Leita í fréttum mbl.is

Veiðiheimildir og Evrópusambandið

Var að lesa pistil Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu í dag.  Þar er hann að fjalla um skýrslu Evrópunefndarinnar og segir m.a.

Fréttablaðið, 02. apr. 2007 06:00


Ísland færist nær Evrópu

Íslendingar munu ekki tapa aflaheimildum þó þeir gangi í Evrópusambandið. Það er ein merkasta ályktunin sem draga má af ítarlegri skýrslu Evrópunefndar, sem út kom á dögunum.

Í henni kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda innan sambandsins byggist á sögulegri veiðireynslu sem miðast "við nýlegt tímabil sem gæfi eðlilega mynd af veiðum undanfarin ár." Þar sem ekkert ríkja sambandsins hefur veitt svo neinu nemur í íslenskri landhelgi undanfarna þrjá áratugi þarf því enga undanþágu til að tryggja forræði Íslendinga á veiðum í lögsögu landsins. Þar með er lögð endanlega til hvílu ein þrálátasta röksemd andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Ótvírætt forræði yfir fiskveiðum

Forræði Íslands yfir sjávarauðlindinni við inngöngu í Evrópusambandið var niðurstaða æðstu embættismanna sambandsins á sviði sjávarútvegsmála sem komu fyrir Evrópunefndina. Sumir þeirra voru svo bjartsýnir fyrir okkar hönd að telja að harðsnúnir samningamenn af Íslands hálfu gætu tryggt okkur auknar veiðiheimildir í krafti nýrra fiskveiðisamninga sem sambandið kynni að gera við þriðju ríki, eða gegnum vannýtta samninga sem þegar eru fyrir hendi.

Þetta er athyglisverð niðurstaða og mikilvæg. Andstæðingar aðildar hafa árum saman dregið upp þá mynd, að gengju Íslendingar í sambandið þýddi það innrás erlendra ryksuguskipa inn í landhelgina sem myndu engu eira. Þetta hefur verið harðasta og tilfinningaríkasta röksemdin gegn því að Ísland sækti um aðild. Skýrsla Evrópunefndarinnar hefur afgreitt þá bábilju endanlega út af borðinu.

Athyglisvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband