Leita í fréttum mbl.is

Fannst ég kannast við þetta nafn

Og jú þetta er sami sérfræðingurinn sem InDefence talaði við í sumar. Ekki það að það dragi neitt úr því  sem hann segir. En minni á að grein hans kemur fram að hann telur að um 60% líkur á að Bretar mundur vinna þetta mál fyrir dómi.

En 21. ágúst var t.d. þessi frétt á mbl.is

InDefence hópurinn hefur borið fyrirvarana undir Dr. Michael Waibel, sérfræðing í alþjóðarétti við Cambridge háskóla. Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga. Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.

En flott að hann skuli skrifa grein til stuðnings okkar málstað. Og hann er virkilega sérfræðingur í lausn alþjóðlegra deilna. Þannig að ég hef ekkert út á manninn að setja. Á samt ekki von á því að Bretar og Hollendingar séu svo mikið að láta blaðaumfjöllun hafa áhrif á sig. Þeir vita jú nákvæmlega um hvað þetta mál snýst og stjórnvöld bíða bara róleg.


mbl.is Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilst mér nú að maðurinn hafi sagt að vinningslíkur Breta væru í mesta lagi 60%

Eru annars til nokkur dæmi þess að einhver geri sátt í máli með slíkum skilmálum sem búast mætti við ef hann hefði tapað því ef hann á a.m.k 40% möguleika á að vinna.

Hvað fáum við í okkar hlut fyrir að sleppa löngum málarekstri og fórna vinningsvon?

Ekki eru það samningar um greiðslutilhögun því alltaf þyrfti að semja um hana. Ísland getur ekki greitt út í hönd. 

Svarið er auðvita: Greið leið inn í ESB.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:05

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú stjórnaandstaðan sagði að það væri óverjandi að taka áhættu á að það væru um 10% líkur á að við gætum lent í greiðslufalli. Þannig að þarna eru um 60% líkur að hans mati að við töpum málinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og við það þá erum við komin í greiðslu fall þar sem að þá gætu verið fallnar á okkur 1250 milljarðar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2010 kl. 22:53

4 identicon

Æ, Magnús. Ekki segja mér að þú sért búinn að mynda þér svo sterkar skoðanir á málinu án þess að fá grundvallaratriðin á hreint (en reyndar þykir mér það dálítið fyrirgefanlegra þegar þú átt í hlut en sumir þingmenn). Þetta mál snýst um skyldu til þess að greiða lágmarkstrygginguna. Hana föllumst við á að greiða að fullu með samningnum við Breta og Hollendinga.

Möguleg mismunun með tryggingu innistæðna í útibúum innanlands er svo annað og aðskilið mál. Ef einhverjir þeir sem ekki hafa fengið tjón sitt bætt að fullu - s.s almennir innistæðueigendur í Hollandi sem áttu meira en 100.000 evrur, bresk sveitafélög eða góðgerðafélög - fara í mál á þeim forsendum og vinna þá þurfum við að borga það líka - þó líklega aðeins í krónum. Sátt í innistæðutryggingamálinu felur ekki í sér neinar málalyktir hvað þau mál varðar.

Bresk og Hollensk stjórnvöld myndu þá eignast kröfu upp á allt sem þau hafa lagt út. Glæsilegu samningarnir hans Svavars fela ekki einu sinni í sér að þau afsali sér þeirri kröfu.

Annars er ég ekki að segja að við eigum endilega að fara dómstólaleiðina heldur gera samning sem endurspeglar hina lagalegu stöðu. Það semur engin um að tapa máli, það bara nær engri átt - nema auðvitað ef mönnum þykir það skipta öllu að njóta stuðnings gagnaðilans í einhverju öðru máli.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:23

5 identicon

Tekið saman: Punkturinn sem ég (og Waibel) erum að koma með er að það er sáralítill munur á þeirri stöðu sem við lendum í með því að gera samning og ef við töpuðum málinu fyrir dómi.

Það er geðveiki að semja um slíkt þegar líkurnar á því að vinna eru a.m.k 40%.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:27

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Magnús, fólki finnst það einkennilegt að til séu einstaklingar sem reyna eftir fremsta megni að sjá hinar augljósu staðreyndir málsins. Samningsstaða okkar er orðin mjög tæp eftir útspil forsetans og dómstólaleiðin hefur frá upphafi verið hæpin. Ekki mjög flókið, en samt vefst fyrir mörgum að kyngja því.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband