Sunnudagur, 10. janúar 2010
Smá vandamál við þetta!
Svona til að byrja með er Íslands búið að gera samning og það t.d. 3x við Holland og 2x við Breta
Holland
Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathisen, tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Reykjavík 11. október 2008
Þetta samkomulag innifól í sér lán fyrir þessu frá Hollandi sem var reiknað með að yrði til 10 ára með 6,7% vöxtum
Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
- Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
- Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
- Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.
Reykjavík 16. nóvember 2008
Í framhaldi af þessu þá fengum við samningin við Holland upptekin og lánstímin lengdur og vextir lækkaðir sem og að eignir Landsbankans far beint í að greiða niður þessi lán.
Þá var bara að ganga frá samning sem var gert í júní. Þennan sem við þekkjum með 5,55% vöxtum afborgunarlaust í 7 ár og til 15 ára.
Alþingi setti fyrirvara við ríkisábyrgð sem Holland og Bretar samþykktu ekki að fullu. Þeir tóku um 80% af fyrirvörum og gerðu við okkur viðbótarsamning.
Í okt/nóv 2009. Þann samning er Alþingi búið að samþykkja.
Svo ég sé ekki alveg hvað sáttasemjari eða milligöngumaður eigi að gera fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Nema að ríkisstjórnin dragi lögin nú til baka og rifti samningum við Breta og Hollendinga. Það er nokkuð ljóst að það þjónar hagsmunum Breta og Hollendinga að bíða þar til búið er að greiða atkvæði um þetta.
Eins velti ég því fyrir mér af hverju að Bretar og Hollendingar hafa ekki gripið til varnar í fjölmiðlum. Held að nú sé lognið á undan storminum. Trúi því að við eigum nú eftir að heyra hressilega í þeim ef þeim sýnist að útséð sé um úrslit þjóðaratkvæðagreiðsluna verði þeim ekki í hag.
Því held ég að þeir vilji náttúrulega lítið við sáttasemjara tala fyrr en endanleg niðurstaða ríkisábyrgðar liggur fyrir. Væru frekar líklegir til að laga samninginn t.d. um 0,1% held ég og þá yrðu allir glaðir
Leita þarf utanaðkomandi aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Steingrímur og Jóhanna þurfa að víkja.
Doddi D (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 20:21
Þau eru vanhæf.
Sigurður Haraldsson, 10.1.2010 kl. 20:26
Öll Samfylkingin er vanhæf+Steingrímur og Björn Valur Gíslason, sem liggur undir þungum ásökunum frá fólki sem segir að hann hafi orðið valdur að fjárhagslegu hruni þess.
Sigurgeir Jónsson, 10.1.2010 kl. 20:31
Magnús Helgi, ég trúi því varla að þú sért ennþá að berjast fyrir því að þín eigin þjóð verði seld í þrældóm eftir að virtir fræðimenn og stjórnmálamenn um allan heim hafa komið fram og tekið málstað okkar.
Þau hafa sagt það ruddaskap af hálfu stórþjóðanna að þvinga þjóðina í þennan þrældóm sem er fimm sinnum meiri sekt en Þjóðverjar fengu fyrir að bera ábyrgð á dauða 15 milljón manns og leggja Evrópu í rúst.
Jafnvel Evrópuþingmenn hafa stigið fram og sagt að Icesave hneykslið sé alveg jafnt sofandahætti Breta og Hollendinga að kenna og Íslendinga.
Nú hefurðu gott tækifæri til að viðurkenna að þú hafir haft rangt fyrir þér biðjast opinberlega afsökunar á áróðri þínum gegn eigin þjóð. Þú værir maður meiri ef þú gerðir það.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 21:07
Ég er ekkert að berjast fyrir einu eða neinu enda væri ég þá væntanlega að skrifa á ensku og Hollensku. Ég er að horfa á hlutina raunsætt. Síðan minni ég þig á að við erum ekki að semja við þessa fræðimenn. Þau geta haft ýmsar skoðanir og menn geta séð þetta frá ýmsum sjónarhornum. En samt sem áður bendi ég þér t.d. á að Hollenski lögfræðingurinn íhugar að stefna Seðalbanka, stjórnvöldum og FME vegna þess að eftilitsskilda þeirra hafi brugðist. Og eins vegna þess að verið er að gera upp á milli innistæðueigenda eftir þjóðerni. Sem er bannað innin EES.
Síðan er gaman að því að erlendir aðilar hafa ekki kynnt sér málið betur en svo sem eru að tjá sig flestir að þeir telja að við eigum að greiða allar innistæður til baka til Hollands og Bretlands. Það eru upplýsingar sem ég held að þarlend stjórnvöld eigi eftir að leiðrétta og benda á að um 600 milljarðar af þeirra skattfé sé þegar farið í þessar endurgreiðslur til innistæðueigenda sem óvíst er að fáist allar til baka.
En ef einhver hefur skýra lausn á því hvernig við semjum betur við þessa aðila þá endilega að sýna mér hana. En krafan er að sú lausn sé raunhæf og framkvæmanleg. Ekki margra ára óvissu tími með óvissa útkomu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.1.2010 kl. 22:03
Þ.e. þaui greiddu um 600 milljarða umfram þá 700 sem þeir eru að rukka okkur um
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.1.2010 kl. 22:04
Er það börnum og gamalmennum á Íslandi að kenna að Bretar og Hollendingar borguðu þetta til innistæðueigenda? Af hverju eiga þau þá að borga þessa meintu skuld?
Þeir ákváðu að borga innistæðueigendum meira en þessar 20.087 evrur sem kveðið er á um í tilskipuninni um tryggingarsjóðinn (sem takið eftir kveður engan veginn á um ríkisábyrgð á sömu fjárhæð þó sumir hafi viljað halda því fram.)
Þú átt að standa með þinni eigin þjóð, ekki taka málstað handrukkara og ofbeldismanna á alþjóðavettvangi. Þeir sem fella banka með hryðjuverkalögum og hóta smáþjóð viðskiptalegri einangrun láti hún ekki undan hótunum handrukkaranna eru ekkert annað en fautar.
Þú átt ekki að standa með svoleiðis glæpalýð því þá áttu á hættu að fá sama stimpil á þig sjálfan.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.