Leita í fréttum mbl.is

Skipum þverpólítiska nefnd strax!

Ég persónulega tel að það eigi að ganga frá þessu Icesave máli hið fyrsta og að við komumst ekki hjá því að borga. En til að taka af allan vafa væri nú rétt að skipa þverpólitíska nefnd sem á næstu kannski  4vikum kanni möguleika okkar með færustu sérfræðingum hvaða möguleika við höfum á að ná nýjum samningi. Ekkert verði til sparað og einnig að rætt verði við viðsemjendur okkar til að kanna möguleikana.

Á meðan að þessi nefnd vinnur að málinu verði samkomulag hér meðal fjölmiðla og almennings að ræða þetta mál ekki, heldur að snúa sé að öðrum áríðandi málum. 

Síðan þegar þessi nefnd skilar af sér kannski eftir mánuð þá sameinumst við um niðurstöður hennar um möguleika í stöðunni. 

Orðinn þreyttur á að menn séu hér að tala um hluti sem enginn veit neitt um. Finnst sjálfum ótrúlegt að embættismenn og stjórnvöld hafi valið að fara út í að skuldbinda okkur fyrir gríðarlegum upphæðum ef að aðrir möguleikar voru raunhæfir í stöðunni.

 En ég að minnstakosti væri til í að halda kjafti um Icesave á meðan að færustu sérfræðingar greindu möguleika okkar. 

Ég held hvernig sem þetta mál færi væru alltaf einhverjir sem segðu eftir á að við hefðum átt að gera eitthvað annað. Og hér myndi þetta mál hvíla á okkur áfram


mbl.is Hudson: Íslendingar eiga ekki að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allsekki. skipum nefnd almennra borgara og sérfræðinga ótengdum þessum skipulögðu glæpasamtaka sem kalla sig stjórnmálaflokka og gefum glæpalýðnum sem kom okkur í þessa stöðu langt frí og helst bönnum alla stjórnmálaflokka til frambúðar!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:26

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svavar, lati sendiherrann okkar varð líka þreyttur Magnús. það má ekki láta þreytu í dag verða til þess að skapa þreytu hjá öllum margar kynslóðir fram í tíma. Það á ekki að borga krónu. Bretar og Hollendingar eiga að sjá um sitt fólk sjálfir. Það er orðið skjalfest...við þurfum ekki að kaupa vini erlendis...

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 17:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er náttúrlega enn verið að höggva í þessi orð Svavars. Mjög óheppilegt að hann skyldi segja þetta. En eins og allir vita þá réð hann ekki niðurstöðu eða hvenær að stjórnvöld töldu ekki lengra komist. Ég held að hann hafi verið beðinn um að klára þetta mál þar sem það var farið að hamla öllu hér. Svavar er embættismaður svo hann hættir ekkert að vinna þó einhver samningur er frá. Hann tók svona til orða og fólk hefur snúið út úr því nú í hálft ár. Ég ábyrgist að Svavar hafði hagsmuni okkar að leiðarljósi og hefði haldið þessu áfram ef að einhver von hefði verið sjáanleg um betri niðurstöðu

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.1.2010 kl. 17:31

4 identicon

Við eigum að gefa öllum pólitíkusum frí , jafnvel langt frí !

Maður er komin upp í háls af innantómum orðgjálfri hjá þessu fólki !

Auðvitað geta íslenskir pólitíkusar ekki viðurkennt að þeir eru gjörsamlega ófærir að gera neitt jákvætt í þessu máli.  Það gæti nefnilega verið að pólitíski andstæðingurinn geti notað þetta mál til að upphefja sjálfsn sig !

Hvers vegna ekki fá erlendan aðila til að gera þetta fyrir okkur ?

JR (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:45

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

það var mikil heppni að hann skyldi einmitt hætta með þetta mál. Það er ekkert víst að hann hafi yfirleitt verið að hugsa um hag Íslands í þetta skiptið. Ég held bara að hann hafi ekki skilið stærðinna á þessu. 40 milljarðar ári bara í vexti, þolir þetta efnahagskerfi okkar alls ekki. Og svo á að borga af höfuðstólnum.

Það þarf enga vísindamenn í að reikna það út. Það geta allir sem kunna á reiknivél.

Það er ekki einleikið að koma til Íslands með samning sem átti að skrifa undir og helst ekki lesa á undan. Flestir menn skrifa ekki einu sinnu undir samning um kaup á ryksugu á afborgunum án þess að lesa samninginn.

Þú segir Magnús að hér séu menn að tala um hluti sem þeir vita ekkert um. Það er einmitt það sem er taktíkin frá Bretum, að hamra þetta í gegn með frekju og yfirgangi. þetta er kolóleglegt frá Breta hálfu og Hollendinga.

Og það þarf að prófa fyrir dómstólum ef Bretar og Hollendingar. Ekkert liggur á. Menn hafa bara nákvæmlega ekkert leyfi til að skuldbinda þjóðinna langt fram í framtíðinna með peningum sem búið er að reikna út að verða ekki til.

Það eru svik og stórglæpsamlegt gagnvart þjóðinni. 

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 17:51

6 identicon

Hverslags snú snú er þetta hjá þér núna.  Skiptirðu um gleraugu í gær.  Búinn að rugla hérna á síðunni þinni með málflutningi Samfylkingarinnar í iceSave sem hefur gengið helst útá það að styggja ekki stórveldin og semja bara um hvað sem er ef það gæti orðið til þess að styggja ekki ESB umsóknarferlið.

ÞJ (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 18:55

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei ÞJ ég vill bara að þetta mál sé rannsakað. Þannig að fólk geti ekki eftir þjóðarakvæði sagt að ef við hefðum gert þetta eða hitt þá værum við í í betri stöðu. Ég held að þó þetta fólk hafi komið í dag í Silfur Egils hafi ekki komið að því að semja um svona milli ríkja og ekkert þeirra var lögfræðingur sem er sérhæft í þessu lögu.

En til að koma þjóðinni út úr þessu þrasi þá væri gott að skipa nefnd til að kanna hvort við eigum einhverja aðra möguleika og hættuna eða ávinning af því að fara þessa leið. Ég hef engan áhuga á að þetta mál eigi eftir að tröllríða allri umræðu hér næstu 2 mánuði. Og eins þá fengi fólk skýr skilaboð um afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.1.2010 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband