Leita í fréttum mbl.is

Er Ólafur ekki að bulla?

Nú hefur þessu verið haldið fram að ef þessi lög verði feld í úr gildi af þjóðinni taki gömlu lögin gildir. Það er sennilega rétt. En þar sem að Hollendingar og Bretar hafa hafnað þessari leið erum við þá ekki komin í þá stöðu að við erum búin í lögum samþykkja ríkisábyrgð en samt ekki með samning.

„Það mun ekkert alvarlegt gerast í efnahagslífinu vegna þess að þá tekur gildi samkomulagið sem gert var síðasta sumar milli þessara tveggja landa,“ segir Ólafur Ragnar í viðtali við Bloomberg fréttaveituna, þar sem hann er staddur í Nýju Delhi á Indlandi.

Samkomulagið sem Ólafur vísar í er það sem Alþingi samþykkti síðasta sumar með fyrirvörum. Það samkomulag var háð samþykki Hollendinga og Breta, en þjóðirnar höfnuðu því.  Féllust ríkin á málamiðlun sem Alþingi samþykkti en forsetinn vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Þar sem Bretland og Holland neituðu að samþykkja þá fyrirvara sem settir voru af Alþingi er ekkert samkomulag á borðinu verði frumvarpinu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.

Í frétt Bloomberg kemur jafnframt fram, líkt og Pressan greindi frá í gær, að Hollendingar og Bretar hafi verið í nánu sambandi til að samhæfa viðbrögðin vegna ákvörðunar forsetans. Hefur Evrópusambandið jafnframt verið með í ráðum.  „Augljóslega erum við áhyggjufull yfir því að fá peningana ekki endurgreidda,“ var haft eftir talsmanni Gordons Brown.  (www.pressan.is )

Og er rétt af forseta að tala svona í alþjóðlaga fréttamiðla? Hvað er einhver kynnir sér þetta betur? T.d. gætu þeir farið að spyrja hann um hvaða munu sé á þessum lögum frá því í sumar og núna. Og eins og við vitum eru það aðallega 2 atriði þ.e. hvað verður um hugsanlegar eftirstöðuvar 2024 og svo hvenær við borgum vexti. En það er talið að reyni aldrei á ákvæðið varðandi 2024 og aldrei hafi verið möguleiki á að restinni yrði bara afskrifuð þá. Það væri nú okkur varla til framdráttar í umræðunni. Þ.e. öll þessi læti út af ekki stærri atriðum.


mbl.is Eldri lögin taka gildi falli þau nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"að við erum búin í lögum samþykkja ríkisábyrgð en samt ekki með samning"

Jú.  Staðan verður beisiklí þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2010 kl. 14:03

2 identicon

Eins og ég skil þetta taka lögin í sumar ekki endanlega gildi fyrr en Hollendingar og Bretar samþykkja fyrirvarana, að því gefnu að núverandi samning verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu eða að ríkisstjórnin dragi þá til baka. Ef Hollendingar og Bretar gera það ekki þá eru engin gildandi lög og það eina í stöðunni að setjast aftur að samningsborðinu eða þá að þessar þjóðir stefni okkur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þori samt ekki að hengja mig upp á að þetta sé 100% réttur skilningur.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:15

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þetta flækist fyrir flestum. Og svo á að kjósa um þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þ.e. að engin veit hvaða staða er raunverulega eftir þær kosningar! Held að Ólafur hefði kannski átt að ræða betur við lögfróða menn áður en hann ákvað þetta. Er fólk að flella nýju lögin úr gildi? Geta þá fyrri lög tekið gildi án þess að Bretar og Hollendingar samþykki þau óbreytt?

Furðulegt að forsetinn kynni þetta í útlöndum sem öruggt atriði. Það þarf ekki nema einn fréttamanna fund hjá Bretum og Hollendingum til a gera allan hans málflutning marklausann!

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2010 kl. 14:29

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Guðmundur. Þú hittir naglann á höfuðið.

Magnús. Það hefði sjálfsagt ekki veitt af að Össur eða einhver annar hefði farið með forsetanum þarna út til að leiðrétta jafnóðum það sem Ólafur segir fer rangt með. 

Það er nokkuð ljóst að byrjunarreytirinn blasir við ef lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Greiðsluskyldan stendur þó eftir sem áður og það er líka nokkuð ljóst. KLÚÐUR

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband