Leita í fréttum mbl.is

Auðvita er allt stopp! Við bíðum jú eftir að Bjarni og Sigmundur komi með flottu lausnirnar sínar.

Við hverju var að búast? Það var kynnt þegar stjórnvöld funduðu með stjórnarandstöðunni á mánudag að menn ætluðu að hittasta aftur og koma sér saman um einhverja lausn.

Nú er bara að bíða eftir að stjórnarandstaðan og aðrir snillingar komi með raunhæfa lausn á þessari deilu. Hingað til hefur stjórnarandstaðan nærst á því að segja að samninganefndin hafi verið vanhæf, embættismann verið vanhæfir og jafnvel gengir svo langt segja að þetta fólk hafi verið verra enn ekkert. Það hafi engu náð fram.

Því er eðlilegt að nú komi stjórnarandstaðan með markmið og leiðir til að ná nýjum samning. Og rétt væri að þau sköffuðu fólk til að koma þeim lausnum í gegn.

En það á víst að hittast í kvöld. Spennandi!

Hér má sjá nýjasta svar framsóknar (gáfulegt að vanda):

Framsóknarmenn setja það sem skilyrði fyrir pólitískri samstöðu í Icesave málinu að ríkisstjórnin lýsi því yfir að Íslendingar þurfi betri samning.

Þverpólitísk sátt í Icesave málinu er talin vera forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga.

„Við verðum að reyna það að minnsta kosti þó að við höfum ekki verið ánægð með það hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á þessu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvort hann telji líklegt að pólitísk sátt náist í Icesave málinu.

Hann segir að stjórnin hafi byrjað að senda út yfirlýsingar þar sem ítrekað hafi verið að Íslendingar ætluðu að ábyrgjast allar innistæður.

„Síðan í framhaldinu koma alls konar yfirlýsingar um að yfir standi örvæntingarfullar viðræður við Breta og Hollendinga. Utanríkisráðherra segir að við séum í herkví. Þetta er ekki til þess fallið að hjálpa málstað Íslendinga. Þess vegna gerum við kröfu um það að ríkisstjórnin að minnsta kosti lýsi því yfir að við þurfum að fá betri samning. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að stjórnvöld í landinu taki að minnsta kosti undir með almenningi og þeim sem vilja okkur vel í útlöndum og segi að við þurfum að gera betur," segir Sigmundur Davíð. (www.visir.is )

Þetta er nú svo barnalegt að ég á ekki frekari orð


mbl.is Stopp í Icesave-málinu þessa dagana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Heldur drengurinn að hann sé næsti einræðisherra Íslands. Ósköp finnst mér þetta kjánalegt og mikið óraunsæi. Börn er oft skynsamasta fólkið og það eru bara dekurkrakki sem segir svona.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 13:26

2 identicon

Barnalegt er einmitt orðið sem var að leita að þegar las þetta!  Datt bara jafn barnalegt í hug, þ.e. að vildi ekki þurfa að gefa þessum manni jólagjöf, hann aldrei ánægður með neitt :-o 

En það allra versta og ótrúlegasta er að svona málflutningur skuli eiga upp á pallborðið hjá jafn mörgum Íslendingum og raun ber vitni, það hreint og beint hræðir mig.

ASE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband