Leita í fréttum mbl.is

Fermingar - Skrípaleikur sem kirkjan tekur þátt í af líf og sál.

Var að lesa eftirfarandi á blogginu hans Steingríms Sævarrs og er nóg boðið. Afhverju er kirkjan ekki löngu búin að bregðast við þessu? T.d. að halda fermingu að kvöldi dags á virkum degi og gera þessar veislur og peningaplokk erfiðara.

Frekja fermingarbarna

Denni 2. apríl 2007

Það nýjasta í fermingum er að senda út boðskort þar sem “gjafir undir 8.000 krónum eru afþakkaðar”.

Með þessu er svo sendur listi með “þóknanlegum” verslunum þar sem þeim sem ætla að gefa gjafir er bent á að versla í…fyrir meira en 8.000 krónur.

Hvað næst? Lokað útboð?

Man ekki alveg hverning þetta var en fór ekki byltingarmaðurinn Jesú inn í musterin og ruddi út sölumönnum og básum. Er ekki orðið makalaust að kirkjan stendur fyrir nær öllum þeim tækifærum ársins þar sem að fólk og verslunarmenn sleppa sér í kaupæði. Jólin, fermingar, brúðkaup, Páskar og fleira. Þannig að verslunarmenn og krikjan virðiast vera komin í gott samstarf.


Alcan getur hugsanlega breytt núverandi húsnæði sínu og aukið framleiðslu í 350 þúsund tonn

Heyrði viðtal við Lúðvík bæjarstjóra í Hafnarfirð. Meðal annars koma fram í fréttinni að með því að rífa eldri skála álversins og byggja þar þá skála sem voru hugsaðir sem viðbót þá geti þeir aukið framleiðslu sína upp í a.m.k. 350 þúsund tonn innan núverandir skipulags. Þannig að eftir sem áður getur Alcan stækkað um helming án þess að til þurfi að koma breytinga á skipulagi. Því held ég að það sé langt í að álverið fari.

Held að menn hefðu nú getað sparað stóru orðinn um að álverið mundi hlaupa í burtu og ekkert nema eymd og vesöld biði hafnfirðinga

frétt af www.ruv.is

Alcan gæti enn stækkað í Straumsvík

Alcan gæti hæglega stækkað álver sitt í Straumsvík upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar í Hafnarfirði á laugardaginn. Ekki er hægt að útiloka að þetta verði gert segir bæjarstjórinn.

Hafnfirðingar felldu sem kunnugt er um helgina, deiliskipulagstillögu sem gerði ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík upp í 460.000 tonna framleiðslugetu. Nú er árlega hægt að framleiða 180.000 tonn af áli í Straumsvík í þremur kerskálum. Í tveimur hinna eldri er hægt að framleiða 55.000 tonn í hvorum skála en 70.000 tonn í þeim nýjasta. Tillagan sem kosið var um á laugardaginn gerði ráð fyrir að hægt yrði að reisa tvo nýja kerskála og í hvorum um sig mætti framleiða 140.000 tonn á ári. Samtals stóð því til að tvöfalda framleiðslugetuna, upp í 460.000 tonn. Samtals áttu því skálarnir að verða fimm.

Hins vegar á Alcan enn leik á borði sem er að rífa tvo elstu skálanna, sem samtals framleiða um 110.000 tonn, og reisa í staðinn þá skála sem til stóð að bæta við þar sem samanlögð framleiðslugetan er 240.000 tonn. Þannig gæti því framleiðslugeta álversins í Straumsvík farið upp í 350.000 tonn án þess að samþykkja þurfi nýtt deiliskipulag.  Þegar er fyrirliggjandi starfsleyfi fyrir allt að 460.000 tonna verksmiðju og umhverfismatið liggur líka fyrir þótt kannski þurfi að gera á því lítilsháttar lagfæringar.


mbl.is Alcan: Niðurstöður kosninganna í Hafnarfirði skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðiheimildir og Evrópusambandið

Var að lesa pistil Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu í dag.  Þar er hann að fjalla um skýrslu Evrópunefndarinnar og segir m.a.

Fréttablaðið, 02. apr. 2007 06:00


Ísland færist nær Evrópu

Íslendingar munu ekki tapa aflaheimildum þó þeir gangi í Evrópusambandið. Það er ein merkasta ályktunin sem draga má af ítarlegri skýrslu Evrópunefndar, sem út kom á dögunum.

Í henni kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda innan sambandsins byggist á sögulegri veiðireynslu sem miðast "við nýlegt tímabil sem gæfi eðlilega mynd af veiðum undanfarin ár." Þar sem ekkert ríkja sambandsins hefur veitt svo neinu nemur í íslenskri landhelgi undanfarna þrjá áratugi þarf því enga undanþágu til að tryggja forræði Íslendinga á veiðum í lögsögu landsins. Þar með er lögð endanlega til hvílu ein þrálátasta röksemd andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Ótvírætt forræði yfir fiskveiðum

Forræði Íslands yfir sjávarauðlindinni við inngöngu í Evrópusambandið var niðurstaða æðstu embættismanna sambandsins á sviði sjávarútvegsmála sem komu fyrir Evrópunefndina. Sumir þeirra voru svo bjartsýnir fyrir okkar hönd að telja að harðsnúnir samningamenn af Íslands hálfu gætu tryggt okkur auknar veiðiheimildir í krafti nýrra fiskveiðisamninga sem sambandið kynni að gera við þriðju ríki, eða gegnum vannýtta samninga sem þegar eru fyrir hendi.

Þetta er athyglisverð niðurstaða og mikilvæg. Andstæðingar aðildar hafa árum saman dregið upp þá mynd, að gengju Íslendingar í sambandið þýddi það innrás erlendra ryksuguskipa inn í landhelgina sem myndu engu eira. Þetta hefur verið harðasta og tilfinningaríkasta röksemdin gegn því að Ísland sækti um aðild. Skýrsla Evrópunefndarinnar hefur afgreitt þá bábilju endanlega út af borðinu.

Athyglisvert.


Smá spurning um álver

Hefur einhver velt því fyrir sér afhverju að þessu erlendu fyrirtæki sækjast eftir því að framleiða ál hér? Nú hefði maður haldið að þeir gætu fengið ódýrt rafmagn t.d. í Suður Ameríku og í Asíu. Og ódýrara vinnuafl í Austur Evrópu. Og sjálfssagt fengið að virkja þar líka. Hér er skv. því sem sagt er margföld laun á við þar sem er annarstaðar.

Maður hlýtur að álykta að það sé vegna þess að hér fá menn rafmagn á útsöluverði sem og að skattar og gjöld sem samið er um séu óvenju hagstætt.

Við verðum að gera þá kröfu að þau álver sem hugsanlega rísa hér í framtíðinni borgi almennilega fyrir orkunna sem og að þau greiði skatta og skyldur eins og önnur fyrirtæki hér á landi. Við megum ekki hugsa þetta sem ráðstafanir til að bjarga atvinnumarkaði eða eitthvað svoleiðis. Við látum þau berjast um orkunna og metum einnig hversu góðar mengunarvarnir þau ætla að nota. En við bíðum með frekari álver þar til að við eru orðin sátt um umhverfisáætlanir, náttúruvernd og virkjanakosti. (jú ég veit að það verða aldrei allir sammála, en aukinn meirihluti væri góður)

Ofsalega er ég þreyttur á þessu tauti í Jóni Sigurðssyni sem heldur áfram þessum söng sínum á www.ruv.is

Iðnaðarráðherra hafnar stóriðjustoppi

Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir úrslit kosninganna í Hafnarfirði þar sem stækkun álvers Alcan var hafnað ekki þýða að lokað verði á frekari framkvæmdir um land allt.

"Þjóðin mun ekki kjósa yfir sig afturkipp og atvinnuleysi" segir hann. Hann segir að þó að stækkun álversins í Straumsvík "frestist" - hafi það eitt og sér ekki mikil áhrif á efnahagslífið.Hann hafi hvergi heyrt nema kannski hjá hörðustu afturhaldsöflum að það komi til greina að skrúfa fyrir allar áætlaðar framkvæmdir í landinu hérna hafi einungis verið um að ræða eitt fyrirtæki á einum stað.


Jón segir að íslenska hagkerfið hafi aldrei verið sterkara í sögu þjóðarinnar - margir hafi þó haft áhyggjur af því að framkvæmdir í Straumsvík myndu valda þenslu í efnahags og atvinnulífi. Það hefði þó ekki þurft að verða - en nú sé óvíst hvaða áhrif úrslitin hafi á fjárfestinga- og viðskiptaumhverfið í landinu.


Jón telur úrslitin í Hafnarfirði ekki vera fyrirboða fyrir úrslit alþingiskosninganna.

 


mbl.is Mikilvægur áfangi í náttúruverndarbaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband