Leita í fréttum mbl.is

Og afhverju liggur þá svo á að gera þetta að hlutafélagi?

Hálf skrítið að daginn sem að Björn Ingi kemur fram ásamt Vilhjálmi og segir að það sé bráðnauðsynlegt fyrir Orkuveituna að verða að hlutafélgi, þá skuli vera tilkynnt um 8,2 milljarða hagnað á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Held að það sem ég hef sagt áður um þetta sé rétt og þessi frétt styðji það. Núverandi stjórnendur og fjárfestar bíða eftir því að geta platað þetta fyrirtæki úr höndum Reykvíkinga og stórhagnast á því. Það er eins og með Símann, bankana, væntanlega Ruv og fleiri fyrirtæki. Þau eru "Há effuð" og látin fjárfesta mikið þannig að hagnaður dregst saman og á því augnabliki eru þau seld á  undirvirði.

Sé enga ástæðu fyrir Borgina að breyta rekstri sem er að skila 8 milljarða hagnaði nema eitthvað búi undir.


mbl.is 8,2 milljarða króna hagnaður af rekstri Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu hafa þeir stolið af okkur eins og hin olíufélögin!

New%20Oil%20Company%20Logo

Ekki nema von að N1 græði eins og þeir og önnur olíufélög eru dugleg við hækka eldsneyti þegar heimsmarkaðsverð hækkar en gleyma síðan öll að lækka það þega verð á heims-markaði lækkar eða krónan styrkist. Og við látum þá komast upp með að taka okkur í .......................

 


mbl.is Hagnaður af rekstri N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þá byrjar ballið!

Sjálfstæðismenn búnir að vera í rúmt ár við stjórnvölin í Reykjavík og nú á að hefjast handa við að einkavæða Orkuveituna. Þetta kjaftæði um að rekstrarformið henti ekki fyrirtækinu kaupi ég ekki. Þetta á jú að vera þjónustufyrirtæki við Reykvíkinga auk þess nágranasveitarfélög eru komin undir sama hatt.

Nú þegar er Orkuveitan farin að safna að sér eignum sem nýtast munu vel við einkavæðingu. Sbr. þegar bankarnir eignuðust skyndilega tryggingarfélög rétt fyrir einkavæðingu þeirra.

Við sjáum nú á RUV hverju hluthafavæðing skilar fyrir stjórnvöld. Þar keyrir Útvarpsstjóri á bíl og rekstrarleiga hans er yfir 200 þúsund og enginn getur sagt neitt því að valdið er komið frá kosnum fulltrúum.

Ég held að fólk ætti að fara að gera ráð fyrir öðrum kyndingarmöguleikum við hönnun húsa til að vera tilbúin þegar að einkavæðingin gengur í gegn. Þetta verður eins og hjá Símanum og fleirum að það verða bara hækkanir.


mbl.is Stefnt að því að breyta OR í hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband