Leita í fréttum mbl.is

Þessi fyrirtæki geta keypt fyrirtæki stanslaust en ekki lækkað verðin hjá sér.

Einkavæðing símans áttir að leiða til þess að samkeppni ykist og þar með að við fengjum þjónustu á hagstæðara verði. En manni sýnist að allt tiltækt fé sé notað til að kaup sem mest upp af litlum aðilum sem eru að reyna  fóta sig á markaði. Samkeppni hér á landi virðist vera þannig að fyrirtæki keppast við að halda sinni markaðshlutdeild með því að kaupa þá sem fara inna á markðain. Og síðan að halda svona svipuðu verði og hinn risinn á markaði. Síðan er ógrinni eytt í auglýsingar til að reyna að veiða fólk í viðskipti. En samt ekki boðið hagkvæmari verð. Maður hefði haldið að Síminn sem stærsti aðilinn á markaði ætti að vera með hagstæðustu verðin.

Frétt af mbl.is

  Síminn kaupir Sensa
Viðskipti | mbl.is | 16.4.2007 | 17:20
Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð er trúnaðarmál. Markmið með kaupunum er að styrkja enn frekar þjónustu og ráðgjöf Símans til fyrirtækja bæði innanlands og erlendis.


mbl.is Síminn kaupir Sensa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuhreinsunarstöð á Vestfirði?

Ríkisstjórnin hefur undanfarin ár haft uppi stór orði um að enginn annar iðnaður en stóriðja sé möguleg hér á landi þar sem að fyrirtækjum í örðum greinum finnist við ekki fýsilegur kostur. Það sé orkan sem þau séu að sækja hingað og því sé það aðeins álver sem koma til greina.

Síðan hlustar maður á fréttir í Sjónvarpinu í kvöld og Kastljós þar sem að reyfaðar eru hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Skv því sem sagt var þá notar hún aðeins 15 megavött sem er nú brotabrot af því sem álver notar og þarf ekki einusinna að virkja neittt fyrir það., hún lætur frá sér um 1/10 af þeim mengunarefnum sem koma frá álveri. Hægr að staðsetja hreinsistöðinna afskekkt þannig að hún blasi ekki við. Og síðast en ekki síst þá skaffar svona hreinsistöð um 500 ársverk.

Það er nátturulega nokkur atrið sem valda manni áhyggjum en það eru þessi olíuslys og lekar sem maður heyrir um.  En á móti kemur að umferð olíuskipa er víst sífellt að aukast norður fyrir Vestfjörðum þannig að þessi hætta er að einhverjuleiti til staðar.

En samt hugsar maður að ef þetta er gerlegt þá hefði verið hægt að byggja svona stöð á Reyðarfirði og ekki þurft að virkja Kárahnjúka og 500 manns fengi störf í stað 450 í Reyðaráli.

Það ef að minnst kosti rétt að skoða kosti þessa verkefnis og galla sem og áhættur við það.

Frétt af www.ruv.is

Tillaga um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum

Íslenskir og rússneskir athafnamenn eru langt komnir með hugmyndir um að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Náist samvinna við stjórnvöld gæti stöðin risið á næstu fjórum árum og þar skapast rúmlega 500 störf. Athafnamennirnir segja að mengun frá stöðinni yrði vegin upp með hreinna eldsneyti á bíla- og skipaflota landsmanna og líkur séu á að bensínverð í landinu lækki.

Fyrirtæki sem heitir Íslenskur hátækniiðnaður, þar sem aðaleigendur eru Ólafur Egilsson og Hilmar F. Foss, hafa tekið höndum saman við rússneska fyrirtækið Kata Mag-Nafta, dótturfyrirtæki Geostream, með hugmyndir um hreinsistöðina. Samkvæmt heimildum fréttastofu Sjónvarps hafa mjög stórir fjárfestar líst áhuga á að taka þátt ef grænt ljós verður gefið hjá stjórnvöldum og viðkomandi sveitarfélagi. Hugmyndin er að framleiðslugeta stöðvarinnar verði 150.000 tunnur á dag og þar muni starfa 500-700 manns, þar af um fimmtungur háskólamenntaður


Þetta er nú einskonar "Útför"

Allir þingmenn (Sigríður Anna Þórðardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason),.sem fara með forseta alþingis í þessa ferð eru að hætta störfum. Dálítið sérkennilegt að eiginmaður hennar Sólveigar þurfi að fara með. Því má kannski segja að þetta sér "Útför"

Frétt af mbl.is

  Forseti Alþingis í heimsókn til Kalíforníu
Innlent | mbl.is | 16.4.2007 | 15:08
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, munu heimsækja Kaliforníu dagana 17.-23. apríl í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu.


mbl.is Forseti Alþingis í heimsókn til Kalíforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildu Bandaríkjamenn læra nokkuð af þessu?

Það er harmleikur að reglulega skuli Bandríkjamenn lenda í þessu. Það er nokkuð ljóst að þessi menning bandaríkjana að öll vandamál megi leysa með byssum og ofbeldi á sinn þátt í að einstaklingar sem eiga erfitt geðrænt grípa til svona aðgerða. Enda er félag byssueigenda í Bandaríkjunm eitt voldugast félag í Bandríkjunum og kaupir sér frambjóðendur og flokka til að standa vörð um nær óheftar heimildir til að eiga byssur.

Og Bush sem Texasbúi og fylgjandi þessu frjálsræði með byssur sem og mátt ofbeldis elur á þessu.

Því miður held ég að þetta breytist seint.

Frétt af mbl.is

  Bush harmi sleginn vegna fjöldamorðanna í tækniskólanum í Virginíu
Erlent | AFP | 16.4.2007 | 21:15
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann væri harmi sleginn vegna skotárásarinnar í tækniskólanum í Virginíu sem varð þess valdandi að 33 létu lífið, með árásarmanninum meðtöldum, og fjölmargir særðust


mbl.is Bush harmi sleginn vegna fjöldamorðanna í tækniskólanum í Virginíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað skildi stjórn Flugstoða ohf. hafa fengið í laun fyrir þessa 9 fundi?

Gaman væri að einhver upplýsti hvað þessir stjórnarmenn fá í laun þó ég geri ráð að engin upplýsi það. Og er þetta Sæunn Stefánsdóttir alþingismaður sem situr í stjórn? Ef svo er væri gamn að vita hvaða þekkingu hún er að leggja stjórninni til.

Og hverning getur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þakkaði stjórn og starfsmönnum Flugstoða ohf. fyrir vel unnin störf við undirbúning og fyrstu skrefin í starfseminni? Þegar að stjórnin byrjaði með látum og á tímabili leit út fyrir að enginn flugumferðastjóri yrði þar við störf.

Og hver var það sem kaus stjórnina þegar að ríkð á allt hlutafé í þessu fyrirtæki og Sturla fer með þau öll?  Hver gæti t.d. boðið sig fram á móti þessari stjórn?

Frétt af mbl.is

  Fyrsti aðalfundur Flugstoða ohf. var haldinn í dag
Innlent | mbl.is | 16.4.2007 | 19:53
Aðalfundur Flugstoða ohf. var haldinn í dag og gerði Ólafur Sveinsson, formaður stjórnar, grein fyrir helstu störfum stjórnarinnar frá því félagið var stofnað 6. júlí 2006. Þá var stjórn Flugstoða ohf. endurkjörin


mbl.is Fyrsti aðalfundur Flugstoða ohf. var haldinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsameistari ríkisins 120 ára

Hélt að maðurinn væri löngu dáinn.  En skv. þessu er hann en að halda upp á afmælið sitt.

Frétt af mbl.is

  Húsameistari ríkisins 120 ára
Innlent | mbl.is | 16.4.2007 | 12:23
120 ár eru í dag liðin frá fæðingardegi Guðjóns Samúelssonar. Um þrjátíu ára skeið gegndi Guðjón starfi húsameistara ríkisins og hannaði á þeim tíma margar af helstu opinberu byggingum landsins. Í tilefni afmælisins standa Arkitektafélag Íslands og Háskóli Íslands fyrir fyrirlestri um Guðjón.


mbl.is 120 ár frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftagangurinn þarna úti.

Hvernig trúir fólk svona sögum? Heldur fólk að reyndir menn eins og Brad Pitt sé að bera út svona sögur um sig og konuna sína til manna sem leka þessu í blöðin. Þetta er enn eittmerkið um hversu rotið þetta samfélag er að verða þarna í Hollywood. Og hvurn djölful kemur þetta okkur við. Ef fólk hefur áhyggjur þá kærir það bara til barnaverrndarnefndar.

Frétt af mbl.is

  Óttast að Angelina vanræki dóttur sína
Veröld/Fólk | mbl.is | 16.4.2007 | 8:12
Angelina heldur heim á leið með Pax frá Hanoi í mars. Fregnir herma að Brad Pitt sé miður sín vegna þess hve Angelina Jolie sýni dótturinni Shiloh litla athygli. Óttast vinir þeirra að hún sýni ættleiddu börnunum sínum tveim, sonunum Maddox og Pax og dótturinni Zahara, alla athygli á kostnað Shiloh.


mbl.is Óttast að Angelina vanræki dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var komin tími til að einhver flokkur nefndi eftirlaunafrumvarpið.

Á tímabili var ég farin að óttast að ekkert yrði minnst á eftirlaunafrumvarp þing- og ráðamanna. Lögin sem voru klæðskerasniðin í kring um að Davíð og starfslok hans í stjórnmálum. Eins þá halda menn fullum eftirlaunum þó þeir séu í fullu starfi hjá ríkinu eftir að hafa hætt á þingi. Eins þá ávinna menn sér full réttindi á innan við 20 árum.  Þessu verður að breyta og stjórnarflokkarinir voru búnir að lofa því í síðustu kosningum. En hafa svo ekkert gert.

Frétt af mbl.is

  Eftirlaunalögin verði endurskoðuð í heild sinni
Innlent | Morgunblaðið | 16.4.2007 | 5:30
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að endurskoða þurfi lög um eftirlaun æðstu ráðamanna landsins í heild sinni og aðlaga eftirlaunarétt þeirra betur að því sem almennt gerist hjá ríkisstarfsmönnum. Stefna eigi að því að lífeyrisgreiðslur til ráðamanna taki mið af þeim greiðslum sem viðkomandi hefur innt af hendi í lífeyrissjóð.


mbl.is Eftirlaunalögin verði endurskoðuð í heild sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Birgisson ekki tilbúinn að viðurkenna mistök.

Gunnar Birgisson hefur verið gagnrýndur vegna þess að Kópavogur viriðist ekki geta staðið við saminga við hestamenn úr Gusti sem bærinn var búinn að kaupa út af svæði sínu Glaðheimum með loforði um nýtt svæði. Hestamenn hefa gagnrýnt hann fyrir að illa gangi í samskiptum við bæinn og að menn sjái ekki fram á að nýtt svæði verði tilbúið til byggingar nýrra húsa í tíma til að klára þau fyrir veturinn. En Gunnar segir bara eins og í Heiðmerkurmálinu að þetta sé allt skipulagsstofnun að kenna og þetta séu nú allt að reddast. Held að Gunnar verði nú að fara að athuga að Kópavogur er ekki fyrirtæki heldur bæjarfélag og samskipti við fólkið í bænum eiga ekki að fara fram eins og þetta séu vanþakklátir viðskiptavinir heldur er þetta fólkið sem býr í bænum og kjósendur:

www.visir.is

Fréttablaðið, 16. apr. 2007 00:30


Hestamenn geri sig sjálfir klára

„Mér þykir það mjög undarlegt og skrítin vinnubrögð af einu íþróttafélagi bæjarins að byrja á því að fara í fjölmiðla með ályktun áður en bæjarstjórnin fær hana," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, um áskorun hestamanna í Gusti til bæjaryfirvalda.

Stjórn hestamannafélagsins Gusts segir erfiðlega ganga að fá bæjaryfirvöld í Kópavogi til að standa við gerða samninga og tímaáætlanir varðandi flutninga hesthúsahverfisins úr Glaðheimum á Kjóavelli. Í ályktun sem samþykkt var einróma á félagsfundi Gusts er skorað á bæjaryfirvöldin að standa við samningana; jafnt samninga um reiðleiðir út frá Glaðheimum og samninga um flutning félagsins og félagsmanna á Kjóavelli. Í stefni að ekki verði af flutningi félagsins fyrr en á næsta ári.

„Það var reiknað með að hægt væri að byrja í apríl en því seinkar um einn mánuð eða tvo, sem er aðallega út af skriffinnsku skipulagsyfirvalda; skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytis," segir Gunnar bæjarstjóri. „Við höfum sagt þeim að það verði tvær dagsetningar við afhendingar á götum, annars vegar í maí og hins vegar í ágúst. Það er því engin ástæða til að fresta þessum flutningi og ég held nú að það standi upp á þá sjálfa að gera sín eigin mál klár því þeir eru ekki tilbúnir að fara að byggja."- gar
Ég held nú að það standi upp á þá sjálfa að gera sín eigin mál klár því þeir eru ekki tilbúnir að fara að byggja.

Gunnar I. Birgisson
bæjarstjóri


Bloggfærslur 16. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband