Leita í fréttum mbl.is

Stjórnin stendur og fellur með Icesave! Annað gengur ekki!

Verð að segja að þetta er frekar barnalegt viðhorf?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að hún vilji að stjórnvöld sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún muni ekki nota Icesave-kosninguna sem mælikvarða um það hvort ríkisstjórnin lifi eiður ei, eða hvort forseti Íslands eig að segja af sér. „Þetta snýst ekki neitt um það,“ segir hún.

Hún hlýtur að sjá að ef að þetta mál fellur á ríkisstjórnina þá er það yfirlýsing um að þjóðin er að hafna leiðum stjórnvalda og þeirra skýringum. Og af hverju ætti stjórnvöld þá að starfa áfram nema til þess að stjórnarandstaðan fái tækifæri á að hamra á ríkisstjórninni í hverju stórmálinu á eftir öðru. Heyrði m.a í Þór Saari í útvarpi um daginn þar sem hann lýsti algjöru frati á tillögu stjórnvalda um Þjóðaratkvæði um þetta mál og sagði það blauta tusku framan í þjóðina. Siv Friðleifsdóttir ein af þeim þingmönnum sem hegðar sér eins og þingmaður var algjörlega ósammála Þór og sagði þetta frumvarp eins og það ætti að vera.  En því nefni ég þetta að það virðist vera að stjórnarandstaðan ætli að nota þessa ríkisstjórn sem boxpúða til að geta slegið sig til riddara fyrir að berja á henni, án þess að koma með neitt uppbyggilegt í staðinn. 

Af hverju ættu stjórnvöld að leggja á sig að vinna erfið verk ef að unnið er markvisst að því að grafa undan þeim. Verk sem oft eru íþyngjandi fyrir þjóðina, ef að stjórnarandstaðan veit allt betur en vill bara ekki taka við.


mbl.is Réttum skilaboðum sé komið á framfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna þess, Magnús, að stjórnin ætti að vinna út frá vilja þjóðarinnar sem hún situr í umboði fyrir.

 Hinn pólitíski heimur nær út fyrir sali Alþingis. Og það er fráleitt að stíga núna fram eins og móðgaður smákrakki og segja að þjóðin verðskuldi ekki ríkisstjórn sína. Það er ríkisstjórnin sem hefur skort verðleika. Og þegar maður lendir í þeirri stöðu, þá bætir maður sig. Maður rýkur ekki á dyr.

 Börn gera það. 

Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:54

2 identicon

Mr. Brown stendur og fellur líka með Icesave. Ef hann fær ekki samninginn í gegn fyrir kosningarnar í nóv. er hann sennilega bara atvinnulaus karlinn.

Linda (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Tek undir með Ragnari Þór

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 14:05

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ragnar ef að ákvarðanir stjórnar og stefna hennar er á móti vilja þjóðarinnar í stórum málum þá fer stjórnin frá og fólk kýs sé þá stjórn sem að standi betur við hagmuni hennar. Ef að þjóðin hafnar leiðum stjórnar og tekur undir með stjórnarandstöðu er eðlilegt að stjórnarandstaðan taki við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Linda held að icesave geti líka verið vopn fyrir Brown. Finnst furðulegt hvað Bretar hafa í raun verið rólegir miðað við að Brown er undir miklu álagi hema við. Hann hefði verið vís með að beita látum til að kaupa sér smá velvild heima við. En vonandi er þetta bara atbuðrarás sem forsetinn og ríkisstjórn hönnuðu til að fá nýjan samning.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 14:08

6 identicon

V-G.

Melónur = "Grænir að utan en rauðir að innan"

eða

Laufblöð. "Grænir á vorin og falla á haustin"

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband