Leita í fréttum mbl.is

Skil varla hvernig nokkrum dettur í huga að vilja Framsókn í stjórn eins og formaðurinn lætur

Hef verið að hlusta á umræðuþætti nú að undanförnu þar sem rætt hefur verið við formenn flokkanna. Og ég get bara ekki skilið að fylgi við Framsókn sé að aukast. Og að svo margir vilji hann í ríkisstjórn.

Mér finnst að málflutningur Jóns Sigurðssonar sé að verða full einhæfur. En hann gegur út á:

  • Það má alls ekki stoppa stóriðju eða hægja á
  • Það verður að búa vel að atvinnulífinu
  • Það verður að gæta að því að gera vel við þá sem eiga peninga svo þeir fjárfesti hér.
  • Og ef að Framsókn komist ekki í stjórn með Sjálfstæðismönnum þá verði hér allt stopp

Ég get ekki séð að hann sé meðvitaður um að fyrirtæki kjósa ekki. Og við íslendingar erum ekki svo skyniskroppin að halda að stóriðja sé lausn alls. Við vitum að þessi stóriðja er að nýta orku sem á meðan er ekki föl á almennilegu verði fyrir íslensk iðnfyrirtæki eða erlend fyrirtæki sem vilja koma hingað með sína framleiðslu sem gæti kannski verið umhverfisvænni en álver.

Eins vill ég minna hann og Geir á það að þessi fyrirtæki sem eru í útrás skapa okkur sífellt færri og færri störf og tekjur þeirra og starfsmanna skila sér ekki til okkar þar sem að það eru mest stjórnendur sem fylgja þessari útrás héðan og síðan eru það erlendir starfsmenn sem vinna störfinn þar.  Þannig að þegar að dregur úr þennslunni sem verður sífellt erfiðara að gera án þess að það valdi miklum erfiðleikum fyrir marga, þá verða hér færri og færri mögurleikar til atvinnu vegna þess að störfinn við framleiðslu, fjármálastarfssemi og hátækni eru að flytjast héðan í hagstæðara umhverfi þar sem lág laun vega upp m.a. hátt orkuverð hér til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Vegna þess að við erum að selja stóriðju orku á lágmarksverði.


mbl.is Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir kjósendur furðulegt fyrirbæri.

Það er með ólíkindum hverning fylgið virðist sveiflast til og frá Vg skv. þessu könnunum. Maður sér ekkert sem hefur gerst á þessari viku sem liðin er frá síðustu könnun sem réttlætir þessa sveiflu. Á mánuði hefur fylgið dottið um hva svona 7 til 8%. Og ekki hefur það farið til Íslandshreyfingar, þannig að maður hýtur að álykta sem svo að þar sem að fólk sé búið að gleyma umhverfismálum aftur. Og vaknar svo eftir ár og skilur ekkert í sér að hafa kosið þessa stjórn Sjálfstæðis og Framsóknar yfir sig aftur. Eins þá virðast þjóðin vera búin að gleyma stríði öryrkja og ellilífeyrisþega fyrir mannsæmandi kjörum. Það væri kannski holt fyrir fólk að ýmynda sér hverning ástandið væri hér ef að ríkið hefði ekki verið barið til samninga oft og iðulega hér á síðustu árum. Af því ætti fólk að vita að allar aðgerðir til bæta hag þeirra sem minna mega sín verða ekki af frumkæði þessara tveggja flokka. Það verður allt logandi hér í kjaradeilum á næsta ári til að reyna að bæta kjör þeirra sem lægst fá launin ef þessi stjórn heldur áfram. Eins þá veldur þennslan því að erfitt verður að ráða í störf í skólum og leikskólum.

En að öðru ég er sáttur við að minn flokkur er á uppleið.

 

Kosn.2003

27.apr

4.maí

 

%

menn

%

menn

%

menn 

B-listi

18

12

10

6

10

6

D-listi

34

22

39

26

40

27

F-listi

7

4

6

3

6

3

I-listi

-

-

2

0

3

0

S-listi

31

20

21

14

24

15

V-listi

9

5

21

14

18

12

Þessi færsla hefur aldrei verið vistuð

Frétt af mbl.is

  Samfylkingin aftur fram úr VG
Innlent | Morgunblaðið | 4.5.2007 | 5:30
Mynd 427357 Ný könnun Capacent Gallup sýnir litlar breytingar á fylgi flokkanna á landsvísu miðað við síðustu könnun 28. apríl að því undanskildu að Samfylkingin er á ný orðin talsvert stærri en Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Stjórnarflokkarnir halda meirihluta á þingi ef könnunin gengur eftir.

mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ansi krassandi lýsing á ástandi Framsóknar

Las eftirfarandi á blogginu Bæjarslúðrinu hans Björgvins Vals. Hann er ekki að skafa af því:

Hræ

posted Thursday, 3 May 2007

Framsóknarflokkurinn er þessa dagana eins og rolla sem orðið hefur úti uppi á fjöllum og liggur rotnandi fyrir hunda og manna fótum.  Enn má greina að þarna sé sauður en holdið er löngu rotið, eftir liggja skinin beinin og við vitum að næst þegar við eigum leið um, verða þau líka horfin.

Það vantar allt kjöt á beinin hjá Framsókn, hverju laginu af öðru er svift burtu og sýkt innihaldið blasir við.

 


Þetta lofar góðu. Samfylkingin komin á rétt ról í SV kjördæmi.

Ég verð að segja að þetta voru ánægjulegar vísbendingar um stöðu Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi. 4 þingmenn og aðeins um 3% undir því sem hún fékk í síðustu kosningum. Innan skekkjumarka!

Ég í bjarsýni minni trúi að þarna sé að endurspeglast þróun sem á eftir að verða um allt land næstu daga.

sv3maiwww.ruv.is


Æ ég veit það ekki! Ég er löngu búinn að missa trú á honum Guðjóni

Bara svona fyrst að hann er að biðja fjölmiðla um að varast dylgjur og rakalausum fullyrðingar, þa finnst mér við hæfi að setja hér inn þá upplifun sem ég hafði af Guðjóni þegar ég horfði á sjónvarp frá Alþingi nokkuð reglulega í vetur. Ég horfði á hann trekk í trekk koma í ræðustól bæði í ræðum og andsvörum þar sem hann hafði það eitt til málanna að leggja að vitna í gamlar ræður þingmanna og taka úr þeim setningar og búta og snúa útúr þeim. Held að hann hafi með galgopa hætti sínum valdið því að þingi sat deginum lengur eða svo því að menn voru að eyða orku í að svara honum.

Þannig að eftir þetta hef ég ekki trú á því að hann hafi einhverjar hugsjónir eða baráttumál sem brenna á honum heldur að hann sé bara þarna til að skemmt sér og þyggja laun fyrir.

Frétt af mbl.is

  Guðjón Ólafur: „Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum"
Innlent | mbl.is | 3.5.2007 | 21:02
Guðjón Ólafur Jónsson, alþingismaður hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV í dag, sem m.a. var vísað til í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þar ítrekar hann m.a. að mál stúlku sem fékk ríkisborgararétt eftir fimmtán mánaða dvöl á Íslandi hafi fengið að öllu leyti eðlilega og sambærilega afgreiðslu og önnur mál, og segir umfjöllun ekki mega einkennast af dylgjum og rakalausum fullyrðingum.


mbl.is Guðjón Ólafur: „Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband