Leita í fréttum mbl.is

Velferðarráðuneyti - Kominn tími til

Lýst vel á þessa nýju uppstillingu. Það er náttúrulega mun eðlilegra að tryggingarráðuneytið flytji yfir til félagsmálaráðuneytis og þar fer manneskja sem hefur áður sýnt kraft og dug í að vinna að hag þeirra sem minna mega sín. Það er athyglisvert að sjá að Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Össur með reynslu sem ráðherra verður Iðnaðarráðherra en skrítið að Björgvin verður viðskiptaráðherra hann hefur jú mest látið sig menntamál varða. Ágúst hefði kannski verið sá sem maður hefði horft til.  Kristjáni var varla hægt að ganga framhjá þar sem hann fékk ágætt fylgi í NA kjördæmi og hefur látið sig samgöngumál mikið varða. Í heild er þetta flott val og skipan í ráðuneyti.

Svo er bara fyrir Samfylkingar ráðherra að standa sig og sýna að þeir ætli sér að standa við það sem var lofað í kosningabaráttunni. Gera átak í samgöngum, húsnæði fyrir aldraða og bæta stöðu þeirra sem lægst eru settir í þjóðfélaginu.


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking sýnir þarna jafnrétti í raun

Það er náttúrulega spurning um að velja hæfasta fólk í hvert embætti. Og þar sem að fáir fulltrúar Samfylkingar (aðeins Jóhanna og Össur) hafa verið ráðherrar þá er þetta náttúrulega kjörinn vettvangur til að sína jafnrétti í raun. Því má segja að Ingibjörg fari strax að uppfylla það sem hún og Samfylkingin lofuðu fyrir kosningar. Þar sem var vísað til þess hvernig staðið var að þessum málum í Reykjavík.

Þó finnst mér þegar ég hef lesið yfir nokkur blogg um þessa frétt að fólk sé að hengja sig of mikið í þetta (þ.e. sumir á móti þessu þar sem að þeir halda að þar með sé gegnið framhjá hæfari aðilum og svo hinir sem eru hrifnir af þessu) að flokkar leggi allt of mikla áherslu á völd og hverjir fari með þau. Finnst að stjórnmálaflokkar eigi að vera lýðræðislegar stofnanir þar sem að ráðherrar starfi bæði í tengslum við baklandið sitt sem og að fylgja málefnaskrá stjórnarinnar sem flokksfélögin hafa samþykkt. Mér líkar illa að ráðherrar séu bara í tengslum við flokkinn sinn á 4 ára fresti fyrir kosningar.

En til að koma á jafnrétti hér á landi er nauðsynlegt að æðsta stjórn landsins fari á undan með góðu fordæmi. Þessum kynjamun verður að eyða hið fyrsta.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stjórn kynnt í kvöld?

Nú virðist allt stefna í að ný stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verð kynnt í kvöld. Nú er hafið þetta vanalega ferli þegar þingmenn eru kallaðir einn og einn til formanns og staða þeirra kynnt. En miðað við að það er fundur hjá flokksráði Samfylkingar er klukkan 20:00 þá gæti verið að þeir biðu morguns með formlega kynningu:

Af www.textavarp.is

Ný ríkisstjórn trúlega kynnt í kvöld  
Geir H. Haarde hefur í morgun verið í 
Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og  
rætt þar við þingmenn Sjálfstæðis-    
flokksins einn af öðrum. Þetta þykir  
til marks um það að stjórnarmyndunar- 
viðræðum sé í raun lokið, verið sé að 
kynna þingmönnum niðurstöðurnar.      
                                       
Fundur í flokksráði Sjálfstæðisflokks-
ins hefur verið boðaður kl. 19 í kvöld
og fundur í flokksstjórn Samfylkingar-
innar kl. 20. Þessar stofnanir þurfa að
samþykkja stjórnarþátttöku flokkanna  
formlega. Líklegast þykir að ný stjórn
verði kynnt í kvöld.                  
                                       
Formenn flokkanna hafa ekkert viljað  
segja um skiptingu ráðuneyta eða skipan
í ráðherrastóla.


Bloggfærslur 22. maí 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband