Leita í fréttum mbl.is

Væri ekki skynsamlegra að banna glerílát utan skemmtistaðanna?

Hefði haldið að það væri happadrýgra að viðhalda banni við að fara með drykki út af stöðunum í glerílátum (glösum). Held að þetta bjóði hættunni heim að menn fari að byrla einhverri ólyfjan í drykki hjá fólki eða að fólk fari að sturta í sig eins og forðum. Eins þá mundu plast ílát draga kannski aðeins úr þeim glerbrotum sem einkenna miðbæinn eftir föstu- og laugardagskvöld.

Eins þá finnst mér að fólk eigi að fara að taka sig saman og lesa yfir þeim vinum sínum sem eru að beita ofbeldi í miðbænum? Í dag heyrðist af því að ráðist hefði verið á Eið Smára í miðbænum um helgina og bætist það við allt ofbeldið sem þegar höfðu komið fréttir af frá helginni.

www.ruv.is  

Ráðist á Eið Smára í miðbænum

Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona, varð fyrir fólskulegri árás í miðborg Reykjavíkur um helgina.

Samkvæmt upplýsingum frá Eggerti Skúlasyni, talsmanni Eiðs Smára, kallaði ókunnugur maður til Eiðs þar sem hann var á gangi ásamt félögum sínum nálægt Lækjartorgi. Eiður þekkti manninn ekki og svaraði því ekki kallinu. Maðurinn veittust þá að Eiði og hrinti í jörðina. Félagi mannsins kom þá aðvífandi og kýldi Eið Smára í andlitið.

Eiður er ómeiddur eftir árásina og verða engir eftirmálar að hans hálfu, að sögn Eggerts.

 Mér dettur í hug að fólk geti neitað að fara út að skemmta sér með fólki sem er að beita ofbeldi þar til að það hefur gert eitthvað í sínum málum.

Mér finnst með öllu óþolandi að saklaust fólk geti ekki lengur verið óhult að skemmta sér í bænum án þess að eiga yfir höfði sér að verða fyrir árásum bara af því að það er statt í bænum. Ég get ekki skilið að það geti verið gaman að fara í bæinn vitandi að maður er líklegur til að ráðast á aðra. Ég held að fólk sem er þannig komið fyrir ætti að hætta drekka/dópa hið snarasta áður en það veldur einhverjum óbætanlegum skaða/ miska.


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband