Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg frétt hjá Mbl.is

Til að byrja með er þeir að vitna í færslu sem Karl Pétur skrifaði rétt eftir að ríkisstjórnin kynnti viðbrögð sín eftir að forsetinn tilkynnti niðurstöðu sína. Eða nánar: 05. jan. 2010 - 15:01

Síðan hefur m.a. komið fram

  • Búið var að undirbúa viðbrögð við þessum tíðindum
  • Forsetinn gaf ríkisstjórn engan fyrirvara um hvað hann ætlaði að gera
  • Byrjað var að hafa samband við allar helstu fréttastofur þegar eftir að forsetinn tilkynnti sína ákvörðun.

Örugglega margt sem hefði mátt gera betur en 2 daga bloggfærsla sem búið er að svara  m.a. hér og Steingrímur líka í viðtölum, er varla efni á fréttavef mbl.is


mbl.is Almannatengill undrast viðbrögð forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju lestu ekki það sem almannatengillinn er að skrifa áður en þú kemur með svona bull?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af því ég var búinn að lesa það. Ríkisstjórnin var að mestu tilbúin með viðbrögð á sunnudeginum Bæði með og á móti. skv. Steingrími. Þanni var t.d. tilkynning á ensku send út strax og fundur með blaðamönnum stóð yfir. Eins var haft samband við helstu fjölmiðla.

En til þess að bregðast við þurfa þau að vita hvað sé í vændum. Og höfðu farið þess á leit að fá að vita ákvörðun Forsetans með fyrirvara sem þau fengu ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 11:44

3 identicon

Aðalfréttin er að tengdasonur forsetans til margra ára telur að það megi búast við hverju sem er frá forsetanum, nema náttúrulega samvinnu. Þetta finnst manninum svo sjálfsagt að óþarfi sé að minnast á það og þetta eigi öllum að vera ljóst.

Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:48

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Öll fyrirtæki sem ég vinn fyrir eru með viðbragðsáætlanir og tilbúnar fréttatilkynningar sem hægt er að senda með fárra mínútna fyrirvara hvert á land sem er vegna margra mála sem komið geta upp."

 (að)..."Jóhanna Sigurðardóttir, hafi, rúmum klukkutíma eftir að forsetinn vísaði Icesave lögunum til þjóðarinnar, að vinna stæði yfir við að skrifa fréttatilkynningu til erlendra fjölmiðla. Sem þá og þegar höfðu birt kolrangan skilning á málinu."

Hvernig dettur ykkur í hug að verja þetta?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 11:56

5 identicon

Ég er ekki að verja eitt eða neitt hjá einum eða neinum. Bara að benda á að tengdasonur forsetans gengur fram fyrir skjöldu og segir hann slíkt ólíkindatól að öllum sé fyrir bestu að búa sig undir hin ólíklegustu uppátæki hjá honum.

Minnir á vísuna hans Flosa heitins:

Mæti ég hýrum Hafnfirðing

í Hellisgerði,

aftan og framan og allt um kring

er ég þá á verði.

Þannig telur tengdasonur forsetans að fólki sé hollast að umgangast garminn.

Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 12:05

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já og síðan er búið að bæta við Gunnar. Sbr.

Forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnin fékk upplýsingar um ákvörðun forsetans á sama tíma og aðrir landsmenn, það er í beinni útsendingu sjónvarps. „Við vissum ekki hvað forsetinn vildi gera. Við áttum auðvitað samtöl við hann, fórum yfir stöðuna og lýstum yfir áhyggjum okkar af því að hann myndi láta þetta mál fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig sendum forseta gögn þar að lútandi, síðast í gærkvöldi, og hann ætlaði að ræða við mig áður en hann kynnti sína ákvörðun, en af einhverjum ástæðum gerðist það ekki,“ sagði Jóhanna við fréttamenn að loknum fundum í Ráðherrabústaðnum sem lauk á ellefta tímanum í kvöld.

Undirliggjandi tónn í fréttum erlendra fjölmiðla í dag hefur verið sá að ákvörðun forseta þýddi að Íslendingar hygðust ekki standa við skuldbindingar sínar í Icesave-málinu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að reynt hafi verið eftir að föngum að bregðast við þeim misskilningi meðal annars með fréttatilkynningum til erlendra fréttamiðla auk heldur sem hann hafi í dag verið í viðtölum við ýmsa erlenda fjölmiðla, meðal annars breska og hollenska.

„Um leið og við vissum um ákvörðun forseta sendum við út fréttatilkynningu auk þess sem allt stjórnkerfið fór í gang til að koma hinu rétta til skila. Það sama er einnig verkefni verkefni morgundagsins: að draga úr þeim skaða sem orðspor Íslands hefur beðið og byggja trúverðugleikann upp að nýju,“ segir Steingrímur. Hann telur líklegt að tíma getið tekið að vinna lánshæfismat aftur upp að nýju.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 12:11

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver var viðbragðsáætlun stjórnvalda? Hún var engin! Vinnan var sett í gang eftirá. Það er þetta sem almannatengillinn er að benda á.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 12:13

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Steeigrímur sagði í kastljósi minnir mig að þegar kvöldið áður hafi verið tilbúin fréttatilkynning á ensku. En eins og þú veist mæta vel voru þau enn í sambandi við forseta köldið áður að reyna að að fá hann til að átta sig á sínum rökum. Þau báðu hann um að hafa samband með fyrirvara um ákvörðun sína. Hvað ef hann heði sagt eitthvað í sinni ákvörðun sem hefði farið þvert á fréttatilkynningu ríkisstjórnar.

Sé ekki hvernig fyrst að svona sambandsleysi er milli hans og ríkisstjórnar átti að bregðast við. Svo bendi ég þér á að ég man bara ekki eftir neinum fyrirtækjum sem hafa reddað sér frá svona máli strax. Held að Almannatengillinn megi nú nefna dæmi um fyrirtæki sem hafa á innan við klst. reddað sér frá svona með tilbúnum viðbragðsáætlunum. Það tekur óvart meira en nokkrar mínústur að hafa samnband við aðila og það byrjaði strax og fundurinn var í stjórnaráðinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 12:57

9 identicon

Það eins sem er furðulegt hjá mbl er að vera ekki sé búið að skrifa frétt fyrir löngu um að ríkisstjórnin hafi ekki verið tilbúin með áætlun ef hann skildi segja nei. Þetta síðasta svar þitt Magnús sýnir að það er alveg augljóst að þau hafa ekki haft hugmynd um hvað þau ættu að gera.

Dr. (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 12:59

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Annars er ég sammála þér í því að það hefði mátt standa betur að þessu. T.d. virðist forsetinn hafa óttast að ríkisstjórnin mundi bregðast við ef hann léti þau vita áður og skemma þetta fyrir honum. En ef þau hefðu sammælst um að hann sendi þeim boð kannski klukkustund fyrr þá heðfi verið hægt að bregðast við fyrr.

Nema að þetta sé kannski allt skipulagt af ríkisstjórn og forseta til að reyna til fullnustu að fá Ísland og stöðu okkar almennileg inn í umræðuna og þar með kannski hugsanlega einhverjar lagfæringar á samningnum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 13:06

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona fyrir almannatengla og aðra þá fann ég þetta á vef utanríkisráðuneytis:

Samskipti við önnur ríki & alþjóðastofnanir

  • Forsætisráðherra ræddi símleiðis við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
  • Forsætisráðherra ræddi símleiðis við Jan-Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands.
  • Forsætisráðherra ræddi símleiðis við Jan Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs.
  • Fjármálaráðherra ræddi símleiðis við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.
  • Fjármálaráðherra ræddi símleiðis við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
  • Fjármálaráðherra ræddi símleiðis við Anders Borg, fjármálaráðherra Bretlands.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Jens Henriksson, stjórnarmann Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hjá AGS.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Grazyna Bernatowicz, varautanríkisráðherra Póllands.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Maris Riekstins, utanríkisráðherra Lettlands.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands.
  • Utanríkisráðherra átti fund með Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi.
  • Frekari fundir og samtöl ráðherra við erlenda ráðherra eru fyrirhugaðir.
  • Sendiherrar erlendra ríkja í Reykjavík voru boðaðir á fund í utanríkisráðuneytinu 5. janúar og upplýstir um stöðu Icesavemálsins. Þessi ríki eru Bretland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð Finnland, Kanada, Bandaríkin, Kína, Indland, Japan, Færeyjar og Pólland.
  • Haldinn var sérstakur fundur með sendiherrum Norðurlandanna á Íslandi - Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar.
  • Utanríkisráðuneytið hefur ítrekað verið í sambandi við sendiherra Hollands gagnvart Íslandi sem staðsettur er í Osló.
  • Utanríkisráðuneytið hefur ítrekað verið í sambandi við sendiherra Bretlands á Íslandi.
  • Utanríkisráðuneytið fól öllum sendiráðum Íslands að ganga á fund stjórnvalda í gistiríkjum og upplýsa um stöðu Icesavemálsins.
  • Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins ræddi símleiðis við ráðuneytisstjóra norska fjármálaráðuneytisins.
  • Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins ræddi símleiðis við ráðuneytisstjóra danska fjármálaráðuneytisins.
  • Sendiráð Íslands í London átti samtöl og fundi með embættismönnum í breska forsætis- og utanríkisráðuneytinu.
  • Sendiherra Íslands í London átti samtöl við breska þingmenn.
  • Sendiherra Íslands í London átti samtöl við sendiherra Spánar í Bretlandi en Spánn er formennskuríki ESB á fyrri hluta árs 2010.
  • Embættismenn utanríkisráðuneytisins voru sendir frá Reykjavík og Brussel til Hollands og funduðu með sviðsstjóra forsætisráðuneytis Hollands.
  • Sendiherra Íslands í Brussel fundaði með sendiherra Spánar, formennskuríkis ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við sendiherra Svíþjóðar gagnvart ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við sendiherra Bretlands gagnvart ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við sendiherra Hollands gagnvart ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel fundaði með belgíska utanríkisráðuneytinu.
  • Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn fundaði með ráðuneytisstjóra danska utanríkisráðuneytisins.
  • Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn fundaði með sendiherra Noregs í Danmörku.
  • Sendiherra Íslands í Helsinki átti samtal við finnska fjármálaráðuneytið.
  • Staðgengill fastafulltrúa Íslands hjá NATO fundaði með skrifstofu framkvæmdastjóra bandalagsins.
  • Sendiherra Íslands í Tókíó fundaði með utanríkis- og fjármálaráðuneyti Japans.
  • Sendiherra Íslands í París fundaði með ráðuneytisstjóra Evrópumála í franska forsætisráðuneytinu.
  • Sendiherra Íslands í París ræddi við skrifstofustjóra ráðherraskrifstofu í spænska utanríkisráðuneytinu.
  • Sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins ræddi símleiðis við skrifstofustjóra Evrópumála í þýska utanríkisráðuneytinu.
  • Sendiráð Íslands í Washington D.C. átti fund í bandaríska utanríkisráðuneytinu.
  • Sendiráð Íslands í Berlín mun eiga fund í þýska utanríkisráðuneytinu 7. janúar.
  • 7. janúar mun sendiherra Íslands í París eiga fund með skrifstofustjóra skrifstofu Evrópumálaráðherra Frakklands.
  • 7. janúar mun sendiherra Íslands í Vín eiga fund með austuríska utanríkisráðuneytinu.
  • 8. janúar mun sendiherra Íslands í Osló eiga fund með ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Noregs.
  • Öll sendiráð Íslands munu áfram vera í virkum samskiptum við viðeigandi stjórnvöld í öðrum ríkjum til að upplýsa um stöðu og þróun Icesaveamálsins og sjónarmið Íslands.

Samskipti við erlenda fjölmiðla

  • Ríkisstjórn Íslands gaf 5. janúar út tvær fréttatilkynningar um viðbrögð sín við ákvörðun forseta Íslands.
  • Ríkisstjórnin gaf út fréttatilkynningu á ensku hinn 6. janúar.
  • Utanríkisráðuneytið og önnur ráðuneyti eftir atvikum sendu fréttatilkynningar ríkisstjórnar á tengslanet sitt meðal erlendra fjölmiðla og Financial Dynamics kom þeim á framfæri í Bretlandi.
  • Öll sendiráð Íslands sendu fréttatilkynningu ríkisstjórnar til fjölmiðla í gistiríkjum sínum
  • Utanríkisráðuneytið, önnur ráðuneyti og sendiráð Íslands erlendis hafa haft milligöngu um viðtöl erlendra fjölmiðla við íslenska ráðamenn.
  • Fjármálaráðherra hefur m.a. talað við AP, Reuters, E24, Independent, BBC Radio, ITN/Channel 4, og veitti forsíðuviðtal í hollenska blaðinu Volkskrant.
  • Utanríkisráðherra hefur m.a. talað við Independent, Times of London og TV2 í Danmörku
  • Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur m.a. talað við Dagens Næringsliv, Reuters, BBC Radio og útvarpsstöð sem sendir út um öll Bandaríkin.
  • Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður efnahagsráðherra, fór í viðtal hjá BBC Radio og Sky News (Jeff Randall Show).
  • Fjölmiðlafulltrúar ráðuneytanna hafa svarað miklum fjölda fyrirspurna og veitt bakgrunnsupplýsingar, einkum til Bretlands, Hollands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Sviss.
  • Fjölmiðlafulltrúar ráðuneytanna hafa ítrekað haft samband við erlenda fjölmiðla til að leiðrétta villandi eða rangan fréttaflutning.

Annað

  • Samráðshópur forsætis-, utanríkis-, fjármála- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur komið saman daglega og unnið náið saman til tryggja að aðgerðir í upplýsingamálum séu samræmdar og markvissar.
  • Unnið hefur verið með breska almannatengslafyrirtækinu Financial Dynamics að því að koma málstað Íslands á framfæri í erlendum fjölmiðlum og leiðrétta rangfærslur.
  • Unnið hefur verið með hollenska almannatengslafyrirtækinu Huijskens að því að meta fjölmiðlaumfjöllun í Hollandi og möguleg viðbrögð.
  • Almannatengslafyrirtækið KOM mun veita tímabundna aðstoð í upplýsingamálum.
  • Öll sendiráð Íslands vakta umfjöllun um Icesavemálið og Ísland og leggja mat á möguleg viðbrögð.
  • Samráðshópur forsætis-, utanríkis-, fjármála- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins átti fund með fulltrúum samtakanna InDefence.

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/5371

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 14:26

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú virðist ekki skilja þetta, Magnús.

Ef Jóhanna hefði undirbúið sig fyrirfram, eins og hún átti að gera, þá hefðu fyrirsagnir í helstu fjölmiðlum heimsins ekki verið á borð við:

"Iceland refuses to pay"

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 14:57

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvernig átti hún að undirbúa sig betur. Það lá ekki ljóst fyrir en forsetinn talaði. Manni skilst að þá strax hafi verið haft samband við helstu fréttastofur. Forsetinn tilkynnti þetta klukkan 11 Jóhanna og Steingrímur svöruðu klukkan 12. Og áður þá var búið að setja sig í samband við fréttastofur. Það er óvart bara betra og selur betur að misskilja málið. Bendi þér á að stór hluti þeirra sem skirfaði undir áskorun til forseta héldu að þau væru að hafna því að borga. Og það voru Íslendingar sem hafa fengið þetta beint í æð í 14 mánuði. Steingrímur sagði að útgáfa af fréttatilkinningu hafi verið tilbúin frá Sunnudagsnótt. Ráðuneytin voru tilbúin og fóru strax í símaan um leið og forsetinn hafði talað. Og það er óvart þannig þegar bein útsending og skrif á netið eru frá Bessastöðum þá koma menn ekki skoðun sinni að fyrr en það er búið. Fyrstu fréttir af viðbrögðum stjórnvalda eru ekk mörgum mínuútum eftir að fundi lauk á Bessastöðum. Og ég sé ekki að það hefði þjónað tilgangi að senda báðar fréttatilkynningarnar út ofan í ræðu Ólafs það var engin að les þá.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 15:33

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég gefst upp

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 15:49

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er auðvelt að segja að einhver hefð átt að vera undirbúinn. En ég man ekki eftir neinu tilfellt þar sem að stjórnvöld hafa getað verið á undan fréttastofum með leiðréttingar eða réttan málstað. Það hefði verið auðveldara t.d. ef að forsetinn hefði sagt það skýrt í upphafi síns máls að við ætluðum að standa við skuldbindingar sína.

Það er ekki auðvelt fyrir einhvern að leiðrétta yfirlýsingar einhvers annars áður en enn gefur þær.

Auðvita hefði þetta mátt vera betra sjálfsagt en ég sé bara ekki án samvinnu þessara embætta það hefði átt að geta gerst samtímis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 16:00

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki á hverjum degi sem gefst slíkt tækifæri og Jóhanna og Steingrímur fengu... í beinni útsendingu um alla heimsbyggðina, að koma með vel undirbúin viðbrögð við niðurstöðu forsetans.

Ómetanlegt tækifæri sem þau klúðruðu

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 16:11

17 identicon

Ég hélt að tengdasonurinn væri húsasali eða seldi sumarbústaði einhverjir töluðu um það.  Vissi ekki að hann væri eitthvað sem kallaðist tengidós eða hvað það heitir

Gummi M (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband