Leita í fréttum mbl.is

Einkaþotur í kippum á Reykjavíkurflugvelli - Tengist það landsfundi Sjálfstæðismanna?

Las einhverstaðar eða heyrði að einhverjum sem lagði leið sína á Landsfund Sjálfstæðismanna að hann hefði aldrei séð annan eins Jeppa og lúxusbílaflota samankominn á einum stað á Íslandi áður. Gæti verið það sama sem sem orsakiði þennan flota af einkaþotum?

Frétt af mbl.is

  Margar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli
Innlent | mbl.is | 15.4.2007 | 20:34
Mynd 426173 Einkaþotur verða ávallt algengari sjón á Reykjavíkurflugvelli og í kvöld, þegar meðfylgjandi mynd var tekin, var um tugur slíkra véla á vellinum

 


Siguðrur Kári hefur nú farið mikinn í að gagnrýna Samfylkingunna að tala ekki einum rómi. En hvað er þetta?

Sigurður Kári hefur nú ósjaldan komið í fjölmiðla og í ræðustól Alþingis og talað mikið um að einstakir þingmenn Samfylkingar tali ekki eftir einhverjum flokkslínum. Hann hefur þá oft týnt til einhver smámál hér og þar. En nú kemur bara í ljós að þetta er nú eins í hans flokk og hjá honum líka:

www.ruv.is

Ekki samgöngumiðstöð strax

Sigurður Kári Kristjánsson telur að ekki eigi að hefja byggingu samgöngumiðstöðvar í Öskjuhlíð fyrr en ljóst sé hvar flugvöllurinn eigi að vera. Hann er hins vegar sáttur við ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Reykjavíkurflugvöll.

Sigurður Kári gagnrýndi í fréttum Útvarpsins fyrir helgi drög að ályktun um samgöngumál sem þá lá fyrir landsfundinum. Fannst honum að með ályktunni væri völlurinn festur í sessi í Vatnsmýrinni. Ályktuninni var breytt í starfshópi landsfundar um samgöngumál á þann veg að í stað þess að miða sérstaklega við aðgengi að þjónustu í miðborg Reykjavíkur er miðað við þjónustu í borginni í heild. Sigurður Kári telur þessar breytingar koma til móts við þá gagnrýni sem hann hafði uppi.

Í ályktuninni kemur einnig fram að mikilvægt sé að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll auk þess sem tiltekið er núverandi flugstöð sé úrelt og hamli samkeppni í innanlandsflugi. Sigurður Kári hefur efasemdir um að byggja samgöngumiðstöð í Öskjuhlíð strax. Slíkt minnki líkurnar á því að flugvöllurinn verði færður.

Síðan gætum við farið út í að Einar Oddur hefur nú oft gagnrýnt gerðir síns eigin flokks í efnahagsmálum og svo framvegis. Fannst bara að rétt að nefna þetta.

Ps. er það bara ég eða minnir þetta merki Sjálfstæðisflokksins á Bílastæðamerki og er það þá merki um kyrrstöðu ef þeir halda völdum


Er ekki rétt að bíða úrslita kosninga áður en menn fara fram á umboð til stjórnarmyndunar?

Finnst þetta hálf hrokafullt hjá honum Geir. Það gæt bara vel komið upp sú staða að þjóðin kysi þannig að hægt væri að gefa honum smá frí frá erlinum í forsetisráðuneytinu.

Eins á ég eftir að sjá það að Sjálfstæðismenn eigi eftir að láta af skítkasti því sem þeir hafa verið með t.d. út í Ingibjörgu Sólrúnu og gerast málefnalegir. En það verður gaman að fylgjast með því.

ps. Ekki byrjar það nú vel þetta með málefnalega kosningabaráttu var að lesa pistil í Fréttablaðinu eftir Einar K Guðfinnsson þar sem hann segir m.a.

Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins.

Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna.

Einar er jú ráðherra í ríkisstjórn þar sem Samgönguráðherra lofaði vega og samgönguframkvæmdum fyrir um 390 milljarða. Einar sjálfur búinn að standa í ævintýrum með hvalveiðar að gjörsamlega vanhugsuðu mál. Ég held að hann ætti að hlusta á formann flokksins og gera meira af því þegja þegar hann hefur ekkert vitrænt að segja.

Frétt af mbl.is

  Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Innlent | mbl.is | 15.4.2007 | 15:07
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Geir H. Haarde í lok... Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þegar hann sleit landsfundi flokksins í dag, að hann færi fram á það, að fá endurnýjað traust og endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn Íslands. Þá sagði Geir að kosningabaráttan, sem fer í hönd fyrir alþingiskosningarnar, yrði málefnaleg af hálfu flokksins vegna þess að þau málefni, sem flokkurinn setti fram, væru góð.


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja nú er stefnt að því að einkavæða orkufyrirtækin

Það er orðið fátt eftir til a færa einkavinum Sjálfstæðisflokksins nema orkufyrirtækin og heilbrigðiskerfið og nú á að opna á það. Þetta var reyndar vitað að stæði til. Öll löggjöf og gjörðir síðustu ára hafa verið að undirbúa jarðveginn fyrir þetta. Og þjóðin lætur þetta væntanlega yfir sig ganga og borga svo brúsan þegar fram í sækir þar sem hún getur ekki keypt orku annarstaðar.

Þessvegna var unnið að þvi í vetur að sameina orkufyrirtæki í eigu ríkisins en sem beturfer tókst það ekki.Eins var um auðlindalögin, vatnalögin og þjóðlendur sem stóð til að færa Landsvirkjun.

 Nú er hver síðastur til að stoppa þetta.

Frétt af mbl.is

  Skoðað verði að færa eignarhald á ríkis á orkufyrirtækjum til einkaaðila
Innlent | mbl.is | 15.4.2007 | 13:57
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur í ályktun um umhverfis og auðlindanýtingu til, að skoðaðir verði kostir þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum yfir til einkaaðila, sérstaklega með tilliti til samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða.


mbl.is Skoðað verði að færa eignarhald á ríkis á orkufyrirtækjum til einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja samfylkingin á leið upp en Vg niður - Hvað er að?

Könnu Fréttablaðsins 15.04 Samfylkingin mælist með 22,3% í nýrri könnun Fréttablaðsins. Sem er þó skref upp á við. Vinstri græn hrapa niður skv. þessari könnun og Sjálfstæðisflokkurinn ríkur upp í 43% fylgi. Þið afsakið þó ég velti fyrir mér: Hver anskotinn er að fólki? Heldur fólk að það sé það besta fyrir Íslenskt samfélag að koma Sjálfstæðisflokknum í þá stöðu að verða hér einráður. Er fólk að sækjast eftir því að við verðum "Litlu Bandaríkin"? Þar sem þeir sem eiga peninga fá fyrirmyndartjónustu en þeir sem minna mega sín verða að sætta sig við lákmarksþjónustu?  Þar sem börn þeirra efnuðu fá fyrirmyndar skóla en hinir verða að sætta sig við lámarkskennslu. Því að markmið Sjálfstæðismanna um að draga úr ríkisafskiptum og lækka skatta (reyndar aðalega á þá ríku og fyrirtæki) hljóta að leiða til þess að þeir sem nota þjónustunna þurfa að greiða fyrir hana.

Nú vilja Sjálfstæðismenn fá Heilbrigðis og tryggingarmálaráðuneytið - Afhverju haldið þið að það sé?

Ég bið nú fólk að athuga sinn gang

 

konnun


mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband