæntu “uppákomu”, meðal annars blístur og húrrahróp.

Parið lauk hins vegar við sitt í rólegheitum án þess að hafa hugmynd um að fjöldi áhorfenda hefði verið að atlotunum.


Ekki byrjar nýr meirihluti vel.

Árið 2005 hagnaðist Orkuveitan um 4,4 milljarða en tapar svo 1,8 milljarði fyrsta ár sem nýr meirihluti er við stjórn. Þetta er aðallega skrifað vegna þeirra sem eru að segja að þetta sé skuldahali R listans. Málið er náttúrulega að OR stendur í miklum framkvæmdum sem ekki eru farnar að skila tekjum á móti þeim lánum sem þurft hefur að taka. En um leið að benda á að nýr meirihluti sem hefur deilt óspart á fyrri meirihluta gegnum árin fyrir stjórn OR hefur nú haft 7 mánuði 2007 til að snúa þessu á betri veg en svona er útkoman.

Frétt af mbl.is

  Tap Orkuveitu Reykjavíkur 1.756 milljónir króna
Viðskipti | mbl.is | 8.3.2007 | 8:49
Orkuveita Reykjavíkur var rekin með tapi á síðasta ári. Orkuveita Reykjavíkur tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta ári en árið 2005 nam hagnaður OR 4.358 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 3.963 milljónum króna samanborið við 3.304 milljónir króna árið 2005.


mbl.is Tap Orkuveitu Reykjavíkur 1.756 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held að fólk ætti nú ekki að fara á hliðina yfir þessari könnun

Mér finnst að fólk ætti að bíða rólegt eftir næstu könnun Moggans og Rúv því þessar kannanir Blaðsins eru út í hött. t.d. finnst manni óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hoppi allt í einu upp í 43% og fleira. Held líka að könnun þar sem aðeins um 500 af 800 svara og þar af eru þriðjungur óákveðin  og 7% segjast ekki ætla að kjósa, sé ekki marktæk. Þannig að ég sem Samfylkingarmaður er ekkert stressaður yfir þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 42,8% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 9% og Frjálslyndi flokkurinn með 6,1%. 800 tóku þátt í könnuninni þar sem skipting var hlutfallslega jöfn milli kynja og eftir kjördæmum. 31,3% voru óákveðin og 7% sögðust hlutlaus, þ.e. að þau ætluðu ekki að kjósa, skila auðu eða jafnvel kjósa flokka sem ekki eru í framboði til Alþingis.

Finnst alveg makalaust að blað sem vill láta taka sig alvarlega birti svona óvandaða könnun. Svona könnun getur aldrei mælt nema tilhneigingar en niðurstöður hljóta að vera +/- 6% að minnstakosti þannig að þeir hefðu kannski átt að gefa þetta upp svona:

Sjálfstæðisflokkurinn frá svona 36 til 42%

Samfylkingin frá 12 til 24%

Framsókn frá 5 til 15%

Frjálslyndir frá 1 til 11%

Vg frá 17 til 29%

Eins og sjá má er þetta vitt bil og með engu hægt að taka mark á þessu.

Svona voru niðurstöður Blaðsins fyrir mánuði eða 6 febrúar.

Skoðunarkönnun Blaðsins 6 febrúar


mbl.is Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrum framsóknarmaður um þetta mál: Leikrit!

Las eftirfarandi inn á www.kristinn.is

En niðurstaðan varð sem sé að málið skildi liggja og framsókn sætti sig við það. Þess vegna er þetta sjónarspil nú. Leikurinn er sá að fá almenning til þess að halda að framsókn hafi viljað efna loforðið en sjálfstæðismenn staðið gegn því. Einstakir leikarar hafa að vísu ofleikið sitt eins og Siv Friðleifsdóttir sem hótaði óvart stjórnarslitum og sú replikka í leikritinu hefur valdið óróa í báðum stjórnaflokkum.

Nú er verið að leita að leið út úr málinu. Það gengur ekki lengur að gera ekkert, sérstaklega eftir stjórnarslitahótunina. Spurningin er hvernig verður lendingin. Bandaríkjamenn segja gjarnan við álíka aðstæður: follow the money. Það mætti alveg eins segja finnið helstu fjárhagslegu hagsmunaaðilana.

Í þessu stóra og langvarandi deilumáli um forræði og yfirráð yfir fiskveiðiheimildunum hafa hagsmunaaðilarnir lengi verið mjög sýnilegir og beitt sér, kvótaeigendurnir. Áhrifamestu hópur þeirra er LÍÚ og hann hefur mikil ítök í báðum stjórnarflokkunum. LÍÚ réði niðurstöðu um sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins á sínum tíma, árið 2001, þegar um þau mál var tekist. Síðan þá hefur LÍÚ lagt mikið kapp á að fá viðurkenndan einkaeignarrétt útgerðarmanna að veiðiheimildunum.

Það er mín sannfæring að útgerðarauðvaldið í báðum flokkum hafi náð að drepa auðlindaákvæði stjórnarsáttmálans og það sé mikil einföldun að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um. Þegar rennur upp fyrir mönnum hvað verður mikill órói vegna þessara vanefnda, sérstaklega innan Framsóknarflokksins hefst sjónarspilið.

Mér finnst líklegast að stjórnarflokkarnir ætli sér að koma fram með tillögu að ákvæði í stjórnarskrána sem ekki kveður afdráttarlaust um eignarhald þjóðarinnar að auðlindinni og að auki þrengir möguleika Alþingis frá því sem nú er til þess að breyta kvótakerfinu eða afnema það. Með öðrum orðum nota sjónarspilið til þess að þjóna hagsmunum LÍÚ en undir öðru yfirskyni. Svo má benda á að á bak við kvótaeigendurna eru bankarnir.


mbl.is Geir segir enga niðurstöðu komna í auðlindamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband